Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. rióv. 1962
MORGI’NBT.AÐIÐ
15
/
Borgarfrettir
í stuttu máli
Dagvist við
Laugarnesskóla
BORGARSTJÓRN Reykja-
víkur samþykkti á fundi sín-
um sl. fimmtudag þá tillögu
fræðsiuráðs borgarinnar, að
tekin verði upp dagvist við
Laugarnesskóla næsta vetur,
ætluð fyrir u. þ. b. 15 börn,
í húsnæði því, sem heimavist
skólans hefur verið starfrækt
í undanfarin ár. Skýrði frú
Auður frá því á fundinum, að
þetta væri gert vegna endur-
tekinna óska kennara skólans,
sem talið hafa óheppilegt að
reka heimavist í skólahúsinu
samhliða hinu reglulega skóla
haldi. Upphaflega var heima-
vistin ætluð fyrir veikluð
börn, og voru börn þá vistuð
þar eftir tilvísun skólalækna.
En þau börn, sem þar hafa
verið á undanförnum árum,
hafa svo að segja eingöngu
verið þar af öðrum ástæðum
en heilsufarsástæðum, svo sem
ýmiss konar heimilisástæðum.
Á næsta vetri verður sú breyt-
ing því á gerð, að börn þau,
er þarna verða vistuð, munu
dveljast á heimilum sínum um
nætur.
- * -
Ný kvöldsölu-
leyfi ekki veitt
BORGARRÁÐ Reykjavíkur
ákvað á fundi sínum'sl. þriðju-
dag, að leyfi til kvöldsölu
verði ekki veitt á nýjum stöð-
um fyrst um sinn, þar sem
reglur um afgreiðslutíma verzl
ana og annarra sölustaða í
Reykjavík eru nú í endurskoð-
un.
Þörf á dag-
heimilum
athuguö
Á VEGUM Barnavinafélagsins
Sumargjafar fer nú fram at-
hugun á þörfum fyrir dag-
heimili, er ætluð séu börnum
á aldrinum 5—7 ára. Er álits-
gerðar félagsins um þetta mál
að vænta fyrir miðjan janúar
nk. Lagðar hafa verið og lagð-
ar verða spurningar fyrir að-
standendur þeirra barna, sem
dvalizt hafa og dveljast munu
á vegum Sumargjafar á tíma-
bilinu frá 1. júní til 31. des-
ember 1962, og að áliti stjórn-
ar félagsins verða í vandræð-
um með börn sín, er þau kom-
ast á sjöunda aldursár, og
hverfa frá heimilum Sumar-
gjafar.
— -x -
hvad veröur
gert vib
Hliðarenda ?
Á FUNDI sínum sl. fimmtu-
dag fól borgarstjórn Reykja-
víkur fræðslustjóra í samráði
við barnaverndarnefnd að
gera tillögur um nýtingu
vöggustofunnar að Hlíðar-
enda, þegar hið nýja húsnæði
Thorvaldsensfélagsins þar
verður tekið í notkun. Sam-
kvæmt ályktun borgarstjórn-
ar á tillaga um þetta mál að
liggja fyrir áður en fjárhags-
áætlun borgarinnar fyrir 1963
verður afgreidd, sem verður í
næsta mánuði. Skýrði frú
Auður Auðuns frá því á fund-
inum, að fræðslustjóri hefði
að undanförnu haft þetta mál
til athugunar, en ýmsir mögu-
leikar kæmu til greina við
nýtingu á húsnæði þessu.
“ * -
Leiðbeiningar til
skólabarna vegna
umferðarhættu
UMFERÐARNEFND Reykja-
víkur samþykkti á fundi sín-
um 30. október sl. að láta út-
búa lítið blað, 1 — 2 síður,
með áminningum vegna um-
ferðarhættu, sem íögreglan
síðan afhendi börnum í barna-
skólum borgarinnar.
- * -
Landakotstún
endurskipulagt
ÞAÐ kom fram á fundi um-
ferðarnefndar Reykjavíkur 16.
okt. s.l, að unnið er að endur-
skipulagningu Landakotstúns,
og er gert ráð fyrir, að bif-
reiðastæði verði vestan Hóla-
vallagötu.
- * -
Umferðarendur-
bætur við
Borgartún
Á FUNDI umferðarnefndar
Reykjavíkur 16. okt. sl. var
lögð fram lögregluskýrsla, þar
sem gerðar eru tillögur um
eftirtaldar umferðarendurbæt-
ur við Borgartún milli Skúla-
torgs og Höfðatúns:
a) Afmarkaðar gangstéttir
og jafnframt afmörkuð gatna-
mót Steintúns og Borgartúns.
