Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 5
i-iaugardagur 17. nóv. 1962 WORCT 1SB1 AÐIÐ 5 af CASTRO TYRANNA og RRACÐA-MÁCUSI PÍLAGRÍM Hlýði drósin horsk og svinn, hérmeð stæltur gæinn. Læt ég Berlings bátinn minn Boðnar- rista -sæinn. Stundum er oss styrkt um mál stefjaklið að mynda. Læt þó íslenzkt óðarstál orðin saman binda. Gömlu skáldin ortu óð oft um langa vetur, hugsuðu að hýreyg fljóð hlýjuðu þeim betur. Ortu tíðum ástasöng ítrum heimasætum, svo að vakan léttist löng laukaskorðum mætum. Ekki verður ástafar efni hér í bögu, skýrri þjóð til skemmtunar skrái nýja sögu. Einn er kenndur Krúsjeffs þræll kostgæfinn og þægur, talinn lítið sómasæll, sæmdarverkahægur. Þessi reit í Þjóðviljann þægur Rússadindill, oft í brösum eiga vann andans músarrindill. Flestan sannleik fyrirleit fullur af Stalins anda, fúla lýgi falskur reit flæktur í ljótum vanda. Eitt sinn reisti utanlands yfir hafið djúpa og með fullting andskotans upp svo tróð á Kúba. Geldingsins þá gladdist sinn, gleiður þannig tjáði: „Vertu með oss velkominn vinur af ísaláði.“ Þakkir Mágus mætar tér, (maðurinn er ei dóni): „Beztu kveðju ber ég þér bræðranna á Fróni. í kærleika^ sem vís er von, vinarkveðju tama innir Kristinn Andrésson, ósk um gengi og frama. Einar og Lúðvík einnig tér ástarkveðju hlýja, líka biðja lukku þér Laxness bæði og Sía. Þarmeð talinn Þorbergur þýða heilsun sendir, einnig Hermann, hæverskur, huga til þín bendir.“ Kurteis þakkar kveðjurnar Castro hýr í bragöi: „Bið þeim Maos blessunar bezti vin,“ hann sagði. „Allvel koma orðin hlý, eðla þanka sýnir. Kraftaramur Kennedý korða sína brýnir. Hræðist ég inn hrausta segg, huga tekur kopa. Sór þó við mitt skæra skegg skyldi aldrei hopa. Oft má þola illyndl af þeim Herjans syni, Traust er úti á íslandi eiga trygga vini. Kennedy, þann harða hal, heppnast lítt að pretta.“ Blíður Mágus byrjar tal: „Bágt er að heyra þetta. Vertu kátur, vinur minn, - vart mun þurfa að biðja, þig skal alltaf Þjóðviljinn þægilega styðja. Líka sögu segjum vér, snúinn gerist vandi, bandarískur böðlaher byggir á voru landi. Hefur þetta harkalið hald á flestum konum, lengur ekki líta við landsins eigin sonum. Byggir kræfur Kanaher Keflavíkurvöllinn, engar varnir eigum vér oss eru búin föllin. Brjáluð hræðsla og hyggjufár hugann gerir þvinga, hrynja af augum höfug tár hernámsandstæðinga. Víst að gjalti verðum því í voðalegu standi, er því kallinn Kennedy kjörinn beggja fjandi. Eru Rússar eina von okkar í þeirri pressu, eflaust Kristinn Andrésson ordnað gæti þessu. ♦ Víst er fylgi Framsóknar frjálsa menn að kúga, eins vill Sía allstaðar okkur í haginn búa. Þreknir gæjar Þjóðvarnar þræla Krúsjeffs styðja, eins nytsamir aumingjar okkur sigurs biðja. 1 áttina til ársældar okkur mætti tomma, fast ef toga fylkingar Framsóknar og komma. Æðsta patrón eigum við austur í sovétinu sá mun okkur leggja lið og létta hallærinu. Þekki ég Krúsjeffs þankafar - það er enginn bjáni, - atomvopn og eldflaugar ætla ég þér hann láni. Berðu þig að beita því, bældu niður trega, kannske fær þá Kennedy á kjaftinn rækilega. Hertu þig nú mest sem má morðtólum að beita. Þjóðfylkingin Fróni á fullting skal þér veita. Skyldi frægðarferill þinn firrast öllu grandi.“ Kvaddi síðan Castro sinn kossi og handabandi. „Kvaddur sértu,“ Castro tér, „kærleiksóskum fínum, heilsan berðu heim frá mér hoilum vinum mínum. Varði Ulbricht veginn þinn varla þarftu að flýja. Kysstu frá mér Kristinn minn og kálfana í Sía. Fyrir hollu heilræðin hafðu þökk og gengi, heimsóknina, Mágus minn, muna skal ég lengi. Mikið hryggir hjarta mitt hér við þig að skilja, en gættu að þér, greyið þitt, að gera Krúsjeffs vilja.“ Bljúgur Castro barst af lítt, bifðist sorgfullt neggið, hans af augum tárin títt trilluðu niður í skeggið. Hélt svo Mágus heim á leið hafði byrinn sæla. Castros bfður kvöl og neyð, kosti sovétþræla. Castro bæði og Kúbufrón kommúnistar pressa. Mun nú sjálfur Mykjujón manntuskuna blessa. Síðan Mágus karlinn kann Castros dyggðum lýsa, þýið lætur Þjóðviljann þrælinn leiða prísa. Þetta er ekkert efni í grín, óðnum skulum venda. Tæmt að dregg er Tvíblindsvín, tekur ríman enda. Pétur Ásmundsson 12—3 herbergja íbúð óskast til leigu. Tvennt í heimili. Tilboð sendist Mbl. merkt: „íbúð — 3303“. IIðnaður Útbúnaður ásamt litlum hráefnalager í hreimegan, léttan iðnað, til söiu. Uppl. í síma 38078. Gott píanc til sölu. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í sima 24062. Mjög fallegttr, nýr samkvæmiskjóll nr. 14—16 til sölu. Uppl. í síma 23502. Vantar konu til að ræsta ganga í nýrri blokk, Vesturgötu 50 A. Uppl. eftir kl. 6 á 5. hæð til hægri, lyfta. Góður barnavagn til sölu. Uppl. í síma 2254, Keflavík. Hestamannafélagið FAKIJR Skemmtifun dur verður haldinn í Skátaheimilinu v^ið Snorrabraut laugard. 17. nóv. kl. 8 e. h. Til skemmtunar verður: Félagsvist — Kvikmyndasýning (Kjartan O. Bjarnarson) úr hestamennskunni — Dans. Hljómsveit Ágústar Péturssonar. Pélagar takið með ykkur gesti. SKEMMTINEFNDIN. (Jnglingsstúlka óskast hálfan daginn til sendiferða. Komi til viðtals á skrifstofu okkar Laugavegi 164. Mjólkurfélag Reykjavíkur Mánaðakaupsmann vantar okkur í pakkhús okkar. Talið við verkstjórann. Mjólkurfélag Reykjavíkur Laugavegi 164. H afnarfjörður og nágrenni Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihúsið Frost hf. Hafnarfirði. — Sími 50165. INlauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 81. og 84. tbl. Lögbirtingablaðsins 1962, á húseignmni m. 73 við Réttarhol-tsveg, hér í borg, talin eign Guðmundar Lárussonar, fer fram eftir kröfu Magniisar Árnasonar hrl., bæjargjaldkerans í Reykjavík og Iðnaðarbanka fs’ands h.f. á eigninni sjálfri mánudaginn 19. nóvember 1962, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1962, á hluta í húseigninni nr. 28 við Reynimel, hér í borg, þingl. eign Haralds Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Bún- aðarbanka íslands, Árna Guðjónssonar hrl., á eigninni sjálfri þriðjudaginn 20. nóvember 1962 kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.