Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1962 Vitnaskylda blaðamanna Kaupmannahöfn, 20. desember — NTB: SÉRSTÖK nefnd hef- ur að undanförrau setið hér á rökstólum, til að ræða vitna skyldu blaðamanna, vegna skrifa, og heimildarmanna að fréttum. Fallist löggjafar á niðurstöð ur nefndarinnar, munu blaða- menn, fréttaritarar og þeir er rita sérstakar greinar í k blöðin, verða leystir undan / vitnaskyldu, nema í sérstök-’ um málum, þar sem það er einnig í þágu blaðanna að upplýsa þau. 9kv. núverandi löggjöf eru það aðeins ritstjórar og full- trúar þeirra á blöðunum, sem eru undanskyldir vitnaiskyldu — og þá aðeins í einstökum tilfellum, en blaðamenn og * fréttaritarar eru háðir henni. Kemur það fram í skýrslu nefradarinnar, að hún aðhyll- ist þá skoðun, að þvi aðeins, sem um sé að ræða afbrota- mál, er varðað geta harðri refsingu, eða brot á þagnar- skyldu opinberra starfsmanna ákuK þeir, er í blöðin rita, bera vitni, þ.e. upplýsa heim- ildir. HANSA-skrifborð HANSA-billur eru frá: HANSAtl Laugavegi 176. Simi 3-52-52. Stdr skriða fél viðStaupastein UM klukkan 10 í gærmorgun féll mikil skriða á veginn í Hvalfirði á móts við Staupastein, en aðal- skriðan var austan megin við steininn. Nokkrar smærri skriður féllu á svipuðum slóðum. Aðalskriðan var að sögn Vega málastjómarinnar um 3 metrar á hæð og 15 metrar á breidd. Margir bílar biðu báðu megin við skriðuna til að komast leið- ar sinnar m. a. Norðurleiðavagn- inn að sunnan. Akranesvagninn slapp nokkru áður en skriðan féll. rj jórir iimbrots- þjófar handteknir RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavík hefur haft hendur í hári fjögurra manna, sem fram ið hafa nokkur innbrot og þjófn aði nú I mánuðinum. Sitja tveir mannanna í varðhaldi. 7. desember sl var brotizt inn í íbúð á Hverfisgötu og stolið 3000 kr. í peningum. Sl. þriðju- dags'kvöld var brotizt inn í her- bergi á Laugavegi og stolið þar 5,400 krónum í sparimerkjum, sem tvær systur, sem í herberg- inu búa, áttu. Sama kvöld var brotizt inn í Mtið íbúðarhús við Sölvhólsgötu og stolið þaðan kindabyssu og rakvél. — Fjórir menn voru við þjófnaði þessa riðnir, þó aðeins einn þeirra við fyrsta innbrotið, á Hverfisgötu. — Sparimerkin, byssan og rak- vélin hafa fundizt, en reyðufé höfðu þjófatnir eitt öllu. Tveir þeirra sitja í varðhaldi. Vegamálastjórnin sendi strax af stað stóra bifreið með mokst urstæki og veghefil. Ennfremur var ýta send á staðinn og nokkru síðar önnur stór ýta. Bílalestin mun hafa komizt í gegn á þriðja tímanum í gærdag. Þegar það spurðist, að vegurinn væri aftur fær kom straumur bíla á norðurleið frá Reykjavík. Myndin var tekinn um kl. 3 í gærdag af Sv. Þ., þegar bifreið var að fara gegn um eina skrið una. Smurt brauð Snittur cocktailsnittur Canape Seljum smurt brauð fyrir stærri og minni veizlur. — Sendum heim. RAUÐA MYLLAN Laugavegi 22. — Sími 13523. Kaup og Sala Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. 0. Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. Sæsímiim reynd- ur 28. desember GERT er ráð fyrir, að hinn 28. desember n.k. verði opnað reynzlusamband fyrir alþjóða flugfjarskiptaþjónustuna um nýja sæsímann (ICECEN) sem liggur um Grænlarad til Ný fundnaiands. Felur það í sér eina talrás og 4 fjarritarásir, Hins vegar verði formieg við- skipti um sæsímann ekki tekin upp fyrr en einhvern tíma í jan- úar. (Frétt frá Póst- og síma- máiastjórninni). izt eldinn! MORGUNBLAÐIÐ sneri sér fyrir skömmu til Gunnars Sigurðssonar, varaslökkviliðs- stjóra, og bað hann að skýra •f.rá helztu orsökum bruna um jól og nýjár og með hverj- um hætti megi draga úr þeim. — Jólakörfur eru nú seld- ar 1 verzlunum, sagði Gunn- ar, þær eru margar mjög fallegar og eru auk blóma, prýddar ýmsum hlutum, sem minna sérstaklega á jólin, svo sem kertum. Er ekki nema gott um það að segja, en fólk verður að gæta þess að kveikja ekki á kertunum í körfunum sjálfum, heldur koma þeim fyrir í stjökum. Það sést á því, hvernig kert- unum er komið fyrir í körf- unum, að þar muni ekki eiga að brenna þau. Þeim er venju lega stungið á ská niður á milli grenihríslna, og fleiri eldfimra hluta, svo nærri má geta hvernig fara mundi, ef af þeim væri litið brennandi. Við spyrjum nú Gunnar, hvert algengt sé, að í kvikni, vegna óaðgætni af þessu tagi. — Já, það