Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. nóv. 1962 MORCrvnr ■íPfÐ 3 GEYSIL.EG fagnaðarlæti dundu við, er tjöldin voru dregin fyrir í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöldið, að lok- inni frumsýningu barnaleik- ritsins, „Dýrin í Hálsaskógi". Leikendur voru kallaðir fram margsinnis, og var greinilegt að þeir voru ekki síður ánægð ir en leikhúsgestir. Mikill hluti leikenda er börn og léku þau hlutverk sín af slíkri inn- lifun, að það tók þau langan tíma að átta sig á því að þau voru ekki lengur íkornar, kanínur, krákur eða uglur. Eftir sýningu, og áður en leikarar hurfu brott af svið- inu, ávarpaði Guðlaugur Rósinkrans, Þjóðleikhússtjóri STAKSTEIWlí Heiga, Lovísa, Gréta, Guðrún og María (Ljósm. Sv. Þorm.) Bldmvendir og sætindi send frd höfundi til leikenda í Dýrunum í Hdlsaskógi þá og þakkaði þeim fyrir vel unnin störf Og góðen ár- angur. Ennfremur flutti hann kærar kveðjur frá höfundin- um, Thorbjörn Egner, en þetta er fyrsta sýningin á leikriti þessu á leiksviði. Áður hefur það aðeins verið flutt í brúðu leikhúsi. Höfundurinn lét ekki sitja við kveðjurnar einar, heldur sendi hann öllum full- orðnu leikurunum blómvendi Guðlaugur, þjóðleikhússtjóri, á í vök að verjast með konfektkassann. Dansk-íslenzka félagáð heldur kvöldskemmtun og börnunum konfekt. Þjóð- leikhússtjóri opnaði konfekt- kassann, sem var heljarstór, og bauð börnunum. Ekki þurfti að leggja hart að þeim SUNNUDAGINN næstkomandi, 18. nóvomiber, ki. 9 e.h. heldur dansk-íslenzka félagið kvöld- skemmtun í Glaumbæ. Byrjar á Akureyrí og i EyjatBrði AFGREIÐSLA Morgunblaðs- ins á Akureyri er eðlilega aðalmiðstöð fyrir dreifingu blaðsins í Eyjafirði, vegna liinna greiðu samgangna milli Akureyrar og bæjanna við Eyjafjörð. Sími Morgunblaðs- afgreiðslunnar á Akureyri er 1905 og er Stefán ' Eiríksson umboðsmaður blaðsins. Aðrir umboðsmenn Morg- unblaðsins, sem annast dreif- ingu þess í bæjum og kaup- túnum við Eyjafjörð, eru: Haraldur Pétursson í ólafs- firði, Tryggvi Jónsson á Dal- vík, Sigmann Tryggvason í Hrísey og á Hjalteyri Ottó Þór Sigmundsson. félagið vetrardagskrá sína með þessari skemmtun, en í maí í vor hélt félagið síðast samkomu, þar sem efnahagsmálaráðherra Dana, dr. Kjeld Philip, talaði. Dansk-áslenzikia félagið var sfcofnað 1918, en íslandsdeild fél- agsins tók til starfa 1920, og var 'umiboðsmaður félagsins hér á landi dr. Jón Helgason, biskup, lfosinn formaður fslandsdeildar- innar, og var hann formaður til dauðadags. Kristinn Ánmanns- son, nú rektor Menntaskólans í Reykjavík, var kosinn formaður í stað Jóns Helgasonar hausti 1942. en síðasti formaður fél- agsins var dr. med. Friðrik Ein- arsson, yfirlæknir. Núverandi formaður er dr. Þórir Kr. Þórð- arson, prófessor. Dansk-tíslenzka féiagið hefir beitt sér fyrir margvíslegum málum til stuðnings sambandi fslands og Danmerkur á sviði mennir.garmála, og með skemmt- un þeirri sem haldin verður n.k. sunnudag, vill félagið efna til kynningarkvölds með félögum sínum og félögum dönsku fél- aganna hér í bæ og Föröyinga- félagsins, en þeim er öllum boð- in þátttaka. Aðgöngumiðarnir að skemmt- uninni eru seldir í Bókabúð Lárusar Blöndals, í Vesturveri ag við Skólavörðustíg. að fá sér mola, því að ein- mitt í þann mund voru þau að ná sér eftir sviðs- spennuna og losna úr hlutverk um sínúm. Voru margar hend ur í kassanum í einu, en þeir, sem blómin höfðu fengið, horfðu öfundaraugum á. Við reyndum lengi árangurs laust að ná fcali af litlu leik- urunum, en loks rekust við á telpu með óskaplega stórt og bogið nef og svartan hö.að- búnað. Veizt þú lengra nefi þínu? Ha! Hvað lékstu? — Kráku. — Ertu ennþá kráka? — Nei. — Hvað heitir þú? — Lovísa Fjeldsted. — Hvað ertu gömul? — 11 ára. — í hvaða skóla ertu? — Miðbæjarskólanum. — Ætlar þú nokkuð