Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 16
16 jíOBcrivBr 4»i» Laugardagur 17. nóv. 1962 Sjötugur í dags Gunnlaugur Stefánsson kaupmaður í DAG á sjötugsafmæli Gunn- leugur Stefánsson, kaupmaður í Hafnarfirði. Hann er fæddur í Hafnarfirði og hefur alið aldur í HafnarHrði sinn allan þar í bæ. Foreldrar hans voru merkishjónin Sólveig Gunnlaugsdóttir og Stefán Sig- urðsson, trésmiður, sem bjuggu Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauðar- árporti þriðjudaginn 20. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Góðhestar — Hryssnr Nokkrir góðhestar, hryssur og góðhestaefni til sölu. Upplysingar að Fitjakoti Kjararnesi. sími um Brúarland. Þilplötur Plasthúðaðar með flísamunstri. J. Þcrláksson & Norðmann ht. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. Sendisveinn Röskur piltur eða stúlka óskast til sendiferða hálfan eða allan daginn. Eggert Kristjánsson & Co. ht. Gluggagirði n ý k o m i ð . Blikksmiðjan Sörli Hringbraut 121 — Sími 10712 næstum allan sinn búskap í Hafn arfirði. Gunnlaugur var aðeins 14 ára þegar faðir hans lézt. Ætlunin hafði verið, að hann yrði settur til mennta, en hann kaus heldur að leggja hönd á plóginn við hlið móður sinnar og systkinanna sex í strangri lífsbaráttu þeirra tíma, er fyrirvinnan féll frá. Gunnlaugur var einn af eldri systkinunum. Var hann og syst ir þeirra bræðra. Ingibjörg, er lézt vorið 1961, tvíburar. Það kom fljótt í ljós, að mann kostir Gunnlaugs voru óvenju- miklir. Afburðadugnaður og ár vekni vöktu strax athygli í fari 'hans. Jón Þórarinsson, fræðslu- málastjóri, réði Gunnlaug sem starfsmann sinn til fyrstu gos- drykkjaverksmiðju hér á landi, ,,Kaldá“. Vann hann þar 1 um það bil þrjú ár og var þá orðinn forstjóri þess fyrirtækis aðeins 17 ára að aldri. Eftir það fór Gunnlaugur til náms í bakaialðn og varð að þvi loknu yfirbakari hjá Einari Þorgjlssyni, útgerðar- manni. Leið ekki á löngu, unz Gunnlaugur tók bakaríið á leigu og starfrækti það um nokkum tíma. Er hér var komið fór Gunn- laugur í vaxandi mæli að hafa afskifti af viðskiptamálum. Stofn aði har-. nú og rak bæði inn- og útflutniugsverzlun auk smásölu verzlunar, sem hann starfraekti jafnan af einstökum dugnaði % forsjá, enda ,,sá Gunnlaugsbúð ávallt um sína“, þótt skortur væri á vörum. Gum.laugur hóf árið 1930 InnfZytjendur — IJtflytjendur — Innflyijendur r a s k r i f t hvað er IMPORT-EXPORT THE BRIDGE TO THE WORLD, og hvaða erindi á það við yður? EXPORT-IMPORT THE BRIDGE TO THE WORLD er við- skiptablað, sem tengir yður við allan hinn stóra viðskipta- } heim. ý Sendið fyrirspumir, og þér fáið svar Uui næi asamt svnis- g eintaki. j Höfum fyrirspurnir frá erlendum fyrirtækjum, sem vilja u eiga viðskipti við íslenzk. g Export-Import umboðið a Garðastræti 11, R. j- rekstur kaffibætisgerðar, og framleiddi um árabil hinn lands- þekkta -.affibæti G.S. Einnig rak hann kaffibrennslu. Áhugi Gunnlaugs a útgerðar- málum hefir allbaf verið mikill. Strax og efni stóðu til keypti •hann mótorbát til Hafnarfjarðar, og átti síðan þátt í stofnun ým- issa útgerðarfyrirtækja í Hafn- arfirði, þar á meðal nokkurra togarafyrirtaekja. í mörg ár hafði hann sjálfur vélbátaútgerð, að- allega frá Grindavik og Þorláks höfn, og henni samfara töluverða fiskverkun. Hér hefir verið stiklað á stór-i í starfsaevi Gunnlaugs Stefáns- sonar. — Þrátt fyrir umsvifa- mikil störf hefir hann gefið sér tíma til að staría að ýmsum fé- lags- og framfaramálum. — Hann hefir verið kvaddur til opinberra starfa, til dærnis sem meðdóm- andi í sjó- og verzlunardómi Hafnarfjarðar hin síðari ár. — í tómstundum siðustu ára hef ir Gunnlaugur stundað sauðfjár rækt. sér til ánægju og yndis, og haldið hjörð sína af mikilli alúð. — Þótt sauðkindin og trjágróð- urinn seu í margra augum and- stæður, hefir hann þar samein að sín hugðarefni, en hann hef- ir komið upp mjög fallegum og ’velihirtum trjágarði u.mhverfis hús sitt að Austurgötu 25. — Það hefir ávallt verið áber- andi í fari Gunnlaugs, hver&u hjálpsamur