Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. des. 1962 MORCUNBLAÐIÐ 17 Árnessýslu ÁRIÐ sem nú er að rerma sitt ! vorkunn að gera það áfram en skeið til enda, hefur verið frem- um sinn rur óhagstætt fyrir íslenzkan land búnað hvaS tíSarfar snertir, hér sunnanlands var vetur frá ára- mótum snjóléttur en nokkuS frost harður, vorið fremur kalt, klaka 'leysti seint úr jörS, gróður allur síðbúinn og tún víða allmjög kal- in. Sláttur hófst seint, gras- spretta allstaðar undir meðallagi, veðurfar um sláttin mjög vot- viðrasamt, nýting heyja því nokk uð misjöfn, og heybirgðxr á hausf nóttum víðast hvar með minna móti. Uppskera garðávaxta var og víða mjög rýr. Þrátt fyrir mikil votviðri s.l. gumar, var ríkjandi stöðugt hæg- viðri, kýr mjólkuðu ágætlega og haustbeit fyrir þær nýttist vel ellt fram um miðjan október. VetrEirveðráttan hófst með vetri, frost og snjór nokkur, svo víðast varð að taka sauðfé að húsi. Að vetur lagðist svö snemma að, gerði bændur var færnari um ásetning en annars hefði orðið Þrátt fyrir miður hagstætt tíð- arfar, gætir meðal bænda nokk- urrar bjartsýni um framtíðina, meðal annars vegna vel heppn- aðrar stefnu núverandi ríkisstjórn ar til viðreisnar efnahags- og avtinnulífi þjóðarinnar. Mikið er um byggingar og ræktun í sveit- um hér. Vélvæðing landbúnaðar- ins er í fullum gangi, óvenju mikið keypt af dráttarvélum með margskonar hjálpartækjum til þess að spara mannsaflið og létta störfin. Tækniþróunin er svo ör að bændur verða stundum að kasta á haugana nýlegum og óskemmd- um verkfærum, sem fyrir fáum árum voru keypt fyrir mikið fé, vegna þess að önnur ný og miklu fullkomnari eru komin á mark- aðinn, má í því sambandi minn- ast á kambmúgavélarnar sem allstaðar hafa orðið að víkja fyrir h j ól múgavélunum. Fjölmargir jeppar Land-Rover og Austin, hafa verið keyptir í héraðið á árinu, og finnst bænd- um að vonum mikið hafa áunn- izt frá því er Rússajeppinn var einráður á markaðnum á valda- tímum vinstri stjórnarinnar. Bændur minnast þess líka frá valdatíma þeirrar ríkisstjórnar, að þá gátu þeir ekki fengið keypt ar mjaltavélar, pantanir á þeim hlóðust upp í hundraðatali hjá þeim innflytjendum sem umboð höfðu fyrir vinsælustu vélarnar, en vinstri stjórnin svo gott sem sagði við bændur. „Þjóðfélagið hefur ekki efni á því að kaupa þessar vélar inn í landið, þið hafið handmjaltað ykkur kýr í þúsund ár, og ykkur er engin Síðan losað var um gjaldeyris- og innflutningshöft árið 1960, hafa mjaltavélar rutt sér mjög til rúms, enda auka þær mjög hrein læti í meðferð mjólkurinnar, og eru vafalaust ódýrustu tækin sem bændur hafa nokkru sinni keypt, miðað við notagildi þeirra. Bændur ræða jafnan nokkuð um hóteibyggingu bændasamtak- anna, og fara skoðanir þeirra um það efni ekkert eftir því hvar í flokki þeir standa í stjóinmál- um. Allir eru á einu máli um það að bændasamtökunum bar brýn nauðsyn til þess að byggja yfix starfsemi sína, og hafa þá byggingu vel við vöxt, eða þannig gerða að auðvelt væri að auka við hana síðar eftir þörf- um. En margir spyrja. Hver er tilgangur ráðaméinna í bændasam tökunum með því að skattleggja bændur ár frá ári og verja allt að hundrað milljónum króna til þess að reisa lúxushótel í Reykja vík á sama tíma sem þeirra eigin atvinnuvegur, landbúnaðurinn, hefur búið við lánsfjárskort? Þessari spurningu hefur enn ekki verið svarað. Nú liggur fyrir Alþingi, beiðni frá hótelmönnum um það að bændur verði skattlagðir áfram næstu fjögur ár, um %% af afurðaverði, til byggingarinnar. f tilefni þess hafa heyrzt raddir bænda sem segja. „Ef af þeirrí skattheimtu verður, ætti tvímæla laust að láta það fé ásamt áður ákveðnu framlagi, renna til Stofn lánadeildar landbúnaðarins en ekki til hótelbyggingarinnar í Reykjavík“. Eitt er víst að bændur munu fylgjast vel með því hvaða af- greiðslu þetta mál fær hjá Al- þingi. Til tíðinda í héraðinu má telja það, að síðastliðið vor hóf göngu sína á Selfossi nýtt blað sem nefnt er Þjóðólfur. Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður hans heitir Matthías Ingibergsson og er apótekari hjá Kaupfélagi Árnes inga. Reynt er að þröngva Þjóð- ólfi inn á flest heimili á Suður- landi, enda hefur hann jafnan meðferðis reisupassa frá fjöl- mörgum Framsóknarmönnum, þeim sem telja sig ágætasta kappa í þeim flokki. Útgáfa Þjóðólfs lá niðri um skeið s.l. sumar, en á haustnótt- um birtist hann hann aftur með ofurlítið breytta ásjónu, en lítið þroskavænlegri, enda var hann vanburða fæddur og enginn spáir honum langlífi. 2. 12. 1962 Bjarni Ólafsson. Símsvari les orð Guðs Þ->.Ð er réttur mánuður síðan Filadelfíusöfnuðurinn tók þá þjónustu upp að láta símsvara lesa Guðs orð daglega fyrir þá sem vilja heyra það lesið í síma. Vegna þess að margir hafa spurt næstum daglega, um ýmislegt í sambandi við þessa þjónustu, þykir okkur rétt að segja ofur- lítið frá þeirri reynslu, sem við höfum fengið af þessu. Þann mánuð síðan símsvarinn var opnaður, hefur hann svarað 18,500 upphringingum og lesið Guðs orð. Það er að jafnaði 618 símtöl á sólarhring, eitt símtal sörahvora mínútu, rúmlega, yfir allan sólarhringinn. Hins vegar veit enginn, hve margir hafa hringt, án þess að hafa náð sam- bandi við símsvarann, vegna þess eð hann var á tali. Þykir fólki það mjög leitt, „hve erfitt er »ð ná sambandi við Orð lífsins", eins og það segir. Hafa margir haldið að eitthvert ólag sé á simsvaranum, þar sem hann sé alltaf á tali. Við höfum svarað öllum því sama, að símsvarinn væri í bezta lagi, en hann væri næstum alltaf á tali, eins og sést á því, sem gefið er upp hér að framan um fjölda símtala. Þegar Fíladelfíusöfnuðurinn hóf þessa þjónustu, datt okkur ekki í hug, að fólk mundi hafa eins mikinn áhuga á þessari þjónustu og raun ber vitni. Við fengxxm því símsvarann stilltan inn á þá tímalengd, sem við á- litum að mundi vera hæfileg, þannig að hann læsi Guðs orð í 58 sekundur hverju sinni fyrir þann sem hringdi. En nú hefur það sýnt sig að þetta er of lang- ur tími, því að það er svo langt frá því að allir nái sambandi við hann, sem þess óska. Bæjarsim- stöðin hefur því lofað okkur að breyta símsvaranum þannig, að hann lesi aðeins 30 sekundur í staðinn fyrir 58. Geta þá fleiri komizt að en ella. Breyting þessi verður sennilega gerð í næstu viku, og mun þá símsvarinn ekki SPARIÐ SPORIIM Kaupið í 25 verzlunardeildir Kjallari Húsgögn Húsgagnaáklæði Lampar og ljóstæki Heimilistæki „Abstrakta“ útstillingakerf i III. hæð Kaffi, kökur og brauð Heitur matur í hádeginu Kaffistofan er leigð til funda- og veizlu- halda, utan verzlunar- tíma i. hæð II. hæð Karlmannaföt Kvenkápur Frakkar Kvenhattar Drengjaföt Kvenhanzkar Skyrtur Kventöskur Bindi Kjólar Nærfatnaður Kjólasaumur Peysur (upppantað til áramóta) Sportfatnaður Undirfatnaður V innuf atnaður Lífstykkjavörur Sportvörur Sokkar Jólatrésskraut Peysur Leikföng Blússur Búsáhöld Greiðslusloppar Glervörur Snyrtivörur Hárgreiðslustofa — (upppantað til áramóta) Nýlenduvörur Gam og smávörur Kjötvörur Ungbar naf atnaður Tóbak Telpnafatnaður Sælgæti Tækifæriskjólar Vefnaðarvara Gluggatjöld Blómadeild og -JL, skrautvörur Afh ■ ínngangur" óg bílastæði nlll.. H verfisgötumegjn, Laugavegi 59 svara þann dag, sem breytingin fer