Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 10
10 MORCT’Nnr 4 fílf> Laugardagur 17. nóv. 1962 • RÖDD sovézka Ijóðskálds- ins Jevgenij Jevtusjenko, sem kvaddi sér hljóðs fyrir nokkr- um árum i heimalandi sínu, hefur borizt út fyrir landa- merki Sovétríkjanna. Vestur- landabúar hafa hlýtt á þessa rödd, og þeir heyra í henni nýjan tón, nýja hugsun, sem viU brjóta af sér öll bönd. Ljóðskáld, sem hefur sýnt lit- ríkari, frjálsari og breiðari stil en nokkur sovézkur ljóðasmið ur síðari áratuga. Ljóðskáld, sem kommúnískir flokksmenn gagnrýna og ávíta og vara við „mælgi, orðagjálfri og lítilmótlegri lýðhylli“, þegar orð hans hæfa það mark sem þeim er bent að. Hér fer á eftir grein um þetta ljóðskáld dagsins í Sov- étríkjunum, lauslega þýdd úr Berlingske Xidende. Jevtusjenkoflytur ljóð sitt „Babí Jar“. Hinn „ungi, reiöi mað- ur“ Sovétríkjanna „Þeir eru hinir sömu og dður" „Það er sími í kistu Stalíns“ „Hér liggja hinir dauðu, gleymdu" • Sovétríkin eiga einnig sína „ungu reiðu menn“. Eng um Stalín né nokkrum eftir- komenda hans, hefur tekizt að kúiga þá. • Á sviði ljóðaskáldskapar er Jevgenij Jevtusjenko, án efa, Ijó'Sasta dæmið um þá einurð, sem fyrst varð opin- ber, þegar hafin var í Sov- étríkjunum baráttan gegn stalínismanum — einurð sem ljóslega hefur ekki verið unnt að kaefa að nýju. Raust Jevt- usjenko vekur óró, hann legig- ur stundum ti'l málanna orð, sem skelfa. Jevtusjenko er 29 ára að aldri, en æskan í landi hans hefur þegar í nokk ur ár haft á honum mikið dá- læti. Það leikur vart nokkur vafi á því að með þessu Ijóð- 1 skáldi berst rödd ferskari kynslóðar í Sovétríkjunum. • Fyrir skömmu lét þessi reiði ungi maður aftur frá sér heyra. Það var rétt áður en ár var liðið frá því, er jarðneskar leifar Stalíns voru fluttar úr grafhýsinu við Rauða torgið, að kvæði eftir Jevtusjenko birtist í „Pravda“ málgagni sovézka kommún- istaflokksins. Heitir kvæðið „Aðvörun til erfingja Stalíns“. Kvæði þetta hefur víða flogið, ; en þar segir m.a. „Þegar ungu hermennirnir frá Ryzan og Kúrsk bám lík Stalíns út úr grafhýsinu í kirkjugarðinn j þar bak við, þá var svipur Stalíns slíkur, sem hann væri að festa sér vel i minni, hverj- ir þeir væm, svo að hann gæti síðar risið upp og hefnt sín á þeim.“ „Eg hef það á tilfinningunni," segir Jevtusj- enko, „að það sé sími í kistu Stalíns. Jósef Stalín gefur Enver Hoxa fyrirskipanir og það lig'gur önnur lína frá þess um síma til vissra móttak- enda. Nei, Stalín hefur ekki gefizt upp Hann lítur á dauðann, sem hvern annan hlut, er hægt sé að sigrast á. Við rifum hann út úr grafhýsinu en hvernig eigum við að rífa hann út úr hjörtum arftaka hans.