Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fi/nmtudagur 13. des. 1962 Páll V. G. Kolka skrifar um bókina: VIÐ ELDA INDLANDS í ÆVINTÝRUM fornum er Stundum talað um eitt furðuland fyrir austan tungl og sunnan sól, og ef ég man rétt, þá er þess get- ið í Þúsund og einni nótt. Ef til vill hefur Indland gefið vest- rænni þjóðum þessa hugmynd, því að í vitund þeirra hefur það alltaf verið sveipað ævintýra- Ijóma, allt frá því að læknar Egyptalands fengu þaðan sum af lyfjum sínum fyrir 4000 árum og hofróðurnar við hirð Faraós efnið í fegurðarsmyrsl sín, fyrir milligöngu kaupmanna og farmanna, sem margir voru búsettir í Saba, en það land er nú kallað Yemen og hefur nokk- uð komið við sögur á þessu ári. Síðan hefur Indland seitt hugi manna, t.d. Alexanders mikla, þótt ekki entist honum aldur til að halda áfram herferðum sín- um þangað. Á miðöldum komu þaðan dýrar kryddvörur, sem áttu sinn þátt í því að auka auð og veldi borgríkjanna á Italíu, en verzlunin við það og yfirráð- in yfir því voru í 2—3 aldir hyrn- ingarsteinar hins brezka heims- veldis. Fór þanga# margur fá- tækur, en kom aftur sem auðug- ur nabob, og einstöku sinnum birtist meðal Vesturlandabúa einhver indverskur maharaja, hlaðinn gimsteinum í bak og fyr- ir, en þekktastur slíkra pótintáta á síðari tímum er Ali Khan og þeir feðgar, sem sérstakir lyst- hafendur veðreiðahesta og kvik- myndadísa. Þetta hillingaland blasti þó ekki aðeins við sem ó- tæmandi lind þeirra auðæfa, sem mölur og ryð fá grandað, heldur og óforgengilegra fjár- sjóða hinnar æðstu vjzku, sem ó- þroskaður almenningur er að vísu ekki hæfur til að meta rétti- lega, heldur þeir aðeins, sem hlotið hafa vígslu spekinnar hjá indverskum meisturum. Leiðir fáeinna Islendinga hafa legið að þessum fjarlægu furðu- ströndum og ber fyrst að nefna Jón Indíafara fyrir meira en 200 árum, en síðan Sveinbjörn Egil- son og Steingrím lækni Matt- híasson, sem allir hafa skráð frá sagnir af því, sem fyrir augu þeirra bar í hafnarborgum Ind- lands, en hafnarhverfi gefa að vísu ekki sannasta mynd af menningarástandi. Þá hafa fáein- ir farið þangað í leit að vizku- steininum og væntanlega komið með nokkur ósvikin sandkorn. Sá eini íslendingur, sem hefur átt þess kost að ferðast um land- ið vítt og breitt og það sem opin- ber gestur þeirrar stofnunar, sem annast menningarleg sam- skipti við önnur lönd — The Indian Council for Cultural Relations — hafandi með sér og leggjandi á borð með sér eftir- prentanir af ýmsum verkum önd- vegismálara íslenzkra, er Sigurð- ur A. Magnússon blaðamaður. Nú er komin á íslenzkan bóka- markað bók hans um þá for- vitnilegu ferð, en hún lýsir bæði svipum fornaldar í menningu og mannvirkjum og viðleitni þeirra leiðtoga, menntaðra á vestræna vísu, sem hafa sett sér það mark að gera sitt víðáttumikla og of- troðna land aðnjótandi tækni- legra framfara Vesturlanda. Þetta er einhver sú allra fróð- legasta ferðabók, sem ég hef les- ið, því að þar er ekki um þurra lýsingu né skrásetningu hag- fræðilegra talnadálka að ræða, heldur litríkar þjóðlífsmyndir og þrívíðar. Höfundurinn leitast við að skilja sálarlíf Indverja og skyggnast undir það yfirborð, sem mætir manni við fyrstu sýn. í því skyni hefur hann og leitað fræðslu hjá mörgum menntuðum Indverjum, án þess að gleypa skýringar þeirra eins og óviti. Sigurður sýnir lesandanum þetta víðlenda ríki sem land mik- illa andstæðna, eða eins og hann sjálfur segir, „land