Morgunblaðið - 12.12.1962, Síða 11

Morgunblaðið - 12.12.1962, Síða 11
Miðvikudagur 12. des. 1962 MORCVNBLAÐIÐ 11 Jón Ólafsson íyrru forstöðumaður Bifreiðaeftirlifsins f. 11. maí 1892, d. 4. des. 1962 JÓN S. Ólafsson, fyrrverandi forstöðumaður Bifreiðaeftirlits- ins, lézt í Landspítalanum að morgni hins 4. des. sl., jartíar- för hans fer fram frá Laugar- neskirkju í dag. Jón S. Ólafsson var faeddur að Stóra-Dunhaga, Skriðuhreppi í Eyj afj arðarsýslu hinn 11. maí 1892. Foreldrar hans voru Anna Margrét Jónsdóttir, frá Skriðu í Hörgárdal og Ólafur Tryggvi Jónsson, aettaður úr Svarfaðar- dal. Jón Ólafsson dvaldi sín aeskuár í foreldrahúsum, en fór ungur að vinna fyrir sér utan heimilis- ins, á f>verá í Öxnadal og víðar. Hann fluttist til Akureyrar og stundaði þar ýms störf. Um tkna stundaði hann akstur með hest- um, enda hafði hann yndi af hestum. Urn það leyti er fyrstu bif- reiðarnar komu til landsins, sá hann að hér kæmi það farar- tæki, er létta myndi undir með þarfasta þjóninum, hestinum, sem um aldir hafði orðið að hafa það hfutverk að annst svo til alla flutninga á fólki og vör- um, fyrir landslýðinn. Jón Ólafsson hugðist því kynn ast þessu nýja farartæki nánar, hann tók sér far með skipi til Reykjavíkur, því að hann hafði frétt að í Reykjavík væri hægt að fá kennslu í akstri og með- ferð bifreiða, hjá Bifreiðafélagi Reykjavíkur, sem þá var ný- stofnað. I>egar til Reýkjavikur kom gat hann ekki komist strax að, að læra bifreiðastjórnina, svo hann réði sig til annarar vinnu um tíma. Er hann hafði lært hjá Bifreiðafélaginu, að stjórna bif- relð, keypti hann bifreið og fór að stunda akstur í Reykjavik og um nærliggjandi sveitir. Jón Ólafsson var með fyrstu bifreiðastjónxm landsins og varð fljótt þekktur hér sunnanlands, eem gætinn og öruggur bifreiða- stjóri. Hann var einn af eigendum Bifreiðatöðvar Reykjavíkur, sem um þær mundir var önnur stærsta bifreiðastöð landsins. Hann stjórnaði bifreiðaverkstæði stöðvarinnar og hafði einnig á hendi kennslu í akstri og með- ferð bifreiða, fyrir stöðina. Þegar sú breyting var gerð, ®ð skipa skyldi fasta bifreiða- eftirlitsmenn, til að hafa á hendi •koðun og eftirlit með bifreið- um og prófum bifreiðastjóra, var Jón Ólafsson annar þeirra manna er skipaður var til þess starfs 1. janúar 1928. Hann var því einn af þeim mönnum, er skipu- lögðu starfsemi bifreiðaeftirlits- ins og átti þátt í samningu reglu- gerða um skoðun og eftirlit með bifreiðum og prófum bifreiða- stjóra. Hann var kennari á meira prófsnámskeiðum bifreiðastjóra og ferðaðist víða um landið, þar sem námskeiðin voru haldin. Hann brýndi ávallt fyrir bif- reiðastjórum að fara vel með bifreiðar sínar og sýna prúða framkpmu í umferðinni. Eftir fráfall Geirs Zoega var hann forstöðumaður meiraprófsnám- skeiðanna. Jón Ólafsson var einn þeirra er beitti sér fyrir kirkjubygg- ingu fyrir Laugarnessöfnuð. Hann var í safnaðarstjórn frá byrjun og sóknarnefndarformað- ur í mörg ár. Öllum fristundum varði hann, áisamt konu sinni, til að fegra og prýða kirkjuna. Jón Ólafsson var góður hús- bóndi og skylduraekinn opinber starfsmaður. Hann gerði einnig þá kröfu til bifreiðaeftirlits- manna. Á heimili hans og konu hans nutum við bifreiðaeftirlitsmenn oft frábærrar