Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. des. 1962
MORCUNBLAÐIÐ
i
15
Enn smá innlegg
mál Árnesinga
ALLTAF verður það að vera eitt
hvað veiðimálum okkar til van-
virðu og skammar, varð merk-
um bónda að orði, er heyrðist
um veiðiþjófnað þeirra neta-
manna í Ölfusi og Hvítá í sum-
ar.
En hvað er um þetta að segja,
þó netin liggi í ánum eitthvað
lengur en ákveðið er. Hverju
breytir það, þó laxastofninn á
þessu vatnasvaeði þurrkist út,
kannski eitthvað fyrr en ella.
Nú, en fyrst það er ráðið, og að
því unnið, eins og nú er gert að
ganga á milli bols og höfuðs á
iaxastofninum, en það verður
ekki annað séð en það sé ætlunin
eins og nú er að farið, þá held ég
að ráðamenn þessa máls, ættu að
fagna því að þetta takist sem
fyrst og bezt. Ég hefi áður bent á,
að hverju dragi með hinu gengd-
arlausa drápi, sem verið hefir á
laxinum undanfarinn þrjú ár, eða
síðan farið var að nota nælon-
netin og þessum drápsnetum rað
að eftir endilöngum ánum á báð
ar hendur.
Morgunblaðið frá 14. ágúst sl.
sýnir eina netagildruna í Ölfusá,
þar sem laxinn er drepinn hundr
uðum saman rétt í sjávarmálinu,
ásamt laxi veiddum í Stóru-Laxá,
sem sloppið hafði úr nælon neti,
hroðalega skorinn, svo viðbjóður
er að sjá, þannig er að veiðunum
unnið og hefir verið lengi. Þeir,
sem þessu ráða, gera livorki að
sjá né heyra, hvað hér er að ger
ast, þó allir aðrir óviðkomandi
skilji, að með þessu stórdrápi,
sem verið hefir á laxinum undan
gengin þrjú ár, eins og fyrr segir,
í ölfusá og Hvítá, er verið að
þurrka laxinn út á þessu vatna-
svæði.
í fyrrnefndu Morgunblaði er
skýrsla yfir veiði á öllu vatna-
svæðinu undanfarin ár, sem sýn-
ir að verið er að þurrka berg-
vatns árnar. í lok skýrslunnar
segir:
„Vonlaus er eins og er að reyna
að rækta úpp bergvatnsárnar og
setja klak, sem fullvaxins biðu
aðeins þau örlög að lenda í nælon
netjum í jökulvatninu á leið á
hrygningarstöðvarnar. Og er lax
inn í bergvatnsánum, sem bók-
staflega framleiðir allan laxinn
á umræddu vatnasvæði er að
mestu horfinn hlýtur sú spurn-
ing að vakna, hvort laxastofn-
inum sé ekki stefnt í beinan
voða með hinni miklu netaveiði
á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár".
í öðrum stað í skýrslunni segir,
þegar skýrt hefir verið frá því
að hlutfallsveiðin í bergvatnsán-
um fari stöðugt minnkandi og
hafi aldrei verið minni en sl.
sumar: „Þegar litið er á þessar
tölur er augljóst að bergvatns-
árnar á vatnasvæði Hvítár og
Ölfusár eru hreinlega að verða
ónýtar“.
Þessar upplýsingar gefur veiði
málastjóri rétt eins og þetta sé
eðiilegt og sjálfsagt. En nú vil
ég spyrja: Er valdsvið veiðimála-
stjóra svo þröngt, að hann verði
að horfa uppá svona gjöreyðingar
starfsemi, án þess að hafast nokk
uð að?
Hvað segja laxveiðilögin?
Ef þau gefa honum vald til að
taka fyrir svona hrannvíg á
laxinum í jökulvatninu, hvers-
vegna gerir hann það ekki þá?
Ég ætla ekki að koma með neinar
•getsakir í garð veiðimálastjóra,
en mér og fleirum væri kært, að
fá allar upplýsingar hér um.
Það er með ólíkindum, að menn
sem taldir hafa verið sæmilega
greindir og hafa búið á árbakkan
um í áratugi skuli láta sig henda
það glapræði að stjórna málum
veiðifélags þannig að engu er lík
ara en ætlunin sé að útrýma laxa
stofninum, þó það sé skiljanlega
ekki meiningin og verði þannig
áfram haldið mun það valda mill-
jóna tjóni um ókomin ár.
