Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 19 Jóhanna Pálsdóttir trá Feigsdal i Ketildalahreppi ÉG ætla mér ekki þá dul að gera ævi þessarar merku konu viðhlít andi skil, en örfárra atriða lang ar mig þó að geta, enda þótt svo langt sé um liðið frá jarðaför hennar. Jóhanna var fædd að Hvammi í Barðastrandarhreppi þann 19. apríl 1892. Hún var dóttir Páls t>ónda Guðmundssonar og Jónu Guðmundsdóttur konu hans — þeim hjónum varð tólf barna auðið, en tiu þeirra komust til fullorðinsára. Tveggja ára flutt- ist hún með foreldrum sínum að Hamri í Barðastrandanhreppi og við þann bæ er faðir hennar gjarna kendur. Þar ólst Jóhanna upp á fjölmennu heimili og starf- Eomu. Árið 1916 giftist Jóhanna eftir lifandi manni sínum Kristjáni Kristóferssyni frá Brekkuvelli í Barðastrandarhreppi (bróður Há- konar í Haga og þeirra systkina). Þau hófu búskap að Hamri og bjuggu þar til vors 1918, er þau fluttust norður í Tál'knafjörð að Höfðadal. Þar bjuggu þau í þrjú ár og fluttust, þá yfir fjörðinn að Litla-Laugardal. í Litla-Laug ardal áttu þau heima í þrettán ar. Á seinni hluta þess tímabils voru börn þeirra hjóna orðin sex að tölu, en þau eru: 1. Jóna f. 1/8 1917 húsfreyja í Reykjavík. 2. Páll f. 22/9 1918 'Bóndi í Feigsdal. 3. Kristín f. 6/6 1920 húsfreyja í Reykjavík. 4. Kristófer f. 6/1 1922 sjómað ur í Reykjavík. 5. Gísli f. 16/7 1924 bóndi í Feigsdal. 6. Teitur f. 16/10 húsasmiður í Kópavogi. Litli-Laugardalur var ekki •kostamikil jörð og árið 1934 flytjast þau norður í Arnarfjörð og setjast að á Öskubrekku í Ketildalahreppi. Þar voru þá blómlegar byggð- ir og hvert býli setið í dölum Arnarfjarðar. Á öskubrekku bjuggu þau í níu ár eða til vors- ins 1943, er þau keyptu jörðina Feigsdal í Bakkadal við Arnar- fjörð. Þegar hér var kornið sögu voiru sum barjnanna farin að heiman, en þeir bræðurnir Páll, Gisli og Teitur hjálparhellur við búskapinn. í yua skilningi er saga Jó- 'hönnu Pálsdóttur mjög á sama veg og fjölda annarra góðra al- þýðukvenna á þessu landi. Hún óx úr grasi meðan enn hélzt sú siðvenja, að konum var varla ætl að annað nám eða þroskaskilyrði en það, sem vinnan og heimil- að gátu í té látið. Þar er að visu skóli, sem allrar virðingar er verður. Hún lffir á manndómsárum sínum þau mestu og hörðustu um brot á sviði atvinnu- og þjóðlhátta sem gerzt bafa með þessari þjóð Breytingar þær og afleiðingar þeirra eru alþjóð kunnar. Meðan þær ganga yfir vann Jóhanna, ásamt manni og sonum, að alefli að bæta jörð að ræktun og húsa- kosti í byggðarlagi, sem óðum var að eyðast. Fjallið ofan við Feigsdal heit- ir Skjöldur, hæst fjalla vestan Arnarfjarðar, við rætur þess bjó hún, sem sjálf reyndist hlíf og skjól fjölmargra, er henni urðu á einhvern hátt samferða eða vandabundnir. Hún var sú, er sízt hefði af hólmi hopað, enda heil og óskipt að hverju, sem hún gekk. Trygglyndi og alúð voru ríkj- andi þættir í skaphöfn Jóhönnu Pálsdóttur. Hjónaband þeirra Kristjáns var einlægt. Börnun- um var hún góð móðir, hlý og óþreytandi í um-hyggju sinni. Hún bar djúpa ást til umhverf- is síns og var einkar