Morgunblaðið - 18.08.1962, Side 9
Laugaidagur 18. ágúst 1962
MORGrnsnr 4fíiÐ
9
Gunnar
Rytgaard
skrifar:
^ r í Danimörku geksk í gildi hinn
fyrsta ágúst sl. hinn almenni
eöluskattur, árangur víðtækra
umræðna í danska þjóðþinginu.
Ræbt hafði verið um málið món-
uðum saman, og eitt sinn lá við
borð, að sakir þessa yrði
Btjórnarkreppa. Lokaniðurstaða
þessara umræðna varð sú, að
komið skyldi á níu prósent sölu-
skatti. Þessi skattur er lagður á
heildsöluverðið samfcvoemt ósfc
etjórnarandstöðuflokkanna. Vin-
striflökfcsins og íhaldisflöklksins,
en stjórnarflokkarsnir, sósíaldem-
ófcratar og Róttæfcir vinstri menn
höfðu hins vetgar farið fram á
söluskatt á smásöluverðið, þannig
að hann næmi fimm prósentum
af samanlögðum tekjum af smá-
eölu í öllu landinu.
Söluskattur þessi byggist í
hiöfuðatriðum á því, að ailar vör-
ur séu skattskyldar. Þó eru þar
undantefcnar almennar matvörin:
Frá þjóðþingi Dana. Konungur ávarpar þingió.
Sðluskatturinn í Danmörku
Einkennileg vandamal — hamstur — tekst sölu-
skattinum að framkvæma hlutverk sitt?
ésamt dagblaðapappír, og auik
Iþess að nokkru leyti bygginga-
vörur í nýbyggingar. FaSteigna-
EÖlur og bílasölur, sem selja not-
aða bíla eru eirmig undanþegnar
þessum söluskatti. Að öðru leyti
er allt skattskylt. Áður en þessi
umræddi söluskattur gekfc í gildi
viðaði fóilk svo að sér vörum og
birgðum, að það minnti á stríðs-
árin, þegar Þjóðverjar hemámu
Danmörku. Þegar umræður hóf-
ust í þinginu í byxjun marz, sem
6tefndu að því að finna leið til
að hemja hina gífurlegu kaupg.
imanna, hófust innkaupin. Þeir,
sem ekki höfðu haft í hyggju að
fá sér bíl í náinni framtíð, gerðu
það þegar í stað, því að enginn
vissi, hvenær umræðunum í
þinginu myndi Ijúka og um leið
gætu bílar hækkað í verði. Síðan
eljákfcaði heldur í kaupendum,
en þegar þingið komst lofcs að
Bamfcomulagi, blómgaðist verzl-
unin svo að um munaði.
Verzlanirnar hafa í stórum stil
notað vigorðið „Kaupið og kaup
ið, áður en söluskattinum er kom
ið á,“ og fólkið hefur efcfci lát-
ið á sér standa. Auðvitað má
deila um þetta vígorð, en eng-
inn lagabókstafur nær til þess
að banrxa það. Einkum voru það
varanlegir munir, svo sem bílar,
ísskápar, þvottavélar, útvarps-
tæki og sjónvarpstæki, sem
keyptir voru, áður en verðið
hæfckaði. En einnig er talið, að
mikið hafi verið keypt af þvotta
efnum, tannkremi o.s.frv., og þá
ekki síður tóbaki, því að margar
tóbakstegundir seldust upp á ó-
trúiega stuttum tíma. Tóbak og
áfengi hefur jafnan verið dug-
lega skattlagt, en nú bætist þessi
nýi söluskattur ofan á öll ósköp-
in. Byggingarefni eru skattlögð
en þó er tekið fram, að xjýbygg-
ingar séu undanþégnar skatt-
inum, á meðan húsnæðisskortur
inn er svona mikill í landinu.
Þess vegna fæst, þegar um hús-
byggingar er að i-æða, endur-
greiðsla á Skattlögðum bygginga
vörum, sem nemur 23 d. kiónum
á fermetra, og éf um verksmiðju
byggingar er að ræða, nemur
frádrátturinn 14 d. krónum á
fermietra. Þessi óljósa regla —
auk þess sem efni í endurbygg-
ingar og húsaviðgerðir eru skatt
lögð — hefur haft það í för með
sér, að verktakar og handverk-
meistarar hafa keypt alls kyns
byglgingaefni í stórum stíl. Þannig
getur verktafcinn eða bygginga-
meistarinn krafizt söluskattsins í
eigin vasa eða nýtt sér fermetra-
frádráttirm.
