Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 Sr. Árelíus Níelsson skrifar Lára miðill ALLT frá því Ari fróði og Snorri Sturluson rituðu fraeði sín með fjaðrapenna í rökkri langra skammdegiskvölda og fram til síðustu daga hafa íslenzkii' guð- fræðingar hugsað og skrifað um allt milli himins og jarðar og einnig það, sem kalla mætti ofar og undir jörðu. Þeir hafa margir verið hinir mestu fræðabrunnar og djúphyggnustu spekingar í senn. En þjóð þeirra, íslendingar, hafa jafnan kunnað vel að meta slík störf, ekki sízt þegar orð hafa borizt að hinu dularfulla og kynngimagnaða, sem er ofan og utan við hversdagsskynjun okkar dauðlegra mitt á meðal fjöldans. Sr. Sveinn Víkingur sver sig ótvírætt í ætt við hina snjöllustU á þessu sviði ritsnilldar og er í senn djúpskyggn, vitur og skemmtilegur. Mun vandfund- inn vinsælli útvarpsmaður nú en hann, sama hvort hann talar um „daginn og veginn“, les þýddar erlendar sögur eða segir frá eigin athugun og íhugun. Jafnvel á þessari öld, þegar kirkjur standa tómar og klerkar stunda eintal mitt í margmenni, vilja sem flestir hlusta á sr. Svein, hvort sem hann kemur fram í ræðu eða riti. Og nú hefur hann ritað bók, sem kalla mætti stutta kennslubók 1 andhyggju, spiri- tisma. Hann tekur fyrir og út- skýrir hin ýmsu sérkenni dul- rænna fyrirbæra og þeirra hæfi- leika mannsvitundar, sem þau byggjast á. Hann ræðir þar um ófreski- gáfur þær, sem lengi hafa skapað þann hrollkennda áhuga, sem kennimörk hins skynjanlega og óskynjanlega hafa lengi vakið minnsta kosti hér á landi. Hann lýsir skyggni, dulheyrn, hlut- skyggni, hreyfifyrirbærum og huglækningum líkt og Snorri fornum bragarháttum. Mun mörgum finnast þetta harla girnilegt til fróðleiks, því segja má, að mörgum okkar séu þetta orðin ein. En í bók sinni gerir fræðimaðurinn því skil á I þann hátt, að allir hljóta að skilja og muna. Þar nýtur sín vel glögg hugsun hans og skýr framsetning í senn. Síðan rekur hann nokkuð við- horf almennings til slíkra fyrir- bæra. En þar ber nokkuð til öfga á Dáða vegu. Hefja sumir allt slíkt til guðlegs uppruna, spásagna og töfra, en aðrir telja þar ljósast allt hið illa í ætt við dauða og djöful. En tiltölulega fáir láta sér fátt um finnast og telja ekki ómaksins vert að verja tíma og hugsun til að íhuga og gagnrýna svo fráleitan tilbúning á 20. öld. Dæmi um þessar dulgáfur og fyrirbæri tekur svo sr. Sveinn úr starfssögu og dulferli þeirrar konu íslenzkrar, sem flestum slíkum hæfileikum hefur virzt gædd í senn og mesta athygli vakið á þessu sviði hérlendis meðal þeirrar kynslóðar, sem nú ber hæst úr grasi. Ber þar tvennt til: Konan, sem fyrirbærin hafa Lára Ágrústsdóttir gjörzt hjá virðist hafa óvenju- fjölþætta hæfileika og hún og hennar fyrirbæri hafa mest ver- ið könnuð og bezt verið sönnuð að ýmsu leyti, þar eð hún hefur lent í þeirri aðstöðu að verða hálfvegins píslarvottur þessa einkennilega gáfnafars og starfs- hátta. í vitund almennings hefur . PLAST-ÍKST ~fyrir eldhús oy baðherberfi Fleiri kílómetra ganga á hörðu eldhúsgólfinu skemmir fætur konunnar. SÓLAR-þlast dregillinn er mjúkur að ganga á, er þveginn með gólfinu. 9n Cjefik k onunni Lentu ej^ fjifa cjetiÁ / Útsölustaðir: » Keflavík: Grindavík: Hafnarfj.: Akureyri: Dalvík: Sauðárkr.: Rammar & gler Engilbert Jónsson Kaupfélag Hafnarfjarðar K E A Kristján Aðalsteinsson K E A Kaupfélag Skagfirðinga Þeir eru konunglegir! LA T L Á 11 kæliskápar Crystal King Góðir greiósiuskilmálar. Sendum um allt land. F0l\ I IB Crystal Queen 09 Crystal Prince O. kornerup-hansen Sími 12606. Suðurgötu 10. hún bæði gnæft hæst og fallið lægst á þessu sviði. Dómarar hafa þótzt geta dæmt hana fyrir skrök og blekk- ingar, en standa samt jafnhögg- dofa gagnvart ferli hennar og framkvæmdum og við hin. Á landamærum