Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1962, Blaðsíða 8
ð MOKGHTSItT AniB tÆttgardagur 17. nóv. 1962 kr. fántaka til ra framkvæmda Á FTJNDI efri deildar í graer var tekið til umræðu frumvarp ríkisstjórnarinrjar um, að Al- þingi heimili ríkisstjórninni að taka 2 millj. sterlingspunda lán til margvíslegra framkvæmda. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og fjárhagsniefndar. Gurmar Thoroddsen fjármála- ráðherra skýrði frá því, að rík- isstjórnin hefði í undirbúningi margvíslegar framkvæmdir og reynt að gera sér grein fyrir, hvernig fjár skyldi aflað til iþeirra. Þar er um að ræða fram kvæmdir á vegum ríkisins og ríkisstofnana annars vegar og hins vegar á vegum einstaklinga og félaga þeirra og samtaka, sem leitað hafa eftir stuðningi ríkisvaldsins. Nefndi ráðherrann í stórum dráttum nokkur við- fangsefnanna, svo sem stuðning við útflutningsiðnaðinn og ekki sízt síldarvinnsluna, hafnargerð- ir, en brýn nauðsyn er að gera stórátök til að bæta hafnarskil- yrði viðs vegar um land, raf- orkumál, bæði framkvæmd 10 ára áætlunarinnar, virkjunar- rannsóknir, sem kosta mikið fé, virkjanir og stórvirkjanir. Þá nefndi hann vegamálin, lausn húsnæðismálanna, eflingu iðnað arins, smíði dráttarbrauta skipa smíðastöðva o.fl. Til öflunar fjárins kvað ráð- herrann ýmsar leiðir fyrir hendi. í fyrsta lagi, hvað er hægt að gera ráð fyrir miklum opinber um framlögum. í öðru lagi, hvað á að gera ráð fyrir að banka- kerfið sjálft geti veitt mikið fé til framkvæmdanna og veltur það að sjálfsögðu mikið á þvi, að áfram haldi sú ánægjulega þróun, sem verið hefur nú um 2—2% árs skeið með aukinni sparifjáraukningu landsmanna. í þriðja lagi koma svo lánamögu- leikar ýmissa sjóða, svo sem atvinnuleysis og tryggingarsjóða, og loks erlend lán. Kvað ráðherrann Seðlabank ann og þá fyr3t og fremst dr. Jóhannes Nordal hafa kannað möguleika til erlendrar lántöku og unnið að þeim athugunum er- lendis, er fram koma í frum- varpinu. Þeim samningaumleit- unum sé nú svo langt komið, að ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að fá heimildarlög til að Ijúka þeim samningum. Hér er um að ræða að taka allt að 2 millj. sterlingspunda lán í Englandi, eða 240 millj. kr. Mundi lánstím- inn verða til langs tima, 25—26 ár. Lánið yrði afborgunarlaust fyrsta 5% árið, sem ráðherrann kvað ekki sízt þýðinga-rlítið, þeg ar þess er gætt, að skuldabyrð- in út á við vegna lána og skulda til skamms tíma er þung nú í ár og næstu ár. Vextir má bú- ast við að verði 6,5%. En til að ganga frá lántökunni kvað ráð- herrann nauðsyn að fá þá heim- ild, sem greinir í frumvarpinu. Og eftir þeirri timaáætlun, sem gerð hefði verið væri nauð- synlegt að afgreiða málið föstu- daginn 23. nóv. og mæltist hann því til þess, að nefndin greiddi fyrir, að málið fengi greiða af- greiðslu. íslenzka ríkið hefur tekið mörg lán á undanförnum árum, en mörg þeirra lána hafa feng- izt fyrir atbeina og fyrirgreiðslu annarra ríkisstjórna, en ekki á vegum á almennum lána eða viðskiptagrundvelli. Um þetta lán, sem hér um ræðir, er á ann an veg farið og það er vafalaust mjög mikilvægt, að nú eru horf ur á því, að Islandi takist að komast inn á peningamarkaði. heimsins á hreinum viðskipta- grundvelli. Loks kvað ráðherr- ann ekki óeðlilegt, að fram kæmu frá Alþingi óskir um, að ná- kvæmar yrði