Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 Landið okkar ungarfullir hér á okkar ey- landi. — Og jarðir eru þá ekki að fara í eyði hér í sveitinni í stórum stíl? • Þrjú nýbýli. Fjós og hlaða í Haukholti. Fjós, hlaða og votheysgeymsla í Tungufelli. Þar eru í smíðum 7 íbúöarhús Nýtt íbúðarhús að Berghyl. FYRIR um mánuði mátti lesa í Tímanum langt og mikið viðtal við Helga Har aldsson, bónda á Hrafn- kelsstöðum í Hrunamanna- hreppi. Af því samtali varð ekki annað séð en Hruna- mannahreppur væri nán- ast að leggjast í auðn, þar væri allt komið á heljar- þrömina, raunar ekki ein- asta þar, heldur í öllum byggðum landsins. Bændur væru komnir á hreinastu vonarvöl og engir nýir gætu tekið við af „alda- mótamönnunum", eins og hann sjálfur nefnir sig. Að- gerðir viðreisnarstjórnar- innar var sú mikla „plága“, er var að leggja byggðir landsins í auðn. Orðrétt sagði Helgi: „Ég ’hef búið af þrjár fjárpestir og niðurskurð — allt var þetta illt, stórillt, svo að lá við að manni félli allur ketill í eld, en 'þó fullyrði ég, að „viðreisnin" svonefnda er versta landplágan og hegggur stærsta skarð í hlut bóndans." • OrðUm aukið. f tilefni þessara gífuryrða, brugðu fréttamenn blaðsins sér austur í Hrunamanna- farepp í von um að þar væru einlhverjir eftir sem hægt væri að ná tali af og spyrja um hin vofveifilegu tíðindi. Þótt nokkuð væri umliðið, frá þvi er þessar óskapafréttir birt- ust í Tímanum, vonuðum við að ekki hefðu allir bændur í Hrunamannahreppi flúið af búum sínum, heldur myndu einbverjir sitja enn, þótt við þröngan kost og kvöl væri. Ekki höfum við lengi ferð- azt um hreppinn er við kom- umst að því, að allmikið voru þessar fréttir Helga Haralds- sonar orðum auknar. Enn sem fyrr er Hrunamanna- hreppur mesta framleiðslu- sveit landsins og þar munu vera meiri framkvæmdir og framfarir en í nokkurri ann- arri sveit einni. Hvergi á land inu átti því jafnilla við, að fulltrúi einnar sveitar skyldi bera aðra eins þvælu á borð fyrir lesendur sem þessi aldni bóndi úr Hrunamannahrepp gerði. • Glæsibýli. Á leið okkar upp hreppinn litum við inn á glæsibýlinu Syðra-Langholti og heilsuð- um upp á Sigmund bónda Sig- urðsson. Hjá honum var þá brezkur sérfræðingur að skoða fjósið hans og vega og. meta favernig hagkvæmast mætti koma þar fyrir nýjum vél- mjaltatækjum, sem byggjast á því að fötur eru niður lagð- ar, en pípur flytja mjólkina frá kúnum og inn í mjólkur- hús. Enginn barlómur var í Sigmundi og virtist hið hroða- lega ástand og hin mikla heljarplága hvergi hafa kom- ið nærri garði hjá honum. Hann benti okkur strax á, að við skyldum halda lengra upp í hreppinn, og sækja heim einhvern af bændum þeim, sem þessa dagana standa í því að reisa glæsileg íbúð- arhús, eða þá einhvern þeirra, sem er að byggja eða hefur nýlokið við að byggja stór og voldug peningshús. Við vent- um því hinum f jórthjólaða fáki vorum og stefndum upp á Skollagróf, þar sem býr ung- ur og framtakssamur bóndi, sem um langt árabil hefur getið sér orð fyrir mikinn þrifnaðarbúskap. Við hi'ttum Jón bónda þar sem hann er að koma úr hestíhúsi, því hann er hesta- maður góðlur. Hann hlýtur ekki