Morgunblaðið - 21.08.1962, Síða 17
r Þriðjudagur 21. ágfist 1962
MORCVWTtr 4fílÐ
%%%%%%%%%%%%
SKÁKÞÆTTINUM hefur ekki
enniþá borizt fregnin af gangin-
um í einvígi þeirra Keresar og
Gellers, sem hófst þann 10.
ágúst í Moskvu. Ekki liggur
Ijóst fyrir ‘hvort Botvinnik hefur
tekið áskorun Petrosjans um ein-
vígi um heimsmeistaratitilinn.
Marientbad:
Heimsmeistarar stúdenta urðu
Sovétríkin með 24%, 2. Júgó-
slavía 20 3. Tékkar 19, 4. Austur-
Þjóðverjar 17.
Svíþjóð:
Skákmeistarí Svía 1962 varð
B. Ekenberg 8y2. 2. Aake Olsson
7. v.
St. Gallen:
Skákmeistari Sviss varð Dr. J.
Kupper 7%. 2. D Ke11er 7.
Varna:
Olympíu skákmótið fer fram
dagana 16 sept. til 10. okt. —
Nokkrar þjóðir hafa þegar til-
kynnt þátttöku. Fyrir Sovétríkin
tefla 1. Botvinnik; 2. Petrosjan;
5. Spassky; 4. Keres; 5. Geller;
6. Kortsnoj. — Fyrir V-Þýzka-
land: 1. Unzicker; 2. L. Schmid;
3. Darga; 4. Dr. Fröker; 5. Mo-
arlok; 6. Hecht.
Skákmótið í Mar del Plata 1962:
Hvítt: V. Smyslov
Svart: A. Letelier
Sikileyjar-vörn
J. e4, c5. 2, Rf3, d6. 3. d4, cxd4.
4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, a6. 6. Be2,
e5. 7. Rb3, Be7. 8. 0-0, Be6. 9. f4,
Dc7. 10. Dd3 Ef 10. f5, Bc4.
10. — exf4
Tæ-past er 10. — bð, eins öruggt
áframhald.
11. Bxf4 Rc6
12. Dg3 0-0
13. Hadl Had8
14. Khl
Mörgum kann að virðast sem
þessi leikur sé leiktap, en í stöð-
um sem þessari er því ekki til
að dreifa.
14. _ Kh8
15. Rd5
Dálítið óvæntur leikur, þar sem
búast mátti við að Smyslov
reyndi að auka þrýstinginn á
svörtu stöðuna með 16. Hd2. —
Eftir textaleikinn skýrast línurn-
ar. Hvítur hefur biskupaparið,
en svartur á sterka varnarstöðu.
15. — Bxd5
16. exd5 Re5
17. Rd4 Rg6
Vitaskuld ekki 17. — Rxd5 vegna
18. Rfð.
18. Rf5 Hfe8
* 19. Be3! Bf8?
ABCDEFGH
Staðan eftir 19. — Bf8(?)
Mjög varasamt var fyrir svartan
að reyna Í9. —■ Dxc2 vegna
20. Bd3, Dc7. 21. Bd4 og- svartur
er í algjörri leiklþröng* Og litlu
betra er 20___Dxb2. 21. Bd4, Db4
22. H)bl, Da4. 23. Hxib7 óg hvítur
hefur greinilega betri stöðu.
Aftur á móti kom sterklega til
greina að reyna 19. — Re4 ásamt
Bf6.
20. c4 Hd7
21. Bd3 Re4
22. Dh3 Kg8
23. Bd4 Rc5
24. Bbl Hd7-d8
25. Dh5!
Svartur getur nú tæpast andæft
hótuninni Hf3-h3.
25. — Rd7
26. Bxg7! Bxg7
27. Rxg7 He5
Ef 27. — Kxg7. 28. Hxf7f, Kxf7.
29. Dxh7f og mátar í nokkrum
leikjum.
28. Rf5 Rf6
29. Dg5 gefið
imgi R. Jóh.
ABCDEFGH
Hvítur mátar í 5 leikjum.
SKÁKÞRAUX
Höf. M. Hawl. — Hvítur mátar
í 5 leikjum. Lausn í næsta þætti.
Varð af
Færeyjaförinni
DRENGURINN Bent Bjarnason,
sem í fyrrdag varð á Vespu fyrir
bifreið í Kópavogi, og sagt var
frá í blaðinu 1 gær, reyndist við-
beinsbrotinn og liggur nú á
sjúkrahúsi. Bcnt ætlaði með fim
leikaflokki Ármanns með Hekl
unni til Færeyja þá um kvöldið,
en komst ekki.
í fréttinni í blaðinu rugluðust
skrásetningarnúmerin á Vespu-
hjólinu og bifreiðinni, sem það
varð fyrir. Var bíllinn með G
númerinu og hjólið R-númeri.
