Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ L,augardagur 17. nóv. 1962 Sverrir Hervnannsson: Forseti ASI rægði LIV erlendis ÞANN 1. janúar 1960 gerðist Landssamband ísl. verzlunar- manna félagi í Norræna verzl- unarmannasambandinu (Nordisk Samarbejdskomite), sem er sam- band allra verzlunarmannasam- bandanna á Norðurlöndum. Inn- ganga LÍV í NS var LÍV dýr- mæt viðurkenning og mjög mik- ill styrkur, en samböndin á hin- um Norðurlöndunum eru og hafa verið um langan aldur, fé- lagar í viðkomandi alþýðusam- böndum. Tilgangur NV er að efla sam- vinnu milli verzlunarmannasam- takanna í hvívetna, reyna af fremsta megni skipulagslega, með stéttarlegri baráttu og enn- fremur fjárhagslegri aðstoð, að styðja og styrkja samböndin í baráttunni fyrir bættum kjörum skrifstofu- og verzlunarfólks. !>egar LÍV gekk í NS þá gerð- ist það um leið aðili að hinum geysistóra verkfallssjóði samtak- anna, sem skiptir nú mörgum milljónum króna, og má m.a. af því marka hver hagur LÍV var að inngöngu í sambandið. Stjórnarmenn í Norræna verzlunarmannasambandinu hafa frá upphafi fylgzt með málum og málatilbúnaði í sambandi við inngöngu LÍV í Alþýðusamband fslands og veitt LÍV fullan sið- ferðilegan stuðning í því máli. Synjun ASÍ-þings 1960 á inn- tökubeiðni LÍV var rædd á þingi NS í Viby í Svíþjóð sumarið 1961. Þar skýrði formaður norska verzlunarmannasambands ins, Alfred Nielsen, frá því að hann hefði fyrir skemmstu hitt núverandi forseta ASf, Hanni- bal Valdimarsson, að máli í ósló, og spurt hann að því af hvaða ástæðum ASÍ-þingið 1960 hefði neitað LÍV um inngöngu. Og forsetinn hefði svarað: „Det var fordi at de organiserer ar- bejdsgivere". (Það var af því að þeir hafa vinnuveitendur í sam- tökum sínum). Enga aðra skýr- ingu gaf Hannibal þá, og nefndi alls ekki á nafn þá málamynda- forsendu sem kom fram í sam- þykkt ASÍ-þingsins 1960. verzlunarmanna". (LIV) Við þessari beiðni viljum við nú verða. Okkur barst inntökubeiðni frá LIV með bréfi dags. 14. júlí 1960. Af Ijósmynd af bréfi frá Nord- iska Samarbetskommittén för Handels og Kontoranstéllda dags. 26. febrúar 1960, sem fylgdi inn- tökubeiðninni sáum við hins veg ar, að LIV hafði verið boðið vel- komið til hinnar norrænu sam- vinnu — án þess að það hefði þá sótt um inngöngu í Alþýðusam- band íslands. Það verður að viðurkennast: Við, í Alþýðusambandinu urð- um allundrandi yfir þessu fljót- ræði. Að vísu sáu>m við á sömu ljós- mynd, að fulltrúar LIV höfðu fullyrt við ykkur, að þeir eins og þar stendur — “gera sér von- ir um að inntökubeiðni (í ASÍ) verði samþykkt“. Á hinn bóginn er það stað- reynd, að hefðu hlutlausir aðil- ar verið spurðir fyrirfram, þá myndu þeir hafa svarað, að það væri ósennilegt að inntökubeiðni LÍV yrði samþykkt. En sú ályktun, sem þér drag- ið af þessum „vonum“ er þann- ig í fyrrgreindu bréfi yðar: „Arbetsutskottet (formanna- nefndin) gerir ráð fyrir að vonir yðar rætist og álítur þess vegna að hún geti horft framhjá því að samband yðar er ekki enn orðið félagi í Alþýðusambandinu“. Aðildin að „Handels" á þess- um grundvelli var síðan notuð sem rök fyrir inngöngu í ASÍ, svo sem að af sjálfu leiddi. Inntökubeiðnin var síðan tek- in til meðferðar á þingi okkar 16. nóv. 1960. Þingið gerði eftirfarandi á- lyktun með 198 atkv. gegn 129. Fimm greiddu ekki atkvæði og 5 voru fjarverandi. „27. þing A£í staðfestir sam- þykkt miðstjórnar um að neita fyrst um sinn „Landssambandi ísl. verzlunarmanna“ um inn- göngu í ASÍ — meðan skipulags mál okkar eru í deiglunni. Um leið lýsir þingið því yfir að ASÍ er reiðubúið að veita LÍV alla þá aðstoð, sem