Morgunblaðið - 31.08.1962, Blaðsíða 12
12
MORCV1KRL4Ð1Ð
Föstudagur 31. ágúst 1962
Utgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Krístinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
BUSSAR VILJA
SPRENGJA MEIRA
¥Tmræðurnar í Genf um
bann við kjamorkutil-
raunum virðast nú vera að
komast á úrslitastig. Banda-
ríkin og Bretland hafa lagt
fram tvær tillögur. Gerir hin
fyrri þeirra ráð fyrir alls-
herjarbanni gegn kjamorku-
tilraunum og alþjóðlegu eft-
irliti með að því sé fram-
fylgt.
í hinni tillögunni er lagt
til að allar kjamorkutilraun-
ir nema neðanjarðar verði
bannaðar þar sem þær hafa
ekki í för með sér eitrun
andrúmsloftsins. Þessi til-
laga gerir ekki ráð fyrir eft-
irliti innan landamæra kjam
orkuveldanna.
Síðari tillagan er greini-
lega miðlunartillaga, sem
miðar að því að koma til
móts við Rússa, er ævinlega
hafa verið mjög andvígir öllu
eftirhti með því að banni við
kjarnorkutilraunum sé fram
fylgt innan lanadmæra Sovét
ríkjanna.
Þrátt fyrir þessa augljósu
viðleitni til þess að þóknast
Rússum hafa fulltrúar þeirra
á Genfarráðstefnunni lýst
sig andvíga þessari tillögu.
Afstaða þeirra til tillögunnar
um alþjóðlegt eftirlit með
banni er einnig óbreytt.
Fulltrúar Sovétríkjanna
hafa þannig vísað á bug öll-
um tilraunum lýðræðisþjóð-
anna til þess að stöðva kapp-
hlaupið um kjamorku-
sprengingar og framleiðslu
þeirra skelfilegu eyðingar-
vopna, sem tilraunirnar
miða að. Eru það vissulega
hörmuleg tíðindi, sem frið-
elskandi menn um heim all-
an hljóta að harma.
Tíminn líður óðfluga. —
Kjamorkutæknin verður
fullkomnari og ógnþrungnari
með hverjum mánuðinum,
sem líður. Fyrr en varir má
gera ráð fyrir að Kínverjar
hefjist handa um kjamorku-
tilraunir. Yfirráð þeirra yfir
kjamorkuvopnum fæli í sér
nýja og hræðilega ógnun við
heimsfriðinn. — Kínverska
kommúnistastjómin er eina
ríkisstjóm í heimi, sem hef-
ur látið málgögn sín lýsa því
yfir að þjóð þeirra hafi að-
stöðu til þess, vegna stærðar
sinnar að lifa af kjarnorku-
styrjöld, enda þótt það kynni
að kosta hundmð milljónir
Kínverja lífið!
Mennimir, sem hafa opin-
berlega lýst yfir slíkum hugs
unarhætti munu á næstunni
hefja tilraunir með kjarn-
orkusprengingar. I því felst
voðaleg hætta fyrir heims-
friðinn og alla framtíð mann
kynsins.
Ríkisstjóm Sovétríkjanna
og fulitrúar hennar í Genf
hafa komið fram af óskap-
legu ábyrgðarleysi. Þeirhafa
hvað eftir annað lýst því yf-
ir að þeir væm fylgjandi al-
gjöm banni við kjamorku-
tilraunum og algjörri afvopn
un í heiminum. En þessar yf-
irlýsingar Sovétstjórnarinnar
em innantómt hjal. Þau
halda áfram að hafna öllum
tillögum lýðræðisþjóðanna
um kjarnorkutilraunabann
og raunhæfa afvopnim.
Þessi staðreynd hlýtur að
vekja ugg og ótta um heim
allan. Það verður stöðugt
Ijósara að það er hinn alþjóð-
legi kommúnismi, sem er
hinn mikli friðarspillir og
ógnvaldur. Skuggi hans hvíl-
ir yfir framtíð mannkynsins.
DEYR
ÖRNINN ÚT?
/"krninn hefur verið kallaður
" konungur íslenzka fugla-
ríkisins. En nú er svo komið
að þessi konungur, þessi stóri
og svipmikli fugl virðist vera
að deyja út í landinu. Er það
fyrst og fremst eitrunin sem
veldur þessari hættu. Á öllu
landinu eru nú talin vera 8
eða 10 amarhjón og auk
þeirra nokkrir ungir fuglar.
