Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. des. 1962
MORCVISBLAÐIÐ
3
f
r
Bjðm Júlíusson hafinn á
loft til þess að skipta um
peru.
aðra daga. Þeir sjá svo um, að
við getum haft kveikt á jóia-
ljósunum, eldað mikinn og
góðan mat og drukkið allt það
kaffi, sem okkur lystir.
Við Sogsfossa búa um eitt
hundrað manns allt árið, en
auk þess er aðkomufólk á
sumrin. Pétur Aðalsteinsson
stöðvarstjóri sagði okkur, að
tímavinnumenn færu allir í
burtu skömmu fyrir jólin og
kæmu ekki aftur fyrr en eftir
nýjár. í rafstöðinni hittum við
fyrir nokkra þeirra manna,
sem verða á vöktum í stöðinni
á jól unum.
Við komu inn í vélasalinn
í þann mund, sem rafvirkja-
meistarinn við Sogsfossa,
Þeir sjá um að Ijósin
slökkni ekki á jólunum
Vélstjórarnir Páll Jónsson og Sigurjón Guðjónsson.
ALLIR vélstjórarnir 16 að
tölu, sem vinna við rafstöðv-
arnar þrjár við Sogsfossa, íra
foss-stöð, Ljósafoss-stöð og
Steingríms-stöð, era í hópi
þeirra, sem verða að gegna
sinni vinnu á jólunum, sem
Björn Júlíusson stígur upp á
pall og er hífður upp með
stórum krana, er borið getur
75 lesta þunga. Það er hálf-
hrikalegt að horfa á manninn
þarna og við eigum von á, að
einhver meiriháttar aðgerð
standi fyrir dyrum. En þegar
til kemur er erindi rafvirkja-
meistarans að skipta um peru
í flúorecentlampa á veggnum.
Og það tekur sinn tíma, svo
að við vindum okkur að því
að tala við fyrsta vaktmann-
inn.
• Björn Líndal, vélstjóri
situr við skrifborð fyrir fram-
an alls kyns mæla og má lítt
eða ekki af þeim líta og þar
mun hann sitja á Jólakvöld.
Björn býr hér með konu sinni
og fjórum bömum á aldrinum
6—12 ára. Hann hefur búið
hér í níu ár og líkar sæmilega,
finnst félagslífið heldur í dauf
ara lagi.
— Við höldum þorrablót,
áramótaskemmtun og förum í
ferðalag einu sinni á sumri
hverju, en ella er lítið félags-
líf hér.
— Hvað gerið þið í tóm-
stundum ykkar?
— O, hitt og þetta, sumir
hafa hænsnakofa, sumir
stunda veiðar, aðrir smíða eitt
og annað, dytta að ýmsu fyrir
bændurna — það er alltaf nóg
hægt að gera.
— Farið þið oft til Reykja-
víkur?
— Já sérstaklega svona
fyrir jólin.
• Páll Jónsson hefur unn-
ið við írafosstöðina í tvö ár,
hann er einnig fjölskyldumað-
ur á tvö börn. Hann verður
einnig á vakt á jólakvöldið.
Páll kveðst teljast til þess hóps
íbúanna, sem stundar veiðar,
— rjúpnaveiðar að vetrinum
og silungsveiðar á sumrin, og
honum fellur vel vistin við
írafosstöð.
• Loks hittum við að máli
Framh. á bls. 23.
Björa Líndal, vélstjóri.
Sr. Jónas Gíslason:
Guð gerist maður
„En t>að bar til um þessar mund
ir, að boð kom frá Ágústusi keisara
um að skrásetja skyldi alia heims
byggðina. Þetta var fyrsta skrásetn
ingin, er gjörð var, þá er Kýreníus
var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru
þá allir ‘il að láta skrásetja sig,
hver til sinnar borgar. Fór þá
einnig Jósef úr Galíleu frá borg-
inni Nazaret upp til Júdeu til borg-
ar Davíðs, sem heitir Betlehem,
því að hann var af húsi og kyn-
þætti Davíðs, til þess að skrásetja
sig, ásamt Maríu, heitkonu sinni,
sem þá var þunguð. En á meðan
þau dvöldust þar, kom að því, að
hún skyldi verða léttari. Fæddi
hún þá son sinn frumgetinn, vafði
hann reifum og lagði hann í jötu,
af því að það var eigi rúm fyrir
þau 1 gistthúsinu. Og í þeirri
byggð voru fjárhirðar úti í haga
og gættu um nóttina hjarðar sinn-
ar. Og engill Drottins stóð hjá
þeim, og' dýrð Drottins ljómaði í
kringum þá og urðu þeir mjög
hræddir. Og engillinn sagði við þá:
Verið óhræddir, því sjá, ég boða
yður mikinn fögnuð, sem veitast
mun öllum lýðnum. Því að yður
er f dag frelsari fæddur, sem er
Kristur Drottinn, f borg Daviðs.
Og hafið þetta til marks: Þér mun
uð finna ungbam reifað og liggj-
andi í jötu. Og f sömu svipan var
með englinum fjöldi himneskra
hersveita, sem lofuðu Guð og
sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með þeim
mönnum, sem hann hefur velþókn
un á.“
Lúk. 2, 1—14.
Jólin eru sannkölluð hátíð
ljóss og gleði í mannheimi. í
kristnum löndum munu þeir
fáir, sem finna ekki sérstakar
tilfinningar bærast innra með
sér, er jólahátíðin gengur í garð.
Þegar jólasálmarnir hljóma og
lesin er frásagan af litla barninu,
sem fæddist í fjárhúsinu og var
lagt í jötu, finnum við, að jólin
eru enn á ný til okkar komin
með boðskapinn um náð og misk
unn Guðs, sem í kærleika sínum
fæddist inn í tilveru okkar og
gjörðist okkar og gjörðist maður
í eingetnum syni sínum Jesú
Kristi.
Jólin eru okkur sönnun kær-
leika Guðs. Þess vegna vekja þau
gleði og fögnuð í hjörtum allra
þeirra manna, sem heyra boð-
skap þeirra og veita honum við-
töku.
Og meginefni jólaboðskaparins
er sú staðreynd, að Guð vildi
gerast maður. í manninum Jesú
Kristi birtist Guð með alla náð
sína okkur til handa.
Sá Guð, sem öllu ræður á himn
um, hefur fæðzt til þessarar jarð-
ar í litla barninu í Betlehem
til að mæta okkur mönnunum
og veita okkur náð sína.
Er þetta ekki - ótrúlegt?
Hvernig getum við trúað því, að
þarna sé Guð sjálfur kominn?
Það er eðlilegt, að slíkar spurn
ingar vakni í hjörtum okkar
frammi fyrir boðskap heilagra
jóla. Þetta er of stórt, of ótrú-
legt til að auðvelt sé að trúa því.
Samt er það satt. Allt líf og
starf Jesú Krists vottar þetta.
Hann var Guð, kominn í heim-
inn til að frelsa okkur. Hann gaf
líf sitt í dauðann fyrir okkur.
Til þess fæddist hann.
Á þessum staðreyndum grund-
vallast kristinn boðskapur. Það
er Guð sjálfur, sem mætir okkur
í Jesú Kristi. Það er Guð sjálfur,
sem liggur í jötunni. Það er Guð
sjálfur, sem guðspjöllin segja
okkur frá, að hafi gengið um
suður á Gyðingalandi, líknað
þjáðum og flutt fagnaðarerindið.
Það er Guð sjálfur, sem hékk á
krossinum. Og það er Guð sjálf-
ur, sem reis upp úr gröf sinni
á páskamorgni, þar sem hann
vann sigur yfir valdi dauðans í
mannlífinu.
í Jesú Kristi mætum við Guði
sjálfum. Þetta er meginkjarni
boðskaparins. Þetta er kristin-
dómurinn allur og annað ekki.
Og þarna höfum við einnig
þakkarefni jólanna: Guð vildi
gerast maður. Kærleikur hans
knúði hann til að vitja okkar.
Það er gott að eiga slíkan Guð,
föður, sem lætur sér annt rnn
okkur sem börn sín.
II.
Allt þetta sýnir okkur mikilleika
Guðs. Þannig er hann. Þetta gerði
hann til að frelsa okkur, leysa
af okkur fjötra syndar og dauða.
En hið skæra ljós, sem boð-
skapur jólanna sýnir okkur, staf-
ar fráGuði, og sýnir okkur einnig
hina dökku hlið, sem að okkur
sjálfum snýr. Af hverju þurfti
Jesús Kristur að fæðast inn I
þennan heim? Hvers vegna þurfti
hann að gefa lít sitt á krossinum?
Þá beinast augu okkar að okk-
ur sjálfum. í hinu undursamlega
ljósi, sem stafar frá Guði, sjáum
við okkur sjálf eins og við erum.
Það var okkar vegna, sem Guð
þurfti að koma. Það var okkar
vegna, sem hann gaf líf sitt á
krossinum.
Hvers vegna? Vegna þess, að
við vorum syndarar, brotlegir í
augum Guðs, vonlausir í eigin
mætti, ofurseldir valdi syndar og
dauða í okkur sjálfum. Og það
vorum við, syndararnir, sem Guð
elskaði svo heitt. Við áttum kær-
leika hans. Okkar vegna var
hann reiðubúinn að afklæðast
dýrð himnanna og taka á sig læg
ingarmynd mannleg holds.
Slíkur var kærleikur hans.
Slík var þörf okkar á hjálpræði
hans.
Þessi boðskapur á að fá að
hljóma út um gervalla jörð, til
allra manna. Guð elskar alla
jafnt. í augum hans er enginn
munur á okkur. Við erum allir
skapaðir til samfélags við hann.
Náð Guðs, okkur veiti í Jesú
Kristi, nægir öllum mönnum til
eilífs lífs með Guði.
Og trúin á þann Guð, sem vitj-
aði okkar í Jesú Kristi, er eina
von okkar mannanna í dag. Við
eigum engan annan boðskap, sem
geti gefið okkur fullvissu um ráð
og kærleika Guðs og frið og
öryggi í daglega lífinu í þessum
heimi rótleysis og ótta.
Öll von alls mannkynsins er
bundin við hann, sem lagður var
í jötuna. Jesús Kristur er í sann-
leika frelsari okkar. Allt snýst
um hann. Allt annað er auka-
atriði.
Jólaguðspjallið greinir frá
mörgum persónum. Það talar um
keisarann, voldugasta mann jarð
ar. Það talar um landstjóra hans,
sem fór með völd í Gyðinga-
landi. Það talar um mennina um
hverfis jötuna, sem veittu barn-
inu lotning. En allt eru þetta
aukapersónur, sem aðeins gefa
meiri dýpt í þá mynd litla barns
ins. Hann var að koma í heim-
inn. Jafnvel hinn voldugi keisari
var aðeins smápeð í hendi Guðs
til að sýna enn betur mikilleika
og vald Guðs.
Og þannig er það enn. Guð er
sjálfur aðalatriðið í lííi okkar.
Guð er allt í öllu. Hann er meg-
instaðreynd lífs okkar. Honum
eigum við að þjóna. Á hann eig-
um við að trúa.
Jólin minna okkur á þetta. Þau
eru hátíð okkar aUra, því að öll
þörfnumst við kærleika Guðs.
Við eigum enga aðra von. En sú
von nægir.
Þessi sé boðskapur heílagra
jóla til okkar nú: Fagna þú,
maður, því að Guð vUdi gerast
maffur. Guff vildi gerast maffur.
Guð vildi frelsa okkur, veita okk
ur náð sina. Og allt þetta hefur
hann gert í syni sínum, Jesú
Kristi.
Gleðjumst því. Göngum fagn-
andi að jötu litla barnsins og lof-
um Guð. Og gætum þess, að jóla-
hátíðin slitni aldrei úr tengslum
við daglegt líf okkar. Jólagleðin
á að fylgja okkur alla ævL
Þá fyrst höfum við í sannleika
eignazt gleðUeg jól í Jesú «af»U-
Jónas Gíslason.