að skrópa, þótt þú sért að leika? — Nei. Við hittum líka Helgu Sveinsdóttur, sem er 10 ára og lék uglu, Og Grétu, Maríu og Guðrúnu, sem allar léku íkorna. Nú er tekinn að bresfca mikill flótti í liðið, enda er verið að kalla börnin upp í búningsherbergin þar sem farðinn verður þveginn af þeim, tekin af þeim fölsk eyru og nef og loks klædd sínum venjulegu fötum og send heim í háttinn eftir viðburða- ríkan dag. Starfsstúlkur leikhússms Thorbjöm Egner. færa leikurum blómin frá L. í. V. er þegar komið í Alþýðusambandið „Landssamband íslenzkra versl unarmanna er þegar orðið aðili að Alþýðusambandi íslands“, sagði Áki Jakobsson, hrl., í við- tali við Alþýðublaðið í gær, en Áki flutti mál L.Í.V. fyrir Félags- dómi. Síðan segir í Alþbl.: Áki kvaðst hafa lagt höfuðá- herzlu á það fyrir Félagsdómi, að synjun síðasta þings ASl á upp- töku LÍV í ASÍ hefði verið ólög- mæt. Þetta sjónarmið hefði dóm- ur Félagsdóms staðfest og því væri LÍV í rauninni orðið aðiU að ASÍ og hefði orðið það daginn, sem dómurinn var upp kveðinn. Það kemur því ekki til mála að bera upp inntökubeiðni á næsta þingi ASÍ og láta atkvæða- greiðslu skera úr um upptöku LÍV í ASÍ, sagði Áki. Slíkt væri í rauninni hið sama og að greiða atkvæði um það, hvort dómur Félagsdóms ætti að gilda eða ekki. Félagsdómur hefur þegar fellt þann dóm, að LÍV skuli vera í ASÍ og því verður ekki breytt. Alþýðublaðið spurði Áka, hvort næsta þing ASÍ yrði ekki að fjalla um kjörbréf LÍV. Hann sagði, að vissulega mundi þing ASÍ verða að fjalla um kjörbréf LÍV á sama hátt og það mundi fjalla um kjörbréf annarra félaga og sambanda, sem í ASÍ væru. En um aðild LÍV að ASÍ gæti þingið ekki greitt atkvæði, þar eð Fé- lagsdómur hefði þegar ákveðið hana. Dómurinn hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að óheimilt væri fyrir Alþýðusamband fs- lands, að neita launþegasambandi um upptöku í ASÍ, ef það upp- fyllti öll skilyrði til aðildar. Og engin atkvæðagreiðsla á þingi ASÍ gæti breytt þeim dómi. Víðskiptin við Sovét hættuleg Kúbubúar eru nú gersamlega háðir Sovétríkjunum um utan- ríkisverzlun sína. Þannig hefur t. d. komið í ljós, að þeir neyðast «1 þess að kaupa olíu af Rúss- um á 67 kr. fatið, en meðan þeir gátu keypt hana á frjálsum markaði, keyptu þeir hvert fat á kr. 45.15 frá Venezúela. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, sem sýnir, hve hættu- legt er hverri þjóð að tengjast austurblökkinni viðskiptalegum tengslum. Stefna Sovétríkjanna er og hefur ávallt verið sú, að stjórnmál og viðskipti séu óað- skiljanleg. Þetta er líka eitt undirstöðuatriði kommúnískra kenninga, og það er því ekki annað en hræsni, þegar menn á borð við Mikoyan og Krúsjeff lýsa því yfir, að eðlileg við- skipti eigi að geta átt sér stað milli hinna tveggja hagkerfa. Þau geta ekki orðið með eðli- legum hætti af þeirri einföldu ástæðu, að pólitískir hagsmunir annars aðiljans eru alltaf látnir sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Saga síðari ára sýnir líka ljós- lega, hve óskammfeilnir valda- menn í Sovétríkjunum hafa verið við að notfæra sér það tak, sem þeir hafa náð á sumum þjóðum vegna viðskiptatengsla, svo sem hin alræmdu baðmullarkaup i Egyptalandi. Hér á íslandi hugð- ust þeir einnig ná kverkataki á þjóðinni í tið vinstri stjórnarinn- ar. Þá átti að spilla landhelgis- málinu eins og hægt væri í þeim tilgangi, og klígjaði hvorki „fs- lendingana", sem að „Þjóðvilj- anum“ standa við að ganga er- inda heimsvaldasinnanna í austri hér á íslandi, né Lúðvík Jósefs- son í Genf. Framkoma hans þar mun geymast í sögu þjóðarinnar um aldur og ævi. Sem betur fer, erum við ekki í sporum A-Þjóð- verja, sem kaupa rússneska olíu á 112 kr. hvert fat, eða Ungverja, sem verða að greiða 131 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.