Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 — Rómarför Framh. af bls. 1. því að ég var farinn að flauta „Litlu fluguna." Meira alvöru leyisi er ekki hseigt að sýna á þessu tilverustigi. Ég áikvað að kernia við hjá Óttari Möller á heirmleiðinni. Hann vsur í skrifstofu sinni cng mér var vísað inn. Við röbb- uðum saman um Gullfoss og Eimskipafélagið og þau stóru plön, sem framundan eru. Hann sagði að við mundum hafa mikla ánægju af ferð- inni með Gullfossi. „En ef við lendum nú í ili- viðri?‘ spurði ég hikandi. Þá stóð hann upp og sagði hátt og blákalt: „Uss, það gerir ekkert til. í>á færðu þér bara einn lítinn.“ „Þú hefur auðvitað oft ferð- ast með Eimskipafélagsskip- um milli landa,“ sagði ég út- spíónerandi. Hann rak í vörðurnar: „Ne-i, ég fer oftast fljúgandi," sagði hann, en var fljótur að bæta við: „Ég má aldrei vera að því að fara með skipi.“ Þegar ég gekk niður stig- ann í Eimskipafélagishúsinu tók ég eftir því, að ég var hættur að blístra. III. Þarna lá mínn hvalur Gullfoss lá við hafnarbábk- ann í svörtum sparifötum og hvítri skyrtu. Bg veit ekki hvernig stendur á því, að mér finnst skip alltaf vera lifandi verur. Þegar við vorum lögð af stað var ómögulegt að kom ast hjá því að fylgjast með reglubundnum hreyfingum og þungum stunum þessa hnar- reista stolts óskabarnsins. Kannski eru þetta eftirstöðvar frá þeim tíma, þegar ég 16 ára messagutt á Brúarfossi var sjóveikur og illa haldinn upp á hvern dag, vegna þessara hreyfinga, eða mundu þetta vera áhrif frá undurfögrum sunnudegi fyrir nokkrum ár- um, þegar ég gekk niður að höfn með syni mínum og 'hann spurði allt í einu, um leið og hann benti á eitt af skipun- um: „Hvers vegna pissa skip- in svona mikið?“ Stundum hefur mér dottið í hug, að bvalurinn, sem gleypti Jónas, hafi verið skip eða bátur sem í meðvitund fólksins breyttist í lifandi veru. Nógu góð skýring fyrir hvern sem er. En þarna lá minn hvalur og beið þess að gleypa okkur, og ég öfundaði fólkið sem stóð á hafnarbakkanum og veifaði og sat heima og átti ekkert í vændum; huggaði mig þó við þessi orð í Jónasarriti: „En Drottinn bauð fiskinum að spúa Jónasi upp á þurrt land.“ Þannig eru fyrirheit Biblíunn- ar efcki færri en forboðin. Við tókum ferðatöskurnar og tróðumst í gegnum mann- fjöldann, en lentum á snúru sem hafði verið strengd frá landgöngubrúnni. „Ætlið þið með Gullfossi?" spurði nær- göngull áhorfandi. „Já.“ „Þá eigið þið að fara þarna gegn- um tollgæzluna.“ Við þangað, sýndium bréfin og fengum stimpil upp á að við hefðuim farið frá íslandi 22. septem- ber 1962, ef einhverjum yfir- völdum í Bretlandi eða Ítalíu dytti í hug að vefemgja, að við værum farin að heiman. Síðan um borð og með dótið upp í káetuna. En þá var aðal raunin eftir, að ganga út á brúarvæng og veifa til þessa larnds, sem maður ætlar að skilja eftir heima, en fylgir manni um allar trissur, hvað sem hrver segir. „Þarna eru þau, þarna eru þau!“ Og það er bent og veifað og enginn veit hvaða tilfinningar eru að brjótast um fyrir neðan vél- inda. Mér er nær að halda að þeir sem fara oft með Gull- fossi geti orðið skáld á heims mælikvarða. Og svo eru festar leystar, blásið til brottferðar og smám saman verður hópurinn á hafnarbakkanum ein samfelld þyrping, emginn einstakling- ur, engin ein hönd á lofti lenig ur, helóur margar hendur. Ein hver gemgur eins og af tilvilj- un út á bátadekk og kingir þessum sársauka, þessum kvíða að kveðja. Ég hef oft farið utan, en aldrei fyrr með Guilfossi. Eftir þessa nýju reynslu finnst mér ekki hægt að tala um að maður sé sigldur nema hafa farið utan með þessu skipi; að standia þarna í brúnni eins og NóbeLsskáld og veifa; að hafa nægan tíma til að sam- lagast útlandinu; að hafa í kringum sig lipurt þjónustulið eins og Grace Kelly í Mon- aco; að borða mat sem hæfir konungum; að sitja við borð Skipstjórans, þegar sæmilegt er í sjóinn og segja brandara af fullkomnu áhyggjuleysi eins og í kokteilpartíi; líta síðan upp og sjá Garðar þjón á þönum og halda helzt mað- ur sé kominn á Borgina og það sé kvöldverður hjá Stúdenta- fólagi Reykjavíkur, og svo bíð ur maður eftir ræðunni sem aldrei er haldin. En Garðar brosir stanzlaust út í annað munnvikið og bíður eftir þvi að einhver þurfi að stökkva upp frá borðinu, af því það kemur óheppileg alda, sem ekki var reiknað með og rek- ur kryppuna undir mitt skip- ið, svo leiftunsnöggt að sumir eiga jafnvel fullt í fangi með að bjarga rauðvínsglasinu, Röstin var að vanda leiéin- leg en óvenju meinlaus; posta fenið dró úr henni vígtennurn ar og við sváfum ágætlega um nóttina, þegar við höfðum kvatt einasta fasta punktinn, sem eftir var í þessari tilveru, Helgafell í Vestmannaeyjum. (framhald) Matthias Johannessen Aðalf undur Rithöf undasamb. Islands A AÐALFUNDI Rithöfundasam- bands fslands er haldinn var fyrir skömmu, skipti stjórn sam- bandsins með sér verkum fyrir næsta starfsár. Formaður sam- bandsins er Stefán Júlíusson, varaformaður Björn Th. Björns- son, ritari Indriði Indriðason, gjgldkeri Jóhannes úr Kötlum, meðstjórnandi Guðmundur G. Hagalín. Varamenn eru Ingólfur Kristjánsson og Sigfús Daðason. Rithöfundasambandið hefur opna skrifstofu í Hafnarstræti 16 og veitir Kristinn Ó. Guð- mundsson, héraðsdómslögmaður, rishöfundum ýmiskonar upplýs- ingar og fyrirgreiðslu um mál- efni þeirra, sambandsins vegna. Aðalfundur Fél. ísl. myndl.manna AÐALFUNDUR Félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn ný lega. í stjórn voru kosnir Sigurð ur Sigurðsson, form. Hörður A- gústsson ritari og Valtýr Péturs- son gjaldkeri. í sýningarnefnd félagsins voru kjörnir eftirtaldir menn: Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson, Steinþór Sigurðsson,, Eiríkur Smith, Karl Kvaran, Sigurjón Ólafsson, Magn úr Á. Árnason og Guðmundur Benediktsson. Fulltrúar á aðal- fund Bandalags íslenskra lista- manna voru kjörnir Sligurður Sigurðsson,, Jóhannes Jóhannes- son. Karl Kvaran, Kjartan Guð- jónsson og Hörður Ágústsson. Þjóðin að leiðast inn á stór- hættulega braut segir í ályktun Landssambandsins gegn áfengisbölinu FTMMTA þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu var haldið 24. nóvember sl. í Reykjavík. Þing þessi eru aðeins annað hvert ár og sitja það fulltrúar frá öllum aðildarfélögunum 26, en auk þess hafa full réttindi á þingunum Áfengisvarnarráð rík- isins og fulltrúaráð landssam- bandsins, en í því eru 26 full- trúar frá aðildarfélögunum og jafnmargir menn til vara. Stjórn landssambandsins legg- ur fram tveggja ára starfsskýr- slu, málin eru svo rædd, álykit- anir og tillögur samþykktar og stjórn kosin, einnig endurskoð- endur. Helztu atriði í skýrslu formanns voru að þessu sinni, bindindisdagarnir bæði árin, en þeir ÚJÍheimta mikið og margvis- legt