Morgunblaðið - 28.08.1962, Side 3
Þriðjutlag'ur 28. &gúst 1962
MORCVNBLAÐIÐ
3
oMm
t^'^>!Sr!^?K5?J5PIfi!S^SSfí!!9i
FLUGKEPPNI Flugmála-
félags íslands, önnur í röð-
inni, fór fram á sunnudag.
Þátttakendur voru alls 20,
bæði atvinnuflugmenn og
áhugamenn. 10 flugvélar
voru notaðar og í hverri
var, auk flugmanns, að-
stoðarmaður.
Sigurvegarar urðu Gunn
ar Arthursson og Kristján
Karl Guðjónsson, siglinga-
—....... ——:
Yfirlitsmynd, er sýnir hluta þeirra flugvéla, alls 10, er notaöar voru i keppninni.
Flugkeppnin á sunnudag
fræðingur hjá Loftlciðum.
Gunnar, er flaug, hefur
atvinnuflugmannspróf, en
hefur þó ekki flug að aðal-
atvinnu.
Keppnin var fólgin í
Shell bikarinn
því, að flogið var austur
fyrir fjall og farið yfir á-
kveðna staði á ákveðnum
tíma, skv. fyrirframgerðri
áætlun. Síðan var haldið
aftur til bæjarins og lauk
keppninni með marklend-
ingum.
Keppt var um „Shell“-
bikarinn, er Olíufélagið
Skeljungur gaf til keppn-
innar. Er það farandbikar,
sem einu sinni hefur verið
keppt um áður, 1957. Verð-
ur bikarinn afhentur sig-
urvegurunum á Flugmála-
hátíðinni, er haldin verður
í nóvember í haust.
Reynir á nákvæmni
Flugkeppni af þessu tagi
er fyrst og fremst miðuð við
það, hve nákvæmlega flug-
merrn og siglingafræðingar
geta fylgt fyrirframgerðri á-
ætlun. Þá er einnig reynd
hæfni manna til að lenda á
ákveðnum stað á braut, bæði
með hreyfli í lausagangi og
með hreyflinum gangandi, þ.
e. eins og í venjulegri lend-
ingu.
Hverri áhöfn var fengið
lokað umslag, með upplýsing-
um um flugleið, hálftíma fyr-
ir flugtak.
Þá var það verkefni sigl-
ingafræðingsins að kortleggja
leiðina. Allar flugvélarnar
fóru sömu leiðina, en lögðu
upp með nokkru millibili.
Flugleiðin
Fyrst var flogið að ölfusár-
brú, síðan að stað, sem gef-
inn var upp í lengdar- og
breiddargráðum, og mun það
hafa verið vegamót Gullfoss
og Geysisvegar. Þaðan áttu
keppeíídur svo að fljúga yfir
þriðja staðinn, sem gefinn
var upp sem fjarlægð frá
tveimur öðrum stöðum. —
Reyndist sá staður vera
Brúsastaðir.
Loks var flogið til Reykja-
víkur, og lauk hringfluginu,
er vélarnar komu yfir flug-
turninn á Reykjavíkurflug-
velli.
Yfirleitt mun áætlun flug-
mannanna hafa staðizt, þann-
•ig að mjög litlu munaði á á-
ætluðum flugtíma, oft ekki
nema brot úr mínútu.
Marklendingar með
stöðvaðan hreyfil
Þá var það einn liður
keppninnar, er sjálfu hring-
fluginu var lokið, að hreyflar
voru stöðvaðir í 1500 feta
hæð yfir vellinum, en vél-
arnar látnar svífa niður og
snerta jörð á ákveðnum
stað. Þá var æfingin endur-
tekin með hreyfilinn gang-
andi.
Loks var flugmönnum gert
að varpa til jarðar kefli, úr
150 feta hæð, í hring, er dreg-
inn hafði verið á jörðina, og
var ekki nema 5 í radíus
Tókst sú æfing misjafnlega,
og mun enginn keppenda
hafa náð að hitta í hringinn.
Áhugi mestur fyrlr módelum?
— Lá við umferðartruflun
Þá sýndu nokkrir áhuga-
menn flugmódel, og voru þau
af ýmsum gerðum, sum svif-
Framh. á bls. 15.
