Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 1
s II Flmmtud. 13. des. 1962 /. Upphaf og útúrdúr A Ð fara utan, kynnast nýju fólki og fjarlægum löndum, að leita hvíldar frá erli og skvaldri og finna notalegan blett, þar sem sólin bræðir frostið í huga og sál; það er draumur allra íslendinga. Sem betur fer breytist þessi draumur stundum í ferskan og óvæntan veruleik. Á heimleiðinni frá Róm sagði ég við Einar Helgason, forstjóra Flugfélagsins í Glasgow: „Þeim hefur fjölg- að mikið, sem fara utan með vélunum ykkar.“ Einar er greindur maður og tekur vel eftir. Hann horfði á mig spurnaraugum og sagði: „Hvað segirðu, utan?“ „Já, hvað átti ég að segja?“ „Nei, ég veit þetta er rétt, en ég heyri bara engan segja utan lengur. Nú segja allir: „Ég ætla að fara út.“ Ég er ekki viss um að fólk mundi yfirleitt skilja þig, ef þú segð- ist ætla að fara utan.“ „Það er ómögulegt," fullyrti ég. En Einar sat fast við sinn keip. „Það er eins og fólk þurfi að snúa öllu við,“ sagði hann. „Þegar Snorri fór frá Noregi, sagði hann: „Út vil ek.“ Þá fóru menn utan frá íslandi, en út til Islands. Nú fara allir út frá íslandi." Ég varð að' viðurkenna að Einar hefði mikið tdl síns máls. Þegar ég kvaddi hann, datt mér í hug að það gæti komið að gagni að prenta þetta samtal okkar. Nú getur einhver framtakssamur mál- vísindamaður, kannski Svíi eða Þjóðverji, skrifað heila doktorsritgerð um orðin út og utan í íslenzku máli. Og það er hægt að halda sex tíma doktorsvörn fyrir opnum tjöldum. Það er gaman að fara utan- með Gullfossi síðan sjóveikis- töflurnar komu til sögunnar. Við fóruiu 22. september. Ferðinni var heitið til Leith í Skotlandi. Veðrið sæmilegt og engin ástæða til að ör- vænta með jafnskætt vopn upp á vasann og postafen- töflur. Þá voru þær ekki enn komnar á svartan lista. Ég verð að viðurkenna að ég kveið þessari ferð; komið haust í fjöllin og myrkrið í sókn, eins óbilgjarnt og kín- verskir kommúnistar í Ladak. Haustblöðin lágu skrælgul í rennusteinunum og ég hafði nýverið séð lóuna hópa sig á eyrunum við Bergsnös í Stóru-Laxá. Það var óneitan- lega hrollur i mér að sigla um þetta leyti árs yfir það hafsvæði, sem hátíðlegir ræðumenn kalla fslands ála. En þá rakst ég óvart á frá- sögn þess efnis, að franski sjóherinn hafi ekki verið erkifjandi Nelsons aðmíráls, heldur ónot sjóveikinnar. Sumir halda að allt sé rétt sem stendur á sögubókum. Það er síður en svo. Litlu þúfurnar - mannkynssögunni hafa ekki alltaf fundið náð fyrir augum sagnritaranna, en þær hafa velt mörgum stórum hlössum. Framfarir í læknisfræði á þessari öld verða að öllum líkindum ekki viðfangsefni sagnfræðinga framtíðarinnar, eða hvað skyldi Alexander Fleming hafa lengt líf margra svo- kallaðra þjóðarleiðtoga? Bollaleggingar eins og þess- skortir ekki heldur sjálfs- traustið. Þeir eigna sér og sínum flokki þær framfarir, sem hafa orðið í Sovétríkjun- um síðustu árin. Það er skipu- lagið, segja þeir, byltingin, sem komið hefur öllu góðu til leiðar. En engum, hvorki kommúnistum né öðrum, dettur í hug að viðurkenna þá staðreynd, að það er hvorki skipulagið né bylting- in, sem hafa búið í haginn fyrir framfarir þessarar ald- ar, heldur sú öra vísindaþró- un, sem