Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 Námskeið a hag ræðingartækni á vegum IHISÍ HTNN 16. nóv. sl. var slitið nám- skeiði í hagræðingartækni á veg- um Iðnaðarmálastofnunar ís- lega 20 frá fyrirtækjum, stofnun- lands. í»átttakendur voru rúm- um og samtökum. Meðal þátttak- enda voru verkfræðingar, iðn- fræðingar, yfirverkstjórar o. fl., sem að loknu námi munu nú taka til við hagræðingarverkefni á vinnustöðum sínum í því skyni að bæta nýtingu vinnuafls, fram- leiðslutækja, hráefna og annarra framleiðsluþátta með skipulögð- um og kerfisbundnum athugun- um á vinnubrögðum og rekstrar- skipulagi. Námskeið þetta, sem er hið fyrsta sinnar tegundar, sem hald- ið er hér á landi, var 270 klst. alls og skiptist í þrjá jafna hluta. Fyrsti hluti þess fór fram dagana 30. okt. til 17. nóv. 1061 og var höfuðviðfangsefni þess vinnu- rahnsóknartækni: Vinnueinföld- un, tímamælingar, tímatapsat- huganir og tíðnirannsóknir. Annar hluti námskeiðsins fór fram dagana 19. marz — 6. apríl í ár og voru höfuðviðfangsefnin launagreiðslukerfi, verksmiðju- skipulagning, framleiðsluskipu- lagning og birgðahald og flutn- ingatækni á vinnustöðum. Þriðji hlutinn, sem fór fram nú í haust, dagana 29. okt. — til 16. nóv. fjallaði um kerfisbundið starfsmat, rekstrarhagfræði, við- hald framleiðslutækja, stjórn- skipulag fyrirtækja, tölufræði- legt gæðamat, takmörkun gerða- og tegundafjölda í framleiðslu og öryggisráðstafanir á vinnustöðum o. fl. Kennarar á síðasta hlutan- um voru: Árni Vilhjálmsson próf., Arthur Eide og Jakob Hárvei frá Industrikonsulent A/S, Friðgeir Grímsson verkfr. frá Öryggiseftirliti ríkisins, Sig- urður Ingimundarson verkfræð- ingur og Sveinn Bjömsson verkfr., en einstaka fyrirlestra fluttu Kristján Sturlaugsson tryggingafræðingur, Aðalsteinn Guðjohnsen verkfr., Pétur Páls- son verkfr., Sören Sörensen eft- irlitsmaður og Ólafur Helgasön læknir. Sveinn Björnsson frkvstj. IMSÍ stjórnaði námskeiðinu. í sambandi við allar aðal- kennslugreinar námskeiðsins — voru þátttakendum fengin til úr- lausnar raunhæf verkefni í fyrir- tækjum. Gaf þessi kennsluaðferð mjög góða raun auk þess, sem úrlausnir gáfu stjórnendum ým- issa fyrirtækja gagnlegar bend- ingar um rekstrartæknilegar end- urbætur. Auk fyrirlestrarhalds var kennsla að öðru leyti fólgin í úrlausnum á raunhæfum dæm- um úr atvinnulífinu. Kvikmynd- ir og sýnikennsla voru nötuð eftir því, sem við var komið. Er námskeiðsslit fóru fram sl. föstudag, og þátttökuskírteini voru afhent, flutu m. a. ávörp Magnús Ástmarsson formaður stjórnar Iðnaðarmálastofnunar íslands og Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri, form. Stjórnun- arfélagsins íslands, en nám- skeiðshaldið var að nokkru leyti undirbúið í samráði við félagið. Við þetta tækifæri fórust fram- kvæmdastjóra Iðnaðarmálastofn- unar íslands m. a. orð á þessa leið: „Á því leikur vart lengur vafi, að talsv.erður áhugi hefur skap- azt hér á landi á því að taka hagræðingartækni í þjónustu at- vinnulífsins. Það verður æ ljós- ara, að tryggasta leiðin til varan- legrar bættrar afkomu fyrirtækja og starfsmanna er fólgin í sí- bættri nýtingu framleiðsluþátt- anna, þ. e. aukningu framleiðni. Það er einmitt þetta, sem er til- gangur hagræðingartækninnar og eigi verulegur arangur að nást verðum við að hafa mc lum á að skipa í hinum ýmsu atvinnu- greinum, sem búa yfir kunnáttu í þessari tækni. Til þess að þekk- ing á þessu sviði nýtist, er þó ekki nóg að eignast sérkunnáttu- menn, heldur verða jafnt stjórn- endur sem óbreyttir starfsmenn að öðlast áhuga og vissa lág- marksþekkingu á grundvallar- atriðum hagræðingartækninnar. Þess vegna ber að fagna því, að á fót hefur verið komið stjórn unarfélagi, sem helgar sig því hlutverki að útbreiða þekkingu á stjórnunarfræðum og’hagræð- ingu og sömuleiðis, að hafin er skipulögð verkstjórnarfræðsla, sem m. a. miðar að aukinni þekk- ingu á hagræðingarmálum. Brýn þörf er þó á, að fleiri leggi hér hönd á plóginn og mó í því samibandi m.a. nefna mennta- stofnanir þjóðarinnar og sömu- leiðis hagsmunasamtök vinnu- markaðsins, sem miklu geta af- rekað í þessum efnum með fræðslustarfsemi fyrir meðlimi sína.