Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. des. 1982 MORGV'NBLAÐIÐ 11 undiribúa jólasönginn, bví að mikið er sungið að Sóliheim- xun, þegar jólasveinninn kem- ur með sleðann sinn og allar jólagjafirnar. I>á er mikið um dýrðir. Allt frá því kveikt er á fyrsta kertinu í aðventu- kransinum ríkir tilhlökkunin á þessum stað. Jólabaksturinn er mikil viðhöfn, sem flestir eða allir taka þátt í undir leið sögn hinnar elskulegu hús- freyju Sesselju Sigmundsdótt- ur, er á þessum stað hefur unnið í kyrrþey sitt mikla starf. Piltar og stúlkur kepp- ast við að búa til jólaskreyt- ingar og jólaleikritið er aeft af kappi. Allir leggjast á eitt um að gera jólin að hátíð friðar og gleði. Kristín Pétursdóttir M að dyrum hjá stöðvarstjóran- um Pétri Aðalsteinssyni og konu hans Dagmar Helgadótt- ur. Jólin voru reyndar þegar komin í húsið, því að yngri toörnin tvö Aðalsteinn Helgi og Petrína Kristin voru rétt að koma heim í jólaleyfi úr ekólanum, hann frá Lauga- vatni hún frá Reykjavík. Tvær «ldri dæturnar, Hrönn og Hall gerður eru giftar og flognar úr hreiðrinu. Allt var glamp- andi hreint. Húsmóðirin var að leggja síðustu hönd á jóla- sauminn og börnin tvö að pakka inn jólagjöfum. Kaffi- ilm lagði úr eldhúsinu, hús- bóndinn var að renna á könn- una. I Pétur Aðalsteinsson hefur verið hér í 22 ár og kona hans í 19 ár — og þau segjast kunna harla vel við sig. Eftir börnin í rafstöðvarbyggingun- um öllum og um áramót er haldin sameiginleg skemmtun fyrir fullorðna fólkið í mötu- neytinu á írafossi. Við kveðjum þetta litla sam félag, kveðjum börnin litlu, sem velta sér í snjónum og renna sér á hjarninu. Landið er hvítt og kalt og rökkrið að síga yfir. hegar við göngum að skóla- húsinu að Sóliheimum í Gríms nesi berst út til okkar söng- ur: „Ó hve dýrðlegt er að sjá alstirnd himins festing blá.. J>egar við komum að Mið- Engi er orðið dimmt. Færð- in er ekki góð, hálka á veg- unum og svartaél af og til. í>að er notalegt að koma í 'hlýjuna í eldhúsinu hjá mæðg unum á Mið-Engi, Halldóru Guðmundssdóttur og Helgu Benediktsdóttur, sem eru rétt að Ijúka við baksturinn. — Við erum víst heldur í seinna lagi með jólabakstur- inn, segir Helga, — en þrjár dætur mínar voru að heim- an í skólum og við máttum helzt ekkert gera fyrr en þær væru komnar heim í jólafríið, — sízt máttu þær missa af laufabrauðinu. — Er ekki annars venja að Halldóra Guðmundsdóttir og Helga Benediktsdóttir að okkur fannst, við horfðum á þetta færast hér austur um allar sveitir og máttum bíða í fimmtán ár eftir því að lagt að börnin komust á legg fam (þau oftar til Reykjavíkur og finnst þau hvergi vera bund- án. í þessari litlu, afskekktu, byggð heldur hver fjölskylda sín jól á sínu heimili, heimilis feðumir standa sínar vaktir eins og venja er, en sá er xnunurinn að þeir eru aldrei langt fjarri heimilinu. Hald- in er jólatrésskemmtun fyrir Okkur ber að garði í miðj- um söngtíma. Við hljóðfærið situr Ingibjörg Blöndal, söng- kennari og stjórnar söng 25 pilta og stúlkna. í loftinu eru greniskreytingar og greinar á veggjum, mislitir skermar á ljósum og kertaljós hvarvetna. Jólaskraut búið til af nem- endunum prýðir hvern krók og kima. Þarna er verið að fc-.ý^xýx-xó::::::::^ Petrina Kristin og Aðalsteinn Helgi skera laufabrauð nokkuð snemma? — Jú, það er nú víst rétt, — annars er ég enginn snill- ingur í laufabrauðskurði, seg- ir Helga og hlær við. — Hvar eru dæturnar í skólum? — Halldóra er í húsmæðra- skóla að Laugavatni, og Val- gerður þar í gagnfræðaskóla og sú þriðja, Kristín, sem er tíu ára, er í barnaskóla. Fjórða dóttirin, Þórunn, er 13 ára og les heima í vetur, námsefni 1. bekkjar í gagnfræðaskóla. — Hvernig haldið þið jól- in — er farið í kirkju? — Ja, oftast er nú farið í kirkju að Búrfelli einhvern jóladagana, en hér er prest- laust í kallinu eins og er og hefur verið svo í tvö ár a.m.k. en forfallaprestuur frá Sel- fossi messar. Halldóra Guðmundsdóttir er ættuð frá Valdastöðum í Kjós, en flutti að Mið-Engi með manni sínum, Benedikt Einarssyni, fyrir 23 árum. — Hafa ekki orðið miklar breytingar á jólahaldi á þess- um árum, Halldóra? — Jú, mikil lifandis ósköp. Það hefur margt breytzt. — þó ekki væri annað en raf- magnið. Hér áður fyrr var aðal eldiviðurinn hris úr hraun inu og maður varð að standa allan daginn við að snúa sam- an hrís og brenna, þetta hvarf jafnan í logann á svipstundu. Og þó þurftum við að bíða býsna lengi eftir rafmagninu, yrði hingað. En sveitin er dreifbýl og nú er þetta allt breytt, — og senn komin jól á ný. Pétur Aðalsteinsson Þórunn Þórhallsdóttir t.h. og Stella Aðalsteinsdóttir t.v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.