Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. nóvember 1962 MORCVTSBhAÐÍÐ 15 iui«i»MnM~Mifinr«ni~iiii*>irir‘M—ni*>-irrt-nnmn— -------*■•- ----. i«m., mmmmNi Nehru tekur við stjómvarnarmála af Kristhna Menon eltii Jomes Mitchell N ÍJ, þegar Indland er bú- ið að lýsa yfir hernaðar- ástandi, og B. M. Kaul hershöfðingi er kominn aftur til höfuðstöðva fjórða herfylkisins til að i stjórna baráttunni gegn kínversku innrásarmönn- unum, er landið að ná sér eftir það áfall, sem hin kín verska árás var, og þjóðin er gagntekin samstöðutil- finningu, sem hana hefur skort síðan 1947. • Sjálfboðaliðar. Engin hefur gagnrýnt, að löigin uim vörn Indlands skuli hafa verið notuð (Það vill svo undarlega til, að þau voru notuð 1942 til að beyigja for- ingja Kongressfloklksins, eftir að þeir höfðu neitað að styðja Breta í stríðinu). Það hefur verið stöðugur straumur af sjálfboðaliðum til að verja Indland, sumir þeirra hafa ver ið brjóstumkennanlegir (eins og hermenn á berk'lahæli, sem buðu sig fram til að fara til I vígstöðvanna þegar í stað) * og það er stöðugur straumur af gulli og ákuldabréfum í fjárhirzlur fjármálaráðherrans Moraji Desai. Indversika yfirherstjórnin hefur tekið á sig þá nauðsyn- legu áhættu, að stefna nærri öllum hernum til landamær- anna milli Kína og Indlands, og hinn risastóri setuliðsbær, Umbala, er nærri mannlaus Indverska stjórnin treystir á að Vesturveldin hindri Pakist an í að koma af stað vopna- ji viðskiptum á hinum um-f i deildu Kasmír landamærum. I Gagnrýnin á Mcnon ______ En nú er einnig samein- ing af öðrum toga um Kriishna > Menon, því að varnanmálin I eru nú í höndium Nehrus sjálfs, sem hefur ráðherrnefnd i sér til aðstoðar. Aliiir gagn- rýna nú þennan mann, sem eftir opinberum ræðum hans . að dæma hefur hingað tU á- ; litið hættuna frá Pakistan ; miklu alvarlegri en hættuna af Kína. Hann hefur haft slæm áhrif á næstum ailar ■ vinaþjóðir Indverja og síðan hin mikla árás Kínverja byrj- i aði hefur hann stöðugt leit- azt við að flytja áhrifamiklar öinberar ræður, þegar hann' átti að-vera í skrifstofu sinni. Meðal þeirra manna, sem 1 mest áhrif hafa á aknenn- ingsálitið í Indilandi, er sú skoðun ríkjandi að núverandi1 ástand sé of alvarlegt til að fara að setjast niður og endur' 'skoða fyrri skyssur. En pólitísk framtíð Menons er orðin næstum alveg von- laus, einkum vegna stjórnar hans á hermálum með tilliti 1 til Kína, áður en kínverska árásin byrjaði. • Byggist á mistökum hans. Hér hefur komið í ljós, að Menon hefur í fjögur ár kom ið í veg fyrir að keyptir væru , sjálfvinkir riflar frá Bretilandi og Bandaríkjunum og ind- [ versku hersveitirnar, sem berjast up á líf og dauða á landamærunum, nota ennþá gamaldags Lee Enfield rifla, meðan Kínverjar berjast með nýtízku sjálfvirkum riflum. Indverja skortir fimm þumml unga fallbyssur, sem Kín- verjar nota í miiklum mæli. Það er einnig vegna þess að Menon vildi láta framleiða eins mikið af vopnum ind- verska hersins í Indlandi sjáilfu og mögulegt væri og iðnaðurinn landsins er alls ekki útbúinn til að framleiða slíka híluti í fjöldaframleiðslu. • Afstaða Bússa. Annað alvarlegt áfall fyrir Menon hefur verið afstaða Rússa til innrásar Kínverja. Jafnvel Nehru vonaði í síð- ustu lög að Sovétríkin myndu taka afstöðu gegn árásinni, að minnsta kosti að nafninu til. En eftir nokkurra da.ga þögn í rússnesku blöðunum fóru að berast fréttir frá þeim sem allar sýndu sjónarmið Kínverja. Það er ennfremur lítil hrifning hér af kröfum annarra Asíuríkja og Ara- bariikjanna um samninga og svör Nehrus til Nassers for- seta hafa verið óvenju stutt- orð. 1 Wmmmrn* Indverjar með vopn, sem nú eru talin urelt. • Viðbúnaður. Þar eð talsvert varalið er reiðubúið í Aissam getur verið að indversku hersveitunum takist að halda hryiggnúm, sem er tuttugu mítum suður af Tóvanig og þeim hefur tek- izt að felJa hundruð Kínverja, án þess að missa marga menn sjálfir á Vailong-svæðinu við landamæri Burma. En allar fréttir segja, að Kínverjar haldi áfram að koma sér upp birgðastöðvum og séu enn- fremur að leggja vegi trl þeirra svæða, sem þeir hafa náð frá Tíbet. • Áhrif Kúbumálsins. Menn óttast nú að skyn- semi Sovétríkjanna í Kúbu- málinu muni auka ábyrgðar- leysi Kínverja, einfaldlega vegna löngunar þeirra til að fara öðru vísi að og hefna þess, sem um allan heim hlýt ur að vera alvarlegt áfall fyrir kommúnismann. (Observer — öll réttindi áskilin). i awmsmm Frá Pangong rahni í Ladakh i RYÐEYDIR A SKIP & BILA ER MÁLNINC 5EM EYÐIR RYÐI SPARAR TÍMA OC EYRIRHÖFN. ER AUÐVELD í MEÐFÖRUM SANDBLÁSTUR OG RYÐHREINSUN ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.