Morgunblaðið - 18.09.1962, Page 6

Morgunblaðið - 18.09.1962, Page 6
6 r MORGVTSTtL ifílÐ ■þriðjudagur 18. sept. 1962 ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * * KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * sjó. En sú aðferð er enn of dýr, til þess að hún komi að gagni“. Forsætisráðherrann var nú spurður að því, hvert hann teldi örlagaríkasta augnablik stjórnmálaferils hans og svar aði hann: „Þegar Israelsríki var stofnað, þá voru allir glaðir og ánægðir og fögnuðu unnum sigri, en ég gat ekki fagnað eins og aðrir. Ekki vegna þess, að ég væri ekki glaður, heldur vegna hins, að ég vissi, að á næsta leiti beið okkar styrjöld við nágrann- ana og í þeirri styrjöld gat svo farið, að hið nýja ísraels- ríki yrði lagt í rúst. Við vor- um aðeins 650 þús. manns þá, en nágrannar okkar um 30 milljónir. En við áttum bak- hjarl, sem þeir áttu ekki, við vorum Gyðingar. Við vissum fyrir hverju við værum að berjast, en þeir ekki. í ísra- elsher er það svo, að yfir- menn segja aldrei „sækið fram“; þeir ráðast sjálfir til atlögu og menn þeirra fylgja þeim.“ Þá var forsætisráðherrann spurður, hvort hann áliti enn, að Súezstyrjöldin hefði verið rétt frá sjónarmiði Vestur- veldanna og ísraels. Hann sagði: „Já, hárrétt. Ég var aldrei í nokkrum vafa um, að Súezstyrjöldin ætti rétt á sér. Og nú sjá margir, sem áður fordæmdu hana, að hún var nauðsynleg, til dæmis vinir okkar Bandaríkjamenn. Dulles sagði sjálfur við mig á sínum tíma, að styrjöldin væri mistök. Við áttum rétt- inn til landsins, en án þess- arar styrjaldar myndum við aldrei hafa fengið hann.“ Loks var forsætisráðherr- ann spurður, hver væri af- staða hans til Efnahagsbanda lags Evrópu. Sagði hann, að ísrael hefði leitað eftir við- skiptasamningi við Efnahags bandalagið. „Eins og sakir standa, styðjum við Efnahags bandalagið, og ekki aðeins frá efnahagslegu sjónarmiði, heldur einnig stjórnmálalega samvinnu innan bandalags- ins. Samvinna Bretlands, Frakklands og Þýzkalands mun verða mikill styrkur friði í Evrópu. Hún mun einn ig styrkja mjög frið og frelsi manna í heiminum." Stjömubíó: Svona eru karlmenn. MYND þessi er norsk gaman- mynd með sömu leikurum og í myndinni „Allt fyrir hreinlætið." sem Stjörnubíó sýndi í fyrra, að mig minnir, og margir höfðu mjög gaman af. Meginefni myndarinnar er að sýna stöðu eiginmanna á heimil- um sínum, hversu háðir þeir eru eiginkonum um flest og í raun- inni hjálparvana, en þó skrambi miklir húsbændur á sínu heim- ili, er láta konurnar snúast í kringum sig og dekra við sig. Á vinnustöðum sínum eru þeir hins vegar þeir stóru menn og gagn- vart öðrum konum hinir ómót- stæðilegu „sjarmörar“. Á þetta einkum við aðalpersónu mynd- arinnar, póstmanninn Sörensen, sem kvæntur er ágætri konu, en er ákaflega veikur fyrir öðrum konum, enda viss um að engin kona fái staðizt hann. Á þessu verður honum hörmulega hált og fær lexíu, sem gæti enzt hverjum manni drjúgan spöl fram eftir ævinni. Ýms atriði þessarar myndar eru eigi óskemmtileg og hún er vel leikin en heldur frum- býlisleg að gerð og hún stendur, að mér finnst, mjög að baki myndarinnar .,Allt fyrir heimil- Í ið“. Aðahlutverkin leika Inger Andersen, Odd Borg, Ingrid Vardund og Grynet Molvig. Viðskipti við Pólland Á GRUNDVELLI viðskiptasamn- inga milli íslands og Póllands frá 18. nóvember, 1949, var undir- ritaður í Varsjá, hinn 14. septem ber, 1962, samningur um við- skipti milli landanna fyrir tíma- bilið 1. október, 1962, til 