Morgunblaðið - 18.08.1962, Qupperneq 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Laugavdagur 18. ágúst 1962
JNtaMputtMtafrifr
Crtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FORYSTA SJÁLF-
STÆÐISFL OKKSINS
í LANDB ÚNADAR-
MÁLUM
T Tpplýsingar þær, sem Morg-
unblaðið hefur fengið hjá
Pálma Einarssyni og birtar
voru í blaðinu í gær, eru hin-
ar merkilegustu. Af þeim
sést að bændum á íslandi
hefur fjölgað í tíð núverandi
stjórnar. Sýna eftirfarandi
tölur, sem ekki verða ve-
fengdar, það áþreifanlega:
Árið 1958—1959 töldu 5078
heimili fram bústofn, 1959—
1960 voru býlin 5159 og 5261
1960—1961.
Ástæðan til þess, að Morg-
unblaðið leitaði þessara upp-
lýsinga var sú, að einn af
þingmönnum Framsóknar-
flokksins fullyrti í grein, sem
hann skrifaði í Tímann, að
bændum hefði fækkað í tíð
núverandi ríkisstjórnar. Þær
fullyrðingar eiga, eins og sjá
naá, ekki við nein rök að
styðjast og eru úr lausu lofti
gripnar. Hér er einungis um
að ræða venjulegar blekking-
ar, sem Framsóknarmenn
hyggjast nota sér og flokki
sínum til framdráttar í stjórn
málabaráttunni.
Auðvitað eru ávallt sveifl-
ur í landbúnaði, en þær hafa,
eins og Pálmi Einarsson sagði
í samtalinu við Morgunblað-
ið, verið tiltölulega litlar síð-
ustu árin. Venjan er sú, að
30—50 nýbýli bætast í bú-
reksturinn á ári og gerir það
meira en vega upp á móti
þeim, sem fara í eyði. Er svo
enn. Einnig. eru einhverjar
tilfærslur í byggð, sum hér-
uð byggjast meira en áður,
önnur minna. Það er einnig
eðlilegur hlutur.
RÚSTIR EINAR
CJjálfstæðisflokkurinn hefur
^ farið með landbúnaðar-
mál síðan 1959. Þegar hann
tók þá við stjórn landsins, á-
samt Alþýðuflokknum, má
segja að hér hafi verið ljótt
um að litast. I því sambandi
er eðlilegt að rifja upp þá
staðreynd, að vinstri stjórn-
in svokallaða lagði á 55%
yfirfærslugjald vorið 1958 og
lækkaði krónuna margfalt
meira í árslok 1958, miðað við
þá dýrtíðaröldu sem skollin
var yfir þjóðina. Þessar ráð-
stafanir vinstri stjórnarinnar
komu mjög hart niður á
bændum, eins og mönnum er
í fersku minni. Viðreisnar-
stjórnin hafði í mörg horn að
líta, þegar hún tók við. Hún
þurfti bókstaflega að reisa
landið úr rúst eftir óðaverð-
bólguna, sem Hermann Jón-
asson viðurkenndi að flæddi
yfir þjóðina í lok vinstri
stjómar tímabilsins. Undir
öruggri forystu Ingólfs Jóns-
sonar í landbúnaðarmálum
hefur mörgu verið áorkað í
þágu bænda, enda vita allir,
sem fylgzt hafa með stjórn-
málúm á undanförnum árum,
að ’Sjálfstæðísflokkurinn er
og hefur ávallt verið bezta
brjóstvörn íslenzkrar bænda-
stéttar. Ingólfur Jónsson hef-
ur af festu og öryggi komið
mörgum nauðsynjamálum
bænda í höfn og áfram verð-
ur unnið að því að bæta hag
þeirra, eins og frekast er
kostur. Þeir geta nú vænzt
þess, að skekkjur og van-
rækslur fyrri ára verði lag-
færðar, nú þegar Sjálfstæð-
ismenn fara með hagsmuna-
mál þeirra. Landbúnaðurinn,
eins og allar aðrar greinar
þjóðlífsins munu eflast und-
ir þeirri öruggu stjórn, sem
nú fer með völd í landinu.
Framleiðslan eykst, en dregst
ekki saman, eins og Fram-
sóknarmenn klifa stöðugt á,
og dugmiklir menn bætast
sífellt í hóp framsækinnar ís-
lenzkrar bændaséttar.
AÐBÚNAÐUR
LÖGREGLUNNAR
FjVns og skýrt var frá í Morg
unblaðinu í gær, verður
nú innan tíðar hafizt handa
um byggingu nýrrar lög-
reglustöðvar í Reykjavík. —
Samkvæmt áætlun á lög-
reglustöðin að vera fokheld
eftir 2Vz ár og lokið að fullu
að fimm árum liðnum. Hér
er um að ræða mikið hags-
munamál alls almennings.
