Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 20
20
MOXCT'Vnr 4ÐIÐ
Laugardagur 17. nóv. 1962
En meðan þetta gerðist var
Miltón Greene orðinn órólegur í
New York og fór að detta í hug,
hvort hann væri ekki að missa
allt út úr höndunum á sér. Lög-
fræðingar hans, Delaney og
Stein, sögðu honum, að ef hann
næði ekki í Marilyn og það
fljótt, mundi hún áreiðanlega
láta undan ýtni kvikmyndafé-
lagsins og smjaðri umboðs-
mannanna sinna. Til þess að
Monroe-félagið skyldi ekki alveg
rjúka upp um strompinn, skund-
aði Greene til Los Angeles, 16.
nóvember. Hann kom sér þar
fyrir í gistihúsi og hringdi sam-
stundis til Marilynar. Hún bað
hann koma heim til sín. Hún var
í innifötum og var hræðilega föl.
Vinnukonan hennar bar fram
kaffi og kökur. Greene opnaði
tösku sina og breiddi heilmikið
skjalasafn á borðið.
Auk þess sem Greene er frá-
bær ljósmyndari, hefur hann
niikið ímyndunarafl, hugrekki og
gott verzlunarvit. Hann hafði
trúað öllu, sem Marilyn sagði
honum um listaþrá sína, og trúði
einnig á hæfileika hennar. Nú
tók hann að útlista, nákvæmlega
og í smáatriðum hagnaðinn, sem
orðið gæti af þessari félags-
stofnun. Þar var um hvorki meira
né minna en milljónir að ræða.
Og svo aðstaða hennar til þess
að geta sjálf ráðið myndum og
leikstjórum og meðleikendum.
Henni var þegar tekinn að snú-
ast hugur meðan hann lét dæluna
ganga. Allir möguleikarnir urðu
aftur eins og lifandi fyrir sjón-
um hennar. Hún sá sjálfa sig í
anda sem „Monroe forseta ann-
an“ — var hún ekki, er allt kom
til alls, afkomandi hins?! Hún sá
sjáilfa sig gefa hvæsandi skipan
ir til leikstjóra og leikenda og
annarra undirgefinna starfs-
manna. Skrifa ávisanir. Láta Zan
uok koma til sín, skríðandi í duft
inu. Láta alla, er nokikuð kvað að
í kviikmyndaiðnaðinum, bugta sig
og beygja fyrir sér! Reka fyrir-
litninguna öfuga ofan í alla, sem
á undanförnum árum höfðu lítils-
virt hana! Hún skyldi sýna þeim,
að hún væri önnur Garbo. Hún
skyldi fara til New York og
hamast við að læra. Hjá Lee
Strasberg. Hún skyldi berjast
gegn þessum ómerkilegu losta-
myndum, sem þeir væru að selja
fyrir skítuga dali. Hún skyldi
dýrka sanna list. í heimspeki
Marilynar voru ekki til nema ein-
tóm hástig. Raunveruleikinn er
of leiðinlegur. Jafnvel fegurstu
liljur geta haft gott af ofurlítilli
gyllingu. Og mundi loks ekki
frelsið og sjálfstæðið gera endi j
á baráttuna milli siðseminnar'
og synduga lostans? Hún yrði
lítilmagninn, sem berðist gegn
tilfinningalausu félagi, sem
reyndi að kyrkja hana í listræn-
um skilningi.
En hvernig átti hún að halda
sér uppi? ,,En Milton“, sagði hún.
„Ef nú 20th hefur á réttu að
standa, og við getum ekki rofið
samninginn?"
„Við erum engan samning að
rjúfa, Marilyn. Þeir rufu hann
sjálfir, þegar þeir skrifuðu þér
þetta bréf. Manstu ekki, hvað
Delany sagði? Jafnvel þó að þeir
hefðu aldrei skrifað bréfið, þá
geta þeir ekki haldið þér bund-
inni á þrælasamningi".
„En ef til vill hefur hann á
röngu að standa. Þá fæ ég ekki
að vinna. Árum saman“.