“ (Frá IMSÍ). Angliu-fundur SÍÐASTLIÐINN fimmtudag hélt félagið Anglia fyrsta skemmti- kvöld sitt á vetrinum. Var það haldið í Sjálfstæðishúsinu, en þar voru Angliuskemmtanir og fundir jafnan haldnir áður fyrr. Fjölmenni var á skemmtikvöld- inu og gengu margir nýir fé- lagar í Angliu við þetta tæki- færi. Formaður félagsins, Dr. Gunn ar G. Schram, flutti ávarp og greindi frá félagsstarfinu, sem fyrirhugað er í vetur. Auk skemmtikvölda mun félagið halda sýningar á kunnum brezk- um kvikmyndum fyrir félaga sína. Þá verða fengnir fyrirles- arar frá Bretlandi til fslands á vegum félagsins og hefir þegar einn slíkur fyrirlestur verið haldinn í vetur. Anglia mun á næstunni gangast fyrir allmörg- um tónleikum, þar sem brezk tónlist verður kynnt og verður nánar greint frá því síðar. Bóka safn félagsins er nú daglega opið milli kl. 4—5 í brezka sendiráð- inu við Laufásveg. Seinni hluta sl. sumars og í haust vann stór krani frá vitamálastjórninni að hafnarbótum á ísa- firði. Hefur kraninn grafið upp mikið af sandi sem notaður hefur verið til landmyndunar sem kunnugir geta séð á myndinni. Myndina tók ísak E. Jónsson. Foreldrafundur I Isaksskóla Fundarstjóri var Sveinn Bene- diktsson, framkvæmdastjóri. Fundarritari Helga Magnús- dóttir, æfingakennari. fsak Jónsson, skólastjóri, skýrði frá störfum skólans, hag og horfum: í skólanum eru í vetur 615 börn á aldrinum 6—8 ára í 21 deild. Skólinn er þrísettur og starfar daglega frá kl. 9—17,30. Skólaítjóninn kvað þrísetning- una valda örðuleikum í starfi og stjórn skólans, og væri það mál. sem hin nýkjörna skóla- nefnd þyrfti fljótlega taka til meðferðar. Við skólann starfa 16 kennarar (að meðtöldum skóla stjóra), auk þess: læknir, hjúkr- unarkona, sálfræðingur, húsvörð- Bækur, dýr og börn LÉLEGASTI kennari, sem ég hef nokkru sinni haft, var spreng- lærður maður í sinni grein. Hann gerði sjálfstæðar rannsóknir, skrifaði um þær í erlend vísinda- rit og hlaut doktorstitil við Hafn arháskóla. Hann skrifaði ekk1 neina kennslubók, sem betur fór, því að hún hefði áreiðanlega orðið til að vekja andstyggð ungs fólks á fræðigrein hans. Hann vantaði sem sé þann skiln- ing á sálarlífi nemenda, sem getur orkað á ímyndunarafl þerra og vakið áhuga þeirra á því, sem þeir eru að lesa um. Líklega er það flestum börn- um kvöl að læra að lesa, a.m.k. ef þau ættu að starfa á gamla lögbók eins og Páll lögmaður Vídalín. Það þarf að finna þeim lestrarefni, sem þeim þykir gam- an að, svo að þau reyni af sjálfs dáðum að brjótast fram úr við- fangsefninu. Það þarf að glæða hjá þeim þann andlega eigin- leka, sem framar flestu öðru hefur aukið þekkingu mannanna, en það er forvitnin. Sem betur fer eru flest börn forvitin. Börnum þykir yfirleitt gaman að dýrum og dýrasögum og ef þau mættu ráða, væri hundur, köttur og páfagaukur í hverju húsi. Mínum börnum var einu sinni gefinn páfagaukur og ég hef varla séð sárari harm en þegar hann át yfir sig af kálfs- keti og dó. Norður á Akureyri er maður, sem heitir Hjörtur Gíslason. Hann vinnur þar víst á flugvell- inum, en þess á milli ræktar hann tré í kringum húsið sitt, yrkir kvæði og stökur og sem- ur dýrasögur fyr*r börn. Þær hafa nú komið út þrjú ár í röð og heita Salómon svarti, Saló mon svarti og Bjartur og GarS- ar og Glófaxi. Ég hef lesið þær allar og þótt gaman að þeim, því að það er einkenni góðra barnabóka, að krakkarnir þrosk ast við að lesa þær, en fullorðnir lifa við það upp bernsku sína. Ekki spdlir það þessum bókum, að Halldór Pétursson hefur teikn að í þær myndir af sinni al- kunnu snilld. Án allra frekari orðalenginga vil ég ráðleggja foreldrum eða frændum að gefa börnum sínum, sem