Líklegt er talið að samanlagð
ur fjöldi arna sé rúmlega -20
fuglar. Þegar á það er litið
að viðkoma arnarins er mjög
lítil er greinilegt að gereyð-
ingarhætta vofir yfir honum.
Á Bretlandseyjum er haf-
örninn fyrir alllöngu útdauð
ur og aðeins örfá hjón af
honum em eftir lifandi í
norðanverðri Skandínavíu.
Svo kann því að fara að þessi
merkilega fuglategund verði
aldauða í heiminum á skömm
um tíma.
Hér á íslandi munu hafa
fundizt um 250 fuglategund-
ir. Þar af eru þó aðeins 70—
80 varpfuglar. Þegar á þetta
er litið verður auðsætt hví-
líkt áfall það væri fyrir ís-
lenzkt fuglaríki ef örninn
yrði hér aldauða.
En hér virðist vera við
ramman reip að draga. Eitr-
un er beitt hér á landi til
þess að granda tófu og ýms-
um vargfugli, svo sem svart-
bak og hrafni. Allir munu
sammála um að eitrunin er
andstyggileg og æskilegast
BEN GURION, forsætisráð-
herra ■ ísraels, og kona hans
hafa verið í opinberri heim-
sókn í Noregi undanfarna
daga. Norðmenn endurgjalda
nú heimsókn Einars Gerhard
sen, forsætisráðherra Norð-
manna, til ísraels í fyrra.
Gerhardsen hauð Ben
Gurion velkominn við kom-
una til fíoregs. í kvöldverð-
arboði, sem ísraelsku forsæt-
isráðherrahjónunum var hald
inn í Akershus í fyrrakvöld,
komst Gerhardsen m.a. þann
ig að orði:
„Ben Gurion, forsætisráð-
herra, er séstæður fulltrúi þjóð-
ar sinnar. Ævi hans hefur ver-
ið viðburðarík og litríkur per-
sónuleiki hans felur í senn í sér
einkenni spámannsins í Gamla
testamentinu og stjórnmála-
manns nútímans".
Þá lýsti Gerhardsen ánægju
sinni yfir heimsókninni og vék
að hugmyndum Norðmanna um
ísrael.
„Norðmaður, sem kemur í
fyrsta skipti til ísraels, ber senni
lega í brjósti sér endurminning-
ar bernskuáranna um land biblí
unnar, en ég held, að hann þurfi
ekki að vera lengi í ísrael til
þess, að þær minningar víki fyr
ir því, sem ber þ'ar fyrir augu
í dag.
Þau orð hafa verið tileinkuð
Ben Gurion, að sá, sem ekki trú-
ir á undur, hann hafi ekki raun-
hæf sjónarmið.
Þetta kann mörgum að finn-
ast einkennilegt. Þó held ég,
að hver sá, sem séð hefur akur,
þar sem áður var eyðimerkur-
sandur og borg þar sem áður
var auðn, hann komist á þessa
skoðun.
Hins vegar getum við ekki
dregið upp svo fagra mynd af
fsrael án þess að minnast hryggi
legra örlaga Gyðinga í margar
aldir. — í dag eiga Gyðingar
sér föðurland, og við getum að-
eins gert okkur í hugarlund,
hvers það er þeim virði“.
Þá vék Gerhardsen að því,
sem hann taldi ólíkt með Noregi
og ísrael, en sagði, að þau mark
mið í efnahagsmálum og þjóð-
félagsmálum, sem bæði löndin
hafa sett sér, ættu að geta tengt
þau nánari böndum.
væri að banna hana algjör-
lega. En bæði sauðfjárbænd-
ur og varpbændur verða oft
fyrir þungum búsifjum af
völdum vargsins. Þess vegna
hefur eitrunin verið leyfð.
Vonandi kemur sá tími að
aðrar leiðir finnast til að
ráða niðurlögum tófu og ann
arra friðarspilla og varga í
fugla- og dýraríkinu. En það
er nokkurn veginn víst að ef
eitrunin heldur áfram mun
örninn verða aldauða á ís-
landi.
VERÐBÖLGU-
POSTULAR
F'ramsóknarmenn og komm-
1 únistar berjast sífelltfyr
ir áframhaldandi kapphlaupi
í svarræðu sinni, sagði Ben
Gurion m.a.:
„Allir þekkja norsku þjóðina
fyrir iðni og dugnað. — Norð-
menn hafa aldrei verið land-
flótta og alltaf getað treyst á
sjálfa sig og verið öruggir um
sig.
