Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. 'des. 1962 MORCJJ JV BL ÍÐIÐ 5 Einar ML Jónsson: Austurlandaför III. nn um Miklagarð Hinn forni leikvangur í Miklagarði, sem Vaeringjar kölluðu Paðreim. Óbeliskan er frá Egyptalandi og var flutt til Mikla- garðs á 4. öld. I baksýn er Bláa moskan. Farið á Baafarinn mikla EFTIR að við höfðum séð hallir soldánsins fórum við að skoða verzlunarhverfi það, sem nefnt er Bazarinn. Líklega er ekkert í Miklagarði, sem dregur ferðafólk eins að sér. Bazarinn er ein- kennilegt völundarhús yfir- byggðra mjóstræta og sunda. Búðir, sem selja sömu vöruteg- undir eru venjulega hlið við hlið í sama sundinu. Hér ægir öllu saman á austræna vísu. Hinar dýrmætustu iðnaðarvörur, angandi og glitrandi, liggja þarna í hrúgum í skítugu umhverfi. Þarna eru kaupmenn, sem selja gimsteina og fegurstu gullsmíði og bjóða viðskiptavinunum sæti og láta þjóna sína skenkja þeim gómsæt vín og svaladrykki, meðan kaup eru gerð. Þarna eru hrópandi og gasprandi skransal- ar og skammt frá búðir, þar sem gullofnir dúkar og listvefnaður er á boðstólum. Æpandi strákar selja nýbakaðar kökur og káfa á þeim með skítugum höndum. Slátrarar selja kjöt, smiðir hús- gögn og eirkatla, þarna eru seld skrautleg bjúgsverð, sum forn, og alls konar listmunir. Hér ráfa tötralegir betlarar, og skraut- búnar konur, sem láta þjónustu- meyjar sínar bera varninginn, reika um þrönga og krókótta stígana. Sum af þessum mjó- strætum eru daunill, og gat ég vorkennt þeim sölumönnum, sem sátu þar liðlangan daginn á trékollum sínum. Á bazarnum var hægt að fá margt með góðu verði, ef menh gáfu sér nægan tíma til að þjarka um verðið. Það hafði þó litla þýðingu að aetla sér að koma niður verði á ódýrum hlutum, en ef um all- mikil kaup var að ræða og á dýrum varningi, var hægt að koma því verði, sem sölumaður fyrst nefndi, oft niður um helm- ing eða vel það. — Það var Mú- hameð II soldán, sem stofnaði Bazarinn á þeim stað, sem hann enn er, jafnskjótt og hann hafði tekið borgina um miðja 15. öld. Einni öld síðar eyðilagðist Baz- arinn í eldi, en var endurbyggð- ur. Árið 1955 kom eldur upp í honum og var hann þá endur- skipulagður á ýmsan hátt. Fyrr- um voru það einkum Armening- ar, sem verzluðu þarna og Grikkir allmikið, en nú eru það aðallega Tyrkir. Þeir þykja miklir hagleiksmenn, og þeir fögru gripir, sem þarna eru til sölu, eru flestir unnir af þeim. Örbirgð og auður Það hafði verið ákveðið, að við yrðum við bænagjörð Mú- hameðstrúarmanna í Bláu mosk- unni, sem stendur út við Marm- arahafið, skammt frá Bazarnum. Nú var haldið þangað. 1 öllum moskunum er viss starfsmaður, seni stígur fimm sinnum á dag upp á hringmyndaðan pall mjó- turnanna og kallar áhangendur spámannsins til helgra tíða. Það var góð stund, sem við urðum að bíða og ég vék mér úr hópn- um og virti fyrir mér þetta svip- fagra guðshús. Þá kom til mín tyrknesk stúlka. Annan eins út- gang hef ég ekki séð á neinum kvenmanni, síðan Imba, sem kölluð var slæpa, var á vergangi milli bæja, þegar ég var krakki. Ég sá, að þessi kvenmaður var komin langt á leið. Hún fór að tala eitthvað við mig, en ég hristi höfuðið, því ég skildi ekki neitt. Þá benti hún upp í sig og lét mér skiljast, að hún væri evöng. Ég tók pening upp úr vasa mínum, sem var lítils virði ®g rétti að henni. En hún tók ekki við honum. Þess í stað mældi hún með hendinni og mér skildist, að hún hefði fyrir einu eða fleiri ungum börnum að sjá. Ég fór aftur í vasa minn og rétti henni annan pening. Hún gladdist við, tók hann og bað Allah að blessa mig fyrir. 