Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 11 Jón Sigurðsson í Skollagróf ræðir um „pláguna^ í Hrunamannahreppi enginn skipið vatni verja, svo allir urðu þeir fná borði að hverfa. — Já, og ekki virðast þeir með öllu af baki dottnir, þótt þeir sitji nú í stjórnarand- stöðu, blessaðir. • Á Rauðasandi stjórn- málanna. • Mlklar bygglnga- framkvæmdir. — Og þú sagðir að víðar væri verið að byggja en hjá þér, hvar er það helzt? — f Hólakoti er verið að byggja íbúðarthús, þar býr Ás- mundur Brynjólfsson. í Gröf er hvorki meira né minna, en verið að byggja tvö íbúðar- hús, sem þeir reisa Emil Ás- geisson og Guðmundur Páls- son, sem jafnframt hefur stofnað nýbýli. Á Berghyl er steinn Jónsson. Uppi á hinu fornfræga höfuðbóli Tungu- felli býr Einar Jónsson, ung- ur bóndi og dugandi, og hef- ur nýlókið byggingu á stóru fjósi, hlöðu og votheysturni. Auk þessa hefur verið byggt fjós og hlaða í Ásatúni, fjós í Unnarholtskoti, ennfremur tveir súrheysturnar þar og að undanförnu hafa þrjú fjós verið byggð, sitt sumarið hvert, í Skipholti, Kópsvatni og Bryðjuholti. Allt eru þetta stórar byggingar og glæ-sileg- ar, fjósin fyrir 40 kýr hvert. í MORGUNBLAÐINU frá 23. og 24. ágúst sl. er sagt frá að María Júlía hafi fest vörpu sína í botni Eyjafjarðar, er hún var, þar að toga skammt innan við' Hjalteyri, og hafi komið upp heitt grjót í netinu. Hugleiðir blaðið að heit uppspretta muni vera þar á sjávarbotni. Allt frá árinu 1918 hefur mér verið Ijóst að vestur af Yztuvík- urhólum austan við miðjan fjörð væri hver á sjávarbotni. Þennan vetur frá því í j..núar og fram í miðjan apríl var fjörðurinn þak- inn hafís, en þarna myndaðist strax vök í ísinn og virtist þarna vera hringsvif eða straumur á yfirborði sjávar, er stafaði af heitu uppstreymi, þó kom fyrir að vökina lagði, en ísinn var þá mjög þunnur. Þama hélt sig lengi selur sem veiðimenn hugð- ust skjóta, en hættu við, vegna þess hvað þeim fannst ísinn yera veikur, að ekki mundi heldur manni. í mörg ár þar á eftir veitti ég því eftirtekt úr landi, að þegar vindur var allhvass á, þá var sem sljá eða annað sjó- lag væri párna. Mun það hafa stafað af hringsvifi er heitir straumar að neðan voru valdir að. Tel ég víst að þarna sé hver á sjávarbbtni og um allmikið vatnsmagn að ræða. Þetta ætti að rannsaka betur og verkfræðingar okkar að nota til þess tómstundir sínar, er þeir fara í verkfall næst. Jóh. Laxdal. — Nei, kapparnir náðu þó blessunarlega landi á nýjan leik og allir á sömu fjöru, (þar sem er „Rauðisandur" stjórnmálanna. Þegar þeir höfðu undið klæði sín, fóru þeir að hugsa ráð sitt, og jafn skjótt og úr þeim var hroll- urinn tók þá að muna í sína fyrri stóla og sýndist þeim það ráð einfaldast að reyna að magna verðbólguna enn á ný, ef það mætti verða til þess að losa um ráherrastóla hvað svo sem liði þjóðarheill. — Heldurðu að bændum virðist lítið til koma ástar- makks Framsóknar við komm únista í verkalýðsmálum? — Tímamenn eru að vísu nógu hátíðlegir, þegar þeir tala um verðbólgu og voða iþann, sem af benni hlýzt. En á meðan Eysteinn situr sveitt ur við að brýna brandana í hendurna á kommúnistum, er varla hægt að treysta þeim til þjóðhollra starfa, jafnvel Iþótt brýnslutækið sé fengið að láni frá verkfalla- og kaup kröfudeild SÍS. — Og byggingarkostnaður- inn aftrar mönnum ekki frá Nýtt íbúðarhús í Gröf. búið að byggja stórt og glæsi- legt íbúðai’hús á nýbýli og þar búa þau Agnar og Ás- laug Árnadóttir. Og svo hér eins og þú sérð. En síðast en ekki sízt er verið að byggja ibúðaihús á sjálfum Hrafn- kelsstöðum, bújörð Helga Har- aldssonar. Það gerir ungur bóndi, Sveinn Sveinson, sem er systursonur Helga. Og Nýtt íbúðarhús á nýbýli í Gröf. framkvæmdum