Morgunblaðið - 20.11.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 20.11.1962, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ T>riðjudagur 20. nðvember 1962 Marilyn Monroe eflir Maurice Zolotov C9 a<5 hún hefði öll trompinn á hendinni. „Og það, sem síðar gerðist, sannfærði mig líka um þetta. Um klukkan hálfeitt voram við öll Orðin svöng — við vorum ein tíu og Amy sneri sér að Marilyn og skipaði henni — en bað hana ekki — heldur skipaði henni, eins og maður skipar vinnukonu: „Marilyn, farðu fram og smyrðu forauð handa okkur“. Og Marilyn hlýddi henni. Hún fór fram í eldhús og kom svo á eftir með forauð og feaffi handa okkur.“ í apríl tók Marilyn á leigu þriggja herbergja ífoúð í Wal- dorff Astoria Towers. íbúðin til- heyrði leikkonunni Leonoru Cor- bett. l>að kostaði þúsund dali á viku að halda Marilyn á mann- sæmandi hátt! Og aurarnir fyrir kostnaðinum komu allir frá Greene. Aðrir lögðu ekki fé í Monroe-félagið. Hann veðsetti sitt eigið hús í kaf, seldi skulda- foréf og verðbréf og tók svo lán eins og lánstraustið leyfði. Með- al fastra útgjalda má nefna 100 dali á viku fyrir uppihald móð- ur hennar í hælinu, 125 á viku fyrir fimm ferðir til sálfræðings og 500 á viku fyrir fegrunarað- gerðir. Ég lét einu sinni í Ijós undrun mína á því við Greene, að nokk- ur kona skyldi eyða svona gífur- lega í útlitið á sér. Hafði hún farið í dýrustu snyrtistofur? Not að dýrustu smyrsl og fágætustu fegurðarmeðöl? „Hún fór ekki í neinar snyrti- stofur", sagði Greene. „Hún gerði íbúðina sína að einni alls- herjar snyrtistofu. Hún hafði sína sérstöku hárgreiðslukonu á kaupi 125 dali á viku, svo hand- og fótsnyrtingarmenn, nuddkon- ur, sérfræðinga í einu og öðru og hinu og þessu, og andlitsmálara. Ég á reikningana og get sannað þetta. Og ilmvatn notaði hún eins og við notum vatn. Kannski 50 dali á viku í ilmvatn eitt saman, stundum meir«. Það kostar skild- inginn að líta út eins og Marilyn Monroe. Þar dugar ekki að vakna að morgni, þvo sér í framan og greiða sér og gana þannig út á götuna. Það verður engin Marilyn Monroe úr því! Hún kann fegr- unarfræðina út í æsar, vertu viss. Hún veit, hvað til þess þarf að líta út eins og hún vill líta út. Og auk uppihaldskostnaðar varð félagið —• þ. e. Milton Her- tnan Greene — að borga einka- ritara og útbreiðslustjóra, sem var síður en svo ódýr. En þú skilur, að það var nauðsynlegt að halda henni uppi þama í Astoria og láta hana líta út upp fyrir fatnað handa henni á tveim mánuðum, þetta vor, og foún hélt nú, að þetta væri gjöf frá mér, þangað til ég tilkynnti henni að þetta væri ^’árfesting af félagsins hálfu. Það var líka nauðsynlegt að hafa blaðafull- trúa til þess að halda nafninu hennar lifandi í blöðunum. Við urðum að halda við þeirri hug- mynd hjá hluthöfum og ráða- mönnum hjá 20th, að Marilyn foefði nógu öflugan bakhjarl og gæti haldið út óendanlega ef ekki yrði gengið að skilmálum hennar.“ Greene var sannfærður um, að 20th myndi láta undan áður en lyki. Satt var það að vísu, að þetta kostaði hann 50.000 dali á ári, en hitt var jafnsatt, að hver mynd, sem Marilyn var ekki í gaf 100.000 dölum minna í ágóða vegna þess, að nafnið hennar var ekki á leikskránni. Greene útskýrði hernaðarað- ferð sína þannig: „Jafnskjótt sem reikningarnir tóku að drífa að, varð mér ljóst, að það myndi kosta um 50.000 dali á ári í þessi þrjú ár, sem eftir voru af samn- ingnum hennar. Jæja, ég yrði þá 150 þúsundum fátækari ef félag- ið léti ekki undan að þeim tíma liðnum. En þar sem ég gekk út frá, að það myndi tapa einni milljón á ári á því að vanta Marilyn, þá sá ég, að þarna var um að ræða eina milljón móti 150 þúsundum. Mér fannst út- litið því gott og þótist viss um, að hluthafarnir yrðu farnir að kveina, þegar kæmi fram á 1056, Reyndar voru þeir þegar farnir að væla og héldu því áfram allt árið 1955, því að Lew Schreiber var sífellt að koma til okkar með ný tilfooð allan þann tíma. Marilyn var langmesta aðdrátt- araflið að kvikmyndunum ög ekki nóg með það, heldur var hún um þessar mundir frægasta persónan á því sviði. Og frægðin takmarkaðist ekki við