Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 29. ágúst 1962
MORGVNBLAÐ1Ð
13
frá samgöngum á landi við
aðrar byggðir.
Mynd sú, sem þessu skrifi
fylgir, og tekinn er af Hannesi
Baldvinssyni, sýnir hverjum
erfiðleikum umrædd vegagerð
er háð. Myndin sýnir um 14
m. háan ruðning, norðan
f>úfnavalla. en þar var verið
að fylla upp gil eitt torfært,
svo aka megi ú bæ reknieik-
anna, Hrólfsvelli.
Önnur mynd, sem hér má
sjá, tekin af Ólafi Bergmanns-
syni, sýnir fjögur skip við
hryggju í Siglufirði, hlaðin
„demantssíld", sem og má sjá
sýnishorn af á myndinni. Þau
rök, sem 5 mynd þessari fel-
ast, og undirstrika þá þýðingu,
er Siglufjörður hefur fyrir
þjóðarbúið, renna stoðum und
ir þá þörf og nauðsyn, að
Siglufjarðarvegur ytri, eða
Strókavegur, verði lagður á
næstu 2—3 árum. Hin forna
staka, er fyrr var getið, er
enn í gildi. „Þar er fallegt
fiskimið, fyrir Siglfirðingum“.
Og það ei þjóðhagsleg nauð-
syn, að hér sé jafnan tiltækt
nægt vinnuafl, til að nýta síld
arar.ann, og Siglufjarðarvegur
ytri er ein helzta trygging
þess, að svo verði um nána
framtíð.
Viðreisnarstjórnin, sem þeg
ar hefur lyft grettistökum í
atvinnu- og efnahagsmálum
þjóðarinnar, vinnur nú að
gerð 5 ára framkvæmdaáætl-
unar. Það er trú og von Sigl-
firðinga, sem og Austur Skag
firðinga er byggja vonir sínar
um vaxandi bú og greiðfæra
leið á nærliggjandi markað
fyrir vörur sínar, að Siglufjarð
arvegur ytri verði ofarlega á
blaði þeirrar áætlunar. Og þá
mun innan fárra ára verða
þjóðvegur um Almenninga og
Ulfsdali, sem nú eru í eyði,
og hver veit nema að nýbýli
eða sumárbústaðir rísi á græn
um tóftum býla, sem hafa
verið í eyði í alidir, og íslenzk
börn gangi á ný smáum fótum
út í sólskinið á túngarðinum,
sem horfnar hendur hlóðu á
16. eða 17. öld. — Stefán.
Rutt yfir hvalbeinið
Siglufirði 22. ágúst.
VESTAN Úlfsdala heitir á Al-
menningum. Þar voru á öldum
áður þrjú býli: Hrólfsvellir,
sem voru í byggð um 1700,
Þúfnavellir, sem þá voru þeg-
ar í eyði, og Fálkastaðir, hvers
byggðarsaga er gleymd. Má
enn sjé minjar tveggja fyrst
nefndu bíianna, en á Fálka-
stöðum kunna fáir skil. Æva-
forn staka, sem Bólu-Hjálm-
ar skráði á blað og barg frá
gleymsku, er ein heimilda um
tilvist þess.
„Þar er fallegt fiskimið
fyrir Siglfirðingum.
Fálkastaðir vaka við
verið á Almenningum“.
Þar sem enn mótar fyrir
grónum túngarði Þúfnavalla
stóðu í sumar^ skálar vega-
vinnumanna, þeirra er ruddu
Siglufjarðarveg ytra, allt frá
þeirri fagurnefndu Heljartröð,
út Almenmng í land Hrólfs-
valla.
Á Hrólfsvöllum bjó síðast
ekkja ein, er ekki unni öðrum
jarðarinnar, gróf hvalbein í
yrkta jörð sína með fyrirmæl-
um, að þar skyldu ekki aðrir
una eftir hana. Þótti þar löng
um reimt meðan landinn trúði
enn á slík fyrirbæri.
Sjálfsagt hefði fornum bú-
endutn Almenninga þótt tíð-
indum sæta, að sjá vinnuvélar
þær, sem að verki voru í land
areign þeirra í sumar, og
ruddu veg yfir hvalbein kerl-
ingar. Og ekki síður hitt, að
vegur þessi verður lagður inn
í fjallið, þar sem álfar bjuggu,
og í gegn um það, allt til Siglu
fjarðar. En Síglfirðingum dags
ins í dag finnst hinsvegar, sem
forneskjan ein ráði því, að
vegur sá, sem framtíð bæjar-
ins byggist á, skuli þegar lagð
ur, og tengja kaupstaðinn þjóð
vegakerfi landisins.
Fréttamaður Mbl. brá sér á
Almenninga fyrir skemmstu.
Á túngarði Þúfnavalla, sem
hlaðinn var horfnum höndum,
og tíminn grefur smám saman
í jörðu, hitti hann að máli
Gísla Felixson, trúnaðarmann
Vegamálastjórnarinnar, og Jó
hann vegaverkstjóra Lúðvíks-
son, frá Kúsikerpi í Skagafirði
en þeir stjórna verkum ,við
vegagerðina. Er skemmst frá
því að segja, að þegar er rudd
ur um 4 km. vegar frá Heljar-
tröð, af um 13 km. leið að
fyrirhuguðum jarðgöngum.
Verk þetta er hinsvegar stöðv
að nú, því f járlagafé er þrotið.
Hún er semsé enn í tízku sú
þröngsýna jafnaðarmennska í
vegagerð. að skipta fjármagni
til vegagerðar milli allra veg-
arspotta, sem í landinu finn-
ast, svo allir fái jafn lítið og
öllum miði jafn skammt. Þar
af leiðandi er ein heízta ver-
stöð landsins, Siglufjörður,
einangruð mestan hluta árs,
IJnglingsstúlku
vantar til sendií'erða á skrifstofu okkar.
Solusamband íslenzkra
fiskframleiðenda
Aðalstræti 6, III. hæð._
Bílaviðgerðarmaður
Viljum ráoa, sem fyrst, faglærðan bílvirkja, til að
annast um viðgerðir á bifreiðum okkar. — Góð vinnu
skilyrði. Umsækjendur snúi sér til skrifstofu okkar
Upplýsingar er ekki hægt að gefa í síma.
0- JohnsoB & Koober hf.
Noifíð hið frábœra danska SÖNDERBORG prjónasfarm
sem maiur fter ekki grandað
að Sætúni 8
(neðan bílaeftirlitsins).
Ódýrt og vandað prjónagarn
af mörgum tegundum. og
. og litum. Selt um allt land.
GARN
H e i 1 d s ö 1 u b i r g ð i r :
ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF.
Sími 18700.