Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 14
14 MORGUIS BL AÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1962 Tilkynniog frtí bönkunum Vegna vaxtareiknings verða sparisjóðsdeildir bank- anna í Reykjavík lokaðar laugardaginn 29. desem- ber og mánudaginn 31. desember 1962. Auk þess verða afgreiðslur aðalbankanna og úti- búanna í Reykjavík lokaðar miðvikudaginn 2. janú- ar 1963. Athygli skal vakin á því, að víxlar, sem falla í gjalddaga laugardaginn 29. desember og sunnu- daginn 30. desember, verða afsagðir mánudaginn 31. desember, séu þeir eigi greiddir fyrir lokunar- tíma bankanna þann dag (kl. 12 á hádegi). Landsbanki Islands Búnaðarbanki Islands Dtvegsbanki íslands Iðnaðarbanki íslands h.f. Verzlunarbanki Islands h.f. Móðir okkar og tengdamóðir INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR VALBERG frá Minni-Mástungu, lézt að Landasspítalnum 22. desember. Adolf Valberg, Samúel Valberg, Karólína Valberg, Guðný Valberg. Móðir okkar GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR andaðist að heimili sínu Mundakoti Eyrarbakka 20. þessa mánaðar. Sigrún Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Magnús Guðjónsson, Ólafur Guðjónsson. Eiginmaður minn JÓN BERGÞÓRSSON Hlíðarbraut 10, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 27. des. kl. 2 e. h. Jóna Ágústsdóttir, börn og tengdabörn. Eiginmaður minn SIGURÐUR E. HLÍÐAR fyrrv. yfirdýralæknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl. 10,30 f. h. föstudaginn hinn 28. des. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Hlíðar. Faðir okkar EIRÍKUR ÁSGRÍMSSON skipasmiður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 27. desember kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afbeðin. Sigurgeir Eiríksson, Haraldur Eiríksson, Ása Eiríksdóttir. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar VIÐARS Þuríður Björnsdóttir, Andrés Kr. Hansson. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vinsemd vjð andlát og jarðarför sonar míns GUÐMUNDAR H. B. MAGNÚSSONAR. Anna Aradóttir. Hjartans þakklæti til allra, nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð, vináttu og virðingu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR, Rauðagerði 16. Jóna Árnadóttir. Birgir Magnússon, Birna Ögmundsdóttir, Árni Freyr Magnússon, Soffía Jónsdóttir, Ingvi Hrafn Magnússon, Stefán Örn Magnússon og barnaböm. Björn Sveinsson bókari - Minning HANN andaðist föstudaginn 14 desember s.l. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni viku síðar. Undanfarin ár átti Bjöm við vanheiisu að stríða og síðastliðið eitt og hálft ár lá hann rúmfastur. Björn Sveinsson var fæddur í Stykkishólmi 20. ágúst 1882. For- eldrar hans voru sæmdarhjónin Sveinn Jónsson snikkari og Guð- rún Björnsdóttir. Sveinn faðir Bjöms var albróðir Björns ráð- herra. Þeir voru komnir af hinni þekktu Djúpadalsætt. Móðir hans Guðrún var af merkum norð- lenzkum bændaættum. Hann óust upp á góðu heimili Undir handleiðslu góðra foreldra og í hópi glaðværra systkina mót Skrifstofumaður vanur bókhaldi óskast að stóm fyrirtæki út á landi. Góð laun. Umsóknir með upplýsingiun um fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt „Bókhald — 3145“ fyrir 29. desember. Dansk Julegudstjeneste afholdes i Domkirken 1. Juledag kl. 2 Em. Ordinationsbiskop, Dr. teol Bjarni Jónsson, prædiker. Ved Orgelet Dr. Páll Isólfsson. — Alle velkomne. Det Danske Selskab i Reykjavík. Frá Stálstólum BRAUTARHOLTI 4. Nú eru síðustu forvöð að fá stálhúsgögn fyrir jóL Höfum 15 sett af krómuðum eldhússtálhúsgögnum sem verða tekin upp í dag. — Fáein sett ólofuð. Seljum einnig straubretti á kr. 350.00 og innlenda kolla á kr. 150.00 meðan birgðir endast. Blómagrindum á kr. 340.00 og símaborð á kr. 685.00. Ath. hversu verðið er hagstætt. STÁLSTÓLAR Brautarholti 4, 2. hæð. aðist þessi óvenjulega prúði og glæsilegi maður. Systkini hans voru móðir mín Kristín Möller sem andaðist árið 1925, frú Asta Sveinsdóttir og Baldur Sveinsson bankafulltrúi hjá Útvegsbankanum. Um aldamótin fluttist Bjöm til Reykjavíkur til föðurbróður síns Björns Jónsson ritstjóra ísafold- ar, og hóf nám í bókbandsiðn. Síðar fór hann til Kaupmanna- hafnar til framhaldsnáms. Er hann kom til íslands aftur beind- ist hugur Björns meir að verzl- unarstörfum sem urðu hans ævi- stÖrf. Fór hann nú til Stykkis- hólms starfaði þar nokkur ár við verzlunarstörf. Frá Stykkishólmi fluttist hann til Eskifjarðar og starfaði þar sem sýsluskrifari hjá sýslumönnunum Guðmundi Egg- erz og Magnúsi Gíslasyni en með þeim tókst mikil vinátta sem aldrei féll skuggi á. Árið 1916 fluttist Björn til Reykjavíkur og bjó síðan þar til æviloka. Starfaði hann hjá Eim- skipafélagi íslands h.f. síðar við verzlunarstörf, lengst sem bókari hjá Olíufélaginu Shell h.f., en sið- ustu árin og á meðan heilsan leyfði hjá Heildverzlun Sverris Bernhöft h.f. Sá stóri hópur manna sem í gegnum árin störf- Hiigstæðir afborgunarskilmálar 5 ára ábyrgð SNORRABRAUT 44 - SfMI 16242 uðu með eða undir stjórn Björns minnist að þar fór drengur góð- ur, traustur og hógvær. Prúð- mennskan brást honum aldreL Þeim fækkar nú óðum aldamóta- mönnunum sem allt tii síðustu ára settu svip á Reykjavíkurborg. Hinn 7. júlí 1916 kvæntist Bjöm eftirlifandi eiginkonu sinni Ólafíu Bjarnadóttur Jakobssonar snikkara og konu hans Sólveigar Ólafsdótturl jósmóður. Ólafía missti foreldra sína ung að aldri og ólst upp á heimili Bernhöfta tannlæknis. Hún er hin ágætasta kona er reyndist manni sínum ástkær og traustur förunautur. Bjó hún eiginmanni og sonum fallegt og gott heimili þekkt fyrir myndarskap og gestrisni. Þau eignuðust þrjá syni sem allir eru dugandi menn sem fetað hafa í fótspor góðs föður, Sveinn stórkaupmaður, giftur Kristínu Ingvarsdóttur Guðjónssonarí heit ins útgerðarmanns, Bjarni for- stjóri giftur Kristjönu Brynjólfs- dóttur Jóhannessonar leikara og Guðmundur Kristinn bókari hjá Flugfélagi fslands h.f. Þeir for- eldrar sem eiga því láni að fagna að eignast mannvænleg og góð böm, tengdabörn og barnabörn hafa öðlazt mikla hamingju. Hjónaband þeirra Björns og Ólafíu var mjög gott. í veikindum og sorg studdu þau hvort annað. Á stund gleð- innar voru þau samhentir þátt- takendur. Björn tók þátt í ýmsum félags- störfum en mestu ástfóstri muu hann hafa tekið við Oddfellow- regluna en þar starfaði hann f rúm 40 ár. Hann var söngmaður og söngelskur, glaðvær í vina- hóp, en hógvær og ávallt virðu- legur. Aldrei heyrði ég hann tala illa um aðra. Hann var mjög trú- aður maður. Hann vissi að ham- ingjuna er fyrst og fremst að finna hið innra með hverjum manni. Megi fagrar og góðar minn- ingar styrkja eftirlifandi ástvinl í sorg þeirra og góður Guð gefa honum og ástvinum hans ljói og jólafrið. Óttarr Möller. ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.