Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 Sigurður A. Magnússon skrifar um: spaug Guðmundur Sigurðsson: Dýrt spaug. Heimslystavísur og hermiljóð. 96 bls. Helgafell, Reykjavík 1962. Á ÞESSUM síðustu og verstu alvörutímum eru gamanmál í kveðskap orðin næsta fátíður og óverulegur þáttur í menningunni og þjóðlífinu. Skyldi þr" vera vegna þess að mannlíf á fslandi sé orðið svo fjarstæðukennt og broslegt í sjálfu sér að gaman- skáldin telji sig ekki geta gert bragarbót — nema þá helzt þeg- ar þau eru sérstaklega um það beðin? Sú var tíðin að Tómas Guðmundsson og Steinn Stein- arr ortu grínkvæði sem urðu fleyg og voru á flestra vörum, en sú tíð er horfin og við erum að fátækari Samt hefur hin ágæta hefð skopkvæðanna ekki alveg lagzt af, og sá maður sem bezt og dyggilegast hefur að henni hlúð síðustu árin er Guðmundur Sig- tirðsson. Er hann löngu lands- kunnur fyrir þessa iðju sína, þó ekki fari hann í föt „gömlu meist aranna“. Hann er jafnan til kvaddur þegar mikið þykir liSgja við að rífa mannfundi upp úr alvöru og áhyggjum hins daglega peningakapphlaups eða koma útvarpshlustendum til að brosa. Bera gamankvæði hans nokkur merki þess, að þau eru „samin til söngs eða flutnings við ákveðin tækifæri", eins og höfundurinn tekur fram í for- mála. Þau eru yfirleitt „ekki orð in til af þeirri innri tjáningar- þörf, sem vitrir menn telja und- irstöðu æðri skáldskapar“, svo enn sé vitnað í formálsorð höf- undar. Fyrir bragðið eru þau ekki eins „sjálfvakin", spontan, eins og flest gamankvæði þeirra Tóm- asar og Steins. Þau eru bundn- t ari stað og stund, og með viss- um hætti þvingaðri eða þyngri á fluginu. Það er eftirtektarvert að sum smellnustu kvæðin virð- ist höfundurinn hafa ort óum- beðinn, t.d. hið „dýra spaug“ um Vallanessklerk, „Messað um mið- nættið'V sem er sérlega hnyttin stæling á „Messunni á Mosfelli" eftir Einar Benediktsson. Hinu má þó ekki gleyma að það er sérstök og sjaldgæf list að yrkja svo fyrir sundurleit samkvæmi, að kvæðin hitti mark. eigi erindi við söfnuðina sem kyrja þau við veizluborð og veigar. Stúdentafélag Reykjavíkur virðist hafa verið Guðmundi frjó samur akur, ef marka má af gamankvæðunum sem hann hef' ur sett saman fyrir stúdentahóf- in. Eru þau öll við 'önglög og vel fallinn til söngs við þá „sam- drykkju" sem þau hafa oft gefið svo skemmtilegan blæ. Guðmundur Sigurðsson er að því leyti skyldari Steini en Tóm- asi, að gamankveðskpur hans hefur bródd, hann er heimsádeila í beinni og eiginlegri skiln- ingi en t.d. „Kvæðið um penn- ann“, „Fjallgangan" eða „Þeg- ar ég praktíseraði“. Það sem einkum verður Guð- mundi að skotspæni er pólitíkin og tíðarandinn, hvort tveggja klassísk viðfangsefni grínskálda. Ádeilan er ekki fólgin í umvönd- un eða árásum á umrædd fyrir- bæri, heldur góðlatlegu skopi, aem vekur í senn kátínu og um- hugsun. Hér veltur mest á því að taka hnyttilega til orða, stilla upp sláandi andstæðum eða hlið- stæðum, koma lesandanum með einihverjum hætti á óvart. Ég tilfæri hér nokkur dæmi um yrkingarmáta Guðcundar og þá sérkennilegu kímni sem hon- um er tömust. „Og ennþá getur Amor hitt með ör hins forna bríma, þó ástin hafi eitthvað stytt sinn aðlögunartíma . .