átt hefur sér stað um allan heim. Vísindin efla alla dáð, sagði íslenzkt Ijóðskáld. Það er ekki sama og stefna kommúnistaflokksins efli alla dáð. Þrátt fyrir innblásturs- leysi kommúnisrnans hafa orðið framfarir í Sovétríkjun- um. Og framfarir í öðrum ríkjum eru ekki endilega að þakka einum flokki fremur en öðrum, heldur þeirri tækni- dýrkun, sem einkennir nútím- ann. Við lifum -á vísindaöld. Auðvitað geta pólitískar stefnur haft áhrif á þróunina, örvað hana eða dregið úr henni, allt eftir þvi hver um stjórnvölinn heldur. En lyk- illinn að framföruni nútímans er í hendi vísindamannsins. Krúsjeff byggir ekki orku- verin í Sovétríkjúnum úr úr- eltum teóríum Karls Marxs, Kennedy smíðar ekki land- búnaðarvélar úr stefnuskrá demókrataflokksins. Þessar ófrumlegu uppgötvanir urðu niðurstöður mínar af bolla- leggingum um sjósókn og postafen. Eða mundi þetta tiltölulega saklausa sjóveiki- lyf sýna ágæti kommúnism- ans, ef það væri framleitt í Sovétríkjunum? En þetta er útúrdúr, Þjóð- viljinn mundi kalla svona víxlspor: undirlægjuhátt við auðvaldið. af sér eins og hestur í höm sem hristir af sér byljina og er jafngóður eftir. Land- krabbarnir leggja annan mælikvarða á gott sjóskip en sjómennirnir. Þess vegna er það fyrir einhvern misskiln- ing að það orð hefur komizt á að Gullfoss sé vont sjóskip. Margir íslendingar vita allt um allt. Skömmu áður en við fórum utan, átti ég stutt sam- tal við einn af þessum spek- ingum. „Ef það verður vont í sjóinn, færðu gúmorinn,“ sagði hann. „Heldurðu það“ stamaði ég og gaut bænaraugum til him- ins. „Já, það máttu reiða þig á,“ sagði hann. „En heldurðu. . .“ „Ég held ekkert um það,“ greip hann fram í. „Ég á við, heldurðu að. . “ Hann sá að ég var orðinn eins grár í andlitinu og út- mánaðahiminn, svo hann stillti fullyrðingum sínum í hóf og bætti við með sem- ingi: „Ja, þú þarft náttúrlega ekki að fá svo slæmt í sjóinn, en .... “ „En....“ „Ja, það er þetta. Ef hann gerði nú reglulegt haustveð- ur —“ „Ef hann gerði nú það, þá hvað?“ stamaði ég. „Ekki svo að skilja að ég viti til þess að neinn hafi beinlínis dáið úr sjóveiki, en....“ „Heldurðu að Gullfoss sé svona vont sjóskip?" spurði ég í þeirri von að hann færi mýkri orðum um þetta flagg- skip íslenzka flotans. „Já, afleitt," sagði hann fast og ákveðið. Ég fann að það var eitt- hvað ekki í lagi með magann í mér, svo ég kvaddi í skyndi og fór. Hann kallaði á eftir ar kalla á fleiri vangaveltur. í frjálsum löndum eru starf- andi margir stjórnmálaflokk- ar og eiga það allir sammerkt að trúa ótakmarkað á ágæti sjálfs sín og sinnar stefnu, eins og það er kallað. Undir forystu allra þessara flokka verða óneitanlega miklar og örar framfarir, eins og mál- um er nú háttað í heiminum. Og allt er þetta flokkunum að þalrka. Forystumenn komm- únistaflokks Sovétríkjanna II. „Þú ert betri i hnénu" Gullfoss er stolt íslenzka flotans. Sumir segja að hann sé vont sjóskip, en það er mikill misskilningur. Hann veltur að vísu allmikið, en tekur ekki á sig sjó. Stýri- mennirnir segjast varla muna eftir því, að hann hafi nokk- urn tíma fengið á sig slæman hnút. Hann veltir sjóunum mér: „En það er aðeins til eitt ráð, að fá sér bara dug- lega neðan í því. Þessar fjand ans töflur hafa ekkert að segja.