Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 10
10 MORCVHBLAÐIÐ Fostudagur 2. nóvember lð62 NÝR SÍI.DARSJÓÐARI GÍSLI Halldórsson verkfræðing- tu: er nýkominn frá Englandi, en þar átti hann tal við ýmsa sér- fræðinga í fiskiðnaði og útflytj- endur fiskimjöls, sem sátu á alþjóðaþingi. Morgunblaðið átti að þessu tilefni samtal við verkfræðing- inn, og lék enda hugur á að frétta um hinn nýja síldarsjóð- ara, eða MALLARA, eins og Gísli nefnir hann. En tilraunir fóru fram með hann x SR-46, r<-' •'***'*••*, ■ WUM.VJ * Togarinn „Narfi“ Nýi síldarsjóðarinn reynist vel iM* MMMMMkMAÉMha (Mm ■MMMlMtMa UtMMMMfeMH IVierkileg nýjung — hraðfrystitæki í Narfa til heilfrystingar á öllum aflanum Rætt við Gísla Halldörsson, verkfræðing verksmiðju Síldarverksmiðja rík- isins á Siglufirði, í september- mánuði sl., rétt áður en vertíð lauk. Hafði sjóðarinn verið í verksmiðjunni á Akranesi í allt sumar, en ekki verið unnt að setja hann upp og reyna þar. Ég er nú búinn að vinna í heilt ár að Mallaranum, segir Gísli. Sótti um einkaleyfi hér á íslandi í desember 1961, en síðan í ýms- um öðrum löndum. Hugmynd mín með mallaran- Gísli Halldórsson um er fyrst og fremst sú, að gefa síldinni tíma til að sjóða, eftir að búið er að hita hana upp í venjulegum sjóðara, en þeir eru mjög dýr tæki. óbeinir sjóðarar eru sem óð- ast að ryðja sér til rúms í Ev- rópu og hér á landi vegna þess að þeir eru hagkvæmari í rekstri heldur en sjóðarar þar sem guf- an blandast síldinni og verður að vatni, sem svo þarf aftur að eima upp. Ég teiknaði og reyndi einn slíkan sjóðara í Bandaríkjunum 1954 eða 1955, og er hann enn hinn eini sinnar tegundar í Bandaríkjunum og notaður í HYPRO-verksmiðju Haryeys Smith, í Morgan City. En Har- vey er kallaður Menhaden kóng- ur — eða síldarkóngur Ameríku. Hann var einn af þeim, sem ég hitti í London í þessari ferð — og það meira að segja þrisvar. En hann undirbýr nú byggingu tveggja verksmiðja í Perú á næsta vori. Leizt honum sérlega vel á mallarann, og er ég að vona að hann kaupi þetta tæki, annað hvort héðan að heiman, eða smíðað í Bandaríkjunum, eftir minni fyrirsögn. Harvey mun vera stærsti verksmiðju- eigandi í síldariðnaði í heimin- um. Reynsluna af mallaranum á Siglufirði verð ég að telja, að hafi verið góð, eða a.m.k. gefið mjög góðar vonir. í lok vertíðar telja margir þeir, sem vanir eru síldar- bræðslu, að afköst bæði sjóðara og pressa falli mjög. Þegar síld- in er orðin morkin, verður mjög erfitt að sjóða hana og pressa. Hvað suðuna snertir, tel ég, að bæði verði hitafletirnir óhreinir og afkastaminni en ella, enda þótt í snertingu séu við síldar- grautinn. En auk þess er hætt við að síldin renni of ört gegn um sjóðarann og fylling hans og snerting síldar og hitaflata verði of skömm og of lítil. Af þessum ástæðum voru afköst allra verk- smiðja orðin mjög lítil, þegar komið var fram í september í haust. Við þessi skilyrði voru afköst hverrar sjóðara- og pressusam- stæðu í SR-46 verksmiðjunni 1800 til 2000 mál, þar sem mestu afköst samskonar sjóðara, nýs af nálinni og á góðri síld, munu hafa reynzt 3.500 mál á sólar- hring. Með því að tengja mallarann við einn af slíkum fjórum sjóð- urum, reyndust engir erfiðleikar á því að sjóða með einum sjóð- ara fyrir tvær pressur. Voxu þá afköst sjóðarans m.ö.o. tvöfölduð eða rúmlega það. Sem sé úr 1800 í 3.800 mál. Kom mallarinn þarna í stað sjóðara, sem kostar u. þ. b. sexfallt á við mallarann, eða ca. 600 til 800 þúsund krón- ur. Ofan á síldina í mallaranum settist mikið magn af talsvert hreinu lýsi. Þannig mun það hafa verið yfir eitt tonn af lýsi, sem settist ofan á 4—5 tonn af síld. Lýsi þetta var fleytt ofan af, ,og reyndist það innihalda um 90% hreint lýsi, 8—9% af vatni og 1—2% af eggjahvítuefnum. Botnlokinn á mallaranum reyndist ófullkominn, þannig að erfitt var að halda stöðugu yfir- borði í vissri hæð. Er nú fyrir- hugað að koma snúningsmatara með spjöldum fyrir í stað