Hin gífurlega verzlun fyrir
ágúst hefur gert það að verkum,
að júlí hefur ekki verið „hinn
mikli sumarleyfamánuður" eins
og venjulega. Margar verzlanir
hafa blátt áfram frestað sumar-
leyfum vinnuþega þar til eftir
fyrsta ágúst, og sama er að segja
um smærri iðnaðarfyrirtæki, þótt
stærri verksmiðjur hafi hagað
sumarleyfum eins og venja er
til. Álagning söluskattsins hefur
einnig á annan hátt haft áhrif
á sumarleyfalífið almennt. Ferða
skrifstofurnar hafa rækilega fund
ið fyrir því, að ferðir hafa verið
afpantaðar, þar sem fólkið kaus
fremur að nota peningana til inn
kaupa — til dæmis kaupa sér
bil. Sömuleiðis hefur verið yfrið
nóg af sumarbústöðum í landinu,
en áður m.a. vegna hinna fjöl-
mörgu þýzku sumargesta — hef-
ur skortur á sumarbústöðum ver
ið milkill og leigan gifurleg. í
sumar hafa Danir brugðizt sumar
landi sínu, og margir sumarbú-
staðir hafa staðið auðir.
Auðvitað hefur ekki öll ferða-
mennska legið niðri. Erlendir
gestir hafa heimsótt landið, og
að vanda er umferðin óskapleg
um Stórabelti. Samtímis því
hefur orðið að sinna beiðnum
um miklar vörusendingar yfir
Stórabelti, því að fyrirtækin hafa
pantað rífega, þótt slíkt væri
yfirleitt ekki venjan á sumrin.
Vörubilar hafa allan júlímánuð
hnappazt saman í Nýborg, Fjóns
megin, og beðið þess að komast
til Sjálands og Kaupmannahafn-
ar. Þegar menn hafa það hug-
fast, að mörg dönsk bílaumboð
hafa fengið senda bíla til Dan-
merkur, sem annars var ætlað að
senda til annarra landa, til að
fá nóg, áður en skattinum væri
komið á, til að fullnægja eftir-
spurn, skilst það, hve mikilvægt
þetta hefur verið allri flutninga
starfsemi, og þá ekki sízt hinni
þrautnýttu ferju dönsku járn-
brautanna. Talið er, að allir bíl-
arnir hafi komizt á áfangastað,
áður en það varð um seinan. Og
þeir runnu út, eins og heitar
lummur. Það er einkennandi fyr
danskar bílasölur í dag,í að næst-
um alls staðar hefur verið kom-
ið upp skiltum, sem á stendur
„Uppselt" — a.m.k. ef um litla
bíla hefur verið að ræða.
En allar vörur hafa síður en
svo komizt til Danmerkur að
utan, áður en skatturinn var lagð
ur á. Einstakir kaupsýslumenn
tóku þannig á sig vissa áhættu,
ef þeir höfðu pantað óvenjustóra
vörusendingu, sem svo komst
ekki til skila fyrir fyrsta ágúst.
Og vissulega er ekki búizt við
mikilli verzlun eftir fyrsta ágúst.
Þetta hefur orðið til þess, að
margir kaupsýslumenn hafa
tryggt sig gegn þessari áhættu,
og auðvitað er það Lloyds í Lon-
don, sem hefur tekið að sér þessa
tryggingu, eins og svo oft áður.
Það eru ekki allir, sem hafa
brugðizt exns vel við öllum hama
ganginum og donsku járnibraut-
irnar. Samband vöruhúsaverka-
manna í Kaupmannahöfn, sem
telur 5500 meðlimi, neitaði að
taka á sig Eukaeftirvinnu, því
að sambandið taldi óréttlátt, að
stuðla að því að „milljónir króna
rynnu framhjá ríkiskassanum“.
Vinnuveitendur hafa kært vinnu
þega fyrir hmurn fasta gerðar-
dómi, en Landssamband verka-
lýðs- og iðníélaga hefur neitað
að leggja málið fyrir gerðardóm
éins og sakir standa.
Þetta er ákaflega fallegur hugs
unarháttur, en við getum ekki
lokað augunum fyrir því, að ríkið
og bæjai-félögin sjálf hafa gert
innkaup til að spara og losna við
söluskattinn! Skyndilega var far
ið að kaupa kennslubækur og
annað handa skólunum, ásamt
viðbótum við almenningsbóka-
söfn, að því er virtist að tilefnis
lausu og í bága við allar venjur.
Blöðin hafa birt myndir frá skól
'unum, þar sem risavaxnir bóka-
staflar lágu í hrúgum í skólaport
unum.
Hvað táknar svo þessi níu
prósent skattur á heildsöluvörum
í augum neytandans? Það er dá-
lítið misjafnt. Menn hafa reikn-
að út, að sígarettur og tóbak
hækki um tíu prósent, bílar 9—
10, bjór, ilmvötn, naglar og
skrúfur um 8 prósent, ísskápar,
gas- og rafmagnseldavélar, reið-
hjól með hjálparvél um 7 -— 7%
prósent, málning og veggfóður
um 6 prósent . . Vefnaðarvörur
hækka ekki í verði. Þær voru
þegar skattiagðar samkvæmt
ákvæði frá 1955, og nam skatt-
urinn 15 prósentum. Þennan
skatt varð að skerða til samræm
ingar, svo að vefnaðarvörur
lækka í verði.