Óviðunandi er, að lögreglan í
Reykjavík, sem gegnir jafn
þýðingarmiklum störfum og
raun ber vitni, hafi ekki þann
samastað sem starfi hennar
er samboðinn.
Ef dæma má af fréttum
dagblaðanna, virðist engin
vanþörf vera á því að bæta
aðstöðu lögreglunnar. Bílum
fjölgar dag hvern í bænum
Maðui-inn I bifreiðinn hér á myndinni er franskur kapp-
akstursmaður, Jose Ganga að nafni. Hann hefur oft sýnt
mikla fífldirfsku í akstri og að aka á tveim hjólum fyrir
horn með þessum hætti, sem sézt á myndinni, er honum
leikur einn. Þegar mynd þessi var tekin, var hann þó ekki
sjálfur við stýrið, en honum var klappað lof í lófa þar,
sem hann stóð hálfur upp úr bifreiðinni. Myndin var tekin
á götu í Briissei, þegar Ganga var að sýna til ágóða fyrir
góðgerðarfélag, er Fabiola drottning stendur fyrir.
P. Nenni
slasast
illa
Róim, 16. ágúst — NTB —■
Leiðtogi vinstrisinnaðra sós
íalista á Ítalíu, Pietro Nenni,
fannst í dag meðvitundarlaus
í gilskorningi í ítölsku Ölpun-
um. Er talið, að hann hafi
fengið aðsvif, og fallið niður
í lækjarfarveg. Þar hefur
ha.in slegið höfðinu utan í
eggjagrjót, og hlotið talsverð
meiðsli. Líðan hans var ekki 1
góð í gærkvöld, en þó er hann >
ekki talinn í lífshættu. I
Læknar, er annast hinn /
aldna stjórnmálaforingja, sem 1
nú er" 71 árs, skýrðu svo fná |
að hann hefði hlotið áverka í
á höfði, auk þess sem nokikur *
rifbein hefðu brotnað í hon- 1
um. Þess utan hlaut hann ■
nokkrar skrámur víðs vegar l
um líkamann.
Mikið hefur borið á Nenni 1
í stjórnmálalífi Ítalíu frá 6
stríðsloikum. Flokkur hans U
hefur oft haft samvinnu við J
kommúnista við afgreiðslu 1
margra mála. Undianfarin sex 1
ár hefur Nenni þó leitt flokk |
sinn meir og meir inn á braut l
sjálfstæðis, og er þess m.a. J
minnzt, er hann fordæmdi í- 1
hlutun Rússa, er til uppreisn- t
arinnar kom í Ungverjalandi £
1956. í
USA viðut kenn-
ir stjórn Perú
WASHINGTON — Talið er
víst, að bandaríska stjórnin
muni viðurkenna stjórn Perú
í lok vikunnar. Bandaríkja-
menn slitu sem kunnugt er
öllu stjórnmálasambandi við
landið, eftir uppreisn herfor-
ingjanna fyrir skömmu. Þeir
hafa nú heitið frjálsum kosn-
ingum á næsta ári.
og er nauðsynlegt að öku-
menn hafi svo strangt aðhald
í umferðinni, að þeir séu sér
þess ætíð meðvitandi, hvílíkt
hættutæki þeir hafa í hönd-
um, þar sem bifreiðin er. Sér
.staklega er nauðsynlegt að
brýna þetta fyrir unglingum.
Lögreglan á þakkir skilið fyr
ir að hafa tekið úr umferð þá
ökufanta, sem aka um bæinn
á ofsahraða og stofna þann-
ig lífi allra vegfarenda í
hættu.
Þau orð lögreglustjóra, að
það hafi „orðið veruleg aukn-
ing á því að lögreglan þurfi
að geyma menn um stundar-
sakir vegna ölvunar, og bar
sérstaklega mikið á því í
vor,“ eru uggvekjandi. —
Drykkjuskapur, ekki sízt á
almannafæri, er böl sem set-
ur blett á hvert þjóðfélag. En
drukknir ökumenn eru þó öll-
um öðrum verrL Þeir eru
vargar í véum.
Mynd þessi var tekin í Baltimore I Maryland fyrir nokkr-
um dögum og má glöggt sjá, að mennirnir tveir, sem voru
í bifreiðinni sluppu vel, að þeir skyldu ekki einu sinni
skrámast. Þeir voru að fara yfir brú á fljóti nokkru ,er hún
hún var opnuð til að hleypa báti þar um. Bifreiðin var
komin of langt inn á brúna, þeystist upp hallann nokk-
urn spöl, en rann niður aftur og festist, eins og sézt á
myndinni. Mennirnir náðust upp með því að láta reipi síga
niður til þeirra.