Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 23
f Sunnudagur 23. des. 1962 MORGUTSBLAÐIÐ 23 cmilian erfii fyrir höndum? París, London, 22. des. — (AP-NTB) — PETER Thorneycroft, landvarna ráðherra Bretlands, kom heim til London í dag; frá Baliama- eyjum, þar sem hann var við- staddur viðræður þeirra Kenn- edys forseta og Macmillans, for- sætisráðherra. 4 Við heimkomuna kvaðst hann reiðubúinn að verja í sér- hverju tilliti það samkomulag, sem orðið hefði með þeim Kennedy og Macmillan í Nassau. ♦ Stjórnarandstaðan í Bret- landi hefur þegar lýst yfir mik- milli andstöðu við áætlunina um Polarisflugskeytin og talið er að þó nokkur hluti brezka íhalds- flokksins sé henni andvígur. Eru uppi raddir um, að Haroid Mac millan eigi framundan harða stjórnmálabaráttu vegna þessa. Vestræn blöð ræða ítarlega um viðræðurnar í Nassau og árangur þeirra. Vestur-þýzku blöðin eru flest sammála um, að úrslitin hafi í för með sér upp- hafið á endalokum Bretlands sem sjálfstæðs kjarnorkuveldis. Die Welt í Hamborg skrifar, að úrslitin sé hvorki hægt að kalla sigur né ósigur fyrir Breta, en Bretland verði að greiða háu verði tilraunir sínar til þess að halda velli sem stórveldi. Það muni krefjast óhemju fjár að byggja upp kafbátaflota til að flytja Polarisflugskeyti. „Kölnische Rundschau" skrifar að hin neikvæðu úrslit viðræðn- anna í Nassau hafi veikt aðstöðu Macmillans bæði innan Bretlands og utan. Blaðið segir m. a.: Macmillan hefur eflaust óskað þess að vera horfinn aftur í tím- ann, þannig að hann ætti við fyr- irrennara Kennedys að eiga — því að hann var nær ávállt sam- mála því, sem brezki forsætisráð herrann lagði til. Ákvörðunin um að hætta við framleiðslu Sky- bolt-eldflauga kann að hafa al- varlegar afleiðingar." Fregnir frá París herma, að de Gaulle forseti hafi í morgun átt fundi með Georges Pompidou, forsætisráðherra, Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra og Pierre Messmer, landvarnaráðherra og hafi þeir rætt árangur viðræðna þeirra Kennedys og Macmillans. Fréttabréf úr Holtum MYKJUNBSI, 13. desember — Það sem af er vetri hefur á ýmsu gengið með veðurfarið. Tíð hetf- ur verið misviðrasöm og ýmist verið norðanátt með allmiklu frosti eða þá sunnanátt með j stórrigningu Og stormum. Snjóar hafa ekki orðið miklir eða legið lengi, en nokkur klaki er kom- inn í jörð. Haustið og það sem Erlendar Fréttir í stuttu mdli Washington, 22. des. (NTB—AP). BANDARÍSKI lögfræðingur- inn James Donovan sagði í dag, að menn þeir, sem teknir voru tU fanga þegar hin mis heppnaða innrás var gerð Kúbu, yrðu látnir lausir innan skamms. Sem kunnugt er hef- ur Donovan átt í samningum við stjórn Fidels Castro á Kúbu. Samkvæmt fréttum frönsku fréttastofunnar AFP, var skýrt frá því í útvarpinu í Havana í morgun, að fangarn- ir yrðu látnir lausir á aðfanga dag. x—x „ Osló, 22. des. (NTB). UTANRÍKISRÁÐHERRA So- vétríkjanna, Andrey Gromyko, kemur í opinbera heimsókn til Noregs 27. febrúar n.k. x—x Peklng, 22. des. (NTB) FORSÆTISRÁÐHERRA Pe- kingstjórnarinnar Chou En Lai var í dag afhent tillaga Colom borráðstefnunnar um lausn landamæradeilu Indlands og Kina. x—x Accra, 22. des. (NTB). LEIÐTOGI stjómarandstöð- unnar f Ghana, Joe Appiah, sem setið hefur i varðhaldi s.l. 15 mánuði, var látinn laus í dag. Hann var ákærður fyrir starfsemi, sem ógnaði öryggi ríkisins. Appiah er kvæntur dóttur sir Stafford Cripps. 