og örlátur hann hef ir verið og þá einkum þeim, sem minni máttar eru og undir hafa orðið í lífsbaráttunni. — Eiga margir Ijúfar minningar um gjaf mildi hans og góðsemi. — Gunn laugur hafði meðal annars for- göng-u um starfsemi, sem stóð fyrir því i lok síðustu styrjald- ar að safna fé og öðru til hjálp ar fátækum og munaðarlausum finnsku.n börnum. — Gunnlaugur er bókfús maður og listijngur og fróður vel um menn og málefni. — Er hann hress og skemmtilegur í allri frásö i, og andar hlýju og birtu í návis. hans. — Gunnlaugur er kvæntur Snjó ia.ugu G. Árnadóttur, prófasts frá Görðum. mestu ágætiskonu, og . þau þrjú börn, Stefán, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafn arfirði, Árna, héraðsdómslög- mann. og Sigurlaugu sem dvelst hjá foreldrum sínum. Aak þess ólu þau upp fósturdóttur, Sigur- jónu Jóhannesdóttur, búsetta í Reykjavík. Við, sem kynnzt höfum Gunn- laugi Stefánssyni, sendum hon- um á þessum merku tímamótum ævi hans hugheilar hamingju- óskir með þakklæti fyrir góð kyn.ii. — Gunnlaugur verður ekki heima á afmaelisdaginn. — Vinur. — Athugasemd frd skólanefnd Laugalandsskóla ÚT AF fréttagrein í dagblaðinu Tímanum, 10. nóvember síðast- liðinn, varðandi heimavistar- barnaskólann að Laugalandi í Holtahreppi, vill skólanefndin taka fram eftirfarandi: Á fundi skólanefndarinnar 29. ágúst sl. var skólastjóranum, Sæmundi Guðmundssyni, falið að leita fyrir sér um kaup á há- talarakerfi, sem hentað gseti barnaskólanum. Gert var ráð fyrir að nota mætti tækið á eftir- farandi hátt: 1) Til flutnings á útvarpsefni. 2) Til flutnings á efni af segul- bandi og plötuspilara, en hvort tveggja er nú þegar í eigu skólans. 3) Að koma tilkynningum og boðum til nemenda. 4) Að nemendur geti gert skóla- stjóra viðvart að næturlagi með hringingu, ef um veik- indi eða annað er að ræða, sem krefst skjótrar úrlausn- ar. 5) Að tengja við kerfið sjálf- virka klukku, sem hringir úr og í kennslustund. Fór skólastjórinn ásamt for- manni skólanefndar á fund fræðslumálastjóra og ræddu málið við hann. Síðar átti skóla- stjórinn aftur viðræður við fræðslumálastjóra, sem fór sjálf- ur ásamt skólastjóranum á fund Steinars Guðmundssonar, bygg- ingarverkfræðings, og leituðu þeir álits hans á málinu. Benti byggingarverkfræðingurinn á á- kveðna tegund tækja, sem hent- að gætu skólanum. í framhaldl af þessu var rætt við Einar Árnason, rafvirkjameistara á Hvolsvelli, og fer yfirlýsing hans hér á eftir: „Leitað hefur verið eftir til- boðum í hátalarakerfi, sem full- nægt geta bæði tal- og tónflutn- ingi. Ennfremur geti verið tal- rásir í nemendaherbergi frá aðal stöð, sem virka eins og innan- hússími. Ennfremur hefur verið leitað eftir tilboðum í hringing- arkerfi. Tilboða er í fyrsta lagi að vænta eftir mánuð. Ég vil taka það fram, að mér hefur aldrei verið falið að leita eftir neinum tilboðum í hlustunar- kerfi eða annast lagningu á slíku kerfi. Einar Árnason (sign.)“ Eins og ofanritaðar upplýs- ingar bera með sér, er áður nefnd blaðagrein ekki aðeins villandi, heldur bæði ósönn og rætin. Er fullyrt, að þegar hafi verið lagt hátalarakerfi í skól- ann og til þess bafi skólastjór- inn fengið fé eftir einhverjum óþekktum leiðum. — Hvort tveggja er rangt. Ekkert hátala- kerfí hefur verið lagt í skólann, og engu fé varið til slíkra fram- kvæmda, hvorki frá ríki né sveitafélögum. Laugalandi, 13. nóv. 1962. Skólanefnd Laugalandsskóla, ' Benedikt Guðjónsson, form., Hannes Guðmundsson, ritari, Sigurjón Sigurðsson, / ölvir Karlsson, ' Guðmundur Þorleifsson, Trausti Runólfsson, Sigurjón Pálsson. Hafnarfjörður Til sölu er fiskhjallur, ásamt tilheyrandi lóðarétt- indum við Garðaveg. — Upplýsingar gefur KRISTINN Ó. GUÐMUNDSSON, HDL. Hafnarstræti 16 — Sími 13190 kl. 3—6. Skrifstofustúlka sem getur annast enskar bréfaskriftir, sjálfstætt, óskast til starfa hjá stóru innflutnings- og iðn- aðarfyrirtæki. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Framtíð — 3066".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.