Þeir sigruðu
Morgunblaðið átti í gær
stutt samtal við þá Gunn-
ar Arthúrsson, en hann var
sá flugmaðurinn, sem bezt
um árangri náði í flug-
keppninni á sunnudaginn,
og Kristján Karl Guðjóns-
son, loftsiglingafræðing, er
var honum til aðstoðar á
fluginu.
Gunnar var hógvær um
afrek sitt, en sagðist vilja
þakka félaga sínum, Kristj
áni Karli, 'hve vel þeim
hefði gengið.
„Leiðsaga hans var frá-
br/r“, sagði Gunnar, „og
án hans hefði ég ekki sigr
að. Bg vil þakka bonum
meirihlutann".
Gunnar skýrði svo frá,
að hann hefði hafið flug-
nám snemma árs 1059, og
rúmu ári síðar, eða haustið
’60 hefði hann tekið einka
íiugmannspróf.
Síðan hefði 'hann haldið
áfram námi, og lokið at-
vinnuflugmannsprófi ári
síðar.
Flugvélin, sem þeir fél
agar notuðu, er eign „Fiug
sýnar h.f.“, Cessna 140. Hún
er byggð í Bandaríkjunum
1947 og getur borið tvo
menn.
Mesti flughraði hennar
er um 125 mílur á klukku
stund, en meðalflughraði
toennar í keppninni mun
hafa verið um 100 mílur.
Er Gunnar var að því
spurður, 'hve þeim félögum
hefði tekizt að halda áætl
un, þá sagði hann, að skv.
þeim klukkum, sem þeir
hefðu haft í keppninni, þá
hefðu þeir verið 15 sek. á
eftir áætlun til Reykjavík
ur.
Flugleiðin 1á austur um
fjall, yfir Ölfusárbrú, vega
mótin Gullfoss-Geysir og
loks yfir Brúsastaði til
Reykjavíkur.
Þetta verður að teljast
undraverð nákvæmni, og
hefur vafalaust verið þungt
á metunum, er dómnefnd-
in felldi úrskurð sinn.
Aðspurður kvaðst Gunn
ar telja, að marklendingarn
ar hefðu gengið allvel, og
þá hefur Mbl. fregnað, að,
þeir félagar, Gunnar og
Kristján Karl hafi sýnt
mesta nákvæmni í að varpa
keflinu í 'hringinn það mun
hafa lent um 9 m frá mið
punkti.
Gunnar hefur atvinnu-
flugmannspróf, eins og áð
ur segir, en hefur bó eink
um starfað við útvarps-
virkjun. Hann hafði um
miðjan dag í gær verið í
lofti 334 tíma og 30 mín,
en sá tími hefur e. t. v.
lengst síðan, því að hann
flýgur einnig fyrir „Flug-
sýn“.
Kristján Karl, (t.v.) og G unnar
flugvélina,
Þá ræddi Mbl. stuttlega
við Kristján Karl. Hann
sagðist alls ekki hafa bú-
izt við þessu, allra sízt þar
sem hann hefði ekki ákveð
ið þátttoku sína fyrr en
á sunnudagsmorgun þá ver
ið ný^komin til landsins,
eftir næturlangt flug, og
ekki sém bezt sofinn.
Sama hógværðin ein-
kenndi ummæli hans og
Gunnars, og vildi hann lít
ið gera úr flugleiðsögn
sinni.
Kristján hóf flugnám 1953
Nam hann fyrst hjá Flug-
skólanum „Þyt“, og lauk
þar um helming tilskilins
flugtíma, auk bóknáms.
Árið 1958 hélt hann til
Kanada, þar sem hann hélt
náminu áfram, og lauk
þaðan atvinnuflugmanns-
prófi 1959. Eftir það flaug
hann m.a. flugvél, er
dreifði skordýraeitri, þar
vestra. Hingað heim kom
hann á sl. ári.
Hann réðist þá til starfa
hjá Loftleiðum, sem sigl-
ingafræðingur, en námi í
þeirri grein hafði hann þá
einnig lokið.
Eftir 4 mánaða reynslu-
tíma var hann fastráðinn,
og hefur starfað hjá félag
inu síðan.
Aðspurður um það,
hvort hann langaði
ekki til að skipta, og fá að
setjast í flugmannssætið í
vélum Loftleiða sagði
Kristján, eð ekki gæti hann
neitað því — e.t.v. kæmi að
því að þörf yrði fyrir nýja
flugmenn — og þá væri
aldrei að vita.