30. sept ember, 1963. Gert er ráð fyrir að ísland selji eins og áður, frysta síld, saltsíld, fiskimjöl, lýsi, saltaðar gærur og auk þess fleiri vörur. Frá Póllandi er meðal annars gert ráð fyrir að kaupa kol, timb ur, járn og stálvörur, efnavörur, vefnaðarvörur, vélar og verkfæri, búsáhöld, skófatnað og fleiri vörur. Af fslands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guðjónsson, ráðuneytisstjóri, Svanbjörn Frí- mannsson, bankastjóri, Pétur Pétursson, forstjóri, Gunnar Flóvenz forstjóri og Árni Finn- björnsson, framkvæmdastjóri. (Frá utanríkisráðuneytinu). „Mér fannst sem sólin kæmi frá mínu landi“ Frá fundi Ben-Gurions með fréttamönnum á laugardag grad í Júgóslavíu. Ég er utanbæjarmaður, en vegna dvalar minnar í Reykja- vík nú, hef ég getað fengið fréttir af mótinu í dagblöðun- um og svo er um þá, sem bú- settir eru í Reykjavik og ná- grenni. En hinir, sem fjær búa, fá ekki fréttirnar í blöð- unum fyrr en eftir lengri eða skemmri tíma og er þá út- varpið eini aðiíinn sem veitt getur landsbyggðinni fljóta og góða fréttaþjónustu. Það er líka einmitt úti um lands- byggðina, sem áhugi á frjáls- íþróttum er mestur, og því hafa án efa margir beðið spenntir eftir fréttum af mót- inu og þá einkum vegna þess að strax fyrsta daginn átti fræknasti frjálsíþróttamaður okkar íslendinga, Vilhjálmur Einarsson, að keppa. Vilhjálm- ur hefur staðið sig með hin- um mesta sóma og sennilega tryggt íslandi eina stig þess í óopinberu stigakeppninni. En þetta afrek telur fréttastofa Ríkisútvarpsins ekki þess virði að getið sé í fréttunum. • Útvarpið annars gott Oft er Ríkisútvarpið gagn- rýnt og sem betur fer oftast tilefnislausu, því ef miðað er við fámenni þjóðar , okkar, verður það að teljast mjög gott. Og það sem betra er, það fer stöðugt batnandi. Þess vegna má slíkt sem það er áð- ur var drepið á ekki henda hjá stofnun, sem leggur sig fram um fljóta og góða frétta- þjónustu. SÍÐDEGIS á laugardag efndi David Ben-Gurion, forsætisráðherra ísraels, til fundar með fréttamönn um í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Auk fréttamanna voru staddir á fundinum nokkrir em- bættismenn erlendra sendi ráða, og Bjarni Guðmunds son, hlaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar. David Ben-Gurion var hress og kátur og var ekki á honum að sjá, að hann væri á nokkurn hátt þreyttur eftir hina opin- beru heimsókn, og leysti hann greiðlega úr spurn- ingum fréttamanna. f upphafi fundarins ræddi Ben-Gurion nokkuð um heim sókn sína hingað. „Ég hafði lesið mikið um ísland áður en ég kom hingað“, sagði hann, „en ég vissi ekki, að lslendingar byggja erfitt land eins og við Israelsmenn. Hér er eyðimörk eins og þar, en ykkar eyðimörk er af Guði gerð, en fjandsamlegir aðilar skópu okkar. En hér er nóg vatn og íslendingar hafa nýtt land sitt vel“. Ben-Gurion sagði, að hann hefði einkum veitt athygli andstæðunum, eldi og ís, sem endurspegluðust í þjóðar einkennunum. Hann kvað ís- lendinga vera sterka, dug- lega og skapmikla þjóð og að auki gott fólk. Hann gat þess og, að íslendingar hefðu aldrei farið með ófriði á hend ur öðrum þjóðum, né heldur hefðu aðrar þjóðir ráðizt á íslendinga. Eina stríðið, sem hér væri háð, væri á ritvell- inum. Þá gat Ben-Gurion þess, að hann væri mjög ánægður með skrif íslenzku blaðanna um heimsókn hans. Ben Gurion var að því spurður, hvernig honum hefði fallið landslagið á íslandi. — Hann svaraði: .jLandslagið var mjög fagurt, einkum í dag. Mér fannst sem sólin kæmi frá mínu eigin landi.