“ Og í lok kvæðisins, sem er beint til sovétstjórnarinnar segir skáldið: „Stalín hefur eitfchvað í hyggju Hann hvílist aðeins. Þið verðið að tvöfalda þrefalda vörðinn við þessa gröf. Svo að Stalín rísi ekki upp Og með honum fortíðin .. Hver er Jevtusjenko? • Og hver er svo þessi ein- arði ungi maður, þetta Sovét- skáld, sem af kommúnískum gagnrýnendum í heim-alandi sínu hefur verið kallaður „heimsborgaralegur dvergur“ eftir að eitt hinna umdeildu ljóða hans „Babí Jar“ (bar- áttuljóð gegn Gyðinga-and- róðrinum í Sovétrikjunum) birtist opinberlega í dagblað- inu „Literaturnaya Gazeta“ í Moskvu. Jevgenij (Eugen) Jevtus- jenko fæddist árið 1933 í smá bænum Sima, sem er í ná- munda við Irkutsk í Síberíu Faðir hans var jarðfræðingur, móðir hans söngkona. Sext- án ára að aldri var Jevtus- jenko atvinnumaður í knatt- spyrnu, markmaður. Þá birt- ist fyrsta ljóð hans í blaðinu „Sovét sport“. Eftir 1951 voru kvæði hans birt reglulega í blaði sovézka æskulýðssam- bandsins. Frá árinu 1952 stund aði hann nám í bókmenntum við Gorki-stofnunina og það ár var fyrsta kvæðasafn hans „Baklið framtíðarinnar" gef- ið út. Árin 1955-56 lcomu út ljóðabækurnar „Þriðji snjórinn" og „Gata hinna hrifnu". Skömmu eftir 20. flökksþing sovéakra komm únista, þegar Krúsjeff hóf baráttuna gegn stalínisman- um, birtist kvæðið „Station Sima“, sem er nokkurs kon- ar sjálfsæfisaga Jevtusjenko. Með „Station Sima“ varð hann frægur og átrúnaðar- skáld sovézkrar æsku. En „Station Sima“ féll ekki í kram starfsmanna flokksins. í öllu kvæðinu berst Jevt- usjenko fyrir einstaklings- hyggjunni, sem er andstæð hóphyggju kommúnismans. Með hörku og miskunnarleysi lýsir hann sjálfsánægju starfs manna flokksins, og veik- leika þeirra fyrir mútum. í hreinum orðum lýsir hann þrældóminum, ófrelsinu og biturleikanum yfir svikunum við verðmæti hinnar komm- únísku byltingar — en hinn reiði ungi maður, Jevtus- jenko, „lærisveinn Lenins“, telur verðmæti þeirrar bylt- ingar mikilvægari öllu öðru. Rekinn Eftir að kvæðið „Station Sima“ var birt opinberlega, var Jevtusjenko ávítaður af rithöfundasambandinu og rek inn úr Komsomol, æskulýðs- fylkingu ungkommúnista. Kvæðið var strikað út af út- gáfuáætlun tímaritsins „Októ ber,“ en ljóð hans héldu þó áfram að birtast í menningar — og stjórnmálaritum. Hann var um þetta leyti orðinn eft- irlætisljóðskáld yngri kyn- slóðarinnar svo að algert hvarf ljóða hans hefði vafalaust rót að upp miklu moldviðri. Vinsældir Jevtusjenkos með al æskunnar jukust stöðugt að sama gkapi og ákúrur opinberra gagnrýnenda. En nafn hans flaug þá fyrst að marki út fyrir landamörk Sovétríkjanna, þegar hann orti „Babí Jar.“ í símskeyt- um, sem voru lesih um allan heim, var frá því skýrt, að stúdentar og önnur ungmenni í Moskvu hefðu hyllt Jevtus- jenko ákaflega á hinum ár- lega degi skáldskiaparins. Þús- undir manna, sem sainazt höfðu saman á Majakovski torgi höfðu krafizt þess, að hann læsi kvæðið, sem harð- ast var gagnrýnt. Hrifninigdn varð svo ákafleg, meðan hann las kvæðið, að lögreglan varð að skerast í leikinn. En mann- fjöldinn neitaði að sleppa Jevtusjenfco og hann varð að lesa kvæðið sitt „Babí. Jar“ enn einu sinni. SAGAN UM BABl JAR • Hvers vegna hafði kvæð- ið um „Babí Jar“ svo sér- lega