• b) Skipulagður akstur inn
og út á skoðunarsvæði bifreiða
eftirlitsins.
c) Biðstöð S.V.R. verði færð
vestur fyrir gatnamót Höfða-
túns og þar út af akbrautinni.
d) Inn- og útakstur af
svæðum sendibílstöðvanna
verði skipulagður.
e) Vinnutæki og steypuefni
verði fjarlægð af Höfðatúni
og gert bifreiðastæði vestan
götunnar og gangstétt afmörk-
uð.
f) Á lóð framanvert við
húsið Höfða við Borgartún
verði gert bifreiðastæði.
g) Að bílasala milli Sætúns
og Borgartúns verði fjarlægð
og gert þar bifreiðastæði.
h) Bifreiðastöður í Borgar-
tún frá Skúlatorgi að Höfða-
túni verði takmarkaðar.
Samþykkti nefndin að fela
framkvæmdastjóra sínum að
vinna að framangreindum
endurbótum í samráði við
borgarverkfræðing.
Togarinn „Lord Middleton" frá Fleetwood. (Ljósm.: Magnús Eymundsson).
hefur nú veriu sent saksóikn-
Skipstjóri neitni saknigiftum
RÉTTARHÖLD í máli brezka á ísafirði. Rannsókn málsins ara ríkisins, og er búizt við
skipstjórans á LORD MIDD- var lokið kl. 18, og neitaði munnlegum málflutningi í
LETON hófust kl. 13.30 í gær skipstjóri sakargiftum. Málið dag.
Kommúnistar lítilsvirða
dómgreind verzlunarfólks
Eyjólfur Guðmundsson, varaformaður VR,
svarar ósœmilegri árás kommúnista á
formann Verzlunarmannafélags Rvíkur
Á FORSÍÐU „Þjóðviljans“ í gær
voru birt óvenju rætin skrif um
formann Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, Guðmund H. Garð-
arsson, þar sem honum, forystu-
manni annars fjölmennasta laun
þegafélags landsins, er borið á
brýn, „að hann hafi hreina at-
vinnurekendaafstöðu til allra
málefna verkalýðssamtakanna.“
Guðmundur var kosinn for-
maður V. R. árið 1957, þegar fé-
lagið stóð á miklum tímamótum,
en þá voru aðeins tvö ár liðin
frá því er V.R. varð hreint laun-
þegafélag. Hefur hann notiff ó-
skoraðs og vaxandi trausts, sem
forystumaður verzlunarfólks í
Reykjavík. Til marks um það
traust, sem hann nýtur í þessu
félagi, sem telur 2700 launþega,
má m. a. geta þess ,að aldrei hef-
ur verið teflt fram mótframboði
gegn honum sem formanni fé-
lagsins. Að leyfa sér í opinberum
skrifum að halda því fram, að
hinn mikli fjöldi félagsmanna
V.R., þ.e.a.s. verzlunarfólk í
Reykjavík, sé svo glámskyggn á
hagsmuni sína, að það velji til
forystu ár eftir ár mann með
„hreina atvinnurekendaafstöðu
til allra málefna verkalýðssam-
takanna", eins og Þjóðviljinn
segir, er móðgun við dómgreind
verzlunarfólks í Reykjavík, og
skulu kommúnistar varast það
að svívirða ábyrga forystumenn
innan verkalýðshreyfingarinnar,
þó að þeir hafi aðrar skoðanir en
þeir eftir hvaða leiðum skuli
tryggja hagsmuni launþega.
Til að sýna enn betur fram á,
hve fráleit staðhæfing Þjóðvilj-
ans er, skal hér aðeins getið fram
gangs nokkurra mála í stjórnar-
tíð núverandi formanns V.R.,
Guðmundar H. Garðarssonar.
Á tímabilinu 1957—1962 hafa
laun verzlunarfólks hækkað sem
hér segir:
1957 o%
1958 5,5%
1961 11—16%
1962 9%
Voru þetta fullkomlega sam-
bærilegar hækkanir við önnur
stéttarfélög á umræddu tímabili,
og stundum meiri.
Þá hefur átt sér stað vinnu-
tímastytting hjá verzlunarfólki.
Á þessu tímabili var ótvíræð-
ur samningsréttur V.R. viður-
kenndur af öllum samtökum
vinnuveitenda, en með því var
skapaður sterkur félagslegur
grundvöllur og allt verzlunar-
fólk, í Reykjavík sameinað und-
ir V.R.
Árið 1956 voru skráðir félagar
í V.R. 1400, en í árslok 1961
2700.
Þá má geta þess, að á þessu
tímabili var Landssamband ísl.
verzlunarmanna stofnað og jafn-
framt fyrir forystu Guðmundar
tryggð aðild verzlunarfólks að
stofnun Verzlunarbanka íslands.
Eigi skal frekar rakið, hvað
áunnizt hefur í stjórnartíð þess
manns, sem Þjóðviljinn ræðst
svo harkalega á, sem raun ber
vitni um, en þess aff lokum get-
iff, aff Guðmundur er einarður
baráttumaður fyrir sína stétt,
jafnframt því sem hann á lands-
málasviðinu er eindreginn stuffn-
ings- og baráttumaður fyrir
einkarekstri og eínkaframtaki.