ævintýralegs auðs og sárustu eymdar, land trylltrar lífsnautnar og ákafs lífsflótta, land brennandi trúar Teppin og húsgögnin ættuð þér oð hre’.n Skýrir lífir og mynstur Hreinsar óhrelndim á augabrag^i Útsölustaðir: ^jpmTTTTi Reykjavík Straumur, ísafirði Silfurbúðin, Vestmannaeyjum Sölvabúð, Keflavík Kf. Verkamanna Akureyri. Verzl. Eliser Guðnason Eskifirði. Sig. A. Magnússon og kaldrar heimshyggju, land lotningar gagnvart lífinu og fá- heyrðra níðingsverka". Höfundurinn tekur fyrst land I Bombay, sem áður var höfuð- borg hins brezka nýlenduríkis, og sýnir okkur þar meðal annars „turna þagnarinnar“, þar sem Parsarnir, elddýrkendurnir, koma fyrir líkum ættingja sinna og láta hrægammana hafa fyrir því að hreinsa allt hold af bein- um, til þess að saurga ekki eld- inn með brennslu líkanna né jörðina með greftrun þeirra. Því næst heldur hann með okkur til Delhi, núverandi höfuðborgar með nýtízkulegum skrifstofu- byggingum, teiknuðum af Le Corbusier, en einnig gömlu Delhi, höfuðborgar stór-mógúlanna, þar sem íburðarmiklar skrauthallir og grafhýsi þessara blóði stokknu afkomenda Timur Lenks og Jenghizkhans eru nú sóðaleg- ar flóttamannabúðir, og börn í gauðrifnum skyrtum eða rýjum leitast við að gleyma eymd lífs- ins’ hjá legstöðum keisaranna. Hann situr veizlu, þar sem Nehru og ýmsir aðrir af æðstu mönnum landsins eru géstir, og heimsækir Dalai Lama í útlegð hans, mildan, spakan og barns- legan. Hann leiðir okkur fram fyrir þúsundir „helgra manna", sem hvorki vinna né spinna, en lifa á þeim ölmusum, sem til- biðjendur þeirra gefa þeim af örbirgð sinni, og eru sjálfir hálf- naktir, með skítugan hárlubbann hangandi niður yfir brjóst og andlit, en heimsækir líka með indverskum vini sínum feitan og sællegan Swamí Sívananda, sem er talinn mikill spekingur og út- deilir munnlegum eða prentuð- um andleysum undir hástemd- um fyrirsögnum með amerískri auglýsingatækni þeim lotningar- fullu löndum sínum og forskrúf- uðu Vesturlandabúum, sem kepp ast um að snerta klæðafald hans til þess að öðlast vizku og and- legan kraft. Hann sýnir myndir af fögrum musterum, en einnig af hofum, sem eru þakin högg- myndum af ekki færri en 84 mis- munandi samræðisstellingum, „auk þeirra, sem venjulegar eru og ekki í frásögur færandi eða á musterisveggi höggvandi“. Lýsingin á hinni helgu borg dauðans, Benares, er blandin undarlegri dulúð. Alla daga lið- ast þar reykurinn upp af bálköst- um líkanna, sem áður hefur ver- ið difið niður í hið 'helga Ganga- fljót, og öskunni er síðan dreift yfir, en barnslíkum og hræjum helgra kúa og helgra geita er sökkt óbrenndum í djúpið, þar sem hundruð þúsunda pílagríma baða sig og drekka hið helga vatn. Viðbjóður hins vestræna manns á sóðaskapnum blandast lotningu hans fyrir innilegri og aldagamalli þrá mannsins eftir heilagleika — þrá, sem er hafin yfir öll tímanleg viðhorf. Hryllilegasti kafli bókarinnar er þó lýsingin af blótunum í hofi Kalí, gyðju dauða og tor- tímingar, þar sem blótgoðarnir höggva hausana af hverjum geit- hafrinum af öðrum, en mann- fjöldinn kringum blótstallana kastar sér með áfergju til jarðar, sleikir rjúkandi blóðið af stein- hellunum og dífir smélbörnum niður í blóðpollana. En einnig þetta hefur sína andlegu merk- ingu, eins og allt annað í Ind- landi, því að Kalí, sem dansar á skrokki bónda síns, guðsins Visnú, með langa festi af blóð- ugum karlsmannshausum um hálsinn, má skoða sem heiftúð- uga uppreisn