undirbúningsstarf, þá fræð- slunámskeið sl. sumar, og svo stofnun bindindisráðs kristinna safnaða. Margt fleira var talið í skýrslunni. Fj'árráð landssam- bandsins eru lítil, en sparlega með þau farið. Þingið sátu valdir menn ým- issa stétta og ríkti þar góður áhugi og samihugur. Stjórn lands- sambandsins var einhuga endur- kjörin. Formaður: Pétur Sigurðsson ritstjóri, varaformaður: Björn Magnús- son, prófessor, ritari: Tryggvi Emilsson, verka maður, féhirðir: Axel Jónsson, full- trúi, frú Jakotoína Mathiesen, Magnús Jónsson, bankastj. og séra Árelíus Níelsson. Varamenn: Hún er ung að árum, en læt- ur samt ekki sitt eftir liggja að hagnýtingu síldaraflans. Fitú Arnheiður Jónsdóttir, kennari, Ásgeir Sigurðsson, kennari, Sigurgeir Albertsson, trésmíða- meistari, Óskar Pétursson, verkstjóri og Valdimar Örnólfsson, mennta- skólakennari Endurskoðendur: Helgi Tryggvason, kennara- skólakennari og Ingimar Jóhannesson, fulltrúi. Fimmta þing Landssatnbands- ins gegn áfengisbölinu varar al- varlega við þeirri hættu, sem stafar af aukinni áfengissölu og fjölgun áfengisveitingastaða. Einnig vekur það athygli á því, hversu áfengistízka hefur magn- azt á siðustu árum, þar sem nær þykir sjálfsagt, að í sam- kvæmurn sé vín haft um hönd, hrvort heldur er á vegum ein- staklinga eða opinberra stofn- ana, og blöð, útvarp og leik- hús stuðla að þessari tízku með því er þau fly-tja, og á það bæði við um fréttaefni blaðanna og það sem flutt er í nafni listanna. Telur þingið þjóðina leiðast með þessu inn á stórhættulega braut, sem hefur áður komið þjóðum á kné, og er enn að leiða hnignun og margs bonar ógæfu yfir ýms- ar þjóðir heims. Þingið bendir á, að allar nið- urstöður vísindalegra rannsókna á afleiðingum áfengisneyzlu, jafn vel í hve litlum mæli sem er, sýna að hún er skaðleg heilsu, dómgreind og ekki sízt starfs- faæfni manna og viðbragðsflýti, er einkum veldur slysum og tjóni við stjórn og meðferð véla og ökutækja. Telur þingið í þessu sambandi sérstaka ástæðu til að benda á ískyggilega fjölgun ölv- unarbrota við akstur, og hina miklu fjölgun ökuslysa, sem eiga að miklum hluta rót sína að rekja til áfengisneyzlu. Þingið vekur athygli á því, að þessi þróun í áfengismálum hlýt- ur að leiða til þess, að tala á- fengissjúklinga fari ört vaxandi, og því ber nauðsyn til þess, að styrkja þær stofnanir, er vinna að lækningu og gæzlu áfengis- sjúkra manna, bæði karla og k'venna. Telur þingið í því sam- bandi mikilvægt starf Bláa bands ins, svo og þeirra hæla fyrir álfengissj úklinga, er rekin eru af opinberri hálfu. Heitir þingið á ríkisvaldið að efla þá starf- semi enn meir, sbr. ákvæði á- fengislaga um áfengisvarnir. Þingið vill þó leggja enn rík- ari áherzlu á það, að efla enn meir þá þætti áfengisvarna, er miða að þvú að sporna gegn neyzlu áfengra drykkja. Heitir þingið á Alþingi og ríkisstjórn að efla starf áfengisvarnarráðs og áfengisvarnarnefnda, m.a. með því, að leggja áfengisvarnar- ráði ti'l aukið starfsfé, svo að unnt verði að ráða a.m.k. einn erindreka að auki til starfa á vegum þess, er einkum geti gef- ið sig að því að leiðbeina ungu fólki um holla tómstundaiðju og skemmtanir, þar sem áfengis- neyzla sé útilokuð. Þakkar þing- ið allt það, sem þegar hefur ver- ið unnið að þeim málum bæði af bæjarfélögum, kirkjunni, góð- templarareglunni, KFUM og K, skátafélögum og öðrum þeim, er