Það er nú viðurkennt af flest-
um sem um þetta ræða eða rita,
að um stórkostlega ofveiði sé að
ræða í jökulvatninu, á þetta
benti ég í grein í 6. tbl. Suður-
lands f.á. en stjórn Yeiðifélags
Árnesinga datt víst ekki í hug
að sinna slíkri aðvörun. Gerði ég
það að tillögu minni, að jökul-
vatnið væri friðað í eitt ár að
minnsta kosti. En stjórn félagsins
var nú ekki aldeilis á þeirri reisn
inni. Henni datt víst ekki eýs.u
sinni í hug svo mikið sem stytta
veiðitímann eða fækka lögnun-
um sem eru nú eitthvað um 70.
Veiðimálastjóri lét heldur ekkert
frá sér heyra um þetta í þá tíð.
En nú sé ég að hann hefir fallizt
á skoðun mína, hvað ofveiði
snertir. Þar sem ég ræði um
þetta atriði í fyrrnefndri grein
segir svo:
„Ég hef það eftir beztu heim-
ildum, að það hafi gengið þannig
til með veiðina bæði í sumar sem
leið og fyrrasumar, að eftir hvort
friðunar tímabil hafi veiðzt vel í
Hvítá neðantil fyrsta daginn,
minna annan og ekkert þriðja dag
inn. Þetta segir til um það, hvað
hér er að gerast. Þetta sýnir það,
að þá er netin liggja í ölfusá
taka þau næstum allan þann lax,
sem ér á göngu og sá lax, sem
sleppur upp úr ölfusá, sætir
sömu örlögum í Hvítá neðantil.
Lengra kemst hann ekki, sem
heitir."
Þetta sagði ég fyrir tæpum
tveimur árum.
Nú hefir veiðimálastjóri í við
tali við blaðið „Sunnlendingur“
sagt: „Hlutur bergvatnsánna fer
stöðugt minnkandi þvert ofan í
tilgang laganna og að nú veiðist
í bergvatnsánum aðeins rúmlega
6% en var 10% þegar laxveiði-
lögin voru sett. Af þessu má ráða
að í jökulvatninu sé mikið veiði
álag og að rétt væri að reyna að
hleypa fleiri löxum upp í berg-
vatnsárnar“.
Mikið var. En það mega allir
vita, að það gerist ekki nema eitt
hvað sé gert, sem vit og kraftur
er í. Og svo heldur viðtalið á-
fram:
„Annað atriði bendir einnig til
að of mikið veiðiálag sé í jökul-
vatninu. Ofarlega við Hvítá er oft
ágæt veiði á þrðjudaginn eftir að
helgarfriðun hefir staðið frá föstu
dagskveldi, sæmileg á miðviku-
dögum, lítil á fimmtudögum og
sáralítil á föstudögum. Þessi
skarpi mismunur á milli daga
sýnir að fiskistofninn í ánni er
ekki stór. Svo greinileg áhrif
veiðinnar neðarlega í ánni talar
sínu máli og er tilefni til sérstakr
ar varfærni".
Þarna geta lesendur séð, hve
algerlega samdóma við erum um
það, að um ofveiði sé að ræða. En
veiðimálastjóri hefði gjarnan
mátt vera fljótari að átta sig á
þessu og láta skoðun sína koma
opinberlega fram fyrr.
Ég býst við eins og nú er kom-
ið, að það verði fáir til að mæla
því bót, sem hér er að gerast. Hér
er það að gerast, að það er verið
að uppræta laxastofninn af
þvílíkri græðgi, að þess munu eng
in dæmi á landi hér og þó víðar
væri leitað.
Að endingu ætla ég að endur-
taka fyrri tillögu mína um friðun
fyrir allri netaveiði á þeim
hluta jökulvatnsins, sem auðveld
ast er að taka megnið af þeim
laxi, sem gengur í árnar ár hvert,
sem áður segir, fyrir það fyrsta í
2 ár. Minna má það ekki vera úr
þessu, til að vinna eitthvað upp
af því, sem tapað er. Ég tel það
ekki hyggilegt að bíða og sjá
hvað setur þar til allt er komið í
um veiöi-
kaldakol. Það getur orðið heldur
mikið um rólegheit og sofanda-
hátt þeirra, sem komist hafa með
einhverjum hætti í þá aðstöðu
að marka stefnur og ráða málum
til lykta á hvaða sviði sem það
er. Mætti í þessu sambandi minn
ast á forystumenn bænda, sem
hafa farið með verðlagsmál
landbúnaðarvara. í áratug voru
þeir sér þess ekki meðvitandi,
hvað var að gerast, eftir því sem
bezt verður séð, í verðlagsmálum
yfirleitt. En svo allt í einu vakna
þeir við vondan draum og rjúka
upp með andfælum eins og maður
sem hefur sofið yfir sig og sér að
hann hefur misst af „rútunni“.