„Hversvegna ekki?“
„Félagið leyfir mér það ekki.
Ekki fyrr en samningurinn er
útrunninn".
Greene sveiflaði pípunni sinni
í loftinu. „Gott og vel, Marilyn.
Segjum, að félagið sé í réttinum.
Við skulum ganga út frá, að illa
fari. Segjum, að þú verðir að
hvíla þig í hálft fjórða ár“.
„Þá svelt ég bara í hel. Mér
verður fleygt út úr íbúðinni"
„O, fjandinn hafi það“, sagði
hann. Hann stóð upp og gekk til
hennar. „Ég skal sjá þér farborða
í hálft fjórða ár. og borga alla
reikningana þína. Við skulum
taka það upp í samninginn okk-
ar. Þú skalt geta lifað betur en
þú gerir nú. Ég skal borga föt-
in þín. Láta þig búa í bezta gisti-
húsi. Hafðu engar áhyggjur. Ég
skal borga fegrunarreikningana
þína og sálfræðinga-reikning-
ana. . “
„Ég er hætt að fara til þeirra,
Milton".
„Þá skaltu byrja aftur. Ég
þekki beztu sálfræðinga, sem til
eru og þeir eru í New York. Þú
mátt kljúfa sjálfa þig í tvennt,
mannveruna og listakonuna. Því
hamingjusamari sem þú verður
í einkalífinu, því betri sem lista-
kona“.
Greene málaði þarna upp
glæsilega framtíð fyrir Marilyn
Monroe. Hann var með fyrirætl-
anir um að fá fleiri stjörnur í
félagsskapinn. Hann dreymdi um
heilan hóp framúrskarandi lista-
fólks — álíka hóp og United
Artists voru upphaflega — sem
voru stofnaðir af Mary Pickford,
Douglas Fairbanks, Charles
Chaplin og D. W. Griffith, árið
1919.
Greene var æstur í að komast
sem fljótast til New York, ásamt
forseta félagsins og hefja tafar-
l laust styrjöldina Marilyn Mon-
' roe gegn 20th Century Fox. Það
er hugsanlegt, að á þessari
stundu hafi Marilyn enn hugsað
sér þetta fyrirtæki sem „sprell".
Hún bjóst víst alls ekki við, að
það jnyndi leiða til endurbóta á
personu hennar eða lifnaðarhátt-
um. Engin mannvera, hversu
aum sem hún er, er hrfin af
grundvallarbreytingum á lífsskoð
un sinni. En erfiðleikarnir hjá
Marilyn áttu sér djúpar rætur
og ræturnar skutu öngum inn á
hin ýmsu svið persónuleika henn-
ar. Auk þessa siðferðilega stríðs,
sem áður getur, var djúpstæð
gremja gagnvart meðferðinni,
sem hún hafði sætt. Hún vildi
eiga sig sjálf, en ekki vera eign
félagsins. Hún þráði, að minnsta
kosti þráðu sumir þættir hennar,
þetta, sem Simone de Beauvoir
kallar „sjálfræði“ sem mannleg
vera.
Og látum oss heldur ekki
gleyma listaþrá hennar. Undir
allri uppgerðinni átti hún raun-
verulega og ósvikna þrá eftir að
tjá sig á dramatískan hátt. Upp-
haflega hafði leikurinn verið
vopn í valdabaráttunni. En hún
hafði þrozkast. Hún var Orðin
móttækileg fyrir hugmyndir.
Fyrir talsverðan bóklestur og
námið í leikaraskólanum og hjá
Chekov, var hún farin að sjá, að
hún var annað og meira en deyfi
lyf fyrir skrílinn. Kvikmyndirn-
ar voru eitt hinna beztu tækja
til að tjá mannlegar tilfinningar.
Hún vildi vera listakona en ekki
einvörðungu kynþokkadís. Og
svo vildi hún vera svo margt
fleira en listakona. Sál hennar
var einn hrærigrautur af ótelj-
andi löngunum, sem drógu hana
til sín, sitt á hvað.
