Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. nóv. 1962 tJtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigarður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Áðalstræti 6. Auglýsingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakdð. ÞOLA EKKI FRÉTTA- FLUTNING að vakti athygli á Alþingi í fyrradag, að Lúðvík Jósefsson, þingmaður komm- únista, réðst með skömmum að útvarpinu og fréttaflutn- ingi þess frá umræðum á Al- þingi. Hafði Lúðvík auðheyri lega liðið illa við að heyra hlutlaust skýrt frá orðaskipt- um, sem urðu í umræðum um almannavarnir, og er honum það út af fyrir sig vorkunn. Þess ber að gæta, að það voru kommúnistar sjálfir, sem hófu almennar umræð- ur um utanríkis- og varna- mál í sambandi við afgreiðslu frumvarpsins um almanna- varnir. Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, svaraði þeim þá, og það, sem Lúðvík Jósefssyni gramdist, var, að rök ráðherrans skyldu koma fyrir eyru almennings í út- varpinu. Kommúnistar hafa farið hinar mestu hrakfarir í þess- um umræðum, sem þeir sjálf- ir stofnuðu til, en eru svo einfaldir að halda, að þeir geti skellt skuldinni á frétta- menn útvarpsins. Það á að vera þeirra sök, að þessar um- ræður hafa orðið kommún- istum til óþurftar. Auðvitað er þetta hinn mesti afglapaháttur. Útvarp- ið gerir ekki annað en skýra rétt frá umræðum, en það er eins og fyrri daginn, að kommúnistar þola alls ekki frjálsan og réttan fréttaflutn- ing. SJÓMENN EIGA AÐ SEMJA ins og skýrt hefur verið frá hafa útvegsmenn nú boð- ið samninganefnd sjómanna að fallast á sömu kjör og samið hefur verið um á Akranesi og víðar. Má segja að þeir hafi þannig gert það, sem hægt var að ætlast til af þeim eins og málin horfa við. Þegar Akranessamkomu- lagið hafði verið gert, sagði Mbl., að deilan hlyti að leys- ast annars stáðar á sama eða svipuðum grundvelli. Öðru vísi getur þetta ekki farið. Það er þess vegna tilgangs- laus þvermóðska af hálfu samninganefndar sjómanna, að stöðva flotann enn út af hreinu lítilræði. Um það má endalaust deila hvaða skipti séu hin einu réttu, en það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Þegar samningar hafa verið gerðir á nokkrum stöðum, hljóta þeir að vera vísbend- ing um það, hvernig semjast muni annars staðar. Með hliðsjón af þessum staðreynd- um á þegar í stað að leysa deiluna, því að svo lítið ber á milli, að það getur engum verið til hagsbóta að halda henni áfram. Vera má, að eitthvað sé hægt að hnika til lokatilboði útvegsmanna, þótt þeir segi svo ekki vera og hafi nú gert það, sem hægt var að ætlast til af þeim. Aðalatriðið er, að deiluaðilar setjist niður í bróðerni og viðurkenni það hvorir um sig, að nú sé í raun ijjni ekki lengur orðið um kjaradeilu að ræða, heldur stífni, sem engum getur þjón- að. — FRAMSÖKN OG EBE Framsóknarmenn eiga að * vonum í hinum mestu erfiðleikum með að rökstyðja þá afstöðu sína í Efnahags- bandalagsmálinu, að sjálf- sagt sé að bíða og sjá hverju framvindur, áður en við ís- lendingar óskum tengsla við bandalagið, en lýsa því jafn- framt yfir, að þeir séu þegar vissir um, hvað sé heppileg- ast að gera. Það getur út af fyrir sig verið skynsamlegt að bíða, en þann biðtíma á auðvitað að nota til að kynna málstað ís- lands sem rækilegast og þar að auki til að kynnast öllum hliðum