Og síffast en ekki sízt, eins og
alþjóff er kunnugt, er hann einn
af fremstu forystumönnum yngri
manna, sem af einurff og festu
berst gegn stefnu og áhrifum
kommúnista á fslandi.
Framsóknarmenn amast við niður-
rifi gamalla húsa í Miðbænum!
ÞAÐ VAKTI mikla athygli og
undrun á fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur sl. fimmtudag, að
helzti ,,sérfræðingur“ Framsókn-
arflokksins í málefnum Reykja-
víkurborgar, Björn Guðn’.unds-
son, varð til þess að gagnrýna
yfirvöld borgarinnar harfflega
fyrir að hafa látið rífa tvö hús,
Hótel Heklu og Austurstræti 1,
sem borgin hafði keypt til nið-
urrifs til þess að greiffa fyrir
endurskipulagningu Miffbæjar-
ins. Var bersýnilegt, aff borgar-
fulltrúar — jafnt i minnihluta
aff verjast brosi meðan
Björn lýsti þessu nýjasta
baráttumáli framsóknarmanna í
borgarstjónn Reykjavíkur og
þuldi reiðilestur sinn yfir for-
ráðamönnum bor~arinnar fyrir
þessa framtaksemi. í ræðu, sem
Geir Hallgrimsson borgiarstjóri
flutti við umræff irit-T um. þetta
mál, sagði hann m.a., að sig hefði
ekki óraff fyrir því, þegar þá-
verandi borgarfulltrúi Framsókn
arflokksins, Þórffur Bjömsson,
gagnrýndi borgaryfirvöldin fyr-
ir seinlæti við niffurrif Hótel
Heklu fyrir aðeins tveim árum,
að hann ætti eftir að heyra borg-
arfulltrúa Framsóknarflokksins
halda slika ræðu sem Björn
Guðmundsson hefði flutt ura
þetta mál!
Björn Guðmundsson kom þess-
ari óvæntu gagnrýni sinni á
framfæri í sambandi við tvær
fyrirspurnir til burgarstjóra, er
hann bar fram á fundinum. Voru
fyrirspurnir hans á þessa leið:
„1. Hvers vegna var hiúsið
Hótel Hekla rifið fyrr en samn-
ingar höfðu tekizt um að fjar-
lægja 'afnihliða húsið Hafnar-
stræti 22 og viðtengdar skúr-
byggingar?
2. Hvers vegna var húseignin
Austurstræti 1 rifin fyrr en mögu
leikar voru á að hreinsa að fullu
burtu skúrbyggingu úf að Aðal-
stræti?“
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
gerð: grein fyrir því, að bæði
húsin. Hótel Hekla og Austur-
stræti 1, hefðu verið keypt til
niðurrifs til þess að greiða fyrir
skipulagningu Miðbæjarins, enda
'hefði ályktun borgarráðs 12 .apríl
1960 um niðurrif húsanna verið
samiþykkt með samhljóða at-
kvæðum. Kvað borgarstjóri einn-
ig einsýnt, að nota yrði öll tæki-
færi. sem gæfust, þegar hreinsa
ætti til á stöðum eins og hér
í Miðbænum, en um það væri
einmitt að ræða í þessum til-
fellum. Til viðbótar nefndi hann
það sem dæmi, að erfitt mundi
reynast að rýmka til við Vest-
urgötu, neðanverða, ef bíða ætti
þess, að unnt yrði að fjarlægja
alla húsaröðina að sunnanverðu,
svo sem æskilegast væri.
Um Hótel Heklu sagði borgar-
stjóri. að þar sem möguleikar
voru á því að koma borgarskrif-
stofum, er þar voru til húsa,
fyrir á hagkvæmari hátt og
unnið er því að Ijúka endur-
Framh. á bls. 23.
— Hinn „ungi ....
Framh. af bls. 10
andi, einkum, þegar hann
gleymdi því að hann er her-
togi.“
Fyrir nokkrum dögum
komu fyrstu ljóð Jevtusjenko
úf í Bandaríkjunum. í Dan-
mörku hafa ljóð hans enn ekki
verið þýdd, en í tímaritinu
„Ord og Bild“ hefur Ivan Mal
inovski gefið í danskri þýð-
ingu sex dæmi um fjölbreytni
og styrkleika ljóðskáldsskap-
ar hans. í einu þeirra ljóða
segir:
Þeir eru hinir sömu og áður./
Hvað stoðar að biðja þá sjá
hið nýja?/ Þeir létu sér segj-
ast til þess eins að sýnast/ en
voru þó innst inni samir við
sig.
Reiður eða ekki reiður. —
Hann er þess virði, þessi ungi
maður í Sovétríkjunum, að
með honum sé fylgzt.