Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1962 Forseti íslandi Alkirkjuráðsins sendir jólakveðjur Þessi mynd er af altarl jólakapellunnar í Oberndorf i Salzburg, þar sem jólasálmurinn „Heims um ból“ var sunginn í fyrsta sinn á jólakvöld árið 1818. Aðstoðarprestur kirkj- unnar, Joseph Mohr, gerði textann en organistinn og kennarinn Franz Xaver Gruber lagið. Altarið á myndinni er skreytt fyrir jólahátíðina sem fer í hönd. Mbl ræðir við dr. Franklin Clark Fry MORGUN’BLAÐIÐ hefur átt símtal við dr. Franklin Clark Fry, forseta Lútiherska heims sambandsins og Alkirkjuráðs ins sem hefur aðsetur sitt í New York borg. Forseti heimssam/bandsins sendi íslenzku þjóðinni eftir- farandi jólaboðskap: „Megi hinn nýborni konung ur, stjarnanna skínandi, morg unstjarnan, skána yfir kirkju yðax og land“. Blaðið raeddi við dr. Fry um stund og kom eftirfarandi m.a. fram í viðtalinu: — Þér hafið komið til ís- lands. Hvenaer var það? — Ég var á íslandi árið 1959 við vígslu núverandi biskups, herra Sigurbjörns Einarssonar. — Er í ráði hjá yður að beimsækja ísland á næstimni? — Nei, en ég vona að kom- ast til íslands aftur, þótt ég hafi ekki um það neinar á- kveðnar ráðagerðir. — Lútherska heimssam- bandið mun 'halda þing næeta sumar, er það ekki rétt? — Jú. Þingið verður hald- ið í Helsingfors. Viðfangsefni þingsins verður „Kristur í dag“ og ennfremur verður rætt um efnið „Réttlæting fyrir nútíma manninn". Um skipulag samtaka vorra verð ur einnig rætt. Forseti Finn- lands mun heimsækja þingið. — Hversu lengi mun þing- ið standa yfir? — Um tvær vikur. — Það verður þá ekki jafn langt og kirkjuþingið í Róm? — Nei, nei, nei. Það er af og frá. —Hvað segið þér um kirkju þing katólskra? — Það er enn of snemmt að ræða um það. Andinn, sem 'þar ríkir hefur gefið mjög góðar vonir, en við bíðum ennþá eftir áþreifanlegum ár- angri . — Eygið þér nokkra von fyrir sameiningu kristinna manna? — Ég eygi von um aukinn skilning, vináttu og sáttfýsi manna, en það er ekki útlit fyrir skjótt samkomulag um kenningar. Að lokum bað dr. Frank Clark Fry fyrir kveðjur til Ásmundar Guðmundssonar, fyrrv. biskups ,og allra hinna mörgu vina sinna á íslandi. Dr. Franklin Clark Fry ex iandsieikir í fótbolta næsta ár? Alþjóða Olympíimefndin hefur beðið alþjóða knattspyrnusam- bandið FIFA að annast um og ábyrgjast knattspymukeppni Ol- ympíuleikanna í Tokíó, þar sem þegar hafa borizt þátttökutilkynn ingar frá nær 4 sinnum fleiri þjóðum en þeim, er komast til Tokió til úrslitakeppninnar. Segir Politiken frá þessu í fyrradag og segir að þegar sé stofnsctt sér- stök framkvæmdanefnd í málinu. Þessi framkvæmdanefnd kem- ur s&man til fundar í Kairo 26.— 27. jan. n.fe og mun þá ákveða SigurðurBjarna- son kominn heim SIGURÐUR Bjamason, ritstjóri, kom heim með Loftleiðaflugvél í gærmorgun, en hann hefir sem kunnugt er setið Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna undanfarn- ar vikur. Jólabögglar verða af- greiddir í dag BÖGGLAPÓSTSTOFAN í Hafn- adhvoli og Póstfhúsið að Lang- holtsveg 62 verða opin í dag, 1 sunnudag, frá kl. 9 fjh. til kl. 2 síðdegis, vegna jólaböggla ut- , an af landL Fólk getur sótt böggla sína á þessum tíma, en ekki er ætlazt til, að fólk komi með póst. Ofsaveður á Akureyri Akureyri, 22. des. OFSAVEÐUR af suðri hefur gengið yfir Akureyri og Eyja- fjörð í nótt og dag. Miklar símatruflanir hafa orð- ið í kringum Akureyri og raf- magnslaust varð þar um kl. 11 í morgun en rafmagn er nú kom- ið á nokkur hverfi bæjarins. Allar flugsamgöngur liggja niðri og bifreiðar eiga mjög erf- itt með að aka svellaða vegi. Ekki er þó kunnugt um slys. Veðurofsinn er svo mikill, að sjórinn þyrlast í 10 metna hæð af Pollinum. Vindmælirinn á flug vellinum, sem mælt getur 10 vindstig, stóð á botni í hviðun- um. Hitinn er um 8 stig og úrhellis- rigning — St. E. Sig. riðlaskiptingu í undankeppninnL Meðal nefndarmanna er Ebbe Schwartz formaður danska knatt spyrnusambandsins. Politiken telur að mestar lík ur séu fyrir að löndum verði rað að í riðla eftir hnattlegu og verði 4 lönd í hverjum. Þar sem aðeins þrjú Norðurlandanna hafa til- kynnt þátttöku, ísland, Danmörk og Svíþjóð telur blaðið að þau verði saman í riðli ásamt annað hvort Hollandi eða V-Þýzkalandi. Blaðið bætir því við að þar sem þeir sem þátt tóku í heimsmeist- arakeppninni í Chile (undan- keppni meðatalin) mega ekki taka þátt í Olympíuleikum, þá munu Danir hafa mikla mögu- leika til að vinna riðilinn og komast til Tokíó í úrslitakeppni 16 landa. Ef getgátur blaðsins um riðla skiptin reynast réttar þýðir þessi ákvörðun 6 landsleiki fyrir Is- land, þrjá á heimavelli og 3 úti i löndum. Allir verða þeir að fara fram á næsta ári. Þetta er í annað sinn, sem ís- land er með í Olympíukeppni. Síðast hafnaði ísland í 2. sæti I riðli með Dönum og Norðmönn- um — og náði m.a. jafntefli við Dani í Kaupmannahöfn, en Danir unnu síðan silfurverðlaun í Róm. Væntanlega hefst þegar undir- búningur imdir keppnina næsta ár, því vel má halda á spöðunum ef árangur á að fást. Forsíðu- | myndin j FORSÍÐUMYND Morgun- I blaðsins í dag er af hinni nýju Kópavogrskirkju, sem vígð var sunnudaginn 16. desember. Ljósmyndari Morgunblaðs ins, Ólafur K. Magnússon, tók myndina. Erindi uni Magnús Stephensen HINN 27. des. nk. eru 200 ár Uðin frá fæðingu Magnúsar Step hensens dómstjóra. I tilefni þess verður haldinn fundur í Lög- fræðingafélagi íslands fimmtu- daginn 27. des. kl. 17,30 í L kennslustofu Háskóla íslands. Þar flytur dr. jurist Þórður Eyj- ólfsson, hæstaréttardómari, er- indi um Magnús Stephensen. í GÆRMORGUN var suðlæg isrigning á V-!andi. Hæð var átt og hlýindi um allt land. — yfir Vestur-Evrópu, víðast Vindhæð var mikil á vestan- heiðskírt og hiti um frost- verðu landinu, einna mest mark á Englandi en kaldara vestan til á Norðurlandi. — Á á meginlandinu. NA-landi var þurrt en úrhell-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.