er mjög algengt, þótt sjaldnar sé kallað í okk- ur. Oftast tekst að ráða nið- urlögum eldsins áður en stór- bruni verður. Tryggingafélög- in verða hins vegar meira vör við þessa smábruna, þar sem fólk kemur með ýmsar bóta- kröfur til félaganna fyrir þá. — Það er fleira, sem til- heyrir jólunum, er varast ber, t. *d. kertastjakar úr tré. Þeir eru víða seldir í verzlunum, en mér þykja þeir lítt fallnir til notkunar. Ég var að lesa aðalgreinina í „Mot brann“, tímariti Norska brunvarna- félagsins, og hún fjallar ein- mitt um hættuna af kerta- stjökum úr tré, pappa og öðr- um eldfimum efnum. Urðu á síðasta ári 198 brunar af völd- um slíkra stjaka. Kennarar hér hafa mér vitanlega látið nemendur sinasmíðatré-kerta stjaka og síðan bannað þeim að nota þá.‘ Slíkt tel ég mjög varhugavert; að kenna eitt- hvað og banna það svo. — Svo eru það jólatrén. Sem betur fer er nú orðið sjaldgæft, að notuð séu óbirgð ljós á þau, en það þekkist þó enn. Fólk ætti að varast, að staðsetja jólatré við útgöngu- dyr, svo að hægt sé að kom- ast út úr herberginu, ef eld- ur kemur upp í trénu. — Algeng orsök bruna er sú, að smábörn nái í eldfæri, ekki sízt um jólin. Verður aldrei nógu vel brýnt fyrir húsmæðrum að láta eldspýtur ekki liggja á glámbekk. í hverju eldhúsi ætti að vera að minnsta kosti einn læstur skápur, til þess að geyma þá hluti, sem smábörn mega ekki ná til. — Alltaf er nauðsynlegt að hafa ný öryggi til taks, ef þau gömlu bila. Um jólin eykst mjög notkun rafmagns og því miklu meiri hætta á, að slíkt komi fyrir. Það er því miður algengt ,að fólk taki sjálft að sér viðgerð ónýtu öryggjanna. Slíkt er auðvitað hin mesta fásinna og stórhættulegt. Hafa af þessum „viðgerðum“ hlot- izt margir brunar, smáir og stórir. Man ég til dæmis eftir manni nokkrum, sem notaði nagla í stað öryggis. Hann á ekkert hús lengur. Vil ég því leggja á það ríka áherzlu að nota aldrei fölsk öryggi eða stækka þau. — Ef eldur brýst út, er mjög mikilsvert að vita hvað gera skal. Fyrst ber náttúr- lega að bjarga út fólki, síðan að hringja í Slökkvdliðið (sími: 11100), reyna þá að slökkva eldinn, og ef það tekst ekki, má gera ráðstaf- anir til að hefta útbreiðslu hans með því að loka glugg- um og hurðum. Séu kertaljós á jólatré, er sjálfsögð varúð- arráðstöfun að hafa við hend- ina teppi og vatnsfötu. Ef kviknar í trénu, skal teppinu fyrst fleygt yfir það og skvett á það úr fötunni hálfri, en af- ganginum síðar — hefur það meiri áhrif, en að nota allt vatnið í einu. Á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld verður slökkvi- liðsvaktin aukin um 4 menn, þannig að á henni er þá alls 13. Hafa sótt um alþjóðaeinka- leyfi d nytsömum smóhlut Hafa sótt uim alþjóða........22 HERO lesgrind nefnist nýjung sem ætluð er till að létta mönn- uim margvísleg stönf. Er hér u/m að ræða grind, sem ti'lvalin er Nýlega gerðu hjónin Þórunn Jóhannsdóttir og Vladimir Asjkenazi sér ferð inn í Sindra og festu þar kaup á þremur Sindrastólum, sem þau hyggjast senda til Leningrad og sækja þá síðan þangað frá Moskvu. Myndin var tekin er þau reyndu stólana. Pétur Pétursson var í fylgd með þeim og situr hann lengst til hægrL tffl að láta bsekur eða blöð hvffla á, hvort heldiur menn sitja við borð við skriftir eða náim, eða liggja uppi í nimi og láta bug- ann reika við lestur góðrar bók- £ir. Tveir feðgar hér í bæ, bafa fært þessa nýjung í þann bún- ing, sem hiún er nú komin á markaðinn í, en buigmyndina fengu þeir er þeir sáu í verzlun erlendiiis sænskt áhald þessu líkt sem var í mörgu ábótavant. Þeir feðgar, Sigurður og Rólf Markan, telja þetta áhaid vera þeirra sjálfstæðu uppfdnning, og bafa þegar sótt úm alþjóðlegt einikaleyfi á smíðisgripnum. Feðgarnir benda séristaklega á þá kosti lesgrindarinnar, að hún mun auðvelda námsfólki að hafa ytfinsýn yfir verfcefni sín, enda þekfci alilir hvernig böm við nám leitast við að halíla bófcum sínum með því að hlaða undir þær. Ennfremur er þetta af- bragð til að hafa á forskrift og riss vélritara eða símaskrá þeirra sem mikið þurfa hennar við. Og síðast en ekfci sízt má nefna aðaltilgang hennar: að losa menn við halda á þungri bók sem þeir lesa liggjandi uppi í rúani. Söluumboð fyrir lesgrindina hefur bófcabúð Máls og menn- ingar að Laugavegi 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.