sterk álhrif á sovézka æsku? Hvað er „Babí Jar“? Hvað merkir „Babí Jar“? „Babí Jar“ er nafn á gili í námunda við Kiev, þar sem Þjóðverjar drápu þúsundir Gyðinga á styrjaldarárunum. Þegar árið 1944 hafði IIja Ehrenburg ort stutt kvæði með sama heiti, en í kvæði Jevtusjenkos er unnt að lesa milli línanna boðskap, sem ekki er að finna í fcvæði Ehr- enburgs, — og það var þessi boðskapur, sem varð orsök hins mifcla uppnáms í sovézk um blöðum. Á aftökustaðnum í „Babí Jar“ er enginn minnisvarði um það, sem þar gerðist. Og í flestum rússneskum al- fræðiorðabókum er hvergi minnst á „Babí Jar“ einu orði, enda þótt ódæðið, sem framið var þar í gilinu, sé eitt af hryl'lilegri gjörðum Þjóðverja gagnvart rússnesku þjóðinni. Þeir fáu Gyðingar, sem sluppu lifandi frá þessurn atburði, hafa síðar skýrt frá því, að þeim hafi aldrei borizt tál eyrna fregnir iwn eða við- varanir við því, hvernig Þjóð verjar færu með Gyðinga. Kvæði Jevtusjenko er greinilega ögrun við andstöð- una gegn Gyðingum í Sovét- ríkjunum. Hann byrjar með orðunum: „Hér liggja hindr dauðu, gleymdu." Og ljóð hans verður að hrópi samúð- ar, — „þögult óp vegna þeirra þúsunda og aftur þúsunda, sem grafnir eru í þessari jörð“ Þegar hann stendur á þess- um stað, finnst honum sem sjálfur sé hann Gyðingur. Hann er Jesús á krossinum. Hann er Dreyfus. Hann er Anna Frank. Og ljóðinu lýkur á því að „þá fyrst, er síðasti vottur andstöðunnar gegn Gyðinguim hefur verið þurrk- aður burt úr þessum heimi, — þá fyrst megum við syngja Internationalinn". Það er — eins og gagnrýnandinn Henriik Neiendam hefur skrifað — „engin vafi á því, að Jevtus- jenko hefur hæft auman blett með þessu kvæði, með því að yrkja hávær og reiður um Gyðiniga-andróðurinn í Sovét- ríkjunum. Jevtusjenko hefur gengið í berhögg við stjórnmálarithöf- undana með því að gera að umtal'sefni mál, er skyldi kyrrt liggja, — og með þvi að tala af ástríðuþunga gegn því, sem opinberlega var látið við- gangast. En slíkt getur skap- að fordæmd og orðið hættu- legt — og því var það, að Krúsjeff lét einn af fulltrú- um sínum (um mdðjan okt. mánuð) vara ljóðskáld eins og Jevtusjenko við því, sem nefnt var „lítilmótleg lýðhylli." En það er vafasamt, að Jevtus- jenko láti þá aðvörun á sig fá. f kvæði, sem Jevtusjenko las upp á „degi ljóðlistarinn- ar“ sagði hann: „Ég mun standa fastur fyrir þar til yf- ir lýkur og skal aldrei verða annarra undirlægja." • í athyglisverðri ritgerð, sem sænski prófessorinn Nils Afce Nilsson, hefur skrifað um Jevtusjenko og sjónarmið hans, vekur hann athygli á því, að sú mynd, er Jevtus- jenko gefur af sjálfum sér og sinni kynslóð í Sovétríkjunum samræmist ekki í öllum at- riðum þeirri mynd, sem greina má í bókum, sem verðar hafa þótt Lenin verðlaunanna. Myndin, sem Jevtusjenko bregður upp, er þvert á móti í roeira samræmi við frásagn- ir erlendra fréttamanna og ferðamanna í Rússlandi. Þrátt fyrir h'inn óhóflega stjórnmála áróður má sjá, að meðal