elsk að dýr um, sem einnig er aðalsmerki mannvina. Hamingja er að hafa verið samvistum við slika konu. Ég sendi ástvinunum innileg- ar kveðjur, helgaðar minningu Jóhönnu Pálsdóttur. Lífsdrýkk ber að blómi berglind tær af heiði. Lýsir fagur ljómi af liðnu æviskeiði. Óli Þ. Guðbjartson Ný vöru- bifreið frá Volvo YOLVO bifreiðaverksmiðjurnar sænsku eru að hefja framleiðslu á nýrri vörubifreið, sem fengið hefur nafnið L— 4751 Raske Tiptop. Þessi bifreið er fram- byggð, og er með all nýstárlegu 3ja manna stýrishúsi, sem situr á lömum að framan, og má lyfta því með einu handtaki fram á við, þannig að vél, gírkassi og annað gangverk verður jafn að- gengilegt til eftirlits og viðhalds og ef bifreiðin væri óyfirbyggð. Raske Tiptop er með 120 ha. (137 ha. SAE) dieselvél, 5 hraða gírkassa svo og tvískiptu eða ein- 1. des.-hátíð földu drifi. Hemlakerfi er tvöfalt, sér fyrir fram og afturhjól. Raske Tiptop verður framleidd í mismunandi lengdum milli hjóla, til þess að hæfa allri notk- un. Gert er ráð fyrir að framleiðsla þessarar bifreiðar hefjist í janúar 1963. Nýlega hafa Volvo verksmiðj- urnar hafið stórframleiðslu á jeppabifreið. Volvo jeppinn er frambyggður, er gerður fyrir 800 kg. hlassþunga, og er á óvenju stórum hjólum, sem auðvelda allan akstur í ófærð og snjó. Auk þess er sjálfvirkur mismunadrifs lás að aftan, sem eykur að mikl- um mun hæfni bifreiðarinnar í ófærð. Volvo hefur nú fengið eina pöntun á 2.000 slíkum bifreið um frá NATO, sem ákvað þessi kaup eftir langa athugun á öllum tegundum jeppabifreiða, sem á boðstólum eru. Fyrstu bifreið- arnar af þessari gerð eru væntan legar hingað til lands í vetur. Bolungarvík, 10. des. S J ÁLFSTÆÐISK V EN N AFÉ, • LAGIÐ Þuríður sundafyllir minntist að venju 1. des. í félags- heimilinu. Formaður skemmti- nefndar að þessu sin.ú var frú Halldóra Helgadóttir, sem jafn- framt hefir verið formaður fé- lagsins um fjögurra ára skeið. Skemmtunin hófst með því, að frú María Haraldsdóttir, ritari fé- lagsins, setti hana og stjórnaði henni síðan. Því næst flutti Frið- rik Sigurbjörnsson lögreglustjóri minni dagsins og sagði m. a. frá 1... des. 1918, eins og hann leit út í augum samtímamanna. Lagði hann aðaláherzlu á það, að mönn um bæri að minnast afreka og baráttu forfeðra þjóðarinnar allr- ar, því að það væri undirstaða þess, að við eignuðumst minning- ardaga um áfanga í sjálfstæðis- baráttunni. — Þá var leikinn leik þáttur eftir þýzkan höfund, sem nefndist „Hún vildi verða leik- kona“. Leikendur voru tveir, þau Halldóra Helgadóttir og Hallur Sigurbjörnsson. Þættinum var mjög vel fagnað. — Því næst sungu fimm ungar og fallegar stúlkur nokkur lög með gítar- undirleik og fengu ákaft lófa- klapp að launum. — Þá var leik- ið leikritið ,,Á glapstigum" eftir Pál Árdal undir leikstjórn Frið- riks Sigurbjörnssonar. Leikend- ur voru þau Málfríður Guðmunds dóttir, Guðlaug Snorradóttir, Jón Valgeir Guðmundsson Valdimar Ólafsson og Hallur Sigurbjörns- son. Leikritinu var tekið með miklum ágætum, og skemmtu áhorfendur sér mjög vel. — Að lokum var efnt til dansleiks, en