Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. nóv. 19S2
MORCrriSTtr 4 fílB
17
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGKÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA
ÍUTSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
Aðalfundur „Týs"
FUS í Kópavogi
AÐALFUNDUR TÝS, F.U.S. í
Kópavogi var haldinn í Sjálf-
stæðishúsinu við Borgarholts-
braut miðvikudaginn 24. olct. sl.
Fyrrverandi formaður félags-
ins, Sigurður Helgason, lögfræð-
ingur, setti fundinn og stjórnaði
honum. Hann flutti skýrslu sína
Herbert Guðmundsson
um starf félagsins á liðnu starfs-
ári. Stjórn þess skipuðu:
Form. Sigurður Helgason, lög-
fræðingur, varaform. Herbert
Guðmundsson, skrifstofustjóri,
ritari Birgir Ás Guðmundsson,
kennari, gjaldkeri Jóhanna Ax-
elsdóttir, bankaritari, meðstj.
Lárus Lárusson, nemi.
Starf félagsins var miklum
annmörkum háð á meirihluta
tímabilsins. Var það húsnæðis-
skortur, sem stóð stofnuninni fyr
ir þrifum svo til allan fyrra
vetur, eða þar til Sjálfstæðisfé-
lögin í Kópavogi tóku í notkun
nýfrágengið húsnæði, eigin eign,
skömmu fyrir kosningar í vor.
Þó voru gerðar ýmsar tilraunir
með málfundastarfsemi, sem
tókust vel. Þá átti félagið og þátt
í ýmsu starfi, sem sameiginlegt
er öllum félögum Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi. En þegar hið
nýja hús var tekið í notkun hóf
félagið þegar að brydda upp á
nýjungum í starfsemi sinni. —
Voru haldnar nokkrar skemmt-
anir, sem lofuðu góðu um fram-
tíðarmöguleikana. Þá réðist fé-
lagið í að kaupa magnarakerfi 1
húsið. Auk þess tók það virkan
þátt í kosningunum í vor.
Félagið var heppið með for-
ustumann, en Sigurður Helga-
son hefur verið formaður und-
anfarin þrjú starfstímabil. í bæj-
arstjórnarkosningunum sl. vor
náði hann kosningu í bæjar-
stjórn Kópavogs og vænta ungir
Sjálfstæðismenn í Kópavogi mik
ils af störfum hans þar, sem og
allir framsýnir Kópavogsbúar
gera.
Hin nýja stjórn félagsins er
þannig skipuð:
Form. Herbert Guðmundsson,
varaform. Jóhanna Axelsdóttir,
ritai’i Lárus Lárusson, gjaldkeri
Þórhannes Axelsson, meðstjórn-
andi Guðrún Sigurðardóttir.
Þessarar nýkosnu stjórnar bíð-
ur nú mikið verkefni. Þessi vet-
ur verður sá fyrsti í sögu félags-
ins, sem það starfar í húsnæði
við þess hæfi. Einnig er þess að
gæta, að meðlimir þess eru flest-
ir mjög ungir og vafalaust þeir
yngstu, sem sambærileg félög
geta státað af. Skapar það ýms
vandamál, sem ekki verða ein-
göngu leyst með hliðsjón af
reynslu annarra.
Hin nýkjörna stjórn er mjög
áhugasöm um að merkj a þá
braut, sem eftir skal farið. Hún
hefur þegar aflað sér ýmissa
gagna til að færa út starfsemi
félagsins. Mun félagið væntan-
lega halda skemmtanir um aðra
hvora helgi í vetur og auk þess
mun það væntanlega fá umráð
yfir nokkrum kvöldum í mán-
uði í Sjálfstæðishúsinu til funda-
halda og námskeiða, sem áform-
að er að halda. Ungum Sjálf-
stæðismönnum í Kópavogi verð-
ur kynnt hin áformaða starf-
semi, þegar gerður hefur verið
rammi um það starf, sem hægt
er annars að ákveða með nokkr-
um fyrirvara.
Forsiða hins nyja fræðslurits
SUS gefur út rit um fundarsköp
Sigfús Johnsen setur námskeiðið í Yestmannaeyjum
U M sl. helgi var haldið stjórn
málanámskeið í Vestmanna
eyjum á vegum Eyverja, fé-
lags ungra Sjálfstæðismanna,
og Sambands ungra Sjálfstæð
4:manna. Á náimskeiðinu
fluttu erindi þeir Birgir ísl.
