Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 22
22 M O P C T’X r>r'4 T>1Ð Lauffardaffur 17. nóv. 1962 Meistararnir keppa í kvöld Páll Kolka, Eðvarð og Ben G. Waage í nuddstofunni. — Ljósm.: Sv. Þ. SAIINA VistL a gufubaðs- og nuddstofa opnar REYKJAVÍKURMÓTINU í körfuknattleík verður haldið Clay rotaði í 4. lotu HINN ungi Cassius Clay upp- fyllti ailar vonir sem til hans voru gerðar í leiknum við Archie Moore í þungavigt, en leikurinn fór fram í Los Angel es I fyrrnótt. Clay vann á rothöggi er 1 mín 35 sek. voru af 4. lotu. Clay, sem er 20 ára, vann með þessum sigri sinn 16. sig- ur í röð í atvinnuhnefaleik- um. Hann hefur aldrei tapað keppni. Hann hefur heitið því að vera orðinn heimsmeistari í 21 árs. Og fyrir leikinn bauð þungavikt þegar hann verður Sonny Liston sigurvegaranum til kappleiks um heimstitilinn. Clay hafði spáð því fyrir leikinn, að vinna í 4. lotu. Það stóð hann við. Hann hafði leik inn í hendi sér frá byrjun og í 3. lotu náði hann raunveru- Iega úrslitahögginu. En Moore fékk hlé milli lota — en var síðan rotaður. 15000 áhoi-fendur voru yfir sig hrifnir og æstir. Clay lét bókstaflega höggin rigna yfir Moore, frá vinstri og hægri upp og alls staðar frá. Moore lá þrisvar í gólfinu í 4. lotu áður en hann var endanlega talinn út. í öll skiptin tók hann talingu upp að 8. Cassius Clay fékk varla högg á sig í leiknum, svo al- gera yfirburðir hafði hann. ÞAÐ er alveg sama hvað Poli- tiken segir — það er ekki búið að ákveða landskeppni milli Is- lendinga og Dana í frjálsum íþróttum næsta sumar. Hins veg ar standa samningar yfir, en málið er erfitt fyrir okkur af fjárhagslegum ástæðum. En við vonum að samningar takist og af keppninni yrði. Á þessa leið fórust Inga í>or- steinssyni stjórnarmanni í FRÍ orð er hann kom að mál við okkur í gær. Danir vilja efla sínar frjálsíþróttir og þeir vilja keppa við okkur, en þeir eiga líka í fjárhagsörðugleikum. Ingi kvaðst vilja taka þetta fraim vegna fréttar í Mbl. í gær um landskeppnina (sem höfð var eftir Politiken) og einnig leið- rétta að FRÍ hefði ekki látið frá sér heyra. Það hefur FRÍ gert að því leyti að skýrt hefur verið frá þvi að samningar standi yfir. — Hvernig standa þessir samn áfram nú um helgina. f kvöld, laugardagskvöld kl. 8,15 verða tveir meistaraflokksleikir á Há- logalandi. Þá leikur Ármann gegn K.R. og síðan f.R. gegn K.F.R. f þessum liðum eru allir landsliðsmenn okkar að einum undanskildum og verður því fróð legt að sjá, hvort þeir hafi ekki vaxið að reynslu og tækni eftir utanförina. Það má teljast fullvist, að leikurinn f.R. — K.F.R. verði mjög spennandi, en þessi fé- lög hafa oftast barizt um efsta sætið í mótum hérlendis und- anfarin ár. Einnig verður fróð legt að sjá, hvemig hinir ungu og óreyndu K.R.-ingar standa sig gegn Ármenningum, sem á íslandsmótinu í ár veittu Í.R. harðasta mótspymu. Annað kvöld, sunnudagskvöld kl. 20,15 verður aftur leikið og mætast þá yngri flokkarnir. Verða leikirnir þá eins og hér segir: IV. fl. K.F.R. — ÍR c-lið II. fl. Ármann — K.R. c-lið II. fl. Í.R. — K.R. a-lið. Síðasti leikurinn er í raun og veru úrslitaleikurinn í öðrum flokki og má þá búast við mjög spennandi leik, en Í.R. hefur tveimur landsliðsmönnum á að skipa. Einnig verður skemmti- legt að sjá, hvort íslandsmeist- urunum Ármanni tekst að sigra c-lið K.R., en Ármann tapaði eins og kunnugt er fyrir b-liði K.R. á dögunum. Ungverjar til Norðurlanda UNGVERJALAND leikur lands- leik í knattspyrnu bæði við Svía og Dani næsta sumar. Ungverjar leika í Stokkhólmi 5. maí n.k. og í Kaupmannaíhöfn 19. maí. Ungverjar leika auk þess lands- leiki við Austurriki, Tékkósló- vakíu, Rússland, Júgóslóvíú og Ítalíu. ingar? — Við fulltrúar fslands á Norð urlandaþinginu skýrðum Dönum frá því að við gætum ekki alltaf greitt allan kostnað og fórum fram á framlag frá þeim. Þeir buðu 10 þús. kr. danskar upp í kostnað. Við höfum ekki ennþá fundið ráð til að brúa bilið fyrir það — en um þetta allt standa samningarnir. Kannski fáum við Dani til að borga meira. — Er fleira á döfinni hjá FRÍ? ir Unglingar út . . . — Já við erum með mörg jám í eldinum og nutum mik- illar vinsemdar af hálfu norr- ænu fulltrúanna. Norðmenn, Svíar og Finnar hafa unglingalandskeppni næsta ár. íslendingar og Dan ir fengu á ráðstefnunni leyfi til að senda „gesti“ í einstak- ar greinar þeirrar keppni. Verður þetta skemmtilegt NUDD og gufubaðstofan