í þess valdi stendur til að styðja verzl- unarfólk í baráttu þess fyrir bættum kjörum og hærri laun- um — og veitir miðstjórn um- boð til að gera um slíkt fastan samning við LÍV ef þess verð- ur óskað“. Eins og sjá má af þessu þá var það álit meirihlutans á þinginu, að það væri óheppilegt að veita heilu verkalýðssambandi inn- göngu í ASf, meðan ASÍ ynni að víðtækum breytingum á öllu skipulagi Alþýðusambandsins. — En, sem kunnugt er, er skipulag ið þannig og hefir verið frá upp- hafi, að hin einstöku verkalýðs- félög eru beinir félagar í Alþýðu sambandi íslands. Þetta má kalla að verið hafi höfuðatriðið í sambandi við inn- tökubeiðni LÍV 1960. Minnihlutinn á þingi ASÍ var heldur ekki reiðubúinn til þess fyrirvaralaust að samþykkja inn tökubeiðni LÍV. Það vildi minnihlutinn aðeins gera með því skilyrði, að lögum LIV og hinna einstöku félaga þess yrði breytt þannig að þau yrðu í samræmi við lög ASÍ. • Ennfremur með því skilyrði að meðlimaskrám félaganna yrði breytt þannig að þar yrðu engir aðrir taldir félagar en þeir sem eru launþegar en ekki vinnu veitendur. Það kom sem sé einn ig í ljós, að ýmislegt skorti á í sambandi við inntökubeiðnina. Meðal annars mátti sýna fram á að innan LÍV voru ennþá marg- ir kaupmenn, heildsalar og stór atvinnurekendur, m. a. formenn í vinnuveitendafélögum og aðrir sem árum saman hafa mætt sem gagnaðilar okkar við samnings- borðið. Það sem nú hefir verið sagt gefur væntanlega Den nordiske samarbejdskomité hugmynd um, hvernig málið lá fyrir þingi A1 þýðusambandsins haustið 1960. Það, sem síðan hefir skeð er eftirfarandi: LfV hefir ekki lát- ið í ljós ósk um að gerður verði samningur við ASf um sam- vinnu í launabaráttunni. En LÍV hefir hins vegar hafið málsókn á hendur ASÍ, þar sem fyrr- greinda sambandið krefst þess að verða dæmt inn sem félagi í Alþýðusambandið. — Þessi ein- stæða málsókn hefir ekki verið tekin til dóms ennþá. Að lokum skal þessu bætt við. f verkföllunum sneri ASÍ sér til LÍV og til sambands ríkisstarfs- manna og óskaði eftir fjárhags- legum stuðningi við verkfalls- menn. Hið síðarnefnda svaraði jákvætt og setti á fót söfnun, sem náði til alls landsins og gaf góða raun. — En svar LfV var hreint Nei. Þrátt fyrir þetta er langt því frá, að við á nokkurn hátt séum andstæðir því að LÍV verði á- fram félagi í Samarbejdskomité- en, ef það á annað borð er mögu- legt vegna ykkar eigin laga og reglna. Ef þér skylduð óska frekari upplýsinga um málið, þá erum við fúsir að gefa þær. Með félagskveðju, Alþýðusamband fslands Hannibal Valdimarsson (sign) Um þennan málflutning for- seta Alþýðusambands íslands ætla ég ekki að fjölyrða. Allir skynibornir menn gera sér grein fyrir að þarna er forseti ASÍ að beita sér gegn hagsmunum einn- ar fjölmennustu launþegastéttar landsins, og það á erlendum vettvangi. Sverrir Hermannsson. 1 Akureyri 5. nóv. 1962. FYRIR nokkrum dögum tók hér til starfa ný prentsmiðja og nefnist hún VALPRENT H.F. og er til húsa í Gránu- félagsgötu 4. Þetta er þriðja prentsmiðjan hér í bæ. Stjórn fyrirtækisins skipa Eyþór H. Tómasson, Valgarður Sigurðs son og Kári Br. Jónsson, en tveir þeir síðarnefndu eru prentarar að iðn og hafa báð- ir lært í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Um tíma hafa þeir þó starfað í Reykjavík, og einnig hafa þeir stundað frekara nám erlendis, VALPRENT hefur tvær nýj« ar og mjög fullkomnár Vestuí þýzkar prentvélar og mun jirentsmiðjan a.m.k. fyrst í stað einkum annast hvers konar umbúða og smáprent- un, einkum í litum. Ekki er nein setjaravél í prentsmiðj- unni, en mjög fjölbreytt hand setningarletur. Myndin