“ „Hver bjargar við afkomu bóndans á Ketlu, ef bústofn hans fellur úr hor?“ Guðmundur Sigurðsson. „á bikar vorum ennþá hún blikkar þessi veig, sem Bjarklind þótti forðum gott að smakka . . „fljóðin finna hér enn, hversu fullorðna menn reynist vonlaust að venja af pela.“ „Aldrei brugðust þau rök, að ei Bakkusar sök er, hve mörg er í manninum veilan, komu timburmenn til með sitt tryllandi spil, þegar Hákon fékk skógrækt á heilann?“ „Á kommanna Kaldadal króknar nú Hannibal, í blásölum alþingis blæs hann í kaun og brosir þar stundum til hægri á laun . . .“ „um hafflötinn leikur sér hafræna þýð, svo Hæringur kemst ekki á sjóinn . . “ „nú fara jafnvel menningar- og friðarsamtök kvenna við freistinganna hersveitir að semja vopnahlé.“ „Já, hér er allt með einum glæsibrag, og engin þjóð á meira af fólki snjöllu, né fleiri kirkjur fokheldar í dag og fleiri presta trúlausa með öllu . . .“ „Þótt margir telji Framsóknar- flokkinn innantóman, og fáa sína líka hann eigi víðast hvar, í Himalajafjöllum menn hafa grun um snjómann, er hafi svipað látbragð og áþekkt gáfnafar.“ „Nú er víða á Vesturlöndum veðurútlit harla myrkt, en hið gerzka æfintýri orðið næsta geislavirkt; meðan flestir vöngum velta í Washington og Róm og Bonn austræn friðarást er komin upp í þúsund megatonn." „Æskan hefur við eilíf töp á íþróttamótum stælzt og harðnað . . .“ „en Stalin bóndi brúnaþungur bjástri þessu illa kann; enginn sendi öðrum heimi öllu stærra lið en hann.“ „Hann Ingólfur gamli Arnarson var ekki með stjórnmáladellu, og líktist naumast á nokkurn hátt nafna sínum á Hellu.“ „á fjármálum kunnu víst fæstir skil, því framsóknarmenn voru ekki til.“ „og þeim væri hollt i alvöru að yfirvega, hve alvaran stundum gerir oss spaugilega." Þessi dæmi gefa nokkra hug- mynd um skopskyn Guðmundar Sigurðssonar og hvernig hann beitir því í kveðskap sínum. Hins vegar er ekki með öllu sanngjarnt að rífa einstakar hendingar úr samhengi, því þær eru vitaskuld nátengdar öðru efni kvæðanna og magnast oft af því. Sömuleiðis eru sum kvæð in þannig byggð að ógerlegt er að taka út einstakar hendingar. Svo er t.d. um margar hinna skemmtilegu stælinga, „Haf- meyjarmissi“, „Draum bissness- mannsins“ og fleiri. Það sem einkennir skopkvæði Guðmundar Sigurðssonar í heild er lipurt tungutak, áreynslulaus kímni og örugg til- finning fyrir hefðbundnum brag- arháttum. Mér virðist honum takast miður upp í „Samtíma- ljóði“ undir frjálslegri bragar- hætti, þó sumt sé þar hnyttilega sagt. Kvæðin eru ekki ýkja margbreytileg að efni eða frum- leg í viðhorfi, en mjög vel til iþess fallin að létta mönnum skap ið eina kvöldstund, og segja mætti mér, að ýmsir yrðu til að glugga aftur í þessa bók, þegar frá líður, sér til sálubótar þegar alvara lífsins og vand- kvæði gerast of nærgöngul. Frágangur á bókinni er smekk legur og kápumynd góð. Sigurður A. Magnússon. Guðmundur G. Hagalln skrifar um: Fimm konur Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Fimm konur. Bókaútgáfan Setberg. Reykjavík. 