1 því heyrði ég hrópað í skipandi tóni frá moskunni. Konan, sem var hlédræg, fór hjá sér og hafði sig á burtu. Mér skildist, að henni hefði verið skipað að hypja sig. Seinna var mér sagt, að ver- gangur væri bannaður, bæði í Grikklandi og Tyrklandi. Ég get um þetta atvik af þeirri ástæðu einni, að við vorum nýkomin út af dýrpripasafni soldánsins, en þar voru gimsteinar og gullið í einum einasta hlut, hásæti sold- ánsins, metið á 50 millj. dollara. En þegar út var komið blasti við eymdin í þessu landi. Þó mun ástandið hafa verið mörgum sinnum lakara á þeim tímum, sem soldáninn var að völdum og sat í þessu hásæti. Bænahús og guðsdýrkun Nú er kallað . til bæna úr mínarettunni með hinum sér- kennilega, sönglandi tóni, sem hlýtur að draga að sér athygli. Við höldum inn í moskuna, og musterisþjónninn dregur utan- yfirskó á fætur okkar. Menn ber að. Þeir lúta áfram og snerta gólfábreiðuna með enni. Svo rísa þeir upp. Allir snúa þeir í áttina til Mekka, en inni í mosk- unni er stefnan gefin. Þeir fleygja sér til jarðar á ný, hvað eftir annað, eins og fyrirskipað var fyrir þrettán öldum. Mosk- urnar eru eins og klettur í hafi tímans. Þótt allt sé háð sveiflum tízkunnar úti fyrir, fær hún þar engu um þokað. Bænirnar eru þuldar með hinum einkennilega sefjandi seimi og sönglanda. Prestar koma inn, og lofgjörð stígur til Hins eina. Maður einn er með blautan dúk í hendi sér. Hann- nuddar andlit og háls margsinnis. Svo fleygir hann sér flötum til jarðar. Enginn má koma óhreinn fram fyrir auglit Allah. Gamall, blindur maður er leiddur inn. Kyrrlát gleði ljóm- ar af andliti hans, og hann gefur sig á vald bæninni. Trúarþörfin er austrænu fólki í brjóst borin. Það sýnir henni fullkomna holl- ustu. Hér rækja menn skyldurn- ar við Allah og sál sína. Undir hvolfþaki þessa litfagra musteris finnur þetta fólk frið og hvíld litla stund. Hingað nær ekki ys og hávaði borgarinnar og mark- aðsins. Það getur látið sér nægja léleg húsakynni fyrir sjálft sig, en hús Hins eina, sem er hús allra sameiginlega á slíkum stundum, það á að taka öllu öðru jarðnesku fram í fegurð og hátíðleik. Á leiðinni heim að hótelinu mættum við kröfugöngu háskóla- stúdenta, og var hún svo mikil og löng, að hvorki farartæki okkar né nein önnur komust leið- ar sinnar alllanga stund. Stúd- entarnir báru tyrkneska fánann flatann á höndum sér. Allmikið var um köll og háreysti. Þetta voru myndarlegir og geðþekkir piltar, allir berhöfðaðir og með kolsvart hár. Okkur var sagt, að þeir krefðust þess, að ráðherrar þeir, sem teknir hefðu verið fastir með Menderes, en höfðu ekki enn verið líflátnir, yrðu ekki látnir lausir, eins og kvisazt hafði að stæði til. Dans og kampavín Kl. 7% um kvöldið var ís- lenzku gestunum boðið til kampavínsdrykkju í þakhýsi hótelsins. Þetta fór mjög vel fram og var ánægjulegt. Á eftir var borðaður kvöldverður niðri í einum borðsalanna. Yndislegar stúlkur í tyrkneskum þjóðbún- ingum gengu að nokkru leyti um beina og bjuggu til tyrkneskt kaffi, sem hefur sérstakan keim og er borið fram í litlum boll- um. Hljómsveit lék og það var dansað. — Spönsk dansmær skemmti með listdansi, einnig tyrkneskur dansari. Dansmærin gaf nokkrum konum blóm. Líka rétti hún eitt að einum landa minna. En það var „sýnd en ekki gefin veiði“. Hann varð að elta hana til að ná því. Létt eins og skógarhind sveif hún út á gólfið með yndisþokka í fasi og ögrandi látbragði, sem eins og sagði: Komdu og taktu það. öruggur eins og íslenzkur hraundrangi dansaði hann á eftir henni af list og lipurð, þótt sextugur væri eða vel það. Loks setti hún legg blómsins í