fram. Eins og sagt hefur verið hefur símsvarinn svarað að jafnaði 618 sinnum á sólarhring allan mán- uðinn. Einn sólarhring tór þó þjónusta hans langt fram úr því vanalega. Það var fimmtudaginn 6. desember. Þann dag las sim- svarinn viðvörunarorð frá Biblí- unni um það að leita frétta af framliðnum. Þennar. sólarhring svaraði simsvarinn á þrettánda hudrað upphringingum. Hvað hinir voru margir, sem ekki náðu sambandi við hann þann dag, veit enginn. Vegna þeirra mörgu, er ekki náðu sambandi við Orð lífsins þennan dag, mun þessi sami texti lesinn aftur á fimmtu dagiskvöld — Það er í kvöld. — Og les þá símsvarinn þetta orð aðfaranótt föstudags og föstu- daginn. Að lokum þetta: Okk- ur mundi þykja ánægjulegt að heyra álit einhverra, sem fylgzt hafa með Orði lífsins gegn um símisvarann að undanförnu. Sá sem vildd skrifa, gæti með fáum orðum lótið álit sitt í ljós xxm þessa þjónustu. Hefði svo feinhver frá því að segja sérstak- lega, að hann hefði fengið hug- svölum eða andílega uppörvun gegnum það orð, sem hann hefur heyrt simsvarann lesa honum við eitt eða annað tækifæri, vær um við þakklátir fyi'ir að heyra það. Notið áritunina: Orð lífsins, Hátúni 2, Reykja- vík. Orð lífsins svarar alltaf í síma 24678. Það svarar nætur og daga. Gerið svo vel að skrifa síma- mimerið upp og geymið það. Ásmundur Eiríksson Hátíðnifnndui stúkunnai Fión STÚKAN FRÓN nr. 227 hélt hátíðafund í Templarahöllinni 6. þ. m. í tilefni af 35 ára afmæli sínu. Stúkan var stofnuð í gamla Breiðfjörðshúsi hér í borg 10. desember 1927 og voru aðalhvata menn að stofnun hennar Páll J. Ólafsson tannlæknir, Pétur Zophoníasson ættfræðingur og Páll H. Gíslason kaupm. Stofn- endxxr voru 49. Fyrsti æðsti templar var Magnús Blöndal. — Enn eru á lífi þrír stofnfélagar hennar sem alla tíð hafa síðan verið félagar stúkunnar, frú Kristín Sigurðardóttir, Hálfdán Eiríksson og Jón Hafliðason. Þau eru nú öll heiðursfélagar stúkunnar og á þessum hátíða- fundi var sú skemmtilega til- breyting gerð að þau stjórnuðu fundinum, og gerðu það auðvitað af henni mestu prýði. í stúkxxna hafa gengið frá upp- hafi 1036 manns. í henni eru nú 110 félagar. Á þessu 35 ára tíma- bili hafa verið haldnir 835 stúku- fundir. Auk þeirra hefir stúkan haldið og staðið fyrir 6 út- breiðslufundum hér á Suður- landi og gengizt fyrir útbreiðslu- fundum hér í Reykjavík og víð- ar ásamt öðrum stúkum ,haldið nokkra áramótafundi með guðs- þjónustu fyrir almenning og ár- lega haft skemmtifund fyrir blint fólk og sjóndapurt hér í borg. Þó hefir stúkan komið sér upp nokkrum sjóðum, þ. á m. styrkt- arsjóði sem veitt hefir verið úr fé til styrktar sjúkum og fátæk- um og hefir auk þess þann til- gang að veita styrk til náms til eflingar menntandi félags- og bindindisstrfsemi. Hátíðafundur þessi 6. þ. m. var allfjölmennur, og fluttu þar ávörp og árnaðaróskir Benedikt Bjarklind stórtemplar, Ólafur Jónsson umdæmistemplar, Ind- riði Indriðason þingtemplar, Halldór Sigurgeirsson æt.st. Framtíðin, Guðgeir Jónsson fyrrv. umdæmistemplar, Þorst. Þorsteinsson umboðsm. stórt. í st. Dröfn, Páll Jónsson stórritari, Kristinn J. Magnússon umboðsm. stórt. í st. Daníelsher, o. fl. Á fundinum voru kjörnir tveir heiðursfélagar, frú Ágústa Páls- dóttir og Jón S. Steindórsson, en þau hafa bæði starfað vel og lengi í stúkunni. Jón S. Stein- dórsson flutti fyrir þeirra hönd stúkunni þakkir og árnaðarósk- ir. Eftir fundinn var setzt að kaffidrykkju. Höfðu systurnar þar lagt fram góðan veizlukost, og voru þar enn flutt ávörp og kvæði og skemmtu menn sér hið bezta. Félagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.