Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur ??. nóv. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
13
í DAG, laugardag, opnar Olíu-
félagið Skeljungur nýja
benzínstöð ásamt greiðasölu
fyrir ökumenn bifreiða og
önnur farartæki. Er hin nýja
stöð á opnu og rúmgóðu svæði
norðan Miklubrautar, nokkru
austan við gatnamót Kringiu-
mýrarbrautar. Á næsta sumri
er ráðgert að hefja fram-
kvæmdir við byggingu annar-
ar slíkrar stöðvar hinu megin
Miklubrautar, en þar verður
l>ó ekki greiðasala. Hefur fé-
lagið þegar fengið lóð þar, og
Skeljungur opnar benzmstöð
og greiðasölu við
Fyrsta benzínstöð a Islandi, sem skipu-
lögð er beggja vegna umferðargötu
skipt hefur verið þar um jarð-
veg þannig að framkvæmdir
geti hafizt. Verður þetta fyrsta
benzínstöðin á tslandi, sem
skipulögð er beggja vegna um
ferðargötu.
Svo sem kunnugt er skiptist
Miklabrautin í tvær einstefnu
akbrautir, til austurs og vest-
urs, og getur því hin nýja
stöð, sem nú tekur til starfa,
aðeins þjónað þeirri umferð,
sem fer um Miklubraut til
austurs. Af þessum ástæðum
ákvað Olíufélagið Skeljungur
að reisa þegar næsta sumar
aðra stöð sunnan götunnar
þannig að viðskiptavinir fé-
lagsins geti á sama hátt keypt
benzín og olíur þegar þeir eiga
leið um syðri akbraut Miklu-
brautar.
Eins og fyrr greinir er þetta
í fyrsta sinn hér á landi, sem
benzínstöð er skipulögð beggja
vegna sömu götu, en það tíð-
kast nú mjög erlendis á fjöl-
förnum breiðvegum og þar
sem aukabrautir eru tvískipt-
ar eins og er um Miklubraut.
Miklabrautin er sem kunn-
ugt er ein mesta umferð-
argata borgarinnar og umferð
fer þar ört vaxandi. Er því
augljóst að það er til hms
mesta hagræðis fyrir bifreiða-
stjóra að geta þannig keypt
benzín og olíur á rúmgóðu
svæði við þessa miklu umferð-
aræð, og þeim megin hennar,
sem þeir eiga leið um í hvert
skipti.
Benzínstöðin, sem opnuð er
í dag, er skipulögð á þann hátt
að afgreiðsla á að geta gengið
mjög greiðlega, enda er hægt
að afgreiða marga bíla sam-
tímis.
Á stöðinni eru tvö afgreiðslu
hús, sem báðum er mjög hag-
anlega komið fyrir á lóðinni.
Húsin, sem eru að mestu
byggð úr stálgrindum og gleri,
eru mjög björt og lýsing
þeirra og lóðarinnar sem bezt
verður á kosið.
Þegar ekið er inn á benzín-
stöðina er fyrst komið að
olíuafgreiðslunni, þar sem
hægt er að afgreiða fimm bif-
reiðir samtímis með benzín eða
dieselolíu. Einnig eru þar til
sölu Shell smurningsolíur og
aðrar vörur til bifreiða, sem
venja er að selja á hinum
stærri benzínsölustöðum.
Greiðasalan fer fram úr því
húsinu sem austar stendur á
lóðinni. Mjög greiður aðgang-
ur og aðkeyrsla er að greiða-
söluhúsinu, hvort sem menn
vilja fyrst taka benzín eða
óska að aka beint þangað.
Rekstur greiðasölunnar mun
Þorbjörn Jóhannesson, kaup-
maður, annast og verða þar
á boðstólum margskonar vist-
ir sem bifreiðastjórar og aðrir
vegfarendur þarfnast, s. s. öl,
gosdrykkir, tóbaksvörur,
smurt brauð, ýmiskonar til-
búinn matur o. fl. Ennfremur
margskonar aðrar vörinr fyrir
ferðamenn.
Afgreiðslan úr greiðasölu-
húsinu er mjög þægileg en
hægt er að afgreiða úr fjór-
um afgreiðslugluggum sam-
tímis ef þörf krefur.
í heild er stöðin þannig
skipulögð að þjónusta við við-
skiptamenn geti verið sem
fullkomnust og tafir við af-
greiðslu þeirra sem minnstar.
Teikningar af húsunum og
skipulag lóðarinnar hefur
annast Hannes Davíðsson, arki
tekt.