þessa flókna máls. En engin leið er að skilja það, að bið sé nauðsynleg, ef mexrn eru fyrirfram sannfærðir um, hvernig við eigum að haga umsókn okkar um tengsl við bandalagið. Sannleikurinn er líka sá, að Framsóknarmenn hafa enn einu sinni fallið í þá freistni að taka ímyndaða flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni. Þeir hafa viljað verða við þeirri kröfu kommúnista að hætta heil- brigðu samstarfi í þessu máli við aðra lýðræðissinna og lýsa því yfir, að alls ekki komi til greina, að við ís- lendingar sækjum um neins konar aðild að bandalaginu, jafnvel þótt öll V-Evrópa væri á þann hátt sameinuð, þ.á.m. hlutlausu ríkin, sem ekki síður en við vilja gæta sérstakra hagsmuna sinna. Þessi afstaða Framsóknar- manna er svo óábyrg að hana þarf að víta. Það er hlutverk kjósenda, þegar þar að kem- ur. — Stalín lét handtaka syni Mikoyans ÞEGAR kona Anastas Mikoy- an, fyrsta aðstoðarforsætisráð- herra Sovétríkjannia var jarð- sett í Moskvu í s.l. viku, ók maður hennar um Kúbu með Fidel Castro, forsætisráðherra og skoðaði bóndahæi og plant ekrur á eyjunni. Fjórir synir Mikoyans og koniu hans voru viðstaddir jarðarför móður sinnar, en hún vax grafin í Novodevichi grafreitnum í Moskvu. Við jarðarförina hélt Ivan Shau- myan, vinur fjölskyldunniar, sem er ættaður frá Armeníu eins og Mikoyan, ræðu, og varpaði skugga fortíðarinnar yfir hina hátíðlegu athöfn. Shaumyan upplýsti í ræð- unni, að á árum síðari heims- styrjaldarinnar hefði Stalin látið handtaka tvo yngstu syni Mikoyans og sent þá til Síberíu. En þá var Mikoyan helzti trúnaðarmaður Stalins í ríkisstjórninni og varnarmála- ráðinu. í minningarorðum sínum um frú Mikoyan, sagði Shau- myan: — Enginn veit hve oft hún lá andvaka í óvissu um hvort börn hennar myndu koma aftur úr útlegðinni. Mikoyan e. nú 67 ára og hef ur verið aðstoðarforsætisráð- herra frá 1937. Á árunum 1942-—45. var hann, við hlið Stalíns, æðsti maður varnar- ráðsins, sem bar ábyrgð á hernaðaraðgerðum Sovétríkj- anna. Mikoyan er þekktur, sem dugmikill stjórnandi og skipuleggjari Á stríðsárun- um fjallaði ham. aðallega um efnahagshliðar hernaðarað- gerðanna. Á þessum árum og allt fram til 1949, var Krúsjeff ekki í Moskvu og á stríðsár- unum var hann meðlimur her- ráðsins í Stalíngrad, en á þeim vígstöðvum féll elzti son ur Mikoyans, sem var flug- maður. Mikoyan lifði af styrjöldina Anastas Mikoyan Og ágreiningurinn, sem vlrð- ist hafa risið með honum og Stalín, varð honum ekki að falli. Mikoyan hafði persónuleg- ar ástæður til að fordæma að gerðir Stalíns. Og ræðan, sem haldin var yfir líkbörum konu hans skýrir e.t.v. hvers vegna hann varð fyrstur til að ráð- ast á Stalín og einræðisstjórn han.s, á 20. flokksþir.ginu í Moskvu 1956, þremur árum eftir dauða Stalíns. Þá sakaði hann Stalín m.a. um að hafa fótumtroðið lýðræðið og mis- notað hina samvirku stjórn. Einnig sakaði Mikoyan Stalín um það, að hann hefði ofsótt sovézka borgara og borið á þá lognum sökum. Er sennilegt að hann hafi þá hugsað til sona sinna. Aætlun um íbúðabyggingaþörf Reyk- víkinga næstu 2 áratugi senn tilbúin Guðmundi Vigfússyni borgar- fulltrúa kommúnista um það, hvað liði framkvæimd samþykk't og fyrr segir, að áætlun þessi geti að öllum líkindum legið fyr- ir fyrir næsta fundi borgarstjórn- ÁÆTLUN um íbúðabygginga