Samkomur
Fíladelfia, Hátúni 2.
Biblíulestur kl. 8.30. Allir vel-
komnir.
Graflistarsnillingurinn
próf. Hans Itlúller látinn
Vopnahléi
lýst yfir
HAAG, 18 ágúst (NTB). — í dag
var í Hollandia á Nýju-Guíneu
opinberlega iýst fyrir vopnahléi
milli hollenzkra og indóneskra
herja á Vestur Nýju-Guíneu.
Skýrði hollenzka fréttastofan
frá því að fulltrúar Sameinuðu
þjóðanna mundu fylgjast með því
að vopnahléið yrði haldið, og eru
þeir væntanlegir til Hollandia
eftir helgina
FYRIR fáum dögum barst mér
andlátsfregn þýzk-bandaríska
graflistarmannsins próf. Hans
Alexanders Miillers, sem mörg-
um mun hér minnisstæður frá
dvöl hans hérlendis og kennslu
hans í tréristu og tréstungu á
námskeiði í Handíða- og mynd-
listaskólanum árið 1952. Flutti
hann þá einnig erindi í háskól-
anum um graflist að fornu og
nýju. Var þá og haldin fjölsótt
sýning á allmörgum verka hans
hér í bæ.
Prófessor Múller, sem var
Þjóðverji að ætt og uppruna,
lézt' í byrjun júlí sl., rúmlega
74 ára að aldri. Skömmu eftir
lok fyiTÍ heimsstyrjaldarinnar
gerðist hann kennari við graf-
listarháskóla þýzka ríkisins í
Leipzig. Fram til ársins 1937
n/óji/ji Jón Sfeingrímsson
og Þuríður Cuðjónsdóttir
Dáinn 14. júlí 1962.
Fædd 26. október 1906.
Dáin 13. ágúst 1962.
FYRIR réttum mánuði var Jón
Steingrímsson til.moldar borinn.
Hafði hann kvatt mjög skyndi-
lega, er hann var á ferðalagi í
starfsmannahópi. Hann hafði
kennt sjúkd.óms síi)s síðasta
tímabils ævi sinnar, en starfs-
kraftur hans og hugur var svo
mikill, að ekki mátti minnast á
við hann að hvíla sig frá störf-
um, nei hann mætti til vinnu
sinnar fram á síðasta dag. —
Fyrsta hluta starfsævi sinnar
var Jón sjómaður, og þótti dug-
andi formaður, en vegna veiki
er hann fékk þurfti hann að
hætta sjómannsstörfum. En allt-
af hneigðist hugur hans til hafs-
ins. Jón var starfsmaður hjá
Völundi hf. í Reykjavík um 40
ára skeið. Ég var oft vitni að
því, að hringt var í Jón utan
starfstíma og hann beðinn að
hjálpa einhverjum bygginga-
manninum, er var stopp vegna
vöntunar á efni, og alltaf brá
Jón skjótt við og bjargaði mál-
unum. Þetta er aðeins eitt
dæmi um hjálpfýsi hans og
Minning
samvizkusemi.
Jón fæddist á Sölvhóli í
Reykjavík árið 1889, er því einn
af þeim fáu, sem sá með eigin
augum Reykjavík stækka frá
litlu þorpi í borg. Jón var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Steinunn Sigríður Guðjónsdóttir
frá Bakkagerði. Hann missti
hana eftir mjög stutta sambúð
og einnig ungbarn þeirra.
Seinni kona hans var Þuríður
Kristín Guðjónsdóttir frá Bakka
gerði, Stokkseyri. 1 dag, sléttum
mánuði seinna er kona Jóns
jarðsett. Dúa eins og við öll
kölluðum hana. Dúa var búin
að líða af mjög erfiðum sjúk-
dómi áratugi, en þrekið var ó-
trúlega mikið. Alltaf stóð hún
upp aftur eftir erfiðari og erfið-
ari sjúkdómslegur. Þrátt fyrir
sjúkdóm hennar var heimili
þeirra Jóns og Dúu með glæsi-
legustu heimilum hvað myndar-
skap snerti. Þar fór saman
starfsorka og útsjónarsemi, sem
mér finnst okkur unga fólkinu
ganga svo erfiðlega að læra. —
Heimili þeirra var mjög gest-
kvæmt, og mér fannst það allt-
af vera miðstöð fjölskyldnanna.
