Morgunblaðið - 12.12.1962, Side 13

Morgunblaðið - 12.12.1962, Side 13
Miðvikudagur 12. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 13 New York, laugardag 8. des. Á ÞRÍTUGUSTU og annarri hæð í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna við Austurá situr íslenzkur vísindamaður að störfum. Þessi maður er dr. Björn Jóhannesson frá Hofstöðum í Skagafirði, einn af dugmestu og efnilegustu yngri vísindamönnum okkar. Hann er efnaverkfræðingur og jarðvegsfræðingur að menntun, lauk verkfræði- prófi við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn árið 1940 og doktorsprófi við Comell-há- skólann í Bandaríkjunum ár- ið 1945. Vann síðan að jarð- vegs- og áburðarrannsóknum við Atvinnudeild Háskólans fram til ársbyrjunar 1962, er hann fluttist hingað til New York. Dr. Björn er starfsmaður Framkvæmdasjóðs Samein- Sígurður BJarnason: Merkileg starfsemi Frankvæmdasjóðs SÞ. Islenzkur vísindamaður, dr. Björn Jóhannesson er þar starfsmaður uðu þjóðanna (Special Fund). Réðist hann til sjóðsins til tveggja ára. Starfar hann í þeirri deild hans, sem fjallar aðallega um ýmiskonar rann- sóknarstofnanir, fyrst og fremst í þágu landbúnaðar og matvælaframleiðslu. — Mcginhlutinn af starfi hans er fólginn í því að undirbúa framkvæmdaáætlanir og tryggja eftir föngum að þær séu reistar á traustum grund- velli. Vinnur hann um þess- ar mundir að nálega 30 slík- um áætlunum í hér um bil jafnmörgum löndum. Ég heimsótti þennan íslenzka vísindamann nú í vikunni og bað hann segja lesendum Mbl. hitt og þetta um starfsemi Fram- kvæmdasj óðsins. — Framkvæmdasjóðurinn er Stofnun, sem Sameinuðu þjóð- irnar settu á laggirnar með á- lyktun Allsherjarþingins 14. okt. 1958, segir dr. Björn. — Tilgang- ur hans er að styrkja meirihátt- er undirbúningsrannsóknir, rann- sóknar- eða kennslustofnanir í hinum svokölluðu vanþróuðu löndum. Um leiS og þessi sjóður var Stofnaður var tækniaðstoð SÞ skipt í tvennt. 1 fyrsta lagi í hina eiginlegu tækniaðstoð, sem fæst við minniháttar tæknileg vanda- mál, sem stendur yfir tiltölu- lega skamman tíma, venjulega 1—2 ár eða skemur. 1 öðru lagi viðfangsefni, sem tekur lengri tíma að leysa. Und- ir þau flokkast verkefni hins nýja sjóðs. — Hverskonar viðfangsefni veitir sjóðurinn aðstoð við að leysa? — f stórum dráttum má segja að hann aðstoði við þrennskonar verkefni. í fyrsta lagi rannsóknir á nátt- úruauðlindum landanna, svo sem fallvötnum, áveituvatni, námum og jarðvegi. í öðru lagi við að koma á fót margskonar stofnunum á sviði hagnýtra rannsókna, svo sem til- raunastofnunum á sviði land- búnaðar, fiskveiða eða iðnaðar. í þriðja lagi aðstoð við ýmis- konar menntastofnanir á sviði atvinnuvega og framleiðslu. Ef tiltekið framlag, sem farið er fram á er lægra en 250 þús. dollarar kemur það í hlut hinn- ar venjulegu tækniaðstoðar að sinna því. Ef hinsvegar að fram- lagið er hærra en það, þá verður Framkvæmdasjóðurinn sá aðili, sem verður að leysa málið. Á móti framlagi sjóðsins er það gert að skilyrði að viðkom- andi þjóð leggi fram a. m. k. jafnháa upphæð af eigin fé. Að jafnaði er gert ráð fyrir að sjóðurinn ljúki einstökum verk- efnum sínum á 3—5 árum. Hann hóf starfsemi sína 1. janúar 