ákveðið, hvaða upp hæð skyldi ganga til hverra fram kvæmda, en eins og sagt væri í greinargerð þá væru ekki mögu- leikar á því nú, að framkvæma endanlega skiptingu fjárins. Lántakan réttmæt. Ólafur Jóhannesson (F) sagði m.a., að það gæti í sjálfu sér oft verið réttmætt að taka erlent lán til framkvæmda. Nú væri þess mikil þörf, þar sem naum- ast yrði ráðizt í nauðsynlegar framkvæmdir með öðrum hætti. Kvað hann framsóknarmenn fylgja því, að heimild yrði veitt til lántökunnar, en að sjálfsögðu skipti miklu % , máli, til hverja framkvæmda ætti að verja ■y, . lántökunni. ^ . ,.v Langoftast ef ekki ætíð hefði það verið svo, er lánheimild hefur verið veitt, að jafn- framt hefur verið ákveðið, til hverra framkvæmda henni skyldi v^arið. En þar sem um svo mikið fé, 240 millj. kr., væri að ræða, sé eðlilegast að annað hvort þingkjörin nefnd eða sér staklega verði ákveðið með lög- um, hvernig láninu skuli ráð- stafað. Sagðist hann viðurkenna, að kostur væri að fá lánið til svo langs tíma, en hins vegar mætti segja, að vextirnir væru nokkuð langir, en um það mætti ræða nánar í nefnd. Loks kvað hann framsóknarmenn mundu vinna að því að greiða götu frumvarpsins, svo að ekki ætti að standa á afgreiðslu málsins. Hvers vegna ekki í Bandaríkjunum? Finnbogi Rútur Valdimarsson (K) kvað ýmislegt óvanalegt um þessa lántöku. M. a. að báð- um deildum væri ekki ætluð nema vika til af- | greiðslu málsins. Spurði hann, hvort hætta væri á, að féð gengi ríkisstjórn inni úr greip- um, ef ekki yrði gengið frá samn ingum á ákveðnum degi, eða hvort ríkisstjórnin hefði þegar samið um lánið. Loks kvað hann höfuðatriði málsins að Alþingi fengi hæfilegan frest til af- greiðslu þess og að Alþingi tæki lokaákvörðun um ráðstöfun fjár ins. Almenn og viðunandi lánakjor. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra þakkaði ÓJ góðar und- irtektir, en gat þess jafnframt, að eins og hann hefði ymprað á í frumræðu sinni, teldi hann ekki óeðlilegt að óskir kæmu fram um nákvæmari ákvæði um ráðstöfun lánveitingarinnar, en hann hefði gert grein fyrir, hvaða örðug- leikar væru þar á vegi. Hins vegar tjáði hann sig reiðubúinn að athuga í samráði við fjár- hagsnefnd, að hve miklu leyti væri hægt að koma til móts við óskir ÓJ. Því hefði verið haldið fram, að oftast eða ætíð hefði verið ákveð ið í lánsheimildinni, til hvaða framkvæmda lánið ætti að ganga. Kvað hann það hafa verið sitt á hvað og ýmsar lánsheirh- ildir án nokkurra ákvæða þar að lútandi, svo sem vörukaupa- lánin bandarísku, sem hann ætl- aði að mundu nema nokkrum hundruðum milljóna frá upphafi, en þó algjörlega lagt á vald ríkisstjórnarinnar, hvernig þeim skyldi ráðstafað. Hitt væri rétt, að það hefði oftlega verið ákveð ið með lögum. en sú regla væri fjarri því að vena án undantekn inga. Varðandi þá skoðun OJ, að vextirnx. væru nokkuð háir, kvaðst ráðherrann gera ráð fyr- i, að þeir væru eftir því sem almennt væri og algengt á brezkum launamarkaði og þeir, sem gerzt þekktu til, mundu telja lánskjörin viðunandi. Þá neitaði ráðherrann því, að ríkisstjórnin hefði þegar samið um lánið, enda væri það henni óheimilí. Hins vegar væru hin eðlilegu vinnubrögð þau, að fyrst væri athugað, hvort möguleikar til lántöku væru fyrir hendi og síðan leitað samþykkis Alþingis til lántökunnar. Ástæðan til, að fresturinn til