1962. VILHJÁLMUR S. Vilhjálmsson hefur ekki um áratugi verið tengdur neinni pólitískri eða bók- menntalegri klíku, enda hefur verið hljóðara um ritstörf hans heldur en vert væri. Frá mínum bæjardyrum séð er sagnabálkur hans, sem hefst á bókinni Brimar við Bölklett, eina íslenzka skáld- verkið, sem fjallar nokkurn veg- inn alhliða um þau merkilegu tímamót í lífi almennings í kauptúnum landsins, sem verka- lýðshreyfing fyrstu áratuganna hafði í för með sér. Þar er oft af mikilli glöggskyggni leitazt við að draga upp raunhæfa mynd af ástandinu eins og það var, þegar andblær nýrra hugsjóna lék um aumleg hreysi þessara þorpa, lýst atvinnu- og öryggisleysinu, fátækt og ósjálfstæði almennings og vanmáttarkennd hans gagn vart þeim, sem einhvers máttu sín í krafti efna og aðstöðu. Þar koma fram fulltrúar hinnar fyrstu fálmandi félagshyggju, lítt raunhæfar og hikkenndar til- raunir þeirra til vakningar og samtaka um aukna fræðslu, hækkuð laun og bætta verzlun- arhætti. Og framhaldsþróuninni er einnig lýst, sýnt hvernig raunveruleg átök um málin þoka frumherjunum, drauma- mönnunum úr forystuhlutverk- unum og setja aðra handfastari og andkaldari í staðinn — og loks, hvernig það, sem í upphafi var.eitt og hið sama, launabar- átta og félagsverzlun, klofnar í tvær fjarstýrðar hagsmunaheild- ir. Einnig ber að taka fram, að höfundur leitast við að láta koma í ljós, að í rauninni var öll þessi hreyfing ekki mól sér- stæðra einstaklinga, heldur fjöldans — eða réttara sagt margra einstaklinga, sem smátt og smátt leystust úr fjötrum hefðbundinnar vanmáttarkennd- ar og gæddust tilfinningu fyrir þjóðfélagslegu gildi sínu og þeim rétti til lífsins, sem þeir áttu í krafti þess gildis. En lengi fram eftir var það enn frekar sú til- finning, sem olli tímamótum heldur en hin um langt skeið mjög hægfara breyting á kjör- um alþýðunnar við sjávarsíð una.... Þá hefur og Vilhjálmur í mestu smásögu sinni sýnt, að hann hefur haft auga fyrir á- byrgðartilfinningu verkamanns- ins, sem vaknað hefur til vit- undar um gildi sitt, en vill hafa hreinar hendur, skila heildinni verki, sem raunverulega stað- festi það gildi. Þá er önnur grein ritstarfa Vilhjálms, ævisögur hans og Vilhj. S. Vilhjálmsson þættir, en af þessu tvennu eru þættirnir veigameiri, enda það, sem fyrir höfundi þeirra vakir, nátengt því, og hann freistar að leiða í ljós í skáldsögum sínum. í ritinu Við sem byggðum þessa horg hyggst hann gera lesendum sínum Ijósan hlut manna úr ýmsum stéttum í hinum stór- kostlegu breytingum, sem hér hafa orðið á högum almennings og lífsháttum og sýna, að þær hafa verið árangur mikils og markviss starfs, seigla, æðru- leysi, fórnfýsi, trúmennska og framtak til sjálfsbjargar verið undirstaða alls þess, sem unnizt hefur og öðlazt festu. Svo sem iðulega hefur komið fram í spjalli Vilhjálms í gervi Hann- esar á Horninu, hefur ábyrgðar- laus múgmennska orðið honum meiri og sárari þyrnir í augum, eftir því sem honum hefur auk- izt reynsla og yfirsýn. Honum er ljóst, að mikið hefur unnizt, að aðstaða ungs fólks til að njóta hæfileika sinna er öll önnur en áður, og hann vill með þáttum sínum minna þá rosknu, sem virðast hafa gleymt því, sem var, á þá staðreynd, að úrbótin hef- ur mikið kostað — og eins á hitt, hvaða eiginleikar hafa leitt til sigurs, og hann vill vekja þá ungu