sýnir þá Kára t.v og Valgarð við aðra nýju prentvélina. — St.E.Sig. Á þessu þingi NV var ákveðið að verzlunarmannasamtökin í hverji landi fyrir sig sneru sér til viðkomandi alþýðusambanda og óskuðu eftir því, að þau bæðu ASf um skriflegar skýringar á neitun á inntökubeiðni LÍV. Ná- kvæmar upplýsingar um árang- ur þess máls liggja ekki fyrir til birtingar, en hinsvegar birtist hér með bréf frá forseta ASÍ til sænska verzlunarmannasam- bandsins. Það er þýtt frá orði til orðs með öllum greinarmerkjum og undirstrikunum forsetans. — (Ljósmynd af frumbréfinu ligg- ur fyrir). Rvík, 25. okt. 1961 Handelsanstalldas Förbund Pilgárden Maimö C. f bréfi dags. 30. ágúst höfum við fengið ósk frá yður um, að við af hálfu Alþýðusambandsins gerum grein fyrir afstöðu síðasta sambandsþings okkar til inntöku beiðni „Landssambands íslenzkra • STÁLBÁTARNIR „Sjómannskona“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég hef lesið í blöðunum nýlega (a.m.k. í Morgunblaðinu, og ég held í fleirum), að Danir ætli að fara að rannsaka stálbáta sína og jafnvel taka þá úr umferð. Or- sökin er sú, að þeir hafa reynzt illa, þeim hefur hvolft, og þeir hafa ekki getað rétt sig við aftur. Stundum hafa þeir horf- ið, án þess að nokkur vissi, hvað fyrir þá kom. Nú man ég til þess, að þrír íslenzkir stálbátar hafa farizt á sama blettinum undan Reykja- nesi. Nú langar mig til þess að biðja þig að koma þessum spurningum á framfæri: Voru þessir íslenzku stálbátar smíð- aðir eftir sömu teikningu og þeir dönsku? Eigum við fleiri báta á sjónum eftir þessum teikningum? Á ekki einhver rannsókn að fara fram vegna þessara slysa, eða hefur hún e. t. v. farið fram, og hverjar voru þá niðurstöðurnar? Sj ómannskona". • UNGLINGAKVÖLDIN í LÍDÓ „Móðir í Reykjavik" skrifar: „Mig langar til þess að koma á framfæri þakklæti mínu fyrir framtakið í Lídó varðandi ungl ingakvöldin. Við erum áreiðan- lega margar mæðurnar, sem fögnum því, að börnin okkar geta skemmt sér þar á hollan hátt, og án þess að nokkurt áfengi komi þar nærri. Því mið- ur hefur þetta framtak orðið fyrir ómaklegri árás vissra aðilja, og þá einmitt þeirra, sem sízt skyldi. En það er annað í sambandi við þetta. Er nauðsynlegt að láta skemmtanimar standa til kl. 1 á föstudagskvölaum og 2 á laugardagskvöldum? Er ekki nóg að hafa þær til kl. hálftólf þá eins og önnur kvöld? Ég á tvær dætur, 16 og 17 ára, og ég get ekki að því gert, að ég get ekki sofnað, fyrr en ég veit, að þær eru komnar heim, og þannig hugsa ég, að fleiri mæð- ur séu. Er ekki einfaldlega hægt að venja unglingana á að mæta fyrr á kvöldin? Er ekki jafn gaman að dansa milli kl. 8 og hálftólf, eins og kl. 9 eða 10 til eitt eða tvö? Ég held, að ef unglingarnir vendust á það að „taka kvöldið snemma", fengju margar mæðurnar (að ógleymdum sjálfum unglingun- um- náttúrlega) meiri og betri nætursvefn". • SÁLARVÍSUR „Sálarháski" skrifar Velvak- anda: „Er ég las í Morgunblaðinu vísu Jakobs Jónssonar í tilefni af þættinum Spurt og spjallað þann 4. þ. m., datt mér sá prakkaraskapur í hug að senda þér vísu, er ég hnoðaði saman af sama tilefni, en hún er svona: Veita fræðslu virtir menn við það skýrast málin. Sálarfræðin eflist enn ekki finnst þó sálin. Sálarháski. ★ „Hlustandi" sendir þessar vísur, sem til urðu, er hlustað var á þáttinn Spurt og spjallað í útvarpssal sunnud. 4. nóv. Þreyttu anda umræður Ólafur, Sveinn Víkingur. Héldu fast við framliðna og fyrirbæri lækninga. Dungal með sitt djarfa raus Drottins verkum fækkaði en sálfræðingur sálarlaus sjúkdómstölu hækkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.