Dúa fæddist árið 1906 á Bakka-
gerði, Stokkseyri, og ólst þar
upp í stórum systkinahópi. Stór
skörð eru komin í þann hóp. Er
Sigríður heitin, systir Dúu, og
fyrri kona Jóns, lagðist sína
banalegu, fór Dúa til þeirra og
var þeirra stoð þann erfiða tíma,
þó ung væri. Þremur árum
seinna, eða 17. ágúst 1928,
giftust Jón og Dúa. Þau hafa
eignast þrjú börn, en eitt þeirra
misstu þau eins árs gamalt,
Svövu litlu. Börn þeirra tvö er
eftir lifa eru Einar, Eskihlíð
10 A og Steinunn Sigríður,
Hverfisgötu 100. Eins og sjá má
af framantöldu þá hefur lífs-
braut þeirra hjóna ekki alltaf
verið rósum stráð. Oft hefur
mér fundist tilveran ögra þreki
einum of, en alltaf stóðust þau
storminn. Síðasta stóra högg
Dúu af mörgum, var er hún
missti mann sinn. Dáðist ég þá
mjög og undraðist þrek hennar,
en eftir jarðarför hans lagðist
hún sína banalegu. Mikil og
erfið er sorg og söknuður syst-
kinanna frá Hverfisgötu 100.
Strax er þau voru búin að sjá
eftir föður sínum í gröfina, kom
baráttan við sjúkdóm móðurinn-
ar, sem oft hafði verið erfið en
aldrei eins og nú.
Jón og Dúa, ég þakka ykkur
fyrir alla þá aðstoð og hlýju,
sem þið hafið veitt okkur syst-
kinunum frá Sólheimatungu,
bæði í blíðu og stríðu. Þið eigið
stóran hluta í því veganesti er
ég hef fengið á lífsleiðinni. Móð-
ur okkar studduð þið alltaf,
bæði lífs og liðna. Við kveðjum
ykkur, allir ástvinir ykkar með
þakklæti fyrir allt.
Sissa, Einar, Dísa og barna-
börn, ég votta ykkur mína ein-
lægu samúð og veit að það gera
allir ástvinir ykkar.
Selma Júliusdóttir.
starfaði hann við þessa merku
stofnun, lengst af sem forstöðu-
maður og aðalkennari tréristu-
og tréstungudeildar skólans.
Nemendur hans á þessum árum
skiptu hundruðum og sóttu til
hans hvaðanæfa að, enda var
graflistarháskólinn þýzki þá í
fararbroddi á sínu sviði og pró-
fessor Muller hinn óumdeildi
meistari. Mun það vart ofmælt
þótt sagt sé, að á þessari öld
hafi fáir stuðlað meira en hann
að tæknilegri fullkomnun og
mótun og þróun listrænnar tré-
ristu og tréstungu.
Eftir að nazistar höfðu lagt
dauða, lamandi hönd sína á
frjálsa listsköpun í Þýzkalandi
fór um próf. Múller eins og svo
margra aðra listamenn og and-
ans menn þýzku þjóðarinnar, að
hann sá sig til þess knúinn að
yfirgefa föðurland sitt (1937).
Leitaði hann þá athvarfs í
Bandaríkjunum fyrir sig og
konu sína og tvo unga sonu
þairra hjóna. Skömmu eftir að
vestur kom gerðist hann kenn-
ari í graflist við myndlistadeild
Columbia-háskólans (School of
Painting and Sculpture) í New
York. Flest árin kenndi hann
einnig á námskeiðum við fleiri
ameríska listaskóla. Um sjötugt
■lét hann af kennslustörfúm fyrir
aldurs sakir. Síðustu tvö árin
var hann þrotinn að heilsu.
Einum af gömlum nemendum
hans, Lynd Ward, sem af flest-
um.er talinn í fremstu röð am-
erískra tréstungumanna, fórust
fyrir nokkrum árum svo orð um
próf. Múller og list hans: „Um
sex aldir hafa myndræn tré-
rista og tréstunga verið iðkað-
ar. Listamenn hafa komið og
farið, en aðeins örfáum útvöld-
um var gefin sú náðargáfa og
sá listræni næmleiki hugar og
handar og það vald yfir efni-
viðnum, að fá skapað úr honum
og með honum frábær listaverk.
Prófessor Alexander Múller er
einn þessara fáu útvöldu."
Mikið og frábært dagsverk
liggur að baki próf. Múllers. —
Auk lýjandi kennslustarfa um
meira en fjóra áratugi gafst
honum tóm til að semja og
mýndskreyta sjö bækur sínar,
ennfremur skóp hann og skar
myndir í fleiri en 50 vandað-
ar útgáfur víðkunnra rita eftir
aðra, m. a. Knut Hamsun. —
Frægastar munu þó vera tré-
ristu- og tréstungumyndir hans
í „Don Quixote" eftir Cervant-
es, sem gefin var út af Book-Of-
The-Month Club. Enn er ótalinn
aragrúi af ristu- og stungumynd
um frá hendi hans.
Ekkja próf. Múllers, frú María
Riethof-Múller, er systir frú
Annie Leifs píanókennara hér í
bæ.
Unnendum grafiskrar mynd-
listar og okkur, vinum próf.
Múllers, er fráfall þessa merka
lista- og mannkostamanns til
mikils sjónarsviptis.
Lúðv. Guðmundsson.