Morgunblaðið - 02.11.1962, Síða 24

Morgunblaðið - 02.11.1962, Síða 24
FRÉTTASIMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 F LU G M ALI N Sjá grein á'bls. 2. 245. tbl. — Föstudagur 2. nóvember 1962 Sængurkona flutt með snjóbíl Egilsstöðum, 1. nóv. Reyðarfjarðarsnjóbíllinn var fenginn til þess að fara frá Egils- stöðum að Dratthalastöðum í Hjaltastaðahreppi, sem er um 30 km vegalengd frá Egilsstaða- Allt að „ÉG HEF mikla trú á strálk- unum, og það vseri gaman að lækka rostann í Sviunium", ' sagði Helgi Jóhannsson, þjálf- ari íslenzka körfuboltaliðsins gær, er hann stóð upp frá skákeinvígi við yngsta is- lenzka landsliðsmanininn, Agn ar Friðriksson. Helgi var mjög vongóður' um það, að íslendingar mundu koma á óvart í þess- ari keppni, í viðureigninni við Svía í kvöld og „þeir hafa ;allt að vinna og engu að tapa“. Vegurinn til Bildudals ófær BÍLDUDAL, 31. okt.: — Hér er nú vetrarríki nokkurt, en meira finnum við fyrir því, vegna þess að vegurinn til Patreksfjarðar tepptist í hríðinni á dögunum. Þetta samgönguleyti á landi við kauptúnið sem telur um 400 manns, kemur sér afar illa, og margir höfðu vonað, að lögð yrði áherzla á að halda leiðinni frá Patreksfirði opinni, svo lengi sem þess væri ndkkur kostur. — Fréttaritari. kauptúni, til þess að ná i konu, sem hafði pantað pláss á sjúkra- húsinu hér. Ljósmóðir fór með bílnum í öryggisskyni, enda kon- an eitthvað lasin. Bifreiðin fór- klukkan þrjú í dag og var kominn klukkan hálf átta að Dratthalastöðum og er nú á leið til Egilsstaða, og er ekki annað vitað en allt sé í lagi með þetta ferðalag. Þessi frétt er samkvæmt við- tali við Brynhildi Stefánsdóttur, ljósmóður á sjúkrahúsinu hér, og sagði hún, að sér fyndist varla orð á þessu gerandi, því hún væri ekki óvön því að taka á móti börnum, þegar konurnár væru nýkomnar úr bílnum í sjúkra- húsið. Yfií Eæknar nota heímildina og kveðja sérfræð- inga á vettvang — I brýnum sjúkdómstilfellum — Félagsdómur kom saman í gær og aftur í dag ALLT sat við sama í læknadeil- unni svonefndu í gærdag. Lækn- ar þeir, sem hættu vinnu á mið- nætti í fyrrakvöld komu ekki til vinnu í gær, og vorn yfiriæknar á flestum deildum þeirra spítala, sem við sögu koma, einir á deild- unum ásamt kandidötum. Eru yfirlæknamir því á stanzlausri vakt þar til mál þetta er til lykta leitt. Læknamir eru þegar farnir að nota heimild ríkisstjórnarinn- ar og kalla sérfræðinga á vett- vang ef brýna nauðsyn ber til vegna sjúkdómstilfella. — Féiags dómur kom saman klukkan 5 í gærdag, og krafðist verjandi læknanna þess að málinu yrði vísað frá Félagsdómi. Fjallað verður um frávísunarkröfuna klukkan fjögur í dag. Páll S. Pálsson, málflytjandi ríkisstjórnarinnar, lagði fram- framhaldsgögn í málinu í gær. Eins og fyrr getur krafðist verj- andinn þess að málinu yrði vísað frá dómnum. Var samþykkt að fyrst skyldi tekin fyrir frávís- unarkraftan og kvað verjandinn, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, gagnasöfnun varðandi hana lokið af sinni hálfu, og æskti þess að um hana yrði fjallað sem fyrst. Ákveðið var að fresta dómi til kl. 4 í dag, og mun málflutningur um frávísunarkröfuna þá hefjast. Þá er þess að geta að í fyrra- kvöld var haldinn fjölmennur fundur í læknanemafélaginu og á fundinum rakti Guðmundur Georgsson gang Læknamálsins. Miklir erfiðleikar hafa skapazt á Landsspítalanum, slysavarð- stofunni, bæjarsjúkrahúsinu, rannsóknastofunni við Barónsstíg og sjúkrahúsi Hvítabandsins Meíra fé til skólahygg- inga en nokkru sinni fyrr Um áramót verður aðeins þrísett í 10 kennslustofur, og á nœsta hausti verður þrísetning algjörlega úr sögunni ★ Á þessu ári mun Reykja- vikurborg verja meira fé til skóla bygginga en nokkru sinni fyrr, eða væntanlega um 30 millj. kr. Frá þessu skýrði Geir Ilallgrírr.s son borgarstjóri, á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í gær, er hann svaraði fyrirspurnum frá Kristjáni Renediktssyni borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins um skólahúsnæði í borginni. ★ Ennfremur greindi borgar- stjóri frá því, að þrísett er í færri skólastofur á þessu ári en verið hefur, og mun um næstu áramót aðeins verða þrísett í 10 kennslustofur í borginni, en gert er ráð fyrir, að þrísetning verði algjörlega úr sögunni þegar á næsta hausti. ★ Á þessu hausti voru tekn- ar í notkun 16 almennar kenn- slustofur í barna- og