botn- lokans og nota hraðabreytis-drif til þess að mata úr honum efnið inn á pressuna með réttum hraða. Með því að nota membrana eða þrýstiþynnur, á kassanum yfir viðkomandi pressu, má mata pressuna á sjálfvirkan hátt. Á sama hátt má nota þrýsti- þynnur til að stjórna sjóðaran- um, eða forhitaranum, þannig að ávallt haldist rétt yfirborð í mall aranum, en hann er sívalningur, sem síldin sígur hægt niður um, á meðan hún sýðst eins og í moðsuðukeri. Þeim mun hærra yfirborði sem haldið er, þeim mun lengur sýður'síldin. Búazt má við að þegar ofan- greindar breytingar hafa verið gerðar, þá muni mallarinn skila magrara efni í pressurnar, sem verður til að auka afköst þeirra eða bæta að öðrum kosti pressu- kökuna. Er þá og líka vert að athuga það, að í lok síðustu tilraunar, rétt áður en ég varð að fara frá Siglufirði, sauð ég með 2.500 mála afköstum á pressu, sem áð- ur hafði ávallt gengið á 1800 mála afköstum. Gekk þetta svo til í 45 mínútur, en þá var hita- stig á pressuköku fallið úr 80— 85° niður í um 60—70° og press- an farin að linast. Hafði suðu- kerfið þarna ekki undan að for- hita- síldina, enda kann að vera, að það hafi verið matað of ört með kaldri síld. Engar breyting- ar voru gerðar á gufu, sem hit- aði suðukerfið. Og engin bein gufa var notuð. Suðutíminn í mallaranum var sem næst 10—12 mínútur. LYKTEYÐING Eitt af því, sem mér þótti gam an af að frétta og sem vakið hafði athygli á ráðstefnunni, var erindi sem dr. Thomas Meade hafði flutt þar um lykteyðing- arkerfi, sem Renneburg fyrir- tækið hefði nýverið sett upp. Dr. Thomas Meade ér efna- fræðingur og sérfræðingur í fiskiðnaðarmálum, og sem slíkur starfsmaður og ráðunautur New Jersey Menhaden Products Corp., Inc., þar sem ég setti upp á sínum tíma stærsta beinan eld- þurrkara, sem mér er kunnugt um, og var af Dehydr-O-Mat- gerð, þeirri sem ég fékk einka- leyfi á í ýmsum löndum, og einnig eitt hið stærsta, ef ekki hið stærsta, lykteyðingarkerfi, sem til er við síldarverksmiðju. Var það hið kunna fyrirtæki Edw. Renneburg & Sons Co., Baltimore, sem sá um smíðina. En ég var yfirverkfræðingur þessa fyrirtækis um 4—5 ára skeið. Hér á landi munu nú um sex Dehydr-O-Mat þurrkarar vera x notkun í ýmsum verksmiðjum og þótt gefast vel. Dr. Thomas Meade sagði mér að Renneburg-fyrirtækið hefði nú sett upp viðbótarverksmiðju í Wildwood og lykteyðingarkerfi, af samskonar gerð, eins og ég setti þar áður upp, nema ein- faldara og hagkvæmara, eins og vera ber, af fenginni reynslu. Hafði ég reynt að brennalyktinni í sjálfum þurrkofninum, en slíkt hafðj ekki verið reynt áður. Þorði ég því ekki annað en hafa annan reykbrennsluofn til vara, ef tilraunin skyldi mistakast. Það kom hins vegar í ljós að ekkert var því til fyrirstöðu að brenna lyktinni í sjálfum þurrk- ofninum. Er nú hið nýja kerii Renne- burgs byggt á þessu fyrirkomu- lagi: allri lykt brennt í sjálfum þurrkofninum. Dr. Meade sagði mér, að þetta kerfi væri ágætt og skeikaði aldrei, enda þyrfti það lítillar gæzlu við. Má þá og geta þess að gamla kerfið mun enn í fullri notkun og er nú átta ára gamalt. Er ég dvaldist í Skotlandi i fyrra sem tæknilegur ráðunaut- ur William Denny & Brothers Ltd. í Dumbarton, en þeir eru eldgamalt og frægt skipa- og vélsmíðafyrirtæki, samdi ég rit- gerð um lykteyðingu og kostnað við hana. Birtist nú grein þessi í Tímariti Verkfræðingafélags íslands, nóvemberheftinu. Lykteyðingarkerfið í Wild- wood var sett upp 1954 og bygg- ist á upphitun reyksins. Skilst mér að Danir hafi nú tekið upp svipað kerfi og sett hið fyrsta upp í Nexö. Höfðu þeir þó ekki trú á því að nauðsynlegt yrði að brenna lyktinni, er ég ræddi þessi mál við Atlas A/S. árið 1954 eða 1955. MEIRA UM SILDARSUÐU Það sem mér þótti bezt að heyra, var að dr. Meade hafði mjög mikla trú á mallara mínum og taldi hann geta tryggt, að ekki fyndust lifandi veirur, eins- Framhald á bls. 1* Síldarsjúð arinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.