En hún anaði nú samt ekki
fyrirvaralaust til New York með
Greene. Hún dró á langinn og
frestaði ferðinni, eins Og hún var
vön, þegar um einþverja mikil-
væga ákvörðun var að ræða. En
til þess að hafa vel af fyrir sér
þennan biðtíma, kastaði hún sér
út í gjálífið í Hollywood. Greene
var tekinn, nauðugur viljugur og
gerður að leiðsögumanni hennar
þegar hún fór út að skemmta
sér. Slúðurdálkarnir komu með
ýmsar dylgjur um „Þennan
snotra hr. Green“ (Hollywood
kunni ekki einu sinni að stafa
nafnið hans rétt). Márilyn fór út
að dansa í Ciro og Mocambo.
Hún dansaði í Crescendo við
Jaques Sernas. Sernas, sem var
Slavi frá Eystrasaltslöndunum,
en franskur borgari, var nýjasta
nýtt í innflutningnum til Holly-
wood. Það var verið að gera
hann að stjörnu hjá Warner.
Hann var þekktur undir nafninu
„lostafulli Litháinn“. En Sernas
— Nei, ég er ekki að hugsa um neitt sérstakt, ég er að hugsa
um þig.
komst aldrei langt, hvorki við
Marilyn né hjá Warner. Marilyn
var ,,eignuð“ Mel Torme, Marlon
Brando, og Sammy Davis — yfir
leitt sérhverjum ókvæntum leik-
ara í borginni — að meðtöldum
einum eða tveimur kynvillingum.
En aðalrosafréttin — að hún
væri að undirbú'’ byltingu í kvik
myndaiðnaðinum, var enn leynd-
armál, sem vel var varðveitt.
Greene minnist eins samkvæm-
is, sem hann fór í með henni til
Clifton Webb. Zanuck var þar
meðal gesta 1 staðinn fyrir mann
ætuna, sem Grene bjóst við að
hitta, samkvæmt lýsingu Mari-
lynar, fannst honum Zanuck vera
vingjarnlegur, greindur og elsku-
legur maður. Zanuck lét í ljós
hrifningu sína á ljósmyndun
Greenes og spurðist fyrir um,
hvort hann væri til í að vinna
sérstakt verk, sem 20th þurfti að
láta gera.
„Mér leið hálfilla“, segir
Greene. „Hann var þarna svo al-
mennilegur við mig, og hafði
enga hugmynd um, að ég var í
þann veginn að gera félag við
helztu stjörnuna hans. Ég gat
ekkert sagt við hann. Við vOrum
enn ekki búin að undirrita samn-
inginn. Seinna fóru einhverjir
þarna í samkvæminu að syngja
og einhver bað Marilyn að
syngja eitt lag, og hún söng eitt-
hvað eftir Irving Berlin. Hún var
stórkostleg. Hún sló alla út, sem
þarna voru. Marilyn getur allt.
Hún er jafnvíg á söng, dans og
dramatískan leik. Fólk var þarna
eitthvað að hvísla um, að þarna
væri ,,ný Marilyn". Mér var sagt,
að þetta væri í alfyrsta skipti,
sem hún hefði sungið í sam-
kvæmi, og fólkið vissi ekki,
hvernig hún hafði allt í einu
öðlazt svona mikið öryggi.
En auðvitað vissi ég það: Hún
var ekki lengur hrædd við þetta
fólk.
Það sem að lokum rak Marilyn
til þess að losa sig frá þessu, var
útgáfan á myndinni „No Business
Like Show Business" en skamm-
irnar, sem sú mynd varð fyrir,
flýtti fyrir einu mesta áfalli á
tilfinningalíf hennar. Aftur sner-
ist hringekjan. Hún sökk í iðrun
og hatur á sjálfri sér. Fyrir hana
eru svona áföll sama sem bylt-
ing. Nú hafði hún fyrirgert frægð
sinni fyrir fullt og allt. Hún var
syndug dræsa — stórsyndari. Hér
varð að grípa til einhverra ör»
þrifaráða.