Gunn:.. sson, hdl. og Hörður
Einarsson, stud.jur. Námskeið
þetta tókst mjög vel og voru
skráðir þátttakendur um 60
að tölu. Formaður Eyverja,
F.U.S., Sigfús Johnsen setti
námskeiðið og tilnefndi sem
fundarstjóra Jóhann Friðfinns
son, settan bæjarstjóra, og
stjórnaíi hann fundum nám-
skeiðsins.
í kjölfar ná.mskeiðsins verða
haldnir nokkrir málfundir og
var sá fyrsti haldinn sl. þriðju
dagskvöld.
SAMBAND ungra Sjálfstæðis-
manna hefur gefið út lítið rit, er
nefnist FUNDARSKÖP. Eins og
nafnið bei með sér er í ritinu
gerð grein fyrir helztu reglum
um almenn fundarsköp. Höfund
ur þess er Bragi Hannesson, hér
aðsdómslögmaður.
Ekki hefur áður verið til að-
gengileg bók á íslenzku, þar sem
þessar reglur eru settar fram í
stuttu máli til leiðbeiningar fyr-
ir þann stóra hóp, er að félags
málum vinnur.
Formála að ritinu skrifar Þór
Vilhjálmsson, formaður Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna
og birtist hér kafli úr fonmáls-
orðum hans.
„Stjórn Sambands ungra Sjálf
stæðismanna á'kvað á sínum
tíma að fá tekinn saman ritling
um fundarsköp, m.a. til að bæta
úr þörf fyrir slíkt rit á stjórn-
málanámskeiðum sambandsins.
Bragi Hannesson héraðsdómslög
maður, sem lengi átti sæti í sam-
bandsstjórninni, tók að sér að
semja ritið. Við það verk olli það
ekki sízt vafa, hve ítarlega ætti
um málið að fjalla. Ætlunin var
að gefa stutt yfirlit um aðal-
reglurnar um almenn fundarsköp
en x-ekja þær þó nægilega ítar-
lega til að öllxnm helztu atriðum
væru gerð nok' sr skix og bókin
gæti orðið til hjálpar í þeim
vandamálum, sem reynslan hef
ur sýnt, að helzt komi upp á
þessu sviði. Það er mat okkar í
stjórn Sambands ungra Sjálfstæð
ismanna, að höfundinum hafi tek
izt að feta hinn rétta meðalveg
í þessu efni, og því höfum við
ráðizt í að fá ritið prentað, svo
að það geti orðið sei.i flestum að
gagni.
Ástæða er til að minna á, að
þær reglux-, sem hér eru settar
frarn, eru almenn-. reglur um
fundarsköp. Um þær eru ekki
til nein lög, eins og er t.d. um
þingsköp Aiþingis, heldur hafa
þæx mótazt af venjum og eð.i
máls. Um mörg atriði þeirra er
vafi, og þær lausnir, sem til
greina koma, eru stundum marg
ar — og fleiri en ein þeirra i'étt.
Af þessari ástæðu m.a. er ekki
unnt að skera úr öllum vafamál
um með bvi að fletta upp í þess
ari bók —og væri ekki hægt,
þótt hún væri miklu stærri. Hitt
er jafnvíst, að um flest aðalat-
riði enx reglurnar Ijós; “, og verð
ur ekki út frá þeim brugðið,
nema brjóta um leið gegn regl
unni um jafnrétti fundarmanna,
■sem er grundvaliarlögmálið í
almennum fundarsköpum.
Stjórn Samibands ungra Sjálf
stæðismanna vonar, að þetta
litla rit gfe.i kcmið mörgum að
liði. Hún þakkar höfundi þess
vel unnið starf, og einnig þakkar
hún öllum öðrum, sem greitt
hafa fyrir útgáfunni“.
Eftirfarandi kaflafyrirsaignir
gefa hugniynd um efni ritsins:
Undirbúningur fundar og fund
arboðun, stofnfúndur, kosningar,
meirihlutar, stjórnar-, félags-,
Framh. á bls. 23.