gagnfræða- skólum borgarinnar, og 4 kenn- slustofur til viðbótar verða tekn ar í notkun í Hlíðaskóla um n k. áramót, en auk þess fer nú fram kennsla í 5 stofum, sem «íðar verða teknar til annarra nota. Á Nemendur í barna- og gagn fræðaskólum Reykjavíkur eru á þessu ári 384 fleiri, miðað við 1. okt., en á sl. ári, og hafa því verið teknar í notkun fleiri kenn slustofur á á.rinu en svarar til aukinna þarfa vegna nemenda- fjölgunar. Fyrir fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær lágu eins og fyrr segir nokíkrar fyrirspurnir til borgarstjóra frá Kistjáni Benediktssyni. Voru fyrirspurnir hans þessar: „1. a) Hve margar almennar kennslustofur voru teknar. í not- kun á sl. hausti í barna- ag gagnfræðaskólum Reykjavíkur- borgar? b) Hve mikil aukning hefur orðið á öðru húsnæði sikólanna frá síðasta skólaári? 2. í hve margar almennar kennslustofur í barna og gagn- Framhald á ols. 17. vegna uppsagnar læknanna, sem eru 31 talsins af 65 sjúkrahús- læknum í Reykjavík. Á flestum deildum t. d. Landspítalans eru yfirlæknarnir einir með 2—3 kandidötum, sem aðeins mega vinna undir eftirliti læknis. Hafa þegar verið kvaddir til sérfræð- ingar vegna einstakra sjúkdóms- tilfella, sem þurít hafa skjóta meðferð sérfræðings, en málum er svo háttað að sérhæfing er orðin slík með læknum að úti- lokað er að einn læknir geti sinnt öllum tilfellum. Sérfræð- ingunum verður greitt sam- kvæmt reikningum þeirra. Mbl. átti í gærkvöldi tal við flesta yfirlæknana, sem hér eiga hlut að máli, og fara umsagnir þeirra um ástandið hér á eft’ir. Sigurður Samúelsson, próf- essor, yfirlæknir lyflæknisdeild- ar Landsspítalans sagði að allt hefði gengið þar eins og búizt hefði verið við. Kvaðst hann ekki hafa þurft að kveðja til sérfræð- ing enn sem komið væri, en alls kyns vandamál steðjuðu að. Kristbjörn Tryggvason, yfir- læknir barnadeildar, sagði að þar hefði ekki þurft að kveðja sér- fræðinga á vettvang. Allt gengi eins og við væri að búazt, og deildin tæki á móti þeim sjúkl- ingum, sem nauðsynlega þyrftu læknishjálp. Þrír sjúklingar hefðu bætst við á deildinni í dag, og allt gengi vandræðalaust. Dr. Gísli Fr. Pedersen, yfir- læknir röntgendeildar, sagði að ekki hefði komið til þess að kalla á sérfræðinga þar enn, enda ekki komið til brýnnar þjónustu, Hins vegar sagði Dr. Gísli að ekki væri Þessi mynd var tekin er Fé- lagsdómur í læknadeilunni kom saman síðdegis í gær. — f dómnum eru frá vinstri: Theodór Lindal, Einar B. Guðmundsson, Hákon Guð- mundsson, dómsforseti, Ragn ar Jónsson og Einar Arnalds. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) hægt að anna utanspítalasjúkl- ingum. Pétur Jakobsson, yfirlæknir fæðingadeild: „Ég hefi ekkert frekar um þetta að segja“. Haukur Kristjánsson, yfirlækn- ir slysavarðstofunnar, sagði að hann hefði ekki kvatt sérfræð- inga á vettvang, enda myndu þeir ekki gera svo mikið gagn á slysavarðstofunni, sem hefði sér stöðu í þessum efnum. Aðalatrið ið væri að fá lækni til vakta- skipta. Haukur er aðeins einn eftir lækna á slysavarðstofunni og verður þar á stöðugri vakt þar til mál þetta leysist. Haukur tjáði Mbl. að slysavarðstofan hefði get- Framhald á bls. 17. Litlu munaii ai siys yrii HAFNARFIRÐI — 1 gærdag var fimm ára telpa hætt komin í svokallaðri íshústjörn hjá Reyk- dalsverksmiðju, sem er skammt frá hjúkrunarheimilinu Sól- vangi. Var hún á tjöminni ásamt fleiri börnum, þegar isinn brast skyndilega undan henni og hún féll í vatnið. í sama mund og óhappið vildi tii, bar þar að 8 ára dreng, sem hafði spýtu í hendi, sem hann rétti til hennar. Tókst telpunni að ná taki á spýtunni, oig var hún síðan dregin upp úr. MSá segja, að fyrir snarræði þessa litla drengs, hafi þarna verið komið í veg fyrir slys. Litla telpan heitir Hafdís Gerð ur Guðmundsdóttir, til heimilis að Pögrukinn 17, en drengurinn heitir Kristján Finnbogi ÓlafS- son og á heima í Bröttukinn 27. — G.E. Ný myndasaga - SAGA BERLÍNAR NÝ myndasaga hefst í blað- inu í dag, og nefnist hún Saga Berlínar. Myndasaga þessi segir frá atburðum í Berlín frá lokadögum heims styrjaldarinnar síðari og fram til þessa árs, og. hefur hún vakið mjög mikla at- hygli ^rlendis. Berlínar- málið er eitt mesta alþjóða- vandamálið í dag, og munu því margir vilja rifja upp sögu þess og fylgjast með frá byrjun. Myndasagan birtist á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.