Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 24
LUMAJER UÓSGJAFI t 289. tbl. — Sunnudagur 23. desember 1962 Jóla* gjafir jólasveinanna f GÆR fór fram verSlaunaaf- hending til þeirra barna sem hlutskörpust urðu í teiknisam keppni Morgnnblaðsins nú fyrir jólin. Allir verðlauna- hafarