Morgunblaðið - 21.08.1962, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.08.1962, Qupperneq 14
14 I»riSiudagur 21. ágúst 1962 MORCVTSBLAÐlh Agnete Kaldan, lœknir í MIÐJUM prófönnum í vor barst mér fregnin um það, að vinkona min Agnete Kaldan læfcnir væri látin. Hiún lézt að heimili sínu að Steingötu í Helsingjaeyri 16. maí síðast-liðinn. Hún hafði ráðið för Minning sína til íslands í sumar, en sú för varð ekki farin. Við höfð- um hlakikað til þess að sjá hana á ný hér heima í Holti. Það var ein aðal sumartilhlöikíkun okkar í vetur. Agnete Kaldan fæddist 27/12 1905. Hún var dóttir Nieis Peter- sen úrsmiðs og gullsmiðs þar í borginni. Petersen hafði um langt skeið úra og skartgripaverzlun á horni aðaltorgsins í gamla bæn- um í Helsingjaeyri og var virtur maður í sinni grein og kunnur hverju mannsbarni í bænum. Á æskuárum sínum gekk litla Agn- ete undir gælunafninu „Agnete úr-smiðsins“ meðal fólksins í Helsingjaeyri. Það bar mjög snemima á því, að Agnete úrsmiðsins var óvenju- legum gáfum gædd. Hún hafði orð fyrir það meðal jafnaldra, að taka öll verðlaun í sínum bekk og hlaut þau öfundarlaust. Hún gekk í lærða skólann í Hels- ingjaeyri og var þar frá upp- hafi forustunemandi — dux — og kvaddi skólann með hæsta stúd- entsprófi, sem fannst í annálum skólans. Því meti var ekki hnekkt fyrr en dóttir hennar, Rúna Kald- an læfcnir lauk stúdentsprófi frá sama skóla. Að loknu stúdentsprófi tók hún að leggja stund á norræna mál- fræði og bókmenntir við Hafnar- háskóda. Kennarar hennar voru þá meðal annarra prófessoramir Finnur Jónsson og Valtýr Guð- mundsson. Man ég það, að hún minntist alltaf dr. Valtýs með sérstakri ást og virðingu, enda mun hann hérfa lagt mikla rækt við þennan elskulega nemanda sinn. Á þessum árum dvaldi hún rúmlega hálft ár á íslandi til þess að læra íslenzku og varð svo vel að sér í málinu, að hún talaði íslenzku reiprennandi og alger- lega villulaust þaðan af, skapaði sér persónulegt, hnyttið snið á mál sltt í ræðu og riti og las jafnan íslenzkar bókmenntir. Hún lauk cand. mag. prófi í nor- rænum fræðum við Hafnarhá- skóla með ágætum vitnisburði. Þrátt fyrir ágæta menntun og mjög traustan undirbúning urðu það ekki bókmennta- og fræði- störf, sem biðu Agnete Petersen. í desember 1928 giftist hún Sig- tryiggi Eiríkssyni Kaldan, sem verið hafði starfandi læknir í Helsingjaeyri síðan 1920. Kaldan var hið mesta glæsimenni, glað- vær maður og prúður, snjall iþróttamaður og hcunhleypa til starfa meðan heilsa leyfði. Hann var einhver erftirsóttasti læknir í borginni og nágrenni og mátti varla heita, að hann sæi nokkurn tfma fram úr því, sem hann hafði að gera. Það varð því úr, að unga fiúin fór að aðstoða hann á lækningastofunni. En hún sá brátt, að að sú aðstoð yrði lítil, ef hún léti sér nægja að verða aðeins „klinikdama.“ Hún ákvað. því að setjast á skólabekk að nýju og nema læknisfræði. Og þar var ekki látið sitja við orðin tóm. Hún lauk læknanámi með afbragðsvitnisburði á venjuleg- um náimistíma danskra lækna, en stjórnaði jafnframt heimili sínu og átti börn sín tvö á þeim árum. Þetta var þrekvirki. Síðan hóf hún lækningastörf í Helsingja- ejrri við hlið manns síns. Hún varð með afbrigðum vinsæl og duglegur læknir, eigi síður en hann. Börn þeirra urðu tvö, sem áður segir. Úlf Kaldan, yfirvéla- meistari í Helsingjaeyri og Rúna, læknir þar í borginni. Eftir að fiú Kaldan missti mann sinn fyrir nokkrum árum, tók heilsu hennar einnig að hraka, enda hafði hún slitið kröft um sínum óhlífisamlega allt frá barnæsku í námi og starfi. Þó stundaði hún lækningastörf sín til dauðadags, vinsæl og virt af öllum mönnum. Hún lagði mikla stund á andlega aðstoð við sjúkl- inga sína og var djúpfær og kunnáttusöm í þeirri grein lækn- isfræðinnar. Komu henni þar að haldi hvassar gáfur, víðtæk menntun og mannþetoking — og 'þá eklki síður mannlkostir og ástúð legt hjartalag. Ég vil ekki full- yrða, að hún sé gáfaðasta né víðmenntaðasta kona, sem ég hef kynnst, og stendur hún þó æði nærri þvi að vera það. En hún er án alls efa einhver sú göfug- asta og óeigingjarnasta. Vinátta hennar og manns hennar um ára tuga skeið var mér óendanlega mikils virði. Heimili þeirra var mér árum saman nálega sem mitt annað heimili væri, andlegt skjól og athvarf, og samvistunum við Agnete og Sigtrygg Kaldan eru bundnar fjölmargar af kærustu og glöðustu endurminningum mínum frá liðnum árum. Ég tel það með meira háttar lífsláni mínu að kynnast þeim og auðnast að njóta vináttu þeirra meðan ævin endisL Heimili Kaldanshjónanna var sérkennilega íslenzkt, þó að hús freyjan væri dönsk og hús þeirra stæði á Eyrarsundsströnd á þeim stað, sem kalla má, að sé ná- lega einkennandi fyrir það, sem unaðslegast er og fegurst í danskri náttúru. Það stafaði af því, að á þessu heimili voru ís- lenzk tunga og íslenzkar menntir í heiðri höfð. Þó að Sigtryggur Kaldan ynni allan sinn starfsdag í Danmörku, yrði víðförull og víðmenntaður maður, og alger heimamaður í evrópskri menn- ingu samtíðarinnar, var hann alla ævi góður íslendingur, unni ætt- jörð sinni af allri sinni fölskva- lausu tryggð og hirti aldrei um að leyna íslenzkum sérkennum sínum né uppruna. Og um Agn- ete Kaldan mátti segja að hún elskaði ísland. Hún hafði drukk- ið í sig mál þjóðarinnar og sögu, hafði glöggva yfirsýn um bók- menntaþróun þjóðarinnar, unni hinni stórbrotnu náttúru lands- ins, skildi skapeinkenni íslend- inga í þaula og bar fölskvalaus- an vinarhug til þjóðarinnar. Það var yndi að raéða við hana um íslenzk málefni og á þeim hafði hún sívakandi áhuga, þráitt fyrir gífurlegt annriki lengst af ævinn ar. Hún kom hvað eftir annað til fslands og eftir hverja för, var sem hún hefði tengst íslandi innilegri böndum. í sumar hafði hún ráðgert að fara með mér inn á öræfi, ef þess yrði auðið og dvelja þar um stund á Hvera- völlum og við Hvítárvatn. „Þegar þangað kemur ætla ég að setjast úti undir vegg og raula í kvöldkyrrðinni „þín á- sjóna móðir hér yfir mér skín með alskærum tárum kristals- dagga---------Hér skaltu ísland barni þínu vagga,“ skrifaði hún í bréfi til mín í vetur. Frú Agnete Kaldan var há kona vexti og fyrirmannleg, en með afbrigðum látlaus og hispura laus í háttum og framkomu. Hún kunni mætavel að skapa há- tíðaljóma og fögnuð 1 kring um sig á hinu vistlega heimiHi sínu, á meðan þau Tryggvi bjuggu í einbýlishúsi sinu úti á Ströndimni fyrir utan Helsingjaeyri. Eftir fráfall hans fluttist hún í íbúð sem þau höfðu jafnan haft inni í bænurn við hliðina á læknimga- stofum sínum, og hafði þá minna um sig. En ylurinn og hlýjan sem lék um mann