þeim málum haía sýnt skilning og aðstoð. Þingið telur ennfremur sér- staka ástæðu. til þess, að efla og styrkja meir en verið hefur starfsemi allra þeirra fél- aga, er starfa að bindindismál- um, jafnframt sem það þakkar stuðning áfengisvarnarnefnda og áfengisvarnarráðs og annrra þeirra félagasamtaka, sem með þátttöku sinni í Landssamband- inu gegn áfengisbölinu og á ann- an hátt hafa stutt að framgangi bindindismálsins. Vill þingið und irstrika nauðsyn þess, að öll frjáls samtök um eflingu bindindis hljóti ríflega aukinn styrk til starfsemi sinnar, bæði með hækik un á framlagi samikvæmt ákvörð un áfengisvarnarráðs og á hinu beina framlagi ríkissjóðs til Stór- stúku íslands. Þingið hvetur til aukinnar á- herzlu á fræðslu um skaðsemi áfengis, og lýsir þakklæti fyrir fram'tak fjórstúku íslands og bréfaskóla SÍS um námskeið í þeim fræðum, og væntir þess að þau fræðslubréf, sem gefin verða út í því samtoandi, -verði tekin til notkunar í skólum lands 1 ins, og í öllu fullnægt kröfum fræðslulaga og áfengislaga um kennslu í þeirri grein. Þingið þakkar starf trygging- arfélags bindindismanna, Ábyrgð ar, og telur það geta orðið til mikils styrks bindindismálinu. Skorar það á alla bindindismenn að láta það njóta viðskipta sinna. og efla með því þann þátt í starf- semi bindindismanna. Þingið skorar á alla góða menn, konur og karla að ljá lið málstað bindindisins með eigin fordæmi og góðum orðum, og stuðla að sínu leyti eftir megni að útrýmingu alls þess böls, er af áfengisneyzhi leiðir. Fimmta þing Landssamtoands- ins gegn áfengisbölinu mælir fastlega gegn því, að vínveit- ingatími veitingahúsanna verði lengdur frá því sem nú er, hvort heldur er með því að lengja veitingatímann á hverju kvöldi, þegar vínveitingar eru leyfðar, eða með því að leyfa vínveiting- ar á miðvikudagskvöldum. Þingið þakkar framtak bæjar- stjórnar Akureyrakaupstaðar um það, að lokað var útsölu áfengis- verzlunarinnar á staðnum meðan minnzt var 100 ára afmælis Akur eyrarbæjar, og að engar vínveit- ingar voru hafðar um hönd í sambandi við þessi hátíðahöld. Vill þingið benda á fordæmi Ak- ureyrar í þessum efnum, og jafn- framt að ríkisstjórnin hefur ekki veitt áfengi 1. janúar né 17. júní undanfarin ár, og skorar það 1 fastlega á ríkisvald og bæjar- félög að fella niður vínveitingar í opinberum veizlum. Þingið skorar á sýslunefndir, að taka upp í lögreglusamiþykkt- ir ákvæði, er takmarki mjög að- gang unglinga undir 16 ára aldri að almennum skemmtisamkom- um, t.d. með því að banna þeim. aðgang nema í fylgd með for- eldrum sínum. (Frá Landssambandinu gegn áfengisbölinu) Góð og gagnleg myndasýning í SIÐASTLIÐNUM mánuði sýndi Halldór Eyjólfsson verkstæðis formaður litmynd af smíði bú- véla og hirðing og meðferð þeirra á vegum Búnaðarfélaigs Hvolhrepps í félagsheimilinu Hvoll. Það var góð hugmynd hjá Halldóri að fræða bændur um meðferð þeirra búvéla sem þeir verja miklum fjármunum fyrir, auk þess sem það hlýtur að skipta þá miklu fjárhagslega að vélar þessar séu í góðri fairðu og rétt með farnar. Sýningar sem þessar eru sem lítið brot af þeim gömlu og góðu bændanámskeiðum sem gjörðu oft mikið gagn en eru nú því miður lögð niður. Hvolhreppingar þakka Halldóri kærlega fyrir hugkvæmni hans og heimsókn til þeirra með þess- ar fallegu og gagnlegu myndir. F.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.