hér í Hruna- mannahreppi? — í tíð núverandi rikis- Stjórnar hefur byggingarkostn aður að vísu aukizt, en þar á móti hafa komið lán út á byggingar og endurbygging- arstyrkir komið til, en í tíð vinstri stjórnarinnar hækk- aði verðlag á byggingarvör- um öllum, en lánin stóðu í stað. — Og hvað svo um þetta hroðalega verðlag, sem allt er að drepa? ég á við á afurð- um bænda. — Við bændur erum auð- vitað ekki ánægðir með verð- lagsgrundvöllinn, en þess ber (þó að geta, að í tíð núver- endi ríkisstjórnar hafa feng- izt tryggðar útflutningsupp- bætur, svo þar með er verð- lagsgrundvöllurinn ekki leng- ur óskalisti eingöngu, eins og hann áður var. Helgi hefur því vesöld og „plágu viðreisnarinnar“ á sínu éigin heimahlaði, rétt fyr ir framan augun. Helga virðist því ekki hafa tekizt að mála svo fjandann á vegg- inn fyrir frænda sínum að hann taki til fótanna og hlaup ist á brott af jörðinni. Þá er pýbyggt fjós mikið og hlaða í Haukholtum, hér fyrir ofan, þar búa þeir feðgarnir Odd- leifur Þorsteinsson og Þor- Nýtt íbúðarhús í Skollagróf. !m fldoatöflurnar í Þjóðvinafélagsalmanakinu • Aldamótamanninum farið að förlast. Við þökikum Jóni Sigurðs- syni í Skollagróf fyrir góðar og greinilegar upplýsingar um framkvæmdir í sveit hans og höldum nú af stað til að heim sækja eitthvað af fyrrgreind- um býlum sem hann nefndi, 'þar sem verið er að byggja ýmist íbúðarhús eða penings- hús og heygeymslur. Á ferð okkar komum við alls á niu bæi og tókst að festa á filmu fyrrgreind sjö íbúðarhús, og auk þess gripahús. Þar var að sönnu komið myrkur, þegar við kvöddum Hrunamanna- hreppinn, og er við litum yfir sveitina af ásnum fyrir neðan Laxá, sáum við rafljósin blika vítt og breitt um þetta fagra og búsældarlega hérað og á næsta ári mun enn víðar mega sjá þar rafljósin, þar sem þá verður búið að lýsa upp á nærfellt hverjum bæ. Á leið okkar hittum við sem snöggv- ast Helga á Hrafnkelsstöðum, þar sem við vorum að mynda nýja fbúðarhúsið þar á staðn- um. Ekki töldum við þó á- stæðu til að fá hjá honum staðfestingu á því sem hann lét hafa eftir sér í fyrrgreindri Tímagrein. Okkur þótti ein- faldara að láta verkin sjálf tala en ég er hræddur um að mörgum muni finnast þessum gróna bónda vera farið að förl ast í „glöggskyggni sinni og þekkingu" og „búskýrslur" hans séu kannski ekki alveg í fullu samræmi við stað- reyndirnar. ■ vig (Myndirnar tók Sv. Þ.) NÝLEGA hafa orðið blaðaum- ræður um atriði úr töflu þeirri, sem birt er í Þjóðvinafélags- almanakinu á bls. 18 með fyrir- sögninni Tafla II og á að sýna, hverju munar (sú tala verður hér nefnd flóðstuðull) á háflæðitíma á ýmsum stöðum á landinu og í Reykjavík. í tilefni af þessu telj- um við, sem séð höfum um gerð almanaksins að undanförnu, rétt að gefa hér nokkrar upplýsingar. Fram til ársins 1954, að því meðtöldu, var Tafla II byggð á sjávarfallaathugunum, sem gerð ar voru um síðustu aldamót. Þær munu þó yfirleitt ekki hafa far- ið fram eins lengi og þarf til að tryggja æskilegustu nákvæmni í niðurstöðum. í þessari gerð töfl- unnar er flóðstuðull fyrir Siglu- fjörð og Akureyri gefinn hinn sami, 4 st. 30 mín. í almanakinu um árið 1955 var Akureyrartöl- unni breytt í 4 st. 8 mín. og aftur 1959 í 4 st. 10 mín., og hefur þessari- tölu verið haldið síðan. Voru þessar breytingar, og fá einar fleiri, teknar eftir töflum, sem fslenzkar sjómælingar hafa gefið út árlega frá 1954. Sjávarföll í Reykjavík árið 1954 og síðan hafa verið reiknuð með vélum í sjávarfallastofnun- inni brezku (Tidal Institute). Er það gert samkvæmt samningi ís- lenzkra sjómælinga við stofnuh- ina og á grundvelli sjálfritamæl B inga, sem þær hafa annazt. Birta | víkurtalan um 42 mínútur. Af bæta við Reykjavíkurtímann