Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 20
•20
MORGVFBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 28. ágúst 1962
HOWARD SPRING:
24
RAKEL ROSING
Jæja, frú Bright, hann hefur
víst þurft að segja sitt af hverju
þegar ég kom ekki í gærkvöldi?
Nei, alls ekki, svaraði gamla
konan, og skar sundur legginn á
túlípana, áður en hún kom blóm-
inu fyrir í vasa. Ég held hann
hafi bara alls ekki tekið eftir
því, að þér komuð ekki. Að
minnsta kosti veik hann ekki
að því einu orði.
Það var eins og Mike væri
ekkert hrifinn af þessum upptys-
ingum. Gretturnar á andlitinu
færðust heldur í aukana. Hann
hefur vist ofmikið að gera að
hiugsa um hana, sagði hann.
Hvað finnst yður um hana, frú
Bright?
Gamla konan með hrukkótta,
kringluleita andlitið, sendi hon-
um augnatillit, eins og henni
væri skemmt, en var þó ásakandi
um leið. Mike langaði augsýni-
lega til að heyra einhver niðr-
andi orð. Ja, hr. Hartigan, sagði
hún hægt. Ég vildi "bara, að ég
væri svona ung og falleg. Þá
skyldi ég ekki taka mér nærri
það sem gömul og hrukkótt kerl-
ing hugsaði um mig.
Æ, æ, sagði Mike með viðbjóði.
Þér talið eins og kurrandi dúfa
í húsagarði. Ung og falleg, þó,
þó! Er Maurice ungur og falleg-
ur?
Ný var ásökunin ein eftir í
augum frú Bright. Hún sópaði
saman stúfunum af blómastöngl-
unum, fleygði þeim í eldinn og
gekk svö út án þess að segja orð.
Þarna sér maður! sagði Mike
og þeytti hattinum á gólfið, en
lyfti honum svo fimlega upp í
stól með fætinum. En þá varð
honum litið út um gluggann og
sá leigubíl stanza fyrir utan, og
hann var ekki lengi að koma
auga á, að í honum var Maurice
einn saman. Hann þaut út um
dyrnar og yfir gangstéttina.
Jæja, Maurice! æpti hann og
reif upp hurðina. Það var gaman
að sjá þig aftur. Komdu inn
fyrir.
Andlitið á Maurice Ijómaði af
ánægju. Hjálpaðu mér út, Mike,
sagði hann. Gleymdu því ekki,
að síðan við sáumst seinast hef
ég eignazt konu en misst afnotin
af þessari löpp minni.
Það gerir andskotann ekkert,
aagði Mike. Áður en þú getur
litið við verðið þið frú Banner-
mann farin að leika eltingaleik,
ycfir torgið hérna. Komdu. Láttu
mig sjá, hvernig þú staulast.
Og Maurice gekk furðanlega að
6taulast. Hann lagði frá sér
frakka, staf og hatt í forsalnum
og hélt áfram inn í lestrarstofuna
sína.
Seztu nú niður, sagði hann, og
Mike lét fallast í græna leður
stólinn andspænis húsbónda sín-
um. Hver skrattinn varð af þér í
gærkvöldi? Það var naumast að
þú bauðst okkur Rakel velkom-
in, eða hitt þó heldur.
Mike Hartigan roðnaði og ið-
aði með fæturna á gólfteppinu.
Ja, þú skilur, Maurice .... það
var áriðandi mál ....
Og þakka þér fyrir brúðkaups
gjöfina, tók Maurice fram í.
Það er allt í lagi, svaraði Mike,
en þú hefur nú ekki hendiur í
hári mínu á því. Hann dró upp
vindlahylki úr silfri með fanga-
marki Maurices á.
Þakka þér fyrir, sagði Maurice.
Og þetta er handa okkur báðum
skilst mér.
Hendurnar á Mike, sem héngu
niður á fhilli hnjánna á honum,
krepptust vandræðalega.
Jæja, hafðu það eins og þú
vilt, Mike, sagði Maurice. Þú
stakkst af vegna afbrýðissemi við
Ra-kel. Þú hagaðir þér eins og
stór krakkabjáni. Og það ertu
lika og mér líkar vel við þig. En
hvort sem konan mín fellur þér í
geð eða ekki, þá skaltu að
minnsta kosti láta eins og hún
ceri það. Ertu með á nótunum?
Mike kinkaði kolli án þess að
svara neinu.
Gott og vel. Það er ágætt. —
Sjáðu nú til: ég ætla að tala við
þig um þessa skáldsögu mína.