hins sýnilega og ó- sýnilega verðum við öll að fálma okkur áfram í rökkur- skímu trúar og áþreifingar í senn. Víða erlendis hafa þessi dul- rænu fyrirbærj komizt í snert- ingu við vísindalegar aðferðir og starfshætti. Því hefur lítt verið beitt hér, nema í þessu tilfelli gagnvart umkomulítilli konu, sem hefur ef til vill að einhverju leyti fallið fyrir þeirri freistingu að nota „gáfur sínar“ til augna- bliksávinnings. Slíkar freistingar eru síður en svo óskiljanlegar og hljóta a ðverða mjög mannlegar að fiestra dómi. En dulgáfur jaðra hinsvegar við hið helgasta í mannlegri leit að sannleika, svölun og fegurð, og eru því harla dýrmætt pund, sem ætti að handleika og hugleika ein- ungis sem helgidóm og heilög tæki á þroskaleið mannsandans upp á sigurhæðir. En þangað er leiðin „ógurleg" eins og Matthías sagði forðum. Og því naumast heiglum hent að steyta ekki fót sinn við steini. Það hefur því ekki vakið lít- inn úlfaþyt meðal hinna „vís- indasinnuðu", þegar sr. Sveinn Víkingur dirfist að taka dulgáf- ur og fyrirbæri Láru miðils og leggja þau til grundvallar í kennslubók sinni og spekifræð- um um dulræna hæfileika. í þær barnalegu deilur um „keisarans skegg“ ætla ég mér ekki að blanda. Þar gusa þeir mest sem grynnst vaða, eins og oft verður. En hitt vildi ég benda á, að vegna þeirra of- sókna, sem þessi sunnlenzka sveitastúlka hefur orðið fyrir öðrum fremur^ og af því að kast- ljósi dómsrannsókna og fordóma, freistinga og tortryggni hefur verið beint að henni flestum eða öllum hér fremur, þá eru fyrir- bæri hennar í raun og veru bezt sönnuð. Og ákaflega má það telj- ast barnaleg og grunn vizka, ef einhverjum stórmennum kynni að detta í hug að fara þá leið, sem skáldið lýsti svo: „Finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn“. Það mun mála sannast, að „fyrirbærin" í sambandi við Láru miðil hafa lítt verið afsönn- uð. En um það og þau ætla ég ekki upp að kveða neinn dóm. Þar gildir áreiðanlega bezt hin forna lífsregla postulans: „Frófið allt, haldið því sem rétt er“. Lára stendur ótrúlega vel fyr- ir sínu, þrátt fyrir alla dóma og fordóma. Það get ég sagt, sem einungis einn af fjöldanum, sem reynir að fylgjast með straum- kviku í tímans ölduróti. Ég þekki hana ekki persónulega og hef ekki tekið þátt í neinum „anda- fundum“, enda ekki í neinu „sál- arrannsóknafélagi". Hitt skiptir og mestu fyrir bók sr. Sveins Víkings, að hann hafi valið vel, þegar hann velur feril þessarar fjölhæfu konu sem bakgrunn og dæmi þeirra dulargáfna, sem hann er að út- skýra. En þannig hljóta flestir að lesa þessa skemmtilegu og merkilegu bók hans, séu þeir ekki fyrirfram uppfullir af for- dómum og öfgum. Um Láru miðil og dulgáfur yfirleitt má endalaust deila. En fyrirbæri og frásögur bókarinn- ar „Láru miðils“ eru ekki sett fram sem nein trúaratriði, Þar eru tilfærð þau rök og sannanir fyrir hverju atviki, sem tiltæk eru hverju sinni. Lesandinn ræð- ur því auðvitað hverju hann trú- ir í hverju tilfelli, hvernig fyrir- bærin gjörast og hvaðan þau stafa. Sagt er að við íslendingar sé- um hjátrúarfullir og trúgjarnir og vel má svo vera. En eitt mætti og taka til íhugunar. Við erum meðal þeirra þjóða ennþá, sem gæddar eru miklum dulargáfum, en þær munu alltaf þar sem list- gáfur og skáldgáfa eru ríkir þættir í vitund einstaklinga og þjóða. Ófreskigáfa Kjarvals og Láru eru af sömu rót, fóstruð við hjartastað íslands með öllum sínum ógnum og andstæðum kostum og göllum. Kvistirnir eru ólíkir en bera þó sama svipmót. Einangrun og kynngi íslenzkrar náttúru og þjóðlífs magnar við- brögðin, knýr kraftana til efling- ar og átaks. Um allt slíkt gildir hin forna speki góðs uppeldis: „Beygðu kvistinn en brjóttu hann ekki“. Átökin um „Láru miðil“, áhuginn á dulhæfileik- um, sem nú skín út úr