þörf í Reykjavík á næstu 20 árum verður að öllum líkind- um lögð fyrir næsta fund borgarstjórnar Reykjavíkur, að því er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, upplýsti á borg- arstjórnarfundi í fyrradag. Kom þetta fram, er borgar- stjóri svaraði fyrirspurn frá STYRKTARFÉLAG vangefinna hefur merkjasölu meðal almenn ings á sunnudaginn kemur, 18. nóv. Skólabörn um land allt munu annast söluna fyrir félag- ið. Á Akureyri starfar sjálfstætt félag að málefnum vangefinna, og sér það um sölu merkjanna í Eyja firði. Ennig má geta þess, að félagið rekur nú happdraetti til tekju- öflunar fyrir starfsemi sína, og verður dregið í því 23. des. nk. Miðar eru til sölu hjá 120 um- boðsmönnum félagsins um land allt. Vinningar eru 8, þ.á.m. Volks wagen-bifreið, flugferðir og skipa ferðir til útlanda. Láta mun nærri, að síðan félagið hóf göngu sína í marz 1958 hafi það lagt fram hálfa milljón króna að með altali á ári til byggingafram- kvæmda fyrir vangefið fólk, og hafa happdrættistekjur átt mest- an þátt að því að gera þáð kleift. Byggingu dagheimilis fyrir ar borgarstjórnar frá lö. febr. s.l., þar sem hagfræðingi borg- a-'innar var falið að semja á- ætlun um íbúðabyggingaþörf í Reykjavík á næstu 20 árum. Hafði borgarstjóri fengið þær upplýsingar hjá hagfræðingi borgarinnar, Gunnari Viðar, eins vangefin börn er nú lokið og full ur rekstur að hefjast. Heimilið er staðsett í Safamýri 5 og heitir „Lyngás“. í þjónustu félagsins vegna dagheimilisins eru læknir, sálfræðingur, talkennari og fönd urkennari. Byggingarkostnaður heimilisins var nálægt þremur milljónum króna. Félagið naut framlaga frá Reykjavíkurborg og Styrktarsjóði vangefinna vegna byggingarinnar, og mun hvor þeirra aðilja hafa greitt fjórðung kostnaðar, en félagið útvegaði helming fjárins. 40 börn rúmast á heimilinu og komast færri að en sótt hefur verið um fyrir. Á þessu ári hefur Styrktarfé- lag vangefinna veitt fimm náms- styrki handa þeim, er héðan hafa farið til náms erlendis með það takmark fyrir augum að gerast færir um að annast vangefið fólk. Skrifstofu rekur félagið nú á Skólavörðustíg 18, ar, eða ef... u.þ.b. hálfan mán- uð. Leikfélag Akur- eyrar frumsýnir gamanleik AKUREYRI, 15. nóv. Fyrsta verkefni Leikfélaigs Akureyrar á þessum vetri var frumsýnt sl. þriðjudagskvöld. Er það gamanleikur í 3 þáttum o-g nefndist „Ránið í kránni" eftir bandaríska leikritahöfundinn Frederiok Jackson. Leikstjóri er Ragnhildur Stein.grímsdóttir. Með aðalhlutverk fara Guð- mundur Gunnarsson, Kristjana Jónsdóttir og Anna María Jó- hannsdóttir. Leiknum var mjög vel tekið, og bárust leikstjóra og leikendum blóm í leiksloik. — St. E. Sig. 7 úebstrar ó 3 dögnia Akureyri, 15. nóv. NOKKUÐ hefur verið hér um bifreiðaárekstra undanfarna daga Ekki hafa slys hlotizt af á mönn- um, en stundum alvarlegar skemmdir á bílunum. í fyrra- dag urðh 3 allharðir árekstrar, í gær varð 1 árekstur. og í dag urðu þeir 3. Snjóföl er á göt- uim bæjarins, og kann það að valda nokkru, en þó virðist ekki mi'kil nálka í snjónum. Mikið frost var í gærkvöldi, allt upp í 14 gráður. Kl. 8 í morgun var 10 gráðu frost, en það fór minnk- andi, er á daginn leið. — Daghe[mili fyrir van- gefin börn fullbúið Merkjasala Styrktarfélags vangefinna á sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.