munn sér, en hann náði blóminu með eigin vörum og innsiglaði gjöfina með kossi. Mátti þá sjá öfundarsvip gægjast fram á andliti sumra hinna ungu Islendinga, sem þarna voru. Allt vakti þetta ó- blandinn fögnuð og spönsku dansmærinni og Borgnesingnum var óspart klappað lof í lófa. Farið til Litlu-Asíu Asía hafði heillað austan sunds, og eftir morgunverð 11. okt. ákváðum við allmörg í hópnum, að bregða okkur yfir um til Litlu-Asíu. Þar er borgin Yskudar, sem áður hét Skútari. Stórar eimferjur ganga milli stranda. Við tókum okkur far með einni. Heitt var í veðri og himinn fagurblár. Það var aust- rænu ævintýri líkast að sjá af strönd Asíu línur sjóndeildar- hringsins brotnar af hvelfingum og mjóturnum Miklagarðs. Við gengum alllangt upp í borgina. Allt umhverfi hér var annarlegt og framandi, hafði yfir sér aust- rænan svip. Einkum voru það trén — og gróðurinn yfirleitt, sem kom okkur ókunnuglega fyrir sjónir. Götur voru hér sóðalegar og húsin gömul og úr sér gengin. íslenzku vetrar- stormarnir hefðu ekki verið lengi að hreinsa til og svipta þeim burtu. En innan um þessa hrákasmíði og hjalla fortíðar- innar stóðu hingað og þangað nýjar glæsilegar villur og stór- hýsi, sem boðuðu aðra tíma. Allmikið af krökkum fylgdi okkur stundum eftir og höfðum við gaman af, því létt var yfir þessum fallegu börnum og þau litu vel út. Þau sögðu við okkur: „halló“, héldu auðsýnilega, að við værum bandarískir ferða- menn. Ekkert betl urðum við vör við. — Einn var sá, sem tók á móti okkur á Asíuströnd og fylgdi okkur eftir um alla borg- ina og aftur yfir sundið til ístan- búl. Það var skóburstarinn með allt sitt hafurtask. Sú stétt virð- ist fjölmenn í borginni. Við gáf- um honum aldrei von um starf, en hann var þolinmóður og beið átekta. Og þetta bar nokkurn árangur. Ryk settist á skóna og suma í hópnum fór að langa til að sjá, hvernig þessi ungi maður bæri sig að við starf sitt. Og stráksi settist á koll sinn og beitti öllum reglum kúnstarinn- ar. Þess á milli tvíhenti hann burstanum gáskafullur. — Að ferð þessari lokinni vorum við öll sammála um, að hún befði verið hin ánægjulegasta. Um miðaftanleytið þennan sama dag kvöddum við ístanbúl með sín hvolfþök og mínarettur 500 bænahúsa. Nú var förinni heitið til Grikklands. Við flug- um yfr Marmarahafið, fram hjá Prinsaeyjum, sem eru 9 talsins. Einnig þær eiga sína sögu um fallvelti lífsins og grimm örlög. Miklagarðskeisarar sendu mót- stöðumenn sína þangað iðulega og létu blinda þá. Valdastreitan gat jafnvel gengið svo langt í þá daga, að frene drottning hélt þar syni sínum, Konstantin VI, og lét blinda hann. Það átti þó fyrir henni sjálfri að liggja að vera flutt nauðug til þessara sömu eyja. — Ekki er langt síðan Menderes var haldið á einni af þessum eyjum af mótstöðumönn- um sínum, sællar minningar. Og þeir lífguðu hann úr dauðadái með öllum hugsaniegum ráðum, til þess eins að geta svalað hefnd arþorsta sínum með því að geta séð hann dingla í gálga. Sagan endurtekur sig, aðeins með nokkrum blæbrigðum eftir tíð- aranda og tízku. — Loks flugum við yfir grísku eyjarnar og lent- um á flugvelli Aþenuborgar heilu og höldnu. Á leið okkar til Hótel Ambassadeurs dáðumst við að því, hve borgin er fögur og allt umhverfi hennar. Stúlkur LRI MEÐ HÁLSFESTI k o m i n . Magnus E. Boldvinsson Laugavegi 12. Sími 22804. og Hafnargötu 35 — Keflavík. „Agía Sófía“ (Heilög vizka), Kirkjan sem Væringjar nefndu Ægisif. Hún var reist á 6. öld af Jústiníanusi mikla og var meðal veglegustu guðshúsa I heimi, en er nú safn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.