gestrisni, sem okk- ur verður alltaf minnisstæð. Jóni Ólafssyni þakka ég, fyr- ir mína hönd og bifreiðaeftir- litsmanna allra, þær góðu leið- beiningar, er hann lét okkur í té, þau mörgu ár, er hann var okkar yfirmaður. Konu hans, Herþrúði Her- mannsdóttur, börnum, tengda- börnum og barnabörnum, færi ég alúðarfyllstu samúðarkveðjur frá starfsmönnum bifreiðaeftir- lits ríkisins. Blessuð sé minning hans. Gestur Ólafsson í DAG, þegar kvaddur er Jón Ólafsson, fjárhaldsmaður Laug- arnessóknar, leita á huga minn margar minningar um þann heil- steypta og trausta mann, sem hann ætíð reyndist í safnaðar- starfinu og málefnum kirkjunn- ar. Jón var glæsilegur og virðuleg- ur að vallarsýn og í fasi. Hann bar með sér persónuleika hins fastmótaða alvörumanns. Þegar fyrst var byrjað á sér- stöku kirkjulegu starfi í Laug- arnesskólahverfi 1937, var Jón kjörinn formaður nefndar þeirr ar, sem með þau mál fór, þar í hverfinu. Þegar svo Dómkirkju söfnuðinum gamla var skipt ár- ið 1940 og Laugarnessöfnuður stofnaður, var hann kjörinn fyrsti formaður sóknarnefndar- innar. Gegndi hann formanns- starfinu nær óslitið til 1959, að hann af heilsufarsástæðum baðst eindregið undan þeim starfa. Samhliða formannsstarfinu var hann lengst af safnaðarfulltrúi og fjárhaldsmaður safnaðarins var hann alla tíð til dauðadags. Umhyiggja Jóns fyrir málefn- um kirkjunnar kom ekki hvað sizt í ljós á meðan á kirkjusmíð- inni stóð. Það hafa þeir sagt mér, sem þá voru með honum í safnaðarstarfinu, að allar stund ir, sem hann mátti því við koma hafi hann helgað kirkjunni, og þau ár, sem við störfuðum sam- an, reyndist hann æ hinn ratvísi forgöngumaður, sem við sam- nefndarmenn hans mátum mikils og virtum, og minnumst við hans og samstarísins við hann með þakklátum huga og sökn- uði. Fyrir hönd Laugarnessafn- aðar vil ég þakka honum fyrir allt hans mikla ag góða starf í þágu kirkjunnar og safnaðrins. Ég bið eftirlifandi konu hans og börnum blessunar Guðs um ókomin ár. Hjörtur E. Guðmundsson PIANÓFLUTNINGAR ÞUNGAFLUTNINGAR Hilmar Bjarnason Sími 24674. Málflutningsskrifstofa JÓN N SIGURÐSSON Simi 14934 — Laugavegi 10. EGGERT CLAESSEN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn Þórshamri. — Sími 11171. GRILLTEINNINN sem snýst automatiskt er nýjung sem hver _ húsmóðir kann að meta. Hnsqvavna BAZAR í Breiðfirðingabúð upjii kl. 2 í dag Afgreiðslumaður Duglegur maður, helzt eitthvað vanur af- greiðslustörfum, óskast til starfa á benzín- afgreiðslu nú þegar. — Uppl. í skrifstof- unni, Hafnarstræti 5. Olíuverzlun íslands hf. ítalskar töfflur Nýtt úrval. Verð frá kr. 190,00, parið. Austurstræti 10. . PLAST-«r fyrír eldhús oy badherberfi Fleiri kílómetra ganga á hörðu eld- húsgólfinu fer mjög illa með fætur konunnar. SÓLAR-pIast dregillinn er mjúkur að ganga á, er þveginn meS gólfinu. Ekk- ert ryk fer í gegnum hann. Stamur á gólfi. Qefá /■ onunni hentucjri jóla^löj ejf)ér ^etif ÚtsölustaSir í Reykjavík: Gardínubúðin, Laugavegi 28. V. B. K., Vesturgötu 4. FatabúSin, SkólavörSustíg 21. Skeifan, KjörgarSi. HAPPDRÆTTI STYÐJIÐ FATLAÐA SJÁLFSBJARGAR Skattfrjáls vinningur að verðmæti krónur 175 þúsund. — Dregið 24. desember næstkomandi. — Sjálfshjörg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.