afgreiðslu lánsins er svo skammur, að ætlunin er að bjóða lánið út í desember, en ríkisstjórnin taldi rétt, að fresta ekki lántökunni, þar eð viðhorf á lánamarkaðinum getur tekið mjög snöggum breytingum. Tvær spennistöðvar í Kringlu- mýri í notkun um mánaðamót — og hin; þriðja skömmu síðar UM N.K. mánaðr ~nót, þ.e. nóv. — des., hafa verið tekna r í notk n 2 spennistöðvar í Kringlu mýrarhverfi, og mun þá vera viðunandi spenna þar. Að undan- förnu hefur verið við talsverða erfiðleika að etja í þessu borg- arhverfi vegna þess að verktak ar þeir, sem tóku að sér bygg- ingu þriggja spennistöðva í hverf inu, stóðu ekki við gerða samn inga, svo að Rafmagnsveita Reykjavíkur varð að lokum að taka verkið af verktaka og taka sjálf ao sér byggingu stöðvanna. Þessar tvær stöðvar eru að Álfta mýri 8 og Háaleitisbraut 36, og 10.—15. des verður þriðja stöð in í hverfinu, sem gert hafði ver ið ráð fyrir á þessu ári, að Álfta mýri 36, fullgerð til notkunar. Þessar upplýsingar komu fram við umræður í borgarstjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag, er Geir Hallgríimsson svaraði þar fyrirspurn frá borgarfulltrúa Allþýðuflokksins, Óskari Hall- grímssyni, um byggingu spenni- stöðva i Kringlumýrar'hv’erfi. Er hér um að ræða ibúðarhverfi það sem er í bygigingu norðaustan af gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar, við göturnar Álftamýri, Safamýri, Starmýri og Háaleitisbraut. Þegar hverfi þetta verður fullbyggt er gert ráð fyrir, að þar verði 7 spenni- stöðvar, og eru allar lagnir mið aðar við það. Samkvæmt upp- lýsingum, sem borgarstjóri kvað sér hafa borizt frá rafmagnsstjór anum í Reykjavík og yfirverk- fræðingi rafmagnsveitunnar hef ur verið gert ráð fyrir þvi, að á þessu ári yrðu 3 af þessum stöðv um byggðar, en það hefði verið fullnægjandi fyrir þær íbúðir, er teknar verða í notkun í hverf inu á þessu ári. Hafa verið sett ar loftlinur um allt hverfið til notkunar meðan á byggingu í- búðarhúsa stendur. Bygging spennistöðvarhúsanna var boðin út og samningur gerð ur um, að verkinu yrði lokið fyrir 15. júlí. Hins vegar dróst verkið, og að lokum var það tekið af verktaka í byrjun sept ’emJber. Tók Rafmagnsveita Reykjavíkur þá sjálf að sér bygg ingu þeirra. Verður þeim lokið nú í þessum mánuði, þannlg að hægí verður að flytja í þær nauð synleg tæki. Og vegna þess drátt ar, sem varð á verkinu, var sett upp bráðabirgðaspennistöð við Álftamýri 8, sem tekin var í notk un um miðjan október. Samkvæmt áætlun Rafmagns veitu Reykjavíkur og miðað við ástand verksins nú, munu 2 af hinum 3 spennistöðvum, þ.e. Álftamýri 8 og Háleitisbraut 36, hafa verið teknar 1 notkun um mánaðamót nóv. — des., og mun þá verða viðunandi spenna í þeim íbúðum, sem teknar hafa verið í notkun í hverfinu. Enn- fremur er reiknað með, að þriðja stöðin, að Álftamýri 36, verði fullgerð til notkunar á tímabil- inu 10. — 15. des. n.k. ÓSkar Hallgrímsson þakkaði borgarstjóra þær upplýsingar, sem hann hafði gefið um mál þetta. Kvað hann þær staðfesta það, sem sig hefði grunað, þ.e. að dráttur hefði orðiö á bygg- ingu unræddra spennistööva vegna þess að verktaki hefði ekki staðið við gerða samninga um byggingu þeirra. Aðafatriðið aö lausn er fengin Á FUNDI efri deildar í gær gerði Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra grein fyrir frum- varpi