Það ber ekki allt beinlínis vott
um fallegan hugsunarhátt, sem
fram hefur komið undanfarið.
Nú vaknar sú spurning eftir
að fólk er hætt að „hamstra“ og
dregið hefur úr sölunni, hvort
þessi söluskattur geti hamið fjár-
bólguna í landinu. Árangurinn
verður aðeins hagstæður, með
því skilyrði, að sala haldi áfram
eðlilega, en falli ekki gjörsam-
lega niður fyrsta ágúst og eftir
það. Meðal verkalýðsins heyrast
nú þegar raeldir um launalækk-
anir og uppbætur á þeirri skerð-
ingu kaupmáttar, sem söluskatt
urinn hefur í för með sér. Og
forysturr.enn iðnaðarins segja, að
hann verði verrstaddur, því að
vissar innfluttar vömteg. eru að-
eins skattlagðar miðað við inn-
flutningsverðið, en ekki miðað
við brúttóhagnað. Sams konar,
vara sem framleidid er í Danmörk
er skattlögð miðað við allt sölu-
verð, þannig að framleiðandinn
er verr settur en innflytjandinn.
Enn önnur vandamál eru að
skjóta upp kollinum. Baunirnar
í niðursuðudósinni eru ekki skatt
lagðar, en hins vegar er dósin
skattlögð. Þetta getur haft erfið
vandaanál í för með sér. öll toll-
skráning hefur einnig valdið
örðugum vandamálum.
Einn Ijós punktur er þó í öllu
saman. Stóru bankarnir hafa
gefið það upp, að menn hafi spar
að meira í júní á þessu ári en
í fyrra. Allur innkaupahama-
gangurinn hefur því ekki skert
sparisjóðsinnistæðuna. En þetta
bendir ef til vill meira en nokk
uð annað á fjárbólguna, en sölu-
skatturinn á einmitt að sporna
gegn meinsemdum hennar.
A HEIMLEIÐINNI frá Curacao
komu Rússarnir við í Hollandi
og tefldu við Hollendinga á 6
borðum tvöfalda umferð. Rúss-
arnir sigruðu með 8V2—3%. —
Eftirfarandi skák var tefld i
iþessari keppni.
Hvítt: E. Gellcr.
Svart: Langeweg.
Spánski leikurinn.
1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6.
4. Ba4, Rf6. 5. 0-0, Be7. 6. Hel,
b5. 7. Bb3, d6. 8. c3, 0-0. 9. h3,
Ra5. 10. Bc2, c5. 11. d4, Dc7.
12. Rbd2, He8. 13. Rfl, Bd7.
14. Re3, g6. 15. Bd2, Bf8. 16. Hcl,
Bg7(?). Fram til þessa hafa báð-
ir keppendur fylgt hinu svo-
nefnda Sornbor afbrigði, sem
kennt er við samnefnda borg í
Júgóslavíu. 1 síðasta leik lék
Langeweg ónákvæmt. Rétt var
16. — Rc6. t d. 17. B*>1, Bg7.
18. b4.
17. dxe5 dxe5
18. b4! Rb7
Eftir 18. — cxb4. 19. cxb4, Rc6.
20. Bb3 eða Rdö.
19. c4
cxb4?
Eftir þessa síðustu ónákvæmni
er erfitt að bjarga stöðunnL
Sjálfsagt var 19. —■ Had8,
20. cxb5 Bxb5
21. Bxb4 Had8
22. Bb3!
ABCDEFGB
ABCDEFGH
Staðan eftir 22. Bb3!
Sannarlega óvæntur leikur fyrir
svartan. T. d. 22. — Hxdl.
23. Hxc7, Hd7. 24. Hxd7. Bxd7.
26. Rg6, Be6. 26. fxe6, fxe6 er
vitaskuld gott fyrir hvítan, en
þó getur hann leikið sterkara 1
25. Rdö! Eða 22. — Hxel. 23
Bxel, Rd8. 24. Rg5 hefur svartur
við ólþægindi að glíma.
22. — Db6
23. Bxf7+! gefið
Eftir 23. — Kxf7. 24. Db3+, Hd6.
26. Rgöf o. s. frv.
★
Keskewét (Ungverjal.):
Minningarmót um V. Asztalos
fer fram dagana 9.—28. júlí.
Meðal þátttakenda eru Dr. Filip,
Cholmof, Pirc og Portisdh.
París:
Skákmeistari borgarinnar varð
Molnar 7%, Buttevillé 7.
Lwow:
Rússar sigruðu Júgóslava 1
landskeppni með 37—23.
Systir okkar
LÝDÍA GUÐJÓNSSON
andaðist 4. ágúst. Útförin hefur þegar farið fram.
Þökkum auðsýnda hluttekningu.
Euphemía og Concordía Guðjónsson.