i Töflu I tölu þeirri (flóðstuðli), stendur við þann stað í Töflu II; þannig telst flóðið á Ak- ureyri koma 4 st. 10 mín. síðar en í Reykjavík. En þessar staðar- tölur eru meðaltölur, sbr. Þjóð- vinafélagsalmanakið 1953. Sú tala, sem nota ætti, breytist í rauninni nokkuð frá einu flóði til annars og einni fjöru til ann- arrar. En til að finna þessar breytingar þarf að gera mæling- ar á staðnum um alllangan tíma og síðan að reikna alla flóð- og fjörutíma staðarins samkvæmt þeim. Eini staður landsins, þar sem bæði hafa farið fram slíkar mælingar og sem fullkomnir reikningar eru gerðir fyrir á ári hverju, er Reykjavík. Um aðra staði er sú ein leið til að miða við meðalmismun frá Reykjavík, og það er sú tala, sem Tafla II gefur. Auk þess ber auðvitað að hafa í huga, að sama flóðið eða fjaran getur orðið fyrir öðrum veðurtruflunum, t.d. á Raufar- höfn en í Reykjavík. Eins og fyrr segir, er Tafla II um 60 ára gömul að uppruna. Tölur samkvæmt nýlegum mæl- ingum eru nú í henni fyrir þessa staði: Akranes, Akureyri, Grinda vík, Hvammsvík, Keflavík, Seyð- isfjörð og Vestmannaeyjar. — Gamla Akureyrartalan reyndist skökk um 20 mínútur og Grinda- Islenzkar sjómælingar árlega töflur um öll háflóð og háfjörur í Reykjavík, tíma þeirra og sjáv- arhæð. Þjóðvinafélagsalmanakið birtir í Töflu I, bls. 16—17, tíma árdegisháflóða eftir sömu heim- ild og segir til, hvernig áætla skuli síðdegisháflóð og háfjörur. Sjávarföll í Reykjavík eru þannig reiknuð með tiltölulega mikdlli nákvæmni. En við notkun flóðtaflna verður áð hafa í huga áhrif veðursins, sem ekki verða reiknuð út fyrir fram. Til að gefa hugmynd um áhrif veðurs á flóð og fjörur skulu hér tilfærðar tölur um Liverpool frá árinu 1937. Skekkju undir 5 mínútum sýndu 75% flóðtímanna, 6—10 mínútur 19%, 11—15 mínútur: 4%, og skekkju yfir 15 mínútur: 2%, eða um 15 flóðtímar um árið. Fjörurnar reyndust nokkru við- kvæmari fyrir veðri, og eru til- svarandi tölur 56%, 29%, 11% og 4%. Skekkjurnar eru yfirleitt meiri að vetrinum, og í janúar sama ár reyndust 8% flóðanna vera skökk um meira en 15 mín- útur. Hér á landi er vitneskja um áhrif veðra auðvitað óná- kvæmari, en varlegra sýnist að reikna með því að veður geti skekkt nákvæmt reiknaðan flóð- tíma um a.m.k. allt að 30 mínút- um, og dæmi eru um það ann- arsstaðar, að skekkjan hefur numið heilli klukkustund. Fyrir allmarga aðra staði á landinu en Reykjavík er árdegis- háflóð fundið eftir Þjóðvinafé- lagsalmanakinu með því að því má ætla, að margar gömlu talnanna víki nokkuð frá réttu meðaltali. Þannig sýnist . t.d. Siglufjarðartalan, 4 st. 30 mín., ekki koma vel heim við 4 st. 10 mín. á Akureyri. Þó hefur henni ekki verið breytt enn í töflum fslenzkra sjómælinga, og þá ekki heldur í Töflu II í Þjóðvina- félagsalmanakinu. Breyting á henni hefði enn sem komið er orðið að vera ágizkun, sem ekki hefur þótt rétt að gera. Hins er að óska, að ekki líði mörg ár, áður en lokið verður sjávarfalla- mælingum á nægilega mörgum stöðum, til að unnt sé að reikna flóðstuðulinn, hvar sem er við strönd íslands, með seSi fyllstri nákvæmni. Leifur Asgeirsson, Trausti Einarsson. „Spanskflugan64 Ólafsvík, 28. nóv„ LEIKFÉLAG Ólafsvíkur frum- sýndi sl. laugardag gamanleik- inn „Spanskfluguna“ eftir Arnoid og Bach. Leikstjóri er Bjarni Steingrímsson frá Reykjavík, en með aðalhlutverk fara Bárður Jensson, Gréta Jóhannesdóttir og Gunnar Hjartarson. Leikritið var sýnt þrisvar um helgina og var leikstjóra og leikurum klappað lof í lófa. Leikfélagið hyggst sýna leikinn á nærliggjandi stöðum, og sýnir í Grafarnesi nk. laugardag og í Stykkishólmi á sunnudag. — Björn. Hver á bofni Eyjaffarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.