einasta verðlaun árlega fyrir gott mjólkurinnlegg, heldur hefur hann hlotið verð laun og viðurkenningar fyrir góð og glæsilég hross, sem hann elur upp og temur. Hann er nú þegar með tvo eða þrjá hesta á járnum og á húsi. Er hann að liðka þá fyrir hest- eigendur héðan úr Reykjavík. — Okkur virtist einna helzt mega skilja á grein Helga á Hrafnkelsstöðum, að hér í Hrunamannahreppi væri allt að leggjast í auðn, segjum við, þegar við höfum heilsað Jóni. • Eins og á Húsavík. — Eymdartónninn í orðum Helga á Hrafnkelsstöðum, vin ar míns, er svo gegnumsker- andi, að það er líkast sem hann sé staddur norður á Húsa vík en ekki í höfuðstaðnum, þegar viðtalið er tekið, svar- aði Jón og brosir hógværlega. — Þetta er þá eitthvað orð- um aukið hjá honum, bless- uðum gamla manninum? — Ég er hræddur um það. Satt er það raunar að árferð- ið í ár er fremur erfitt og þar sem við bændur eigum allt undir sól og regni, þá veltur á miklu fyrir okkur að veður- guðirnir séu okkur hliðhollir. Þeir eru hins vegar, bæði að Æornu og nýju, dálítið duttl- — Ekiki get ég komið þvi fyrir mig, hvaða jarðir það eru sem Helgi segir að hafi farið í eyði í þessari sveit á umræddu timabili, „allt jarð- ir sem mjög lengi eru búnar að vera í byggð“, ekki nema ef tína á það tilvik, þegar fjallkóngurinn okkar fyrr- verandi „dó frá dagsláttunni sinni“. Hins vegar hefur fall- ið úr ábúð eitt nýbýli, sem stofnað var fyrir um 20 árum, en nýbýlin munu hins vegar • vera þrjú en. ekki ei'tt, sem stofnuð hafa verið á því ára- bili, sem Helgi vinur minn er að eymslast yfir. — Ég sé, Jón, að þú ert að fayggja myndarlegt hús. Ert þú sá eini i þinni sveit, sem ert svo bjartsýnn að þora að leggja út í að byggja yfir þig á þessum tímum „plágu“ og „móðuharðinda" viðreisnar- stjórnarinnar? — Nei, ég er ekki sá eini. Auðvitað hef ég ekki tölur við höndina, en ég held mér sé samt ófaætt að fullyrða, að byggingarframkvæmdir í þess ari sveit eru frekar með meira móti í tíð núverandi stjórnar. Ég get til dæmis getið þess, að það eru sjö íbúðarhús í byggingu, einnig hefur mjög mikið verið byggt af fjósum og hlöðum, einnig nokkuð af fjárhúsum. — Og fleiri framikvæmdir á sveitinni, Jón? • Rafmagn á flesta bæi. — Rafmagn er nú um það bil að koma hér á milli 15 og 20 býli. Þegar þeim áfanga er náð, sem væntanlega verð- ur á öndverðu næsta ári, verða ekki eftir nema sex búendur í minni sveit, sem ekki hafa rafmagn frá samveitu. — Og eru þessar fram- fcvæmdir þá ekki að sliga bændur? — Auðvitað eru allar þess- ar framkvæmdir dýrar og þungar í skauti, en það er engan veginn nýr söngur að dýrt sé að byggja. Það er svo sem ekki nema von að þeir tali mikið um dýrtíð og verð- bólgu í Tímanum, því bjarg- ráðavdrðbólgan skolaði þeim Hermanni og Eysteini fyrir borð á stjórnarskútunni á jóla föstu 1958. Hermann hélt að vísu í lengstu lög traustum mundum í borðstokkinn og hét nú á' Hannibal að duga vel í austrinum, en þá bann- aði Einar, Hannibal öll aust- urtrog og með handapati mátti Nýtt íbúðarhús í Hólakoti. Nýtt íbúðarhús á Hrafnkelsstöðum. Nýtt íbúðarhús að Galtafelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.