konunnar gegn því hlutskipti, sem henni hefur öld- um saman verið búið í Indlandi og er búið enn. Enn eru stúlku- börn gefin í hjónaband og þeirra bíður ekki annað en útskúfun, ofsókn og fyrirlitning, ef maður þeirra deyr á undan þejm, því að ekkjudómurinn er og á að vera refsing fyrir syndir, drýgðar í fyrri tilveru. Endurholdgunar- kenningin, sem okkur á Vestur- löiidum er talin trú um að sé í- mynd hins fyllsta réttlætis, er á Indlandi skjálkaskjól hins full- komna skeytingarleysis um hag beirra, sem við eymd og hvers- kyns volæði eiga að búa. Hún er afsökun þeirrar drambsömu og miskunnarlausu stéttaskiptingar, sem þar hefur tíðkazt og tíðkast enn, þótt reynt sé nú af ýmsum beztu mönnum þjóðarinnar að afnema hana. Sigurður A. Magnússon er þrátt fyrir allt þetta hrifinn af ýmsu í fari Indverja. Hann telur >á ásamt Grikkjum þá hjarta- hlýjustu og alúðlegustu þjóð, sem hann hefur kynnzt, og for- takslaust kurteisasta allra, sem hann þekkir, en auk þess ákaf- lega fagurskapaðan kynstofn. Á þetta auðvitað aðallega við um æðri stéttirnar, afkomendur frænda okkar, Aríana, sem brut- ust inn í Indland fyrir 3500 árum síðan, lögðu blómlegar borgir Indusdalsins í rústir, hjuggu í- búana niður, svo að enn má finna kasir beinagrinda í upp- greftri þessara borga, og hegð- uðu sér yfirleitt á svipaðan hátt og göfugir forfeður íslendinga, víkingarnir, gerðu á frlandi og víðar. Þúsunda ára yfirráð þess- ara landsdrottna ásamt gerræðis- fullri og grimmdarlegri harð- stjórn mógúlanna gerði lífsflótt- ann annarsvegar og lostann hins- vegar að athvarfi þessarar þraut- píndu þjóðar. Hin milda Búdda- trú og öfgastefnur eins og Jain- isminn fæddust sem andstæður grimmdar og gerræðis, en var að mestu útrýmt aftur af hinni drambsömu Brahmínastétt, sem hefur tekizt að halda ætt sinni ómengaðri og yfirráðum sínum yfir andlegu lífi milljónanna fram á þennan dag. Þessi fortíð liggur eins og mara á hinum ó- menntaða múg, en einnig á öllu andlegu viðhorfi yfirstéttarinn- ar, og það munu vera sannleiks- orð, sem einn indverskur pró- fessor lét falla við höfund bók- arinnar, að öll heimspeki Ind- verja væri steinrunnin og ekki orðin annað en sífelld endur- tekning gamalla fræðisetninga. Ég hefði kosið að fá hjá höf- undinum nokkru gleggri mynd af því, sem áunnizt hefur í því að auka framleiðslu landsins og hefja það upp úr sinni viðbjóðs- legu örbirgð. Nokkuð mun hafa miðað í þá átt, þótt óskapleg við- koma hinna vesölu jarðarorma færi alla slíka viðleitni að miklu leyti í kaf, ekki sízt meðan fóðrið er tekið frá munnum hungraðra barna og það notað til að ala helgar kýr í milljónatali. Mann- fjölgunin, sem nemur um þrem milljónum á ári, er eitt mesta vandamál Indverja á hinu efna- hagslega sviði, eins og fáfræðin og hjátrúin er á því andlega. Vakna Indverjar af þeirri mar- tröð, sem á þeim hvílir, eða fer eins og í þjóðsögunni, að maran brjóti leggi sofandans, ef lyft er undir höfuð hans, en troði höfuð hans og kæfi hann, ef fótunum er lyft? Eða megnar ef til vill hinn eldspúandi kínverski dreki að vekja lýðinn af hans alda- gamla svefni og fá menntamenn- ina til þess að stíga niður úr fílabeinsturnum sinnar ófrjóvu háspeki? Takist það og Indverj- ar öðlist vestræna hagsýni án þess að glata því bezta, sem fyr- irfinnst í þeirra áraþúsunda gömlu menningu, þá getur land þeirra enn orðið heimur furðu- legra ævintýra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.