íslenzk- um bókmenntum og bókaútgáfu, MORGUNBLAÐINU hafa borizt fjórtán nýjar Penguin-bækur. Verður þeirra getið hér á eftir: Term of Trial eftir James Barlow, spennandi skáldsaga, sem einhig hefur verið samið upp úr kvikmynd og leikrit. The Island of Doctor Moreau eftir H. G. Wells, fjallar um ung- an náttúrufræðing Edward Pren- dick, sem lendir í skipsstrandi á Kyrrahafi. Á eyjunni búa hálf- menn og hálfdýr, úlfar, hundar, apar og hlébarðar hafa breytzt í dýrmenn, sem bæði geta hugsað og talað. Óvenjuleg bók eftir þennan fræga höfund. The widows of Broome eftir Arthur Upfield, sakamálasaga. Arose by Any Other Name eftir Anthony Carson, einn af húmor- istunum í enskum bókmenntum um þessar mundir. Þá er ný skáldsaga eftir Kings- ley Ames, einn af ungu reiðu mönnum í Bretlandi. Skáidsaga hans heitir Take a Girl like you. Sumir gagnrýnendur í Bretlandi telja þetta beztu bók höfundar til þessa. Alarms and Diversions heitir bók eftir James Thurber, sem ekki þarf að kynna hér á landi. Hann lézt í New York á s.l. ári. í bók þessari er bæði ritað mál og teikningar eftir þennan fræga bandaríska höfund. Psychical Research Today eftir E. J. West, fjallar um hugsana- flutning og ýmsar nýjungar í eru meðal annars óttamerki ó* meðvituð, barnsleg hræðsla lít— illar þjóðar, sem finnur sig vera að týna einhverju af fegurstu barnagullum sínum út í straum- iðu hraðans, glaumsins og hávað- ans. Trúartilfinning nútímafólks á íslandi er lítt ræktuð og efld. Við getum auðvitað reynt að fullyrða það, að við séum vaxin frá hjátrú um álfa, tröll, drauga og anda. En týnum við ekki ein- hverju dýrmætu um leið, sem aldrei veitist aftur, ef við brjót- um af þessa kvisti, í stað þess að beygja þá undir vaxtarlögmál listar, sannleika og fegurðar. Mér finnst þessi bók, eins okkar bezta núlifandi spekings, sr. Sveins Víkings, um Láru miðil, vera þáttur þeirrar viðleitni að beygja þennan kvist andlegs gró- anda undir lögmál þeirrar leit- ar, sem þroskaviðleitni nútíma- ans sættir sig við. Ég ráðlegg því sem allra flest- um að lesa bókina og dæma sjálfir um þetta umdeilda rit, ea láta sig minna skipta, hvað öfg- arnar til beggja handa belgja sig. Stilsnilld Víkings og ófreskis- gáfa Láru mun sjá svo um, að engum leiðist undir lestrinum. Hvorttveggja er snar þáttur í erfð okkar, barna íslands. Og það er áhuginn á slíkum fræðum líka, meðan við höfum enn ekki sogazt á kaf í þjóðahaf milljón- anna, hernaðarhyggju og stjórn- málaþrefs, sem fylgir illum ald- arhætti án hugsjóna og hugsýna. Rvík, 7. des. 1962. Árelíus Nielsson. þeirri grein vísinda sem fjallar um þá hluti. An Inquiry into Meaning and Truth heitir bók eftir Bertrand Russel, sem forlagið gefur út. Bertrand Russel er einn þekktasti heimspekingur okkar tíma og þarf ekki að kynna hann hér. í bók þessari eru einkum fyrir- lestrar, sem hann hélt á árunum fyrir styrjöldina. Þetta er 35. bók höfundarins, sem hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1950. Hann er um nírætt. Aðrar bækur frá forlaginu eru þessar: The Dancer’s Heritage, A Short History of Ballet eftir Ivor Guest með myndum. The City eftir Paul Ferris. A pictorical History of Nazl Germany eftir Erwin Leiser, saga nazistaflokksins þýzka frá upp- hafi til enda rakin í myndum. Portrait af Hemingway eftir Lilian Ross, blaðamann frá New Yorker; í þessari bók sem er að- eins 80 bls. er dregin upp skemmtileg mynd af skáldinu, eins og höfundur sá hann og kynntist í New York 1950. Meet yourself as you really are eftir Prinoe Leopold of Loewen- stein og William Gerhardi. Og að lokum hefur Penguin gefið út The Penguin Charlea Addams, þennan skemmtilega bandaríska teiknara. Hafa mynd- ir hans einkum birzt í New Yorker. Nýjar Penguin-bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.