á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Samkomulag við BSRB Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra gat þess í upphafi ræðu sinnar, að á síðasta vori hefði verið samþykkt lög um laun og kjör opinberra starfsmanna. Þar væri gert ráð fyrir, að opinberir stafsmenn og ríkisstjórnin reyni fyrst að ná samkomulagi um launakjörin. Ef það tekst ekki, skuli ágreiningurinn ganga til sáttasemjara og loks til kjara- dóms og síðan taka gildi 1. júlí 1963. Nokkuð væri nú umliðið síðan sj úkr ahúslæknar gerðu kröfur um allháa kauphækkun og ljóst, að þeir mundu ekki una því, að bíða til 1. júlí. Að lokum hefði sú leið verið fundin til lausnar, að kjaradómurinn skyldi gilda aftur fyrir sig, frá 1. ágúst sl. og hefði stjórn BSRB lýst yfir, að hún mundi ekki gera samskonar kröfur til handa öðr- um opinberum starfsmönnum. Alþingi ókunnugt um aðdragandann Alfreð Gíslason (K) kvaðst hafa saknað þess, að fjármálg- ráðherra skyidi ekki rekja gang læknamálsins, sem hann taldi sér staka ástæðu til að rekja á Al- þingi, þar sem allir alþingis- menn væru þess um málum of ókunnugir. Rakti hann síðan sögu málsins ogkomst að þeirri niður- stöðu, að ríkis- stjórnin hefði farið með fullnað- arsigur af hólmi. Bjarni Benediktsson heilbrigð- ismálaráðherra kvað það vissu- lega misskilning hjá AG, að ekki hafi verið gerð grein fyrir mál- inu á Alþingi og þess vpgna sé alþingismönnum ókunnugt um það. Ekki sé 1 nema um hálfur S mánuður síðan málið var all- I ifgy- Æ ítarlega rætt í ' ® sameinuðu þingi §| og hefði AG hald ið þar ræður um málið og skýrt sína skoðun, en hann sjálfur gert grein fyrir skoðun ríkisstjórnar- innar og kvaðst hann ekki sjá ástæðu til að endurtaka þau rök. AG hefði haldið því fram, að ríkisstjórnin hafi gersigrað lækn ana. Kvaðst ráðherrann ekki mundu ræða það, það yrði hver að meta fyrir sig. Kvað hann ein- ungis skýra frá því, að formaður Læknafél. Reykjavíkur hefði í blaðaviðtali taiið þessa lausn skynsamlega, þótt hann hafi ját- að, að læknarnir hafi ekki fengið allt, er þeir óskuðu. Aðalatriðið væri, að hér hefði fengizt lausn, sem ráðherrann taldi aðgengi- lega fyrir alla og lýsti hann þakk- læti sínu til allra, sem þar hefðu gott lagt til málanna. Læknarnir sjálfir hefðu lýst sig samþykka deilunni, þeirra forystumenn tal- ið hana skynsamlega og loks hefði stjórn BSRB átt þar góðan þátt í og mætti segja, að þess hlutur hafi verið örðugastur. Þess vegna ætti hún og einstök félög innan samtakanna sérstak- ar þakkir skilið. Loks sagðist ráð herrann vita, að hann talaði fyrir munn þingheims alls, og hann þakkaði yfirlæknunum fyrir það aukaerfiði, sem þeir tóku á sig vegna deilunnar. Af gefnu tilefni tók hann svo að lokum fram, að ríkisstjórnin var bundin í deilunni af landsins lögum og kvaðst hann ekki hafa orðið var við, að þeir, sem gagn- rýnt hefðu gerðir ríkisstjórnar- innar, hefðu borið fram breyt- ingár á þeim lögum, er ríkis- stjórnin var að framkvæma. Það væri fyrst nú, er ríkisstjórnin sjálf flytur slíkar breytingartil- lögur, sem þær kæmu fram og hefði þeim, er töldu aðgerðir rík- isstjórnarinnar of seinvirkar, þó verið það í lófa lagið. Alfreð Gíslason (K) kvað lækn ana enn ekki hafa fengið neina leiðrétvingu sinna mála og alls óvíst, að þeir fengju han? nokkru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.