“ Þá var Ben-Gurion spurð- ur, hvort honum fyndist nokkuð sameiginlegt með Norðurlöndunum. Sagði hann, að það væri ýmislegt sam- eiginlegt með Norðurlanda- þjóðunum 'og væri Finnar ekki undanskildir, þrátt fyr- ir, að þeir væru af öðrum uppruna. En Norðurlanda- þjóðirnar hefðu hver sín sér- kenni og væru í þeim efnum að vissu marki ólíkar. Þann- ig væru Norðmenn lítið eitt frábrugðnir íslendingum. — Ben-Gurion kvaðst hafa dáðst mjög að hugrekki Finna, er þeir risu upp gegn einu mesta stórveldi heims. Næst barst talið að sam- yrkjubúunum í ísrael og sagði Ben-Gurion, að sam- yrkjubúin eða „kibbutz" væri merkilegasta þjóðfélags form, sem fundið hefði verið upp. Á samyrkjubúunum væri allt sameiginlegt, þeim væri stjórnað af öllum með- limunum, en þeir settust þar að af frjálsum vilja. Ben-Gurion var næst að því spurður, hvert hann teldi mesta vandamálið, sem ísra- elsmenn þyrftu að leysa. For sætisráðherrann hló við og sagði: „Vandamál! Við höf- um vandamál, sem myndu nægja einni tylft þjóða. Ná- grannar okkar vilja okkur feiga og ég held, að ísrael sé eina landið í heimi, sem svo er um. Mesta vandamál okk- ar er að friðmælast við ná- grannana.“ Talið barst næst að inn- flytjendum til ísrael, sem for sætisráðherrann kvað mikið vandamál. Gat hann þess sér- staklega, að þeir innflytjend- ur, sem kæmu frá kommún- istaríkjunum, væru mestu and stæðingar kommúnismans. — Hann sagði að innflytjend- urnir töluðu 84 tungumál og ísraelsmenn yrðu að gefa þeim eitt tungumál, nýtt tungumál. Væri þetta auðvelt varðandi börn og yngri kyn- '.lóðina, en það væri meiri srfiðleikum bundið að kenna sldra fólki. Þriðja vandamál- ið kvað forsætisráðherrann vera eyðimörkina: „Við er- rm að rækta eyðimörkina", •agði hann, „en það er erfitt ökum þess að okkur skortir atn. Við höfum reynt að eysa vatnsskortinn með tvennum hætti, með því að leiða vatn frá norðurhluta landsins og enn fremur með því að vinna ferskt vatn úr • Stríð krakkanna við fullorðna Þetta bréf fékk ég fyrir 'ælgina frá „Nokkrum krökk- jm úr Laugarneshverfinu: Við erum nokkrir krakkar úr Laugarneshverfinu alvar- lega illir. Við.vorum búnir að veiða upp undir 200 til 300 fiska, sem við ætluðum að selja köllonum í Fiskimjöl. Jæja svo fórum við eitt kvöld niðr á plan og veiddum eitt- hvað um 50 fiska. Við fórum með þá til hinna fiskanna og söltuðum þá til þess að kæmi engin fýla. Jæja svo fórum við heim að hátta sæl og á- nægð en hvað heldurðu. Næsta morgunn fóru við og ætluð- um að gá að þeim þá var búið að stela bæði fiskonum sem við vorum búin að liamast við að veiða í hvernig veðri sem var, og líka njólanum okkar. (Við áttum líka njóla kofa en við rifum hann og ætluðum að gera nýjan úr sama njóla). Við yfirheyrðum litlu krakk- ana 8 og 9 ára og þau sögðust hafa séð götuhreinsara fara með njólan en þau minntust ekki á fiskana. Við erum viss um að þeir hafa tekið líka fiskana. Litlu krakkarnir vissu ekkert um þá. En ef þetta er satt hjá þeim litlu hvers vegna láta þá ekki fullorðnir menn krakkana 1 friði með að leika sér? Hvað finnst þér um þetta? Sæll. Nokkrir krakkar úr Laugarneshverfinu. • Litlar fréttir af Evrópumóti Reynir Ingibjartsson skrifar: Ástæða til þess að ég tek mér penna í hönd er gremja áhugamanna um íþróttir vegna lélegrar fréttaþjónustu Ríkis- útvarpsins af Evrópumeistara- mótinu í frjálsum íþróttum, sem háð er þessa dagana í Bel-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.