Sauna verður opnuð í dag að Hátúni 8. Eigandi stofunnar er Edvarð Hinriksson (Mikson). Eins og nafnið bendir til er gufubaðstofan að finnskri fyrir- mynd. Teikningar að henni eru frá Finnlandi. Eðvarð lagði áherzlu á það í viðtali við Morg- unblaðið í gær, að margir góðir menn hefðu hjálpað sér með að koma gufubaðstofunni á fót, m. a. hefðu tryggingarfélögin stutt hann til þess. Kvaðst hann þessum aðilum mjög þakklátur. Gufubaðstofan er í nýjum og sérlega vistlegum húsakynnum. í sjálfu gufubaðinu er hitinn 70—80°, en getur verið 100° Þar er alltaf hreint og nýtt loft gegn um loftræstikerfi. Hitinn hefur svipuð áhrif á heilbrigt fólk og létt gönguferð. Hjart- veikt fólk þolir baðið yfirleitt, en rétt er þó að spyrja lækni í slíkum tilfellum. verkefni fyrir okkar ungu menn. Þeir fá að reyna sig gegn beztu jafnöldrum sínum á Norðurlöndum og þá kemur í ljós hvað þeir geta í góðri keppni. Gaman væri að geta sent 6—8 menn á þessa keppni, en slíkt er undir mörgu komið. Keppnin er í Helsingfors 31. ágúst og 1. sept. . ... og tugþrautarmenn. Þá bárust Dönum, Svíum, Finnum, Norðmönnum, Rúss- um og Pólverjum boð frá V.- Þjóðverjum um að senda 4 beztu tugþrautarmenn frá hverju áðurnefndra landa til Lubeck og færi þar fram eins konar sveitakeppni milli land anna í tugþraut. Við íslend- arnir gerðum það að tillögu okkar að ísland myndaði sveit með Dönum. Danir eiga ekki nema 2 frambærilega menn Fyrst er farið í heita sturtu, svo í gufubað í 10—15 mínútur, næst í kalda sturtu, síðan í gufu- bað í nokkrar mínútur og loks Verðlaun og bikar afhentir FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDIÐ gengst fyrir fundi með frjáls- íþróttamönnum í sal Bygginga- þjónustunnar, Laugavegi 18 A á sunnudaginn kl. 5 síðdegis. Á fundinum verða íslandsmeistur- um 1962 afhentir bikarar er þeir unnu í sumar. Einnig verða af- hent verðlaun fyrir unglinga- og drengjameistaramót íslands inn- anhúss og að lokum verður sýnd íþróttakvikmynd. Allir þátttakendur íslandsmóts ins 1962 eru velkomnir á fund- inn. og við eigum 2 mjög góða. Þessi sameiginlega sveit yrði því sterk. Þetta var samþykkt og nú stendur aðeins á því að við báðum um að allur kostn- aður yrði greiddur frá Reykja vík fyrir ísl. þáitttakendurna eins og hinir fá allt frítt. Við erum bjartsýnir á að svarið verði jákvætt. •k Ýmislegt fleira er á döfinni sem síðar verður skýrt frá, sagði Inigi. En hann undirstrikaði að fjárhagur allra frjálsíþróttasam- banda á Norðurlöndum væri erf- iður. Td. hefðu Svíar verið með Vz millj. s. kr. halla á s.l. ári. Af þeim sökum hefðu þeir aftur kallað keppni B-liðs síns við B.- lið Noregs og A-lið Danmerkur. Fjárhagurinn er alls staðar hinn erfiði þröskuldur. En getum við leyst þann hnút er hægt að komast í nána og góða saxrwinnu við Norðurlöndin. er hvílzt á legubekk í 10—15 mínútur. Þeir sem vilja geta feng ið nudd, háfjallasól og innfra rauða geisla. í gufubaðstofunni er hitakassi (n.k. gufubað) fyrir þá, sem ekki þola að fá hita í lungun og enn- fremur verður þama baðker, þar sem hægt verður að fá nudd með vatnsgeislun. Það kemur sér einkum vel fyrir þreytu í vöðv- um og gigt. Kona Eðvarðs Hinrikssonar, frú Sigríður Bjarnadóttir, verður manni sínum til aðstoðar við rekstu* gufubaðstofunnar. Opið verður frá klukkan 9 ár- degis til 7 síðdegis. Þá verður hægt að fá alla þjónustu. Frá 7—10 síðdegis verður hægt að fá gufubað eingöngu. Á sunnudög- um verður opið fyrir gufubað frá 9 til hádegis. Þeir sem vilja geta keypt mánaðarkort og þá afsláttur veittur. Dunir kunnn oð gleðjnst ÞAÐ er oft líf og fjör í tusk. unum í Danmörku og Danir kunna manna bezt að gleðjast á góðri stund Þaö sýnir ekki sízt að Esbjerg sem næsta sunnudag Iryggir sigur sinn í dönsku keppn inni í knattspyrnu, ætlar að hafa margfalt hóf. Félagið býður 80 gestum, leikmönnum, konura þeirra og gestum til Hafnar þar sem sá leikur fer fram sem stað- festir sigur þeirra. Leikmennirn ir koma á laugardag, konur iþeirra á sunnudag. Allir, 80 manns, búa á Hótel Evrópa á kostnað félagsins. Samtímis er undirbúin í Es- bjerg mikil hátíð. Er í ráði að ihalda útidansleik á knattspyrnu- velli félagsins. Er búizt við mörg um þúsundum gesta jafnvel svo að aldrei hafi fleiri verið á vell- inum samtímis. Þetta á að vera sigurhátið „sæl og blíð“. Þeir ungu fá tækifæri og tugþrautarm enn fría för

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.