landsstein ana, heldur átti hún miklum vin- sældum að fagna í Frakklandi og ítalíu. Þeir hlutu að koma til okkar með betri tilfooð. I marzmánuði hafði Marilyn verið í kvöldiboði. Andspænis foenni sat Oheryl Crawford, leik- stjóri frá Broadway og einn af stofnendum Leikaraskólans. Ung frú Crawford hafði aldrei séð Marilyn fyrr. Meðan á börðhald- inu stóð, tók hún að reyna að veiða upp úr henni framtíðar- áætlanir hennar og Marilyn sagði, að sér væri alvara með að fara í alvarlegri leikstarfsemi. „Ef svo er“, sagði ungfrú Crawford, ,,þá ættuð þér að á sitt bezta. Ég borgaði 3000 dali 1 koma í Leikaraskólann. En fyrst ættuð þér að hitta Lee Stras- berg. Ef hann telur sig geta hjálpað yður, mundi hann ef til vill taka yður í einkatíma". Leikaraskólinn er hópur um 250 atvinnuleikara og leik- kvenna, sem koma saman á fimmtudögum og föstudögum milli 11 og 1. Meðlimirnir leika nokkur atriði, svo sem tíu mín- útur að lengd og ræða svo leik- inn á eftir og gagnrýna. Stras- berg, sem er þarna einskonar æðstiprestur, rekur leikinn og útskýrir leikaðferð hvers leikara fyrir sig. Aðgangur að „skólan- um“, sem er tekjulaust fyrir- tæki, er frjáls þeim leikurum, sem standast inntökupróf. Stras- berg hefur líka einkatíma með hópum, en í hverjum þeirra eru um 30 leikarar. Strasberg er hinn þekktasti af formælendum Stanislawski-að- ferðarinnar, og hefur þegar haft mikil áhrif um útbreiðslu henn- ar. Marilyn fór í skrifstofu ung- frú Crawford síðdegis dagiiin eftir kvöldiboðið áðurnefnda. „Hún var ekki nema hálftíma of sein", segir ungfrú Crawford, „og mér skilst, að það þyki gott, þegar hún er annarsvegar. Ung- frú Crawford hafði þegar ákveð- ið viðtal við meistarann Stras- foerg og svo stigu þær báðar upp í leigubíl, og héldu áleiðis heim til hans. Þeim var vísað inn í stóra stofu þar sem allir veggir voru þaktir bókum upp að lofti, og bækur á ýmsum tungu- málum lágu á víð ög dreif um foorð og stóla og jafnvel gólfið. Stór plötuspilari með magnara stóð þarna opinn. Marilyn fyllt- ist lotningu við öll þessi merki menningar, og kvíða fyrir því, að hún sjálf yrði ekki fundin þess verðug að komast undir verndarvæng hins mikla meist- ara. Svo kom hann þjótandi inn, snögglega og óvænt; hann brosti ekki, en kinkaði kolli til ungfrú Crawford og síðan til hennar og rannsakaði hana með litlu, svörtu augunum, gegnua. þykk gleraugun. Gat þetta verið hinn frægi Lee Strasberg? Hann var fremur lít- ill vexti og síður en svo neitt tígulegur. Kinnar hans voru svartar, eins og á mönnum, sem sýnast alltaf órakaðir. Hann var í dökkfblárri skyrtu með ekkert bindi og í krukluðum fötum, sem fóru illa. Hann var líkastur á- foyggjufullum smákaupmanni, sem er í þann veginn að fara yfrum. En þegar hann fór að tala, var eins og hann ummyndaðist. Strasberg er mikill kennari, þann — Það er ekki mér að kenna hvað snúran á ryksugunni er stutt. ig að skilja, að hann elskar fræði grein sína og kann hana til fullnustu og getur gefið nem- andanum bæði kunnáttu sína Og ást á henni. En að öðru leyti er hann vitringur — meistari í Austurlanda skilningi. Ég hef verið á mörgum fundum í leik- skólanum — því að stundum er óverðugum hleypt þar inn — og aldrei komizt hjá því að hrífast. Eftir tuttugu mínútna viðræð- ur, sem virtust aðallega vera mjög hversdagslegar spurningar og svör, lét Strasberg til leiðast að taka Marilyn í nokkra einka- tíma. Jafnvel í fyrsta tímanum hjá Strasberg, varpaði Marilyn frá sér stjörnuhamnum. Eftir því sem hann kynntist henni betur og komst að sálrænum og list- rænum vandamálum hennar, tók hann að álíta, að hún væri ó- venjulegum hæfileikum gædd. Oftast gerir Strasberg lítið að því að kenna í einkatímum, „af því að leikarar verða að vinna með leikurum, en ekki einir“. En iþegar um var að ræða leikkonu, sem þegar hafði hlotið svo mikla frægð og hafði þar að auki van- izt á vissa, fasta leikaðferð, þá vildi hann kynna sér vandamál hennar og möguleika áður en foann „setti hana í það hræðilega erfiði, sém samleikur er“. Hann hafði séð nokkrar myndir hennar og ekki orðið fyrir miklum á- forifum. En í fyrsta