1959 og hefur því starfað í tæp fjögur ár. — Hve miklu fjármagni hefur stofnunin ráðstafað á þessu tímabili? — Um 210 milljónum dollara eða rúmum 9 milljörðum ísl. kr. Þessu fé hefur verið varið til — víkingar og abstraktlist rannsókna, kennslu og tilrauna- stofnana í 70 löndum. Á móti hafa hlutaðeigandi lönd lagt fram 287 milljónir dollara. Fram- lag Framkvæmdasjóðsins er ó- afturkræfur styrkur, en ekki lán, Framkvæmdir þær, sem sjóð- urinn hefur styrkt skiptast þannig: Rannsóknir á náttúru- auðlindum 98, tæknilegar kennslustofnanir eða skólar á sviði atvinnuvega 99 og stofnan- ir á sviði hagnýtra rannsókna 46. — Til hvaða heimshluta hafa styrkir sjóðsins aðallega verið veittir? — Svo að segja eingöngu til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. — Hve mikið fjármagn hefur sjóðurinn til umráða og úthlut- unár árlega? — Á næsta ári mun hann sennilega úthluta um 65 milljón- um dollara eða hátt á þriðja milljarð ísl. króna. — Hvernig er þessa fjár aflað? — Með frjálsum framlögum aðildarríkja SÞ. Af þeim hafa um 40% komið frá Bandaríkj- unum. •— Hve mikið leggjum við ís- lendingar fram í þessu skyni? — Við höfum borgað 4 þús. dollara á ári eða rúmar 170 þús. krónur. Flest af aðildarríkjum samtakanna borga eitthvað í sjóðinn. — Er mikil eftirspurn eftir að- stoð hans? — Já, geysileg. Engin von er til þess að hann geti sinnt öllum þeim umsóknum, sem honum berast. — Hefur ísland aldrei sótt um aðstoð sjóðsins? — Jú, sl. haust barst umsókn frá ríkisstjórn íslands um aðstoð til þess að framkvæma undir- búningsrannsóknir á vatnsföll- um vegna fyrirhugaðra raforku- framkvæmda. í þessu sambandi má geta þess að yfirmaður verkfræðideildar sjóðsins, Walter Weissel, fór í heimsókn til fslands í nóvember sl. til þess að kynnast af eigin reynd þeim viðfangsefnum, sem þarna er um að ræða. Lét hann vel af för sinni og dvöl heima á íslandi. Gefur för þessa deildar- stjóra sjóðsins til kynna að stofnunin telji fyrrgreindar rannsóknir þýðingarmiklar fyrir íslenzkt atvinnulíf. — Fylgja mikil ferðalög þessu starfi þínu? — Við undirbúning hinna ýmsu áætlana á vegum stofnun- arinnar eru oft fengnir sérfræð- ingar, sem sendir eru til þess að kynna sér aðstæður í hlutaðeig- andi löndum. Stundum förum við starfsmenn sjóðsins sjálfir í slíka leiðangra. — Verður þú var við áhuga á íslandi eða þjóð þess í starfi þinu? — sjálfstæðisbaráttan — Næstum aldrei. Þó bar svo við hér á dögunum er ég sat fund með fulltrúum frá Colom- bíuríki í S-Ameríku, að dýra- læknir úr þeirra hópi lét þau orð falla er hann frétti að ég væri íslendingur, að einhver allra merkasta rannsóknarvinna á til- teknum búfjársjúkdómi hefði einmitt verið unnin á íslandi. Átti hann þar við vísindastörf og rannsóknir dr. Björns heitins Sigurðssonar á rannóknarstöð- inni á Keldum. — Það er slæmt að hafa misst þig að heiman, dr. Björn, við höfum vissulega mikil og að- kallandi verkefni fyrir vísinda- menn okkar, í þágu íslenzkra bj argræðis vega. — Ég kem sjálfsagt heim fyrr eða síðar, segir dr. Björn Jó- hannesson. Ég tel það heldur ekki einskis virði fyrir land okkar, ef mér tekst að véra sæmilegur fulltrúi þess við þá mikilvægu þjónustu, sem Fram- kvæmdasjóður