Við Gyðingar höfum aftur á
móti verið reknir úr landi okk-
ar og við dreifðumst um mörg
lönd — við vorum eltir, hataðir
og drepnir. Hámarki hörmunga
okkar var náð, er 6 milljónir
Gyðinga voru drepnqr —
brenndir, eða sviptir lífi — í
gasklefum nazista.
Ég minnist norsks ofursta,
Lund, góðs ísraelsvinar, sem
heimsótti land okkar, eftir að
Allsherjarþing SÞ hafði sam-
þykkt, að stofnað skyldi Gyð-
ingaríki í Palestínu.
Hann sagði: „Við þjáðumst af
völdum nazista í stríðinu, en ég
er hræddur um, að það sé ekk-
ert á móti því, sem er nú í
vændum hjá ykkur“.
Lund vissi, að þegar Bretar
hefðu farið frá Palestínu myndu
nágrannaríkin reyna að gera
innrás.
Að vissu leyti hafði hann rétt
fyrir sér. Hann vissi, að í neðan-
jarðarhreyfingunni voru aðeins
nokkrar þúsundir manna og
milli kaupgjalds og verðlags.
Kommúnistarnir beita fyrir
sig verkalýðsfélögunum en
Framsóknarmenn reyna eft-
ir fremsta megni að misnota
samtök bænda til þess að öll-
um hömlum verði sleppt af
verðlaginu og dýrtíð og verð
þólga taki að magnast að
nýju, eins og á valdatíma
vinstri stjórnarinnar.
En hverjar urðu afleiðing-
ar kapphlaupsins milli kaup
gjalds og verðlags á þeim
árum?
Það leiddi óðaverðbólgu
yfir þjóðina og öngþveitis-
ástand sem vinstri stjómin
réði- ekkert við og varð henni
sjálfri að aldurtila.
Það er þetta sem þjóðfylk-
ingarflokkamir, Framsóknar
menn og kommúnistar eru
kvenna, illa vopnaðar, en þeir
herir, sem hann bjóst við að
myndu gera innrásina, höfðu
yfir öllum nýtízku vopnum að
ráða.
Mér var hins vegar ekki ó-
kunnugt um langa sögu þjóðar
okkar, um baráttu fárra gegn
mörgum og um andlegan styrk
okkar, að hann væri sterkari en
líkamskraftar og ég vissi, að
baráttan stóð ekki aðeins um
framtíð þeirra, sem bjuggu í
fsrael ,heldur allra Gyðinga.
Þótt mikið hafi nú áunnizt,
þá væri langt frá því, að mark-
inu væri náð,“ sagði Ben Gurion
ennfremur.
„Þótt lönd okkar séu um
margt ólík, að landfræðilegri
legu og sögu, þá held ég, að í
hjörtum okkar eigum við margt
sameiginlegt. Við stefnum að
betra samfélagi, sem byggir á
bræðralagi, frelsi, réttlæti og
frið. Ég held einnig að lönd
okkar óski þess, að hjálpa öðr-
um löndum, hver, sem þau
kunna að vera, að svo miklu
leyti, sem efni okkar og ástæð-
ur leyfa.
Það eru þessi sjónarmið, sem
eru grundvöllur vináttu og
tengsla Noregs og fsraels", sagði
forsætisráðherrann að lokum.
nú að reyna að afreka. Tak-
mark þeirra er að brjóta nið-
ur viðreisnar- og jafnvægis-
stefnuna, sem bægði því
hruni frá, sem við blásti þeg-
ar vinstri stjórnin gafst upp.
Þjóðfylkingarmönnum blæð-
ir í augum hið blómlega'á-
stand, er nú ríkir í atvinnu-
málum og vaxandi velmegun
alls almennings. Framsókn-
armenn og kommúnistar eru
hræddir við vaxandi fylgi
viðreisnarstefnunnar og auk
inn skilning þjóðarinnar á
nauðsyn þess að halda verð-
bólgunni í skefjum. Verð-
bólgupostularnir heimta
hærra verðlag, hækkað kaup
gjald og röskun alls jafnvæg-
is í efnahagsmálum lands-
manna. Það er þeirra fram-
lag til íslenzkra stjómmála
og þjóðfélagsmála í dag.