Sjálfstæðiskonur seldu rjóma- pönnukökur og kaffi. Jafnframt seldu þær miða í skyndihapp- drætti. — Næsta dag endurtóku þær svo skemmtunina fyrir börn, og var hún mjög vel sótt eins og fyrri daginn. — Félagði hefur alltaf starfað af miklum krafti, og nú í vetur hefur t. d. verið haldið föndurnámskeið á vegum þess, og í ráði er að hafa kennslu í konfektgerð og öðrum jólaundir búningi. — í stjórn félagsins eru Haildóra Helgadóttir, formaður, María Haraldsdóttir, ritari, Sig- rún Bjarnadóttir, gjaldkeri, og Margrét Guðmundsdóttir og Guð munda Pálsdóttir meðstjómend- ur. — Fréttaritari. „Hákarlinn og sardínurnar46 MÁL Oig menning hefur nýlega sent á markaðinn bókina „Há- karlinn og sardínurnar" eftir Juan José Arévalo í þýðingu Hannesar Sigfússonar. Höfundur inn er kunnur stjórnmálamaður frá Mið-Ameríku, var um eitt skeið forseti Guatemala. Hann hefur dvalizt í Venezuela, og þar lauk hann við bókina um hákarlinn og sardínurnar árið 1961. Bókin er hvöss ádeila á af- skipti Bandaríkjanna af mál- efnum Mið- og Suður-Ameríku, og hefur hún verið gefin út víða í ríkjum þessarar heimsálfu og svo í Bandaríkjunum. 6uðrún Jónsdótl' ir frá Gullhúsám ÞAÐ HEFUR löngum tíðkazt, að minnzt sé vina og samferða- manna á lífsleiðinni, er þeir eru horfnir af vettvangi mannlífsins. Oft lesum vér slíkar greinar, sem vekja hjá oss margvíslegar hugs- anir. Með línum þessum langar mig til þess að minnast konu, sem fyrir nokkru er látin, hnigin að árum og farin að heilsu, eftir langan og erilsaman starfsdag. Persónulega var ég ókunnur frú Guðrúnu Jónsdóttur, sá hana aðeins nokkrum sinnum á förn- um vegi. Lýsing mín getur því ekki orðið eins nákvæm og æski- legt væri ,aðeins brotasilfur. Ástvinir hennar hafa tjáð mér, að hún hafi verið ástrík móðir, sem hafi vakað yfir velferð þeirra eins og prýðir sérhverja . góða og göfuga konu. Æviatriði Guðrúnar Jónsdóttur eru í stuttu máli þau, að hún var fædd 11. maí 1886 að Hóls- túni á Snæfjallaströnd. Var hún því 76 ára er hún andaðist. Ung giftist hún Maríasi Jakobssyni! sjómanni. Bjuggu þau yfir 30 ár að Gullhúsám. í hjúskap sín- ] um eignuðust þau 10 börn, 8 þeirra eru á lifi, 2 eru látin. Lézt | Marías 13. marz 1950. Þetta eru ytri drættirnir á lífsferli hennar. Þegar þreyttur og aldurhnig- in einstaklingur eins og hin horfna móðir hefur kvatt ást- vini sína hinztu kveðju, er i raun og veru ekki ástæða til sorgar eða saknaðar, þvi full- vissan um, að hinn látni sam- ferðamaður sé kominn heim héð- an úr umsvifum jarðlífsins; það hlýtur miklu fremur að vekja gleði vora en sorg, ef vér skoð- um umskiptin með kristin sjón- armið í huga. Gátu dauðans fáum vér ekki leyst til fulls hér í lífi, hvort sem vér erum lærð eða fáfróð, því í raun og veru er þar eng- inn öðrum fremri eða ríkari. Aðalatriðið, sem ég vildi gefa til kynna og benda á í þessu sambandi, er, að hér er á bak að sjá mannkostakonu, sem þekkti erfiði lífsbaráttunnar og vissi, að lífið er starf og stríð í stundarheimi. En jafnframt reynd ist hún ástvinum sínum sannur styrkur í lífsbaráttunni. Enginn