byrjuð eru að lesa, þessar bækur Hjartar. Með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi: Börnin æfast í lestri án allra leiðinda og kom- ast jafnframt í nánari snertingu við náttúruna. En hvernig væri það annars, að Ríkisútgáfa náms bóka boðaði til samkeppni meðal skálda um það að skrifa hentug- ar kennslubækur í steinafræði, eðlisfræði og stærðfræði í stað þess að láta þurra fræðimenn auka á námsleiða krakkanna með því að skrifa tyrfnar og leiðin- legar bækur um þessi efni? Páll V. G. Kolka. ur og hreingerningarkonur, alls 23 menn, en auk þess fólk í for- föllum. Skólastjórinn sagði, að leitazt væri við að beita hagnýtum kenns' ðferðum fyrir hugnám og verknám og sjá fyrir góðri náms aðstöðu, svo sem húsrýsni, tækj- um, áhöld r, bókum og efni- við. Á hverju ári yæri keypt eittJhvað nýtt, sem bætti aðstöðu við kennslu og nám. Markmið sikólans kvað skólastjóri vera að koma öllum til nokkurs þroska, þ.e. að hver og einn gæti and- lega og lí'kamlega tekið út þann vöxt, sem honum væri áskapað. Seinfærum börnum í lestri hefði um mörg ár verið veitt sérhjálp, og einn kennari væri ráðunaut- ur í teikningu í öllum bekkjum skólans. Fyrirkomulag ' rekstri skólans kvað skólastj. með þeim hætti að ríki og bær greiddu föstum kenn urum laun. Annan reksturs- kostnað veröur skólinn að sjá um sjálfur, auk þess hús, leik- völl, húsgögn, kennslutæki, á- höld, bækur o.fi., allt án nokk- urs styrks. Skólagjald er nú kr. 100,00 á mánuði í því er fólgið allt efni til daglegrar vinnu í skólanum, svo sen. pappír, leir, litir, blýantar, stiiabækur o.-.frv. Reynt er jafnan að stilla skóla- gjöldum í hóf, sem bezt sést af því, að á fjórum undanförnum árum hefur tvisvar orðið halli á rekstri skólans: annað árið um kr. 3.000,00, og hitt árið rúm- lega 16 þúsund krónur. Þar sem erfiðar ástæður eru fyrir hendi, eru skólagjöld gefin eftir. Slik- ar eftirgjafir hafa sum árin orð- ið á annan tug þúsur.da. Auk skólagjaldsins er stofngjald, sem innheimt er í eitt skipti fyrir öll, þegar fyrsta barn er inn- ritað frá fjölskyldu. Skólinn er PILTAR EFÞlÐ EISIC UNNUSTUNA ÞÁ A Ée HRINOANA / RAGNAR JONSSON bæstaréttarlögmaSur Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið búinn að starfa sem sjálfseign* arstofr.un frá 1146 (áður einka- skóli í 20 ár). Á þessum rúmum 16 árum hafa 1772 foreidrar og aðstandendur t rna innritað oörn í skólann og greitt stofngjöld að upphæð um kr. 890 þúsund, eða um kr. 500,00 til jafnaðar á fjölskyldu. Sumar hafa greitt minna aðrir meira og einstaka fjölskylda ekkert stcrfngjald. Um 3000 börn hafa innritazt á þessu tímabili. Sé stofngjöldunum deilt með dvalarmánaðafjölda allra barnanna þennan tíma, kemur í Ijós, að stofngjaldið nemur um kr. 20,00 á manuði til viðbótar við skólagjaM. Eignir skólans nú kvað skóla- stj. vera: Skólahús með öllu til- heyrandi (m.a. íbúð húsvarðar), leikvöllur, sérstök íbúð úti í bæ, innanhúss-sími og hátalarakerfi, bókasafn (handbækur og bóka- flokkar barna), húsgögn, kenn- sluáhöld og efniviður, vélar o.fL Kostnaðarverð eigna þessara hef- ur orðið nærri nákvæmlega kr. 2.600.000,00. Kvað skólastjóri, að byggingafróður maður hefði tjáð sér, að miðað við gildi peninga nú, muni þetta vera um 7 millj. króna virði. Skuldir eru kr. 125 þúsund (kr. 100 þús. skuldabréf, kr. 25 þús. vextir). Að lokum bar skólastjóri fram þakkir til opinberra aðila, ein- staklinga og starfsliðs skólans. Skólanefnd Skóla Isaks Jóns- sonar er nú þannig skipuð: Sveinn Benediktsson, formaður, Gunnlaugur Ó. Lriem, varaform. Kristí:. Guðmv ndsdóttir, ritari, Aðalbiörg Sigurðardóttir og ísaik Jónsson. Hvernig væri að láta Cld English Rednil (Rauðolía) gera gömlu húsgögnin sem ný ? Rauðolían hreinsar ótrúlega vel — og skilur eftir fagurgljáandi áferð. NOTIÐ REDOIL, eingöngu ! FÆST ALLSTAÐAR! Umboðsmenn: Ágnar IUorðfjörð & Co hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.