Tillaga um bann við sauðfjárhaldi
í Reyk|avík fyrir borgarstjórn
Á FUNDI borgarstjórnar ReykJ
víkur í fyrrad. urðu nokkrar umr.
ur um það hvort banna bæri eða
takmarka sauðfjárhald í Reykja
vík. Spunnust þessar umræður
út af tillögu, sem fyrir fundinum
lá frá Alfreð Gíslasyni borgar-
fulltrúa um að allt sauðfjárhald
skyldi bannað í landi borgarinn
ar frá árslokum 1963. Geir Hall-
grímsson borgarstjóri vakti þó
athygli á því, að borgarstjórn
Reykjavíkur hefði ekki heimild
til að banna sauðfjárhald í borg
arlandinu, og með tilvísun til
þess var tillögu AG vísað til borg
arráðs og 2. umræðu. Jafnframt
var orgarráði falið að athuga
möguleika á því, að afla verði
lagaheimildar til þess að unnt
verði að takmarka eða banna bú
fj^rhald í Reykjavík. — Sauð-
fjáreign Reykvíkinga um sl. ára
mót var uns 4000 fjár, og hefur
farið vaxandi á sl. árum.
í borgarstjórn Reykjavíkur
hefur iðulega veirð rætt um sauð-
fjárhald í Reykjavík. Hafa þar
verið um það skiptar skoðanir
og ýmsir látið í Ijós áhuga á,
að bað yrði bannað með öllu,
einkum áh^gamenn um ræktun
enda hefur sauðfé hvað eftir ann
að valdið spjöllum í görðum í
borgarlandinu. Hins vegar hafa
fjáreigendur að sjálfsögðu beitt
®ér gegn því, að fjárhald yrði
hér fc nnað.
Geir Hallgrimsson borgarstjóri
benti j. það á borgarstjórnarfund
inum í gær, að fjárbúskapur á
ek.-x heima í þénxk-ýlli fc>org, en
hins vegar bæri að hafa það í
fauga, að Reykjavík er það víð
lend, að innan markanna eru bú
jarðir, þar sem noikkur sauðfjár
rækt er stunduð. og virðist alls
ekki óeðlilegt. Kvað borgarstjóri
rétt að taka það fram, að Fjár-
eigendafélagið hefði lagt á það
mikla áherzlu, að sauðfé geri
ekki skaða og gerði ýmsar ráð
stafanir til þess, en því yrði
hins vegar ekki neitað, að í hópi
fjáreigenda eru vissir menn, sem
með trassaskap, svo ekki sé meira
sagt, hefðu valdið miklu tjóni.
Árið 1952 var mjög á dagskrá
að banna fjárhald í Reykjavík
og nærliggjandi sveitarfélögum.
Var málið þá komið á góðan
rekspöl, og samþykkti borgar-
stjórn þá m.a. með 10:3 atkv.
að mæla með frumvarpi, sem
landlbúnaðarráðuneytið hafði lát
ið semja. Þar sem nokkrir aðilar
skárust þá úr leik, varð þá ekki
úr framfcvæmdum að þessu
sinni ,en þá var sýnu auðveld-
ara en bæði fyrr og síðar að
stöðva fjárhaldið, því að þá var
fjárhaldlaust hér með öllu vegna
fjárskiptanna.
Af hálfu borgaryfirvalda hef-
ur verið leitast við að koma
sauðfé sem mest úr þéttbýlum
hverfum og til þess að greiða
fyrir því var Fjáreigendafélagi
Reykjavíkur gefinn kostur á
nokkru landi í Breiðholti til þess
að hafa mætti þar jauöfé. Leigu
samningur um það land er til 30.
júní 1964. Þetta var að vísu ekki
hin æsilegasta lausn, en hið eina
sem hægt var að gera til að
koma saðfénu úr íbúðarhverf-
unum.
Vegna ágangs búfjár úr öðr-
um byggðarlögum hefur Einar
Sæmundsen skógfræðingi verið
falið ac undirbúa tillögu um full
nægjandi girðingar og liafa um
það samráð við sveitarfélög í
nágrenninu. Má vænta tillagna
hans fljótlega.
Þá hafa þeir Skúi Sveinsson
lögregluvarðstjóri og Hafliði
Jónsson skv. beiðni borgarstjóra
í bréfi dags. 5. þ.m., samið álits-
gerð um það, hvað gera megi
til að draga úr fjárhaldi í Reykj
avík. Þá álitsgerð kvað borgar
stjóri hafa borizt sér í gær og
yrði hún sérstaklega tekin til
meðferðar í borgarráði.
Um tillögu Alfreðs Gíslasonar,
sem fól það í sér, að borgarstjórn
bannaði sauðfjárhald í borgar-
landinu, sagði borgarstjóri, að
hvort sem menn væri með sauð
fjárhaldi eða ekki, gæti borgar-
stjórn ekfci samiþykkt tillöguna.
Útilofcað væri að hægt sé með
einfaldri fundarsamþykfct að
28. ÞING Alþýðuflokksins var
sett í Iðnó á fimmtudagskvöld.
Um 100 fulltrúar víðs vegar að
af landinu sitja þingið. Fjölmenn
ustu hóparnir eru frá Alþýðu-
flokksfélagi Reykjavíkur (18) og
Sambandi ungra jafnaðarmanna
(18).