þar, var hin sama og fyrrum á meðan f jör og æsku- gleði rítoti á heimilinu. í stofum hennar talaði ísland ti'l manns fra bókum, málverkum og minja* gripum, þar hljóamaði kjarmmikið íslenzkt mál og jafnan fannst það á öllu, að það var eins og hús- freyjan teldi sig í skuld við ís- land fyrir alla sína diásamlegu lífshamingju, eigimmann sinn og heimili. Þá skuld gal-t hún með brigðulausri vinsemd og fyrir- greiðslu við alla þá íslendinga, sem á vegi hennar urðu- og þeir urðu margir. Hennar er því minnst með söknuði og virð- ingu ekki einungis af vinurn og skjólstæðingum í Helsingjaeyrd, heldur og fjölmörgum íslenzkum vinuim, sem áttu glaðar stundir á heimili hennar og nutu vinsemd- ar og fyrirgreiðslu þeirra hjóna. Ég vil enda þessar límur með því að tjá börnum þeirra Kald- ans hjónanna Úlfi og Rúnu og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð mína í tilefni af andiláti minnar elskulegu vinkonu, — og blessa minningu hennar samtímis því, sem ég bið þeim öllum aUs góðs. Sigurður Einarsson í Holti. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmæiisdaginn 17 ágúst. — Liíið heil. Þorbjörg Sigurhjartardóttir frá Urðum. Kærar þakkir til allra þeirra, sem gölddu mig með gjöfum, heimsóknum og skeytum á 85 ára afmælisdag- inn minn 15. júlí s.l. — Kærar kveðjur. Margrét Andrésdóttir, Stykkishólmi. Ollum mínum vinum og velunnurum nær og fjær sendi ég hjartanlegar kveðjur og þakkir fyrir hlýhug og vináttu í tilefni 75 ára afmælis mlns 14. ágúst s.l. Sigríður Jónsdóttir, Brunngötu 21. ísafirði. Móðir okkar JÓHANNA BJARNADÓTTIR lézt að heimili sonar síns hinn 20. þessa mánaðar. ' Börn hinnar látnu. Eiginmaður minn JON HELDAL andaðist í sjúkrahúsi í Bergen 16. þessa mánaðar. Nanna Heldal fædd Proppé. Útför eiginkonu minnar GUÐRÚNAR JAKOPSDÓTTUR Holtsmúla, Landssveit, fer fram að Skarði föstudaginn 24. ágúst og hefst með bæn að heimili hennar kl. 12 á hádegi. Bílferð verður frá E.SÍ. kl. 9 fyrir hádegi. | Fyrir mína liönd og barna okkar. Jón Þorsteinsson. Útför eiginkonu minnar ÞORBJARGAR EINARSDÓTTUR sem lézt 17. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 22. ágúst klukkan 10,30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Athöfninni verður útvarpað. Ásgeir Torfason. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns BJÖRNS HELGA KRISTJÁNSSONAR bónda á Kolbeinsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Guð blessi ykkur öil. Fyrir hönd vandamanna. Sigurrós Guðmundsdóttir. Þakka auðsýnda samú’ð við andlát og jarðarför MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR fra Nýjalandi. Fyrir hönd vardamanna. Sigurður Magnússon. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýnt hafa okkur vinsemd og samúð við andlát og útíör ÞÓRUNNAR JENSDÓTTUR Aiina Sigurjónsdóttir, Halidór Sigurðsson, Karla Sigurjónsdóttir, Þröstur Sveinsson. Innilegt þakklæti okkar til allra þeirra, sem sýnt hafa samúð og vináttu við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar, dóttur og systur BRVNJU Þ. GUÐMUNDSDÓTTUR Skaphéðinn Ániason og dætur, Vigdís Einarsdóttir, Huida Guðmundsdóttir. MARKABURIItlN Hafnarstræti 11. mmmmim^^mmmammmmm Ný sending: Dannimac regnkápur m. a. 100% terylene regnkápur. Markaðurinn Laugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.