1000 mála síld- arverksmioja á Dalvík? Dalvík, 22. desember. HÉR hefur að undanförnu xerið í athugun að byggja 1000—1200 mála síldarverksmiðju. Er nú út- lit fyrir, að takast muni að stofna hlutafélag eftir áramótin, sem verði ætlað til að hrinda málinu í framkvæmd. Vonast er til, að verksmiðjan geti tekið til starfa næsta sumar. Forystu um þetta mál hefur sveitarstjórnin haft. — Kári. Ekkert innan- landsflugí2daga INNANLANDSFLUG lá alger- lega niðri á föstudag og laugar- dag vegna veðurs. Hefur þetta valdið erfiðleikum mörgum þeim sem hafa ætlað út á land til dvalar um jólin, eða ætlað til Reykjavikur. Utanlandsflug hefur hins veg- ar verið með eðlilegum hætti báða dagana. — Þeir sjá um Framihald af bls. 3. Sigurjón Guðjónsson, sem verður á vakt á aðfangadags- kvöld. Sigurjón er nýbyrjaður að starfa við írafoss-stöðina og fjölskyldan var ekki komin til hans þangað. Hann hefur verið í siglingum hjá Ríkisskip í hartnær sjö undanfarin ár og var síðast á MS Heklu. Á þessum árum hefur hann farið ótal sinnum umhverfis landið. — Hve oft? — Það veit ég ekki, ætli það hafi ekki verið um það bil tvisvar til þrisvar í mánuði. — Heldurðu ekki að þér leiðist að vinna svona á að- fangadagskvöldið? __ Nei, nei, þetta er ekkert, ég slepp alveg það, sem eftir verður jólanna og kemst til Reykjavíkur á jólanótt. Við kveðjum þessa ungu menn og óskum þeim, fjöl- skyldum þeirra og öllum íbú- um við Sogsfossa gleðilegra jóia. af er vetri hefur því verið held- ur erfitt bændum. Óvíða hefur þó fé verið gefið • hey að ráði fram undir þetta, þó er það til að einstaka bændur hafa gefið öllu sauðfé síðan um veturnætur. Nokkuð vantar enn af fé af fjalli og talið ólíklegt að það sé þar ennþá svo neinu nemi. Annars hefur féð flækzt víðs vegar í sumar og haust. T. d. af Landmannaafrétti austur í Skaftafellssýslu, þar sem því hef ur verið slátrað og af Holta- mannaafrétti mjög margt út yfir Þjórsá (og reyndar af Land- mannaafrétti líka) og allar götur norður í Bárðardal. Öllu fé sem fer ytfir Þjórsá er slátrað og hafa bændur í Ásahreppi orðið fyrir miklu tjóni síðastliðin tvö ár af þeim sökum. Kvillasamt hefur verið hér í haust, Meðal annars hefur stung- ið sér niður slæm hálsbólgupest og nú eru mislingar að breiðast út. Eru þeir jafnan leiður gestur er þeir ganga. — M. G. Þjófnaður upplýstur 11. DESEMBER var lögreglunni tilkynnt, að stolið hefði verið silfurborðbúnaði úr húsi nokkru við Stýrimannastíg hér í bæ. Var hér um að ræða silfurskeiðar, gaffla og fleira, alls um 40 stykki. Þjófnaðurinn hefur nú verið upp lýstur. Var hér á ferðinni maður, sem lögreglunni er vel kunnur, vegna fyrri afbrota. Hafði hann falið sumt af þýfinu, sem nú er nær allt komið til skila, bak við hús í Miðstræti. Þá hafði hann beðið nokkra vini og kunningja að geyma fyrir sig nokkuð af silfr- inu, en þeim var ekki kunnugt um, á hvern hátt það var komið í fórir hans. Allt Suðurl. hvítt VÍK í Mýrdal, 16. des. — Eftir hlákuna sl. fimmtudag gerði út- synning með éljagangi, er snerist svo upp í nokkra snjókomu. Öll leiðin frá Reykjavík til Víkur var því orðin hvít nú um helg- ina, svo að varla sá á dökkan díl. Oftast er þó auð jörð á ein- hverjum hluta þessarar leiðar. í Mýrdal er talsverður snjór, einkum austanvert, en honum hefur víðast verið ýtt af þjóð- veginum. Samt hafa vegir verið nokkuð viðsjárverðir þessa dag- ana, því glerhálka er eftir hlák- una, sem frysti í og sums staðar nokkurt snjólag yfir. Munu því einhver brögð hafa orðið að því, að bílar hafi runnið út af Suður- iandsveginum. — FréttaritarL jÞannig var Chevrolet-bifreið- in R-3841 útlítandi eftir að hafa ekið niður ljósastaur á Skúlagötu í fyrrinótt og sentst um 200 metra eftir götunni og hafnað á sjávargarðinum, þar sem hún vóg salt. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, voru 5 unglingar í bifreiðinni og þeyttist einn þeirra út á götu. Ökumaðurinn var að reyna að aka fram úr annari bifreið og var þá 100 km hraða. Með ólíkindum er, að enginn skyldi slasast við þennan glannaskap. íslendingar kaupa skip á ny Bergen, 21. desember — NTB Samband skipasmíðastöðva i V-Noregi hefur skýrt frá því, að aðilar sambandsins, 45 talsins, hafi á þessu ári smíðað skip fyr- ir önnur lönd, fyrir npphæð, sem nemur 50 milljónum norskra króna. Uim þrír fjórðu hlutar hefldar- töllu skipanna eru smíðaðir fyr- ir Færeyinga, Svía og íslendinga. Um tírna komu mjög fáar beiðn- ir um skipasmáð frá íalandii, en nú hefur það breytzt, og virðast íslendingar nú hafa unnið bug á þeiim fjárhagsvandræðum, sem fyrr steðjuðu að þeirn. Nú nýlega munu hafa borizt 4-5 beiðnir um nýsmíði skipa fyrár íslendinga, og 8 skip eru nú í smiðum fyrir Færeyinga. Leiðrétting f JÓLALESBÓK (II), hefur sú villa orðið, í grein um Elliðaárn- ar (opna, bls. 36 — 37, 5. dálk, 6. lína að neðan), að vísað er í heimildir Harrebows, og sagt, að þær séu frá 1852. Þetta er rangt, rétt er 1752, eins og síðar kemur fram í greininni. Framh. af bls. 24. eins og á sunnudögum: farin aukaferð úr Reykjavík kl. 8 og úr Hafnarfirði kl. 8,30, en síðan er farið eftir reglulegri ferða- áætlun. — Á gamlaársdag er ekið eins og á aðfangadag og á nýjársdag eins og á jóladag. ' REYKJAVÍK—KEFLAVÍK Á aðfangadag og gamlaársdag eru ferðir frá Reykjavík frá Steindóri kl. 6, 9,30 og 11, en frá Bifreiðastöð íslands kl. 13,15 og 16. Á jóladag er engin ferð, en á annan jóladag og nýjársdag er ekið eins og á sunnudögum (fyrsta ferð fellur niður). REYKJAVÍK—GRINDAVÍK Á aðfangadag er farið suður eftir kl. 15, á jóladag er engin ferð, á annan í jólum kl. 19, á gamlaársdag kl. 16 og á nýjárs- dag kl. 19. AKRANES—REYKJAVÍK Bílar Þórðar Þ. Þórðarsonar aka, sem hér segir: Á aðfanga- dag kl. 8 frá Akranesi og kl. 13 frá Reykjavík. A jóladag er engin ferð. Á annan í jólum er farið kl. 14 frá Akranesi og kl. 18 úr Reykjavík. M/S Akraborg fer á milli Reykjavikur og Akraness, sem hér segir: Á aðfangadag kl. 13 frá Reykjavík og kl. 14,30 frá Akranesi. Á jóladag siglir hún ekki. Á annan í jólum er farið kl. 13 frá Reykjavík, kl. 17 frá Borgarnesi og kl. 18,45 frá Akra- nesi. Á þriðja í jólum er farið kl. 7,45 og 17 frá Reykjavík og kl. 9 og 20 frá Akranesi. Síðan eru áætlunartimar að venju, þangað til á gamlaárskvöld, en þá er farið kl. 7,45 og 13 frá Reykjavík Og kl. 9 og 14,30 frá Akranesi. Á nýjársdag er engin ferð. INNANLANDSFLUG. Á aðfangadag fljúga flugvélar frá Flugfélagi íslands til Vest- mannaeyja, Hornáfjarðar, Akur- eyrar og ísafjarðar. Á jóladag er ekkert flogið, en á annan jóla- dag er flogið til sömu staða Og á aðfangadag að undanskildum Hornafirði. Síðan er flogið eftir venjulegri áætlun, nema á nýj- ársdag er ekki flogið neitt. FLUGFERÐIR TJL ÚTLANDA Flugfélag Islands: Á annan dag jóla er flogið til Glasgow, þann 28. til Glasgow og Kaup- mannahafnar, en síðan er ekki flogið fyrr en 2. janúar og þá til Glasgow og Kaupmannahafn- ar. Loftleiffir: Evrópuferðir: Á aðfangadag er flogið til Glasgow og Lundúna, á þriðja í jólum til Glasgow og Amsterdam, 28. des. til Osló, Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Hamborgcir, 29. des. til Luxemborgar, sunnudag- inn 30. des. til Osló, Gautaborg- ar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar, en síðan er ekki flogið fyrr en 3. janúar. Ameríkuferðir: (Allar til New York): Á Þorláksmessumorgun (tvær ferðir), að kvöldi annars jóladags, á þriðja í jólum, 28. des. 29. des. (tvær ferðir), og síðan ekki fyrr en 2. jan. Þýzkar messur ÞÝZK jólaguðáþjónusta fyrir kaþólska verður í Landakots- kirkju á jóladag kl. 16,30. Jó- hannes Gunnarsson, biskup, mess ar. , Ykkur sem munduð mig á 60 ára afmæli mínu 5. okt. s.l. færi ég mínar beztu þakkir, einnig færi ég ykkur og öðrum ættingjum og vinum beztu jóla og nýjárs- óskir mínar og konu minnar. Carl Hemming Sveins. (jle&ilecý jóíl Verzlunin Sigrún Strandgötu 31. HafnarfirðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.