sov- ézkra ungmenna eru margir kynlegir kvistir, sem koma fyrir likt og ungmenni alls staðar annars staðar í heim- inum. Þau hafa gleði og á- nægju ai því að hlusta á jazz og horfa á Picasso, eru opinsfcá sjálfumglöð, tortryggin á full- mótuð sjónarmið hinna eldri og ofnotuð hugtök og orða- tiltæki. Prófessorinn leggur á það álheralu, að þegar Jevt- usjenko kallar sjálfan sig kommúnista, sem hann eflaust er, þá leggi hann gjarna á- herzlu á, að það séu hugsjón- ir Lenins, sem hann hyldi og, að hann hafi á valdatíma Staí íns og einnig að honum liðn- um séð verðmæti byltingar- innar svikin. Prófessorinn segir ennfrem: ur: „í mörgum ljóðum sín- um, kemur Jevtusjenko fram á sjónarsviðið, sem ungur mað ur ölvaður af hinum fjöl- skrúðugu tækifærum lífsins. Eða hann kemur fram, sem hinn rómantíski boðberi ung- feommúnista, sem bendir á það með stolti, að hann hafi eitthvað til þess að trúa á, sem ungir menn á Vestur- lönduim hafi ekki. En svo feoma augnablik umhugsunar oig efa. Þá lætur hann það uppskátt, að í sovézka kerfinu sé einnig mikið óréttlæti, hræsni og falis, sem vissu- lega ákalli reiði ungs manns. • Jevtusjenko leggur sjálf- ur enga dul á, að honum finnst hann tengdur Vesturlöndum, og hinum reiðu ungu mönn- um þeirra. Og list þeirra. Ár- ið 1958, áður en hann fær tækifæri til þess að heimsækja Bandaríkin, England, Kúbu, Finnland og fleiri lönd, segir hann í ljóði, að landamörkin hleypi í hann kergju. Hon- um finnst ömurlegt, að þekkja ekki Buenos Aires og New York. Hann vill geta ráfað um í London eins og hann lystir. Hann vill geta talað við alla og riðið um götur Parísarborgar í dögun, eins og drengur. Og hann þráir list sem er eins fjölþætt og hann sjálfur. Árið 1961 féfck Jevtusjenko fyrst tækifæri til þess að heimsækja England. Dvöl hans þar var mikill sigur, því að öllum gazt svo vel að þessu fallega ljóshærða Sov- étskáldi og aðlaðandi fram- komu hans, gáfulegum og ó- heftum sjónarmiðum. Meðal þess, sem hreif Jevt- usjenko mest í Englandi var — að því er hann sjálfur seg- ir — „hin athyglisverða kurt- eisi Englendinga," jazzhljóm- leikar hjá Louis Armstrong, Hertoginn af Argyll og heim- sókn í Soho-næturklúbbinn, „The Establishment". Jevtus- jenko hélt uppi vörnum fyr- ir twist-dansinn og saigði: „Per sónulega fæ ég efcki skilið, hvernig unnt er að kalla dansa „kapítalíska" eða „sósí- alíska.“ Um enska kurteisi sagði hann „Ef setja ætti á stofn alþjólegan skóla í fcurt eisi, yrðu kennararnir að vera enskir." Og um hljómleifca Armstrong: „Amstrong lék af inniblæstri, en ég tók eftir þvi, að þrátt fyrir allt, var þetta honum erfitt. Þegar þessi mikli trompetleikari lét gamm inn geisa, mátti í augum hans já votta fyrir barns- legri, frumstæðri sorg.“ Um heimsóknina til hertogans af Argyll í Inveraray sagði Jevt- usjenko. „Hertoginn var í þjóð búningi og mjög tignarlegur. Yfirleitt var hertoginn hríf- Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.