Þessir framámenn okkar bænda
hafa ekki einu sinni komið því
sjálfsagða réttlætismáli í fram-
kvæmd að ákveða rétt hlutfalls-
verð milli kjöts og mjólkur. Þeir
láta sig hafa það að ætla fjár-
bændum % lægra kaup en kúa-
bændum þrátt fyrir það, að þeim
hefir verið sýnt framá það með
óyggjandi rökum, hvað væri rétt
í þessu máli og hve fjárbændur
væri beittir miklu ranglæti. Hvað
kemur til? Er það eigin hags-
munastreita eða læpuskapur?
Tilburðir þeirra nú í haust, sem
áttu að vera í þessa átt, var líkast
því er loppinn maður bisar við
að leysa hertan hnút. Veiðifélags
stjórnin ætti að láta þessi víti sér
að kenningu verða og láta ekki
reka á reiðanum þar til í algert
óefni er komið eins og þar hefir
gerzt, svo draumar þeirra verði
ekki eins erfiðir síðar. Menn
geta verið farsælir í sinni heima
sveit, þó þeir séu ekki heppilegir
í forystulið hinna stærri mála og
valdið óbætanlegu tjóni, ef þeir
valda ekki því verkefni, sem
þeim er trúað fyrir.
Það verður ekki sagt að það sé
hart að gengið þó netaveiðin sé
tekin af þeim, sem stærstan hlut
ann hafa fengið undangengin ár.
Og hér er um ekkert einsdæmi að
ræða. Þessum lögum verða þeir
að hlíta þar sem ádráttarveiði
var stunduð og hafði verið frá
ómunatíð.
Er þó ólíku saman að jafna
ádráttarveiði eins og hún var
stunduð t.d. hér í Stóru-Laxá
eða múgmorðunum í jökulvatn-
inu nú til dags. Svo geta þessir
veiðigarpar lifað í þeirri von, að
úr rætist og þeir fái aftur að
fleygja neti í vatn, þó það yrði að
öllum líkindum eftir strangari
reglum og meiri takmörkunum en
nú gilda.
Það er gleðilegt til þess að vita,
að svo virðist sem menn séu nú
loksins að vakna til meðvitundar
um það, að svo búið megi ekki
standa og hjá tafarlausum aðgerð
um verði ekki komizt.
öruggasta og fljótvirkasta leið
in og eina leiðin til verulegs ár-
angurs er friðun. Allar aðgerðir
aðrar svo sem aukið klak án
friðunar er kák eitt.
Til að koma þessum málum í
það horf, sem til var ætlazt í upp
hafi með laxaveiðilögunum, en
hefir ekki tekizt til þessa, þarf
stórt átak. Venjulega streitast
þeir við í lengstu lög, sem kom-
izt hafa í forréttinda aðstöðu. En
allt slíkt má alls ekki þvælast
fyrir nauðsynlegum aðgerðum,
sem ekki þola bið. Öll sérhags-
muna sjónarmið verður að kveða
niður. Á meðan þau ráða mestu,
eins og verið hefir að undanförnu,
er ekki bata von.
Það er þetta sem gera þarf:
Friða jökulvatnið, sem að fram
an segir, auka klakstarfsemina
sem mest og greiða fyrir því að
laxinn komist á sem auðveldastan
hátt á uppeldisstöðvarnar.
Núpstúni, 6. október 1962.
Guðm. Guðmundsson.
Mér var að berast blaðið Suður
land með ritgerðum þeirra Einars
á Hæli og Magnúsar _á Eyrar-
bakka um veiðimál Árnesinga.
Það er margt ágætt sem Einar seg
ir og friðsælt og er það lofsvert.
— En silkihanzkar henta ekki við
fjósaverk.
Eftir lestur ritgerðar Magnúsar
er maður einu fróðari. Nú veit
maður það, hvílíkum kynstrum
af vitleysu er hægt að koma fyrir
í stuttri blaðagrein.
G. G.
SPEGLAR
Speglar í teakrömmum. — 3 gerðir.
Úrval af speglum. — Framleiðum einnig
spegla eftir máli fyrir jól.
Fallegur spegill er kærkomin jólagjöf.
Glersalan og Speglagerðin
Laufásvegi 17.
Sími 23560.