nema sá, er slíkt reynir, getur lýst því fullkomlega. Hin innri barátta er oftas-t hul- in ytri sjónum vor manna. En vér skulum eigi frekar en hin látna samferðakona láta hug vorn falla, þótt á móti blási. Sorg og gleði fylgja stríði og starfi vor manna. Mitt í skammdegi vetrarins koma jólin til vor með friðar- boðskap sinn friðvana mannkyni til handa. Huggun jólanna á að berast til allra nú og endranær: Óttizt ekki! Og betri ósk á ég ekki syrgj- endunum til handa en að þessi friðarkveðja jólanna berist til þeirra nú, þegar jólin nálgast. Minning merkrar konu verður engin persónusaga, byggð á ætt- arskrám, en af viðkynningu við niðja frú Guðrúnar hér í Reykja- vík, langar mig til þess að þakka góð kynni. Þykist ég af því vita, að hér sé ástrík eiginkona og góð móðir kvödd. Maðurinn sjálf ur er aðalatriðið, því enginn verð ur frægur af forfeðrum einum, ef ekki fylgja mannkostir. Það er eðlilegt að ástvinunum þykji nú tómlegt, þegar þeir horfa á autt sæti húsmóðurinnar. Börnin sakna elskandi móður og barnabörnin horfa til ömmu sinnar með eftirsjá .Mig brestur orð til að lýsa söknuði þeirra. En vér skulum minnast nú í skammdegi vetrarins ljóðs, sem ort var eitt sinn við dánarbeð. Þótt þér finnist dagur dimrnur dýrðleg skulu halda jól. Aftur birtir, aftur lifnar allt það, sem á vetri kól. Hann, sem var frá himni sendur hefur blessað manna ból. Allt, sem visnar vaknar aftur vermt af Drottins hlýju sól. (Þorsteinn skáld Gíslason) R.B. Lnxastigi um Brúafossa í Laxá BJARTMAR Guðmundsson hefur lagt fram tillagu til þingsálykt- unar á Alþingi um, að rikis- stjórnin láti gera athugun á að- stöðu til að gera fiskveg (laxa- stiga) upp .yfir Brúafossa í Laxá í Þingeyjarsýslu.- Jafn- framt felur Alþingi henni að láta gera þar fiskvag, ef ráðlegt þykir að áliti manná, er sér- fræðiþekkingu hafa í þessu efni. Ein allra bezta laxá á landi hér í greinargerð tihögunnar segir svo m. a.: Laxá er ein allra bezta laxá á landi hér. En Brúafossar eru ekki laxgengir og Laxá ofan fossa, þ. e. í Laxárdal, því lax- laus með öllu. En áin þar hefur að bjóða sömu skilyrði fyrir fisk og eru fyrir neðan fossana. Ef lax kæmist upp fyrir fossana, á hann greiðan gang alla leið upp í Mývatn, sem er bezta fiskivatn á landinu. Mikill hugur er nú í þeim mönnum, sem veiðirétt eiga í Laxá, að vinna að því að auka laxgöngu í ána með því að sleppa í hana aliseiðum. Af þess konar starfsemi má mikils vænta bæði í Laxá og ótal öðrum veiði- vötnum, ef vel er að unnið, og virðast möguleikar í þá átt lítt takmarkaðir Vera má, að örðugt reynist . ð gera laxgengt upp yfir Brúafossa vegna mannvirkja í ánni í sam- bandi við Laxárvirkjun. En : ilf- sagt er að athuga það vandlega, og að óathuguðu máli verður að álíta, að það sé kleift. Laxá fyrir neðan fossa er nú leigð til stangveiða og er mjög eftirsótt sem slík, bæði af inn- lendum mönnum og erlendum. Laxá í Laxárdal mundi að lík- indum geta orðið álíka eftirsótt veiðiá. ef takast mætti að gera færa leið fyrir fisk upp fyrir f ossana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.