Kristján hefur um 550
tíma í lofti, fyrir utan þá
flugtíma, sem hann hefur
sem loftsiglingafræðingur.
STAKSTEIMAR
Umm aeli
viðskiptamálaráðherra
Viðskiptamálaráðherra, dr.
Gylfi Þ. Gíslason, gerði í „Al-
þýðublaðinu“ sl. sunnudag grein
fyrir ýmsum viðhorfum sínum
varðandi viðskipti tslendinga við
löndin austan járntjalds. — Þyk-
ir rétt að birta hér frásögn blaðs-
iras af ummælum ráðherrans, svo
sem rúm leyfir:
„Viðskipti fslendinga við Tékkó
slóvakíu, Pólland og Austur-
Þýzkaland hafa orðið umfangs-
mikil vegna þess að þessar þjóðir
hafa sumpart greitt hærra verð
fyrir vörur okkar en aðrir og
sumpart tekið vörur, sem ekki
hefur verið markaður fyrir ann-
ars staðar. Á hinn bóginn hafa
þessar þjóðir selt okkar vörur,
sem sumpart hafa verið dýrari
og umpart hefur skort gæði eða
útlit, sem vörur annarra landa
hafa. Þessi verðmunur var á báða
bóga mun meiri en hann er nú.
Ég er þeirrar skoðunar, að
bezt væri fyrir báða aðila að
þessi verðmunur hyrfi alveg;
Þessar þjóðir eiga að kaupa af
okkur á sama verði og aðrar við-
skiptaþjóðir og selja okkur á
sama verði og þær selja öðrum.
Vegna þess sérstaka skipulags,
sem er á utanríkisviðskiptum
þeirra, er sjálfsagt að gera áfram
tvihliða viðskiptasamninga við
þessi lönd, og fyrst það virðist
nauðsynilegt að tryggja innan-
landsmarkaðinn hér fyrir vörur
þeirra með sérstökum höftum
tel ég rétt að gera það. En út-
flytjenaur þess-
ara landa verða
að skilja, að það
má ekki tii
I e n g d a r vera
neinn verulegur
munur á þvi
verði sem þeir
setja hingað til
lands og til ann-
_ arra landa, né
heldur á gæðum þeirrar vöru
sem þeir selja okkur og sams
konar vöru sem fáanleg er
annars staðar.“
Munur, sem ekki verður
þolaður
Og i frásögn „Alþýðublaðsins"
af ummælum ráðherrans segir
síðan:
„Ef slíkur munur er áberandl
hélt viðskiptamálaráðherra á-
fram, er hætt við, að stjórnar-
völdum, sem hafa hug á að halda
uppi viðskiptum með slíkum
hætti, verði beinlínis ekki þolað
það, þar eð kröfur almennings
um betri og ódýrari vörur verða
háværari en svo, að gegn þeim
verði staðið. Og þegar þessi verð-
munur er horfinn, ætti ekki held
ur að vera sama þörf á höftum til
verndunar viðskiptunum og nú
er.
Gylfi kvaðst telja rétt að halda
í grundvallaratriðum því skipu-
lagi, sem er á viðskiptunum,
ekki aðeins við Sovétríkin, held-
ur einnig við Tékkóslóvakíu,
Austur-Þýzkaland og Pólland,
enda væru þessi viðskipti mikil-
vægur þáttur í þjóðarbúskap ís-
lendiriga. Þótt við séum eina þjóð
in í Vestur-Evrópu, að Finnum
og Austurrikismönnum frátöld-
um, sem vernda viðskipti sín við
Austur-Evrópu með höftum, þá
eigum við ekki að breyta þessu
viðskiptakerfi. í öllum viðræð-
um, sem fram hafa farið við for-
ystumenn Efnahagsbandalagsins
og sex-veldanna, hefur jafnan
verið lögð áherzla á, að fslend-
ingar teldu nauðsynlegt að geta
haldið viðskiptum sínum við
Austur-Evrópulöndin. En við-
semjendur okkar í Austur-
Evrópu verða að gera sér full-
komlega ljóst, að þessi höft má
ekki nota til þess að selja hér
á landi dýrari eða lakari vörur
en þeir selja á öðrum mörkuð-
um.“