“ Ég fór heim. Hvað skyldi nú til bragðs taka? Komi það sem koma vill, var of her- mannleg upphrópun eins og á stóð. Hvaða karl er ég, að ég geti boðið höfuðskepnun- um byrgin? spurði ég sjálf- an mig. En konan mam exki vera að því að taka þátt í þessari styrjöld við ímynd- unarveikina, hún var of önn- um kafin við að taka til og pakka niður, og mér fannst engu líkara en gert væri ráð fyrir því að við mundum ekki eiga afturkvæmt til þessa lands. Guð minn góður, hvað á ég að gera? spurði ég enn sjálfan mig, hvað á þetta bardús eiginlega að þýða? En ekkert svar. „Það er allra veðra von, komið fram í september," sagði ég við konuna. Hún er þingeysk og sagði lakóniskt: „Verra getur það orðið í janú- ar.“ En hvernig skyldi spáin á Atlantshafinu vera? og mér datt allt í einu í hug að Morgunblaðið gæti nú einu sinni komið að notum. Ég leit- aði um íbúðina þvera og endi- langa að bls. 2 og fann hana loks á nýbónuðum ganginum. En veðurkortið var auðvitað ekki í blaðinu þennan dag og ég fór að bölva með sjálfum mér. „Þá einu sinni ég hélt maður gæti haft gagn af Morgunblaðinu vantar veður- kortið í það,“ tuldraði ég. „Hver tók það út?“ spurði konan. Ég svaraði engu, en varð að viðurkenna að ég hafði sjálfur tekið kortið út kvöldið áður vegna þrengsla. Ekki í fyrsta skiptið, sem ég hafði beðið ósigur fyrir óvini númer eitt: þrengslum í blað- inu. Skömmfu seinna hringdi siminn. Það var maður Láru miðils og spurði, hvort ég gæíi upp á gamlan kunningsskap hitt þau að máli. Ég spurði hvers kyns erindið væri: „Nú hefur Sveinn Víkingur lokið við söguna," sagði hann, „okk ur langar til að þú hlustir á kafla.“ „En ég er ákaflega upptek- inn,“ sagði ég, „ég er að fara til útlanda.“ „Nú, og hvert?“ spurði hann. „Til Ítalíu eins og Egg- ert Stefánsson,“ sagði ég, og í sömu andrónni hristi ég af mér óttann við Atlantshafið og reyndi að gera sem mest úr þeirri forfrömun, sem beið min. „Það nær þá ekki lengra, en við sjáumst þegar þú kem- ur aftur,“ sagði hann. Áhuginn á málefninu lét mig ekki í friði. „En hvernig væri að ég skryppi snöggv- ast?“ spurði ég. Og það var afráðið að ég kæmi á næsta kiukkutíma. Lára tók mér að vanda með brosi og útréttum höndum. Og þegar ég var seztur inn í stofu, sagði hún allt í einu: „Þú ert betri í hnénu.“ „Já,“ svaraði ég undrandi. „En þú ert með bólgur í ennisholunum,“ sagði hún. „Jæja, einmitt það,“ sagði ég ekki minna undrandi. Svo lýsti hún þeim sem í kringum mig voru, skilaði nokkrum kveðjum til mín handan landamæranna miklu. Og svo hlustuðum við á kafla úr bókinni hennar. „Ég kvíði fyrir sjónum,“ skaut ég inn milli greinaskila. „Þú þarft ekkert að óttast,“ sagði hún og horfði út í loftið, og auðvitað skildi ég það svo að veðrið yrði þolanlegt. Við hlustuðum á annan kafla. Að honum loknum sagði ég. „Þú heldur þá að veðrið verði sæmilegt?" „Þetta gengur allt ágæt-. lega,“ sagði hún. „Þú ert ekki feigur, ég sæi ef svo væri.“ Ég hafði róið á miðunum hennar Láru og fiskað vel, allt að því langlífi. Ég stóð UPP og kvaddi hinn ánægð- asti. Þegar við feðgarnir geng um niður stigann, tók ég eftir Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.