til vituridar um, hvaða skyldur þrautir og afrek afa og ömmu og föður og móður leggja þeim á herðar — og hver ábyrgð fylgir þeirri aðstöðu að geta valið og hafnað sem frjáls mað- ur. Hann vill og láta hina ungu myndarmenn nútímans, karla og konur, skilja, að ábyrgðarlaus múgmennska geti leitt til þjóð- félagsástands, sem notað verði til að bera þá ráðum í réttinda- málum þeirra og leggja á þá auðmýkjandi fjötra, sem ef til vill sé brugðið yfir gliti fagurra fyrirheita.... Hinir mörgu þætt- •ir Vilhjálms eru misjafnlega merkir og form þeirra ekki allt- af jafnheillegt, en í þeim beztu tekst honum allt í senn: að lýsa eftirminnilegum persónum, draga fram í dagsljósið átakanlegar myndir aftan úr húmi hins liðna — og sýna, hvaða persónulegir eiginleikar hafi leitt til hinna glæsilegu sigra og slíkrar gjör- breytingar á högum heildarinn- ar, að ungt fólk vill helzt ekki trúa því, að það, sem var fyrir þrem aldarfjórðungum, hálfri öld, jafnvel einum þriðjungi ald- ar hafi verið svo þungbært, að vert sé að minnast þess til varn- aðar. í hinni nýju bók sinni, Fimm konur, heldur Vilhjálmur áfram á sömu braut. Hann segir í for- mála, að hann sé að gjalda skuld sína. f bókunum Við, sem byggð- um þessa borg hafi hann aðeins fjallað um tvær konur, en hins vegar 23 karlmenn. Byrðarnar, sem konurnar hafi borið á sjö- tíu ára tímabili víðtækra breyt- ; inga á íslenzkum þjóðarhögum, hafi þó verið ærið þungar og sé ekki síður vert að geta þeirra en þess erfiðis, sem karlmenn hafi þar á sig lagt. , Fyrsti þátturinn fjallar um Elísabetu Jónsdóttur frá Eyvind- armúla í Fljótshlíð, ekkju Péturs Guðmundssonar skólastjóra og oddvita á Eyrarbakka. Hún er nú 84 ára gömul og hefur verið ekkja í 40 ár. Lífssaga hennar er hvort tveggja: sérstæð og gædd almennu gildi — og þátt- urinn mjög eftirminnilegur. Frá- sögn og stíll er auðsjáanlega mótaður af miklum persónuleika Elísabetar, en hjá henni hefur farið saman ríkt skap og heitar tilfinningar annars vegar, en á hinn veginn skörp greind, djúp- tæk sjálfsvirðing og stálsettur vilji. Hún laut ekki neinum nema ást sinni og skyldu og þeim drottni, sem lagði á hana eina byrðina annarri þyngri, en hafði gefið henni þá reisn og þann styrk, að hún reyndist þess megnug að ganga upprétt brekku af brekku. Annar þátturinn fjallar um Sigurlaugu Jónasdóttur, konu Jónasar Þorbergssonar. Það var birta og ylur kringum hana í bernsku og lífið brosti við hfcnni og fleygði í fang henni blómum. Og hún var sannarlega þeirrar gerðar, að hún breiddi fagnandi út faðminn, svo sem skáldið sagði. En þá dundu yfir hana slíkar ógnir, að lesandanum hrýs hugur við. Og þegar hann hefur séð, að úr þeim slapp hún án þess að hún væri kalin á hjarta, án þess að bliknað hefði blað, eða fölvazt blóm, án þess að daprazt hefði sú dásamlega vitund í brjósti hennar, að öllu væri borgið í ríki gróandans, því að „sólskinið verður þó til“, veit hann, að hún muni fá staðizt hvað annað, sem yfir dynji, og þótt hann hafi í sögulok séð, að hún hefur fengið að reyna, að maðurinn er miskunnarlausasta kvikindi jarðarinnar, þá trúir hann þessum lokaorðum hennar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.