Greene sótti hana eitt kvöldið
og þau óku saman til flugvallar-
ins.
„Heldurðu, að nokkur þekki
mig?“, hvíslaði hún að Greene.
„Nei“, svaraði hann.
Hún var með svart parruk,
svört gleraugu og í óbreytturn
fötum.
„Ég ætla að ganga undir nafn-
inu Zelda Zonk“, sagði hún í al-
vörutón. Nú var hún farin að
leika í einhverju skuggadrama,
sem hún hafði sjálf samið.
Ungfrú Zonk og hr. Greene
komu til New York, án þess að
nokkur tæki eftir þeim. Frú
Greene tók á móti þeim í Idle-
wild. Hún er með uppbrett nef
og hárið í sterti og sýnist næst-
um enn krakkalegri en eigin-
maður hennar sem er þó mjög
unglegur. Hún er afkomandi gam
allar spænskrar ættar og var áð-
ur fyrirsæta. Hún er mjög kát og
fjörug og þær Marilyn kunnu
strax vel hvor við aðra.
„Við urðum undireins félagar,
rétt eins og tvær stelpur sem
lenda í sama herbergi í heima-
vist“, segir frú Greene. „Við
trúðum hvor annarri fyrir leynd-
armálum okkar. Við hlógum að
hinni og þessari vitleysu saman.
Ég hugsaði mér hana alltaf sem
vinkonu — raunverulega vin-
konu, og hún sagði mér, að ég
væri eina vinkonan, sem hún
hefði nokkurntíma átt, og bezti
vinur hennar, og ég skal játa, að
ég varð upp með mér af þessu.
aiíltvarpið
* k x 13- SAG4 BERLINAR
Er matarskortur varð í V-Berlín,
vegn? flutningabannsins, buðu Rúss-
ar V-Berlínarbúum auka-matar-
skammt, ef þeir létu skrá sig í A-
Berlín. Næstum allir höfnuðu þess-
um mútum. Þeir neituðu einnig að
viðurkenna lepp þann, sem Rússar
stilitu upp sem borgarstjóra í stað
Ernst Reuter, sem kosinn hafði verið
á lýðaæðislegan hátt.
Þá hertu Rússar flutningahömlurn-
ar til Berlínar, þar til seint í júní
1948, að þær urðu algerar á landi og
sjó. Strengir alþýðulögreglunnar
skiptu götunum umhverfis Branden-
borgarhliðið.
-K -X
Var óendanlega hægt að flytja all-
ar birgðir til Berlínar loftleiðis? Fáir
álitu það mögulegt. Clay hershöfðingi
spurði Emst Reuter borgarstjóra, um
álit hans. Reuter svaraði, að Clay
gæti treyst Berlínarbúum. Þannig
hófst umsátrið fyrir alvöru.
Laugardagur 17. nóvember
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna
í>órarinsdóttir).
14.40 Vikan framundan.
15.00 Fréttir. — Laugardagslögin.
16.30 Danskennsla Hreiðar Ástvalds-
son).
17.00 Fréttir.
Þetta vil ég heyra: Peter Kids-
on velur sér hljómplötur.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Kusa 1
stofunni'* eftir Önnu Cath.-
Westly; VII. (Stefán Sigurðs-
son).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir.
20.00 Atriði úr „Útskúfun Fausts“ eft-
ir Berlioz (Nicolai Gedda og
Óperuhljómsveitin í París flytja;
André Cluytens stjórnar).
20.15 Leikrit: „Menn og ofurmenni**
eftir Bernard Shaw; II. kafli,
Þýðandi: Árni Guðnason —
Leikstjóri: Gísli Halldórsson,
Leikendur: Rúrik Haraldsson,
Helga Bachmann, Lárus Pálsson
I>orsteinn Ö. Stephensen, Krist-
björg Kjeld, Róbert Arnfinna*
son, Baldvin Halldórsson o.fl.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.