Sameinuðu þjóð- anna veitir. Á leiðinni frá dr. Birni fór ég að hugsa nánar um það, að í raun og veru þurfum við íslendingar alveg sérstaklega á dugandi vís- indamönnum að haida á sviði jarðvegsfræðinnar. Vanþekking- in og vantrúin á íslenzkri mold og jarðefnum hefur löngum valdið íslenzkum landbúnaði og þjóðinni í heild tjóni. Við héld- um í nokkrar aldir að ekki væri hægt að rækta kartöflur á ís- landi, og allt fram til síðustu Dr. Björn Jóhannesson. áratuga hefur skógrækt átt þar erfitt uppdráttar vegna van- þekkingar og vantrúar á gróður- fari landsins. Kornræktin berst af sömu ástæðum í bökkum og mikið brestur á að við kunnum ennþá að bera þannig á túnin okkar að þau beri þann arð, sem þau geta gefið. fslenzkur land- búnaður þarf því vissulega á leiðsögn hinna hagnýtu vísinda að halda. Það er ekki nóg að fá honum dýrar vélar, þó þær séu nauðsynlegar. Þekkingin á eðli gróðurmoldarinnar, frjómagni hennar og möguleikum er frum- skilyrði blómlegs landbúnaðar, framfara og þróunar. Eyjan í Norðurhafinu Eins og að líkum lætur birtist ekki mikið af fréttum frá fs- landi í blöðum vestra. Undan- farið hefur þó New York Times haft fréttir um íslenzk stjórn- málaviðhorf, húsgagnaiðnað Guð mundar Guðmundssonar og Tré- smiðjunnar Víðis í Reykjavík o. fl. Herald Tribune birti einnig fyrir skömmu myndarlegar greinar um ísland eins og Mbl. hefur skýrt frá. Fyrir skömmy birtist svo grein um fsland í hinu mikilsvirta blaði „The Christian Science Monitor", eft- ir einn af leiðarahöfundum blaðsins, Caryle Morgan. Ber hún fyrirsögnina „Plánetan í Norðurhafinu". Er grein þessi ákaflega velvilj- uð landi okkar og þjóð og fróð- leg fyrir þá, sem lítið vita um okkur. Segir höfundur í upphafi hennar að í hugum margra Vesturheimsbúa svipi íslandi til „hinnar hliðarinnar á tunglinu", svo lítið viti þeir um þetta fjar- læga norðurhafsland. Hann ræð- ir síðan legu landsins á krossgöt- um samgangna og flutninga, hernaðarlegt mikilvægi þess, sögu, atvinnuvegi, stjórnarhætti, sjálfstæðisbaráttu og þátttöku fs- lendinga í alþjóðlegu samstarfi. Tíðræddast verður honum um menningu þjóðarinuar, list- hneigð og rótgróið þingræði og lýðræði. Hann minnist á ríkan áhuga fólksins á bókmenntum og myndlist, þróun leiklistar og hljómlistar og kemst síðan m.a. að orði á þessa leið: „f hugum íslendinga hefur siðmenning, menntun og tunga ávallt verið grundvallaratriði í baráttu þeirra fyrir fullu þjóð- frelsi. Það væri fjarstæða af Ameríkumanni að halda fram yfirburðum amerískra lífsvenja gagnvart þessari rótgrónu menn- ingarþjóð“. Mikilsverð landkynning Enda þótt hrifning okkar ís- lendinga af hóli útlendinga um land okkar og þjóð sé oft dálítið barnaleg getur það þó ekki tal- ist óeðlilegt að við fögnum vin- samlegri landkynningu, sem mið- ar að því að auka þekkingu heimsins á íslandi og því fólki, sem byggir það. Sú mynd, sem Caryle Morgan bregður upp í þessari grein er íslenzku þjóð- inni vissulega mjög hagstæð og getur orðið okkur að margvís- legu gagni. Nokkrar skemmti- legar teiknimyndir fylgja grein- inni. Fyrir 100—200 árum vissi heimurinn lítið annað um ís- Framhald á ols. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.