viðtalinu við hana, sá hann, „að hún leit alls ekki út fyrir að vera það, sem hún var í raun og veru, og það, sem gerðist hið innra með foenni, var alls ekki það sama, sem sýni- legt var hið ytra, og það bendir alltaf til þess, að eitthvert efni sé fyrir hendi, sem eitthvað megi gera úr. Og hvað Marilyn snerti var þetta undravert. Það var rétt eins og hún hefði bara verið að bíða eftir því, að þrýst væri á hnapp, og þegar þrýst var á hann, opnaðist heilt búr, fullt af gulli og gimsteinum. Það er óvenjulegt að svona grunnt sé á innra manninum og hann svo áfjáður í að brjótast út og komi því jafn auðveldlega fram í dags- * * * SAGA BERLINAR * -)< * 1 efnahagslífi Vestur-Þýzkalands voru undrin að hefjast. En meðan flutningabannið ríkti, 1948, var lífið mjög erfitt. Loftbrúin annaði aðeins rétt um það bil nægum flutningi til þess að halda lífinu í íólki, en engin kol voru til upphitunar eða iðnaðar. Öll kolin fóru í það að framleiða raf- magn 4 klst. á dag. Verksmiðjum var lokað og þús- undir höfðu ekkert annað starf en að hreinsa til í rústunum. Trén voru höggvin niður til eldsneytis. En á hverjum þremur mínútum flaug flugvél til borgarinnar. Dag og nótt minnti það Vestur-Berlínarbúa á, að Vesturveldin voru þeirra megin. En veturinn fór í hönd. Gætu vélarnar flogið þá? ljósið". Eftir því, sem Strasfoerg segir, var hún geysilega við- foragðsfljót, sem er einkenni á „verulega miklum leikurum". Einkatímarnir voru til þess ætl- aðir að örva og prófa þessi við- brögð hennar, en Marilyn tók einnig þátt í tímum með öðrum í Leikskólanum. Ég spurði Strasberg, hvort stamið, sem hún hafði aldrei sigrazt á, hefði komið fram i timunum. SlJtltvarpiö Þriðjudagur 20. nóvember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna**. 14.40 „Við, sem heima sitjum'* (Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Siðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Guðrún Sveinsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur 1 útvarpssal: Imrfður Pálsdóttir syngur innlend og erlend lög. Við píanóið: Fritz Weisshappel. 20.20 Framhaldsleikritið ,Loma Dún** edEtir Richard D. Blackmore og Ronald Gow; IV. kafli. Þýðandi: Þórður Einarsson. Leikstjóri: Hildur Kalman. Leikendur: Rúr- ik Haraldsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Arndís Björnsdótt ir, Þóra Borg, Guðrún Ásmunds dóttir, Róbert Arnfinnsson, Ind- riði Waage og Kristbjörg Kjeld. 21.00 ,,Fyrir langalöngu": TónJist eft- ir Khrennikoff við leikrit eftir Gladkoff. 21.15 Úr Grikklandsför; IV. erindi: Akrópólis, Aþena og umhverfi (Dr. Jón Gíslason skólastjóri) 21.50 Inngangur að fimmtudagstónleik um Sinfóníuhljómsveitar íslands (Dr. Hallgrímur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Gerður Guð- mundsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 21. nóvember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp 13.00 „Við vinnuna'*. 14.40 „Við sem heima sitjum": Svan- dís Jónsdóttir les úr endurminn- minningum tízkudrottningarinn ar Schiaperelli (10). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkemisla 1 dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Kusa I stofunni" eftir Önnu Cath.- Westly; VIII. (Stefán Sigurðsson) 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Vamaðarorð: Magnús Magnús- son skijpstjóri talar til sjómanna 20.06 ,^how Boat": Lög úr söngleik Jeromes Kem. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafis saga helga; IV. (Óskar HaMdórsson cand mag.). b) Íslenzk tónlist: Lög eftir Ólaf I>orgrímsson (Tónlistarfélags- kórinn eða félagar úr honum syngja. Stjórnendur: Dr. Vict- or Urbancic og dr. Páll ísólfs- son). c) Gils Guðmundsson rithöfund- ur flytur síðara erindi sitt um Gísla Magnússon Hólabiskup. d) Sigurveig Guðmundsdóttir flytur frásöguþátt: Götur í Þing- vaMahrauni. 21.46 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Saga Rotchiild-ættarinnar eftiff Frederick Morton; VII. (Her- steinn Pálsson ritstjóri). 22.30 Næturhljómleikar: Frá tónlistar- hátíðinni í Monte Carlo í sumar, 23.15 Dagskrárlok-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.