Emil Jónsson, formaður Al-
þýðuflokksins, setti þingið og
flutti setningarræðu. Þá flutti Sig
urður Guðmundsson, formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna
og frkvstj. flokksins, þinginu
kveðjur S.U.J. Síðan fluttu ráð-
herrar flokksins, skýrslur, Emil
Jónsson um félags- og sjávar-
útvegsmál, Gylfi Þ. Gíslason um
ganga svo mjög á atvinnufre1si ,
manna sem tillagan gerir ráð j
fyrir. Hugsa mætti sér, ef menn j
væru efnislega samþykkir á-
kvæði um þetta, en það væri
væntanlega ekki nægilegt held-
ur. Vafalaust þarf lagaheimild
til, sagði fcjorgarstjóri.
Virðist eðlilegast. hélt hann
áfram, að slífc lög yrðu í heimild-
arformi, þannig að binda mætti
þau við tiltekna hluta sveitarfé-
lags, og má þá líka benda á, að
full ástæða virðist til, að tak-
marka eða algert bann geti náð
ti'l annarra bú.3l jrtegunda. Þá
þarf líka að athuga sérstaklega
hvort slikt bann kunni að baka
skaðabótaskyldu.
Flutningsmaður tillögu þeirrar
sem f> xir fundinum lá, Alfreð
Gislason. ræddi aðallega uim
þann usla, sem sauðfé hefur vald
ið í garðlöndum Reykvíkinga.
Lýsti hann sig samþykfcan þeirri
afgreiðslu málsins, sem borgar-
stjóri lagði til oig gerð var grein
fyrir í upphafi. Var tillögunni
því vísað til borgarráðs og 2.
l umræðu með samhljóða atky.
efnahagsmál og sérstaklega um
Efnahagsbandalagið, og Guð-
mundur í. Guðmundsson um utan
ríkismál.
Þingforseti var kjörinn Bragi
Sigurjónsson, Akureyri.
Á föstudag hélt þingið áfram
í húsi Slysavarnafélags íslands.
Kosið var í nefndir um morgun-
inn, og síðan hófust umræður
um skýrslur ráðherra. Stóðu þær
fram á kvöld.
í dag, laugardag, er áformað
að ljúka þinginu. Umræður fara
fram um nefndaálit, formaður,
varaformaður og ritari flokksins
verða kjörnir, og kosningar fara
fram í miðstjórn og flokksstjórn.
— Rannsókn
Framhald af bls. 24.
bæinn. Var hann einkar laginn
að hafa upp á lyklum, sem fólk
geymdi undir mottum, í fata-
vösum o. s. frv., og komst yfir-
leitt inn í íbúðirnar. á þann hátt.
Af stærstu þjófnuðunum má
nefna 4050 kr. úr íbúð í Hlíðun-
um, á sjötta þúsund úr fatahengi
í Sjómannaskólanum, 3,000 kr.
úr íbúð og 2,000 kr. úr tveimur
íbúðufh.
Tveir piltanna stunduðu frem-
ur innbrot, og annar þeirra stal
t. d. tæplega 8,000 kr. úr skrif-
stofu Félags ísl. iðnrekenda að
Skólavörðustíg 3 í sumar. — 1
Reykjafelli, Skipholti 35, stálu
tveir piltanna 4,500 kr., í Tóna-
bíó á sjötta hundrað, og frá
Carabella 2,770 kr. Ennfremur
stálu þeir ýmsum minni upp-
hæðum á fjölmörgum öðrum
stöðum. Nokkrum dögum áður
en piltarnir voru teknir stal einn
þeirra 5,300 kr. úr herbergi í
Austurbænum. Var hann búinn
að eyða peningunum er hann var
handtekinn, og sama er að segja
um alla hina þjófnaðina; ekki
einn eyrir eftir. Hafa piltarnir
notað peningana jafnharðan í
leigubíla og skemmtanir. Ekki
hafa þeir unnið neitt sem heitið
getur á þessum tíma en lifað af
innbrotunum. Mun því lítil • von
fyrir þá, sem fyrir þjófnuðum
þessum hafa orðið, að fá fé sitt
aftur, og mun það einhverju
hafa ráðið um það að ekki gerðu
allir kröfur eins og fyrr getur.
Til marks um bíræfni þjófa
þessara má geta þess að 29. maí
í vor fór einn þeirra inn í her-
bergi í Hvassaleiti að morgni
dags. í herberginu svaf maður,
sem um nóttina hafði verið á
næturvakt í einu af Ríkisskipun-
um, og hafði nýlega fest svefn.
Lágu föt hans á stól og úr þeim
hirti þjófurinn 7,000 krónur og
hafði sig á brott án þess að mað-
urinn vaknaði.
Þing Alþýöuflokks'ns