Maurice fór að tala og Mike
hallaði sér aftur og tottaði píp-
una sína. Og þeim leið vel, öll-
um þremur, því að Ómar, köttur-
inn, hafði komið inn og stokkið
upp á öxlina á Mike og hringaði
sig þar eins og skrautlegur loð
kragi, og virtist hlusta með at-
hygli á það sem Maurice vildi
sagt hafa.
4.
Rakel hafði ekki gengið langt
fram hjá Selfridges í áttina að
Oxfordtorginu, þegar Akbar fór
að toga æ fastar í tauminn eins
og hann hefði eitthvað sérstakt í
huga. Það var greinilegt að hann
ætlaði sér eitthvað ákveðið og
gæti orðið erfiður. ef hann fengi
ekki að fara þangað.
Þegar hún hugsaði til þess, að
hún hefði alla Lundúnaiborg til
umráða, var henni nokkurnveg-
inn sama hvert hún færi,
og leyfði því hundinum að
ráða ferðinni og elti hann.
Hann fór yfir götuna, hélt
svo áfram nokkur hundruð skref,
en sneri þá þvert til hægri.
Þetta varð hálfgerð vonbrigði.
Rakel hafði fljótt komizt að raun
um, að Oxförstræti var svo sem
ekkert sérstakt. Samt var það nú
verzlunargata, sem út af fyrir
sig gerði götuna eftirsóknar-
verða, en nú var Akhar að teyma
hana inn í fátæklegar bakgötur
þar sem óhreinindin tóku við,
bak við glæsilega framhlið, eins
gengur og gerist í flestum borg-
um.
Hún varð vonsvikin og hneyksl
uð. Hér átti bún alls ekki heima.
Hvað sem Löndon kynni að vera,
ætti hún að minnsta kosti ekki
að vera svona — klunnalegir
klettar úr óhreinum múrsteini,
með þúsundum glugga, svo að
þeir litu út eins og aflagaðir
býkúpur. Hún sá óþrifaleg börn
vera að leika sér í húsagörðun-
um, og yfirleitt varð allt þetta
umhverfi til að minna hana á
hennar eigin uppvöxt í fátækt
og örbirgð.
Ekki orkaði þetta þó neitt sér-
lega á hana, sálrænt — hún fann
ekki til neinnar sérstakrar reiði
yfir því, að Portmantorgið skyldi
vera öðrumegin Oxfordstrætis og
þessi óþverri hinumegin. Aðeins
fann hún, að hún hataði þetta,
en að þeir . sem vildu gera sér
það að góðu, mættu þá gera sér
það að góðu, en hvað hana sjálfa
snerti þá ætlaði hún að flýta sér
í allt lífið of fjörið, sem ríkti i
aðalgötunni.
En Akbar var bara ekki á
sama máli. Hún reyndi að toga
hann með sér, en hann sat fastur
sem klettur. Hann spyrnti fram-
löppunum í gangstéttina, svo að
hún komst ekkert áfram, nema
því aðeins að hún vildi draga
hann eins og hvern annan dauðan
hlut. Hún stanzaði, steinhissa.
En undir eins og slakað var á
taumnum, færðist aftur líf í Ak-
— Haltu þér saman. Það spurði enginn hvað þér fyndist.
bar, hann flaðraði upp um hana,
slengdi út úr sér spannarlangri
slefugri tungunni og brosti um
leið og hann gekk upp og niður
af mæði. En svo kom hann til
jarðar aftur og togaði í áttina,
sem hann hafði áður sótt í.
Hún varð að elta hann. Hann
slagaði til hægri og vinstri gegn
um stuttu göturnar og smugurn-
ar, með auknum hraða. Loðna
skottið dinglaði til og frá er hann
dró hana með sér á harða brokki.
Snögglega beygði hann til vinstri.
Hún tók eftir áletrun, sem stóð
þar á húsvegg: „Andagarðurinn",
og er sú gata var hálfnuð stað-
næmdist Akbar, sló skottinu á
síðurnar á víxl, og gelti glaðlega.
Gluggi opnaðist og höfuðið á
Julian Heatih kom út. Ja, nú er
ég fyrst hissa! æpti hann. Já,
steinhissa. Og svo söng hann,
glaðlega: Reyndu að halda stöð-
unni þangað til ég kem, og sneri
frá glugganum. Hún heyrði fima
fætur hans koma skröltandi niður
stigann.. Svo opnuðust dyrnar og
Akbar tók viðbragð og reif taum
inn úr hendi Rakelar, hljóp upp
um Julian og sleikti hann í fram-
an.
Velkomin í Andagarðinn sagði
Julian. Líttu kring um þig og
skoðaðu lávarðahöllina, sem við
búum L
Andagarðurinn ’var fyrrver-
andi hesthúsaþyrping. öðrumeg-
in var hátt múrhús, sem sneri bak
inu með fyrirlitningu að húsa-
garðinum. Annars var þarna litið
að sjá, annað en gamalt tré, sem
hafði verið klippt hvað eftir ann-
að. svo að lítið var orðið eftir af
því, og stofninn allur skellóttur,
þar sem greinar höfðu verið sag-
aðar af því. Það var næstum
blaðlaust og virtist að falli kom-
ið.
Marilyn Monroe
eflir Maurice Zolotov 131
Eins og við var að búast og
vera ber í slíkum stofnunum, var
lífið þarna í hælinu mjög reglu-
bundið og tilbreytingarlaust. —
Með uppreisn sinni gegn stund-
visi og hlýðni hefur Marilyn lík-
lega verið að bæta sér upp þessi
ár. Börnin voru vakin klukkan
sex á morgnana með glymjandi
hringingu. Síðan bjuggu þau um
rúmin sín. Þá var þeim safnað
saman og síðan var gengið í röð-
um inn í borðsalinn á neðri
hæðinni. Borðsalurinn var stór
°g veggirnir skreyttir í bláum
lit. Bæði borðsalurinn og eldhús-
ið var tandurhreint. Börnin sátu
við smáborð, fjögur við hvert.
Maturinn var eins" og gerist í
fyrsta flokks sjúkrahúsum — en
engu að síður hefur Marilyn sí-
fellt verið að gefa í skyn, að
börnin hafi verið neydd til að
eta viðbjóðslegan mat, af sömu
tegund og þann, sem kemur af
stað fangauppreisnum í kvik-
myndum hjá Warner Brothers.
Eftir máltíðina voru eldri börn
in — og þá einnig Norma Jean —
stundum látin hjálpa til að þvo
upp. Nú segir hún, að hún hafi
orðið að þvo upp 100 bolla og
100 hnífapör og skeiðar þrisvar
á dag„ alla sjö daga vikunnar.
Ennfremur segist hún hafa ver-
ið látin skúra salerni og hreinsa
baðker. Yfirleitt hefur hún gefið
út heldur ósamhljóða skýrslur
um þetta skeið ævi sinnar. Hin
„opinbera“ ævisaga hennar segir,
að hún hafi fengið tíu sent^ á
mánuði fyrir að vinna í eldhús-
inu. Við einn blaðamanninn sagði
hún:
„Ég sá aldrei einn eyri. Það
var allt látið í jólasjóðinn. Það
var venja, að litlu stúlkurnar
tóku svo út aurana sína fyrir jól-
in og keyptu fyrir þá jólagjafir
í búðinni á horninu. Einhverjar
nytsamar gjafir, eins og stíla-
kompur og blýanta".
öðrum blaðamanni sagði hún,
að hún hefði fengið fimm sent á
viku fyrir vinnu sina í eldbúsinu
— 20 sent á mánuði — og svo
tíu sent aukalega á mánuði fyrir
vinnu í búrinu. „Og af þessari
auðlegð" bætti hún við,“ varð
ég að láta tvö sent í kirkjusöfn-
unina á hverjum sunnudegi. Ég
gat aldrei skilið, hversvegna fólk
ið var að taka svona aurana frá
munaðarleysingja."
En í viðtali við TIME, 1956,
hafði hún leiðrétt kaupið sitt og
lækkað það niður í fimm sent á
mánuði. Af þessu fór helmingur-
inn í söfnunina, en hinn helm-
ingurinn var eyðslueyrir sem
hún notaði til að kaupa sér nýtt
hárband á hverjum mánuði. Eng-
ar skýringar fylgdu á því, hvern-
ig stílakompurnar og blýantarnir
komust að í þessari fjárhags-
áætlun. Það er enginn vafi á því,
að henni hefur sjálfri fundizt
hún illa með farin. en þó man
Clarice Evans, sem seirina leigði
með Marilyn Monroe, eftir því,
alveg greinilega, að Marilyn
sagði henni sjálf, að mikið hefði
það verið spennandi, þogar hún
vann í fyrsta sinn fyrir „alvöru-
peningum“ með því að hjálpa til
að leggja á borð og þvo diska í
munaðarleysingjahælinu".
Hvort er nú sannleikur? Áreið-
anlega hvorttveggja í augum
hennar sjálfrar. Allar leikkonur
eru gefnar fyrir að gera sjálfar
sig sögulegar, koma sjálfum sér
í hlutverk og leika það svo á
sannfærandi hátt. Aldrei ljúga
þær! Og ekki geta þær komizt í
mótsögn við sjálfar sig, því að
þær trúa alltaf því, sem þær eru
að segja, þá stundina.
I hælinu voru bæði leikir og
íþróttir, sem Marilyn nefnir ekki
einu orði. Að húsabaki voru
fimm ekrur lands, þar sem börn-
in léku sér á hverjum degi, síð-
degis. Þar voru rólur,- sölt, klif-
urslár Og sandkassar, ennfremur
sundlaug. Og innanhúss var stór
leiktofa með útvarpi, grammó-
fóni, leikföngum og áhöldum.
Þar var líka salur með leiksviði,
og þar léku börnin í leikritum
og söngleikum. En ekki kemur
neinsstaðar fram, að Norma Jean
hafi nokkru sinni tekið þátt í
slíku. Hún lá á kunnáttu sinni
í fingrafimi, hnífakasti Og húla-
dansi.
Eitthvað fjórum eða fimm mán
uðum eftir að Norrna kom þarna,
fékk hún þunglyndiskast. Það
kom yfir hana einn rigningar-
dag. Regnið minnti hana jafnan
á föður hennar og þá langaði
hana alltaf að fara á flakk. Og
einn daginn, þegar hún var á
leið heim úr skólanum, læddist
hún út úr röðinni og flýði. Efck-
ert vissi hún, hvert halda skyldi,
heldur flæktist hún um, stefnu-
laust, í bullandi slagveðrinu. Lög
regluiþjónn nokkur fann hana og
fór með hana í lögreglustöðina,
og þaðan var farið með hana í
skrifstofu frú Dewey. Þar var
hún færð í þurrt. Hún bjóet við
barsmið, en í þess stað tók frú
Dewey hana í faðm sér, og
sagði, að hún væri falleg. Svo
púðraði hún nefið Og kinnarnar
á Normu.
Árið 1950 sagði Norma frá
þessu atviki Sonju Wolfson, sem
var eins konar blaðafultrúi hjá
20th Century Éox, og bætti þá
við í trúnaði: „Þetta var í fyrsta
sinn, sem ég varð þess vör, að
nokkrum {>ætti vænt um mig —
og enginn hafði þangað til tekið
eftir andlitinu eða hárinu á mér“.
Ungfrú Wolfson skrifaði þessi
ummæli niður á staðnum.
Á jóladag var farið með börnin
á samkomu hjá RKO, þar sem
sýndar voru myndirnar af Mjall-
hvít og dvergunum sjö. Á eftir
var þeim gætt á rjómaís og
ávaxtadrykk, og sóðu fyrir því
nokkrir leikarar, sem vildu
gjarna fá einhverja auglýsingu
um góðgjörðasemi sina. Börnin
söfnuðust saman kring um helj-
arstórt jólatré, ljósmyndarar
voru önnum kafnir að smella á
þau og leikarana, sem reyndu að
sýna sig frá sem glæsilegustum
hliðum, og útbýttu síðan jólagjöf
um til barnanna. Norma Jean
hlaut hálsfesti úr glerperlum.
Eg spurði einusinni frú Ingra-
ham, hvers vegna munaðarleys-
ingjahælið hefði látið Marilyn
þvo upp, borgað henni svon
smánarlega og loks látið börnin
leggja aurana í samskotabauk-
inn.
Frú Ingraham andvarpaði: „Já,
eg veit svei mér ekki, hvers
vegna ungfrú Monroe er að segja
þessar reyfarasögur um okkur.
Og þær eru svo prentaðar, hvern
ig sem þær eru. Við þurfum
ekki að fyrirskipa börnunum
neina vinnu, þar sem við höf-
um fullt starfslið, þar í talið hús-
móður fyrir hver tíu börn. Og
í eldlhúsinu höfum við líka nægi-
legan vinnukraft til að sjá um
allan uppþvott. En þar fyrir gef-
um við börnunum smá-verkefni
og borgum þeim fyrir þau. Við
gerum þetta af ásettu ráði, tii
þess að börnum finnist sjálfum
þau vera til einhvers gagns, og
svo til þess að þau eignist smá-
aura, sem þau geti keypt sér
eitthvað fyrir, eftir eigin geð-
þótta. Þessi saga hjá Marilyh, að
við höfum látið hana þvo upp
þrisvar á daig, er ekkert annað
en heiber vitleysa. Það mundi
taka krakka fjórar klukkustund-
ir að þvo upp þetta marga diska.
Hvernig gæti Marilyn hafa kom-
izt yfir skólann og heimalestur-
jnn og samt verið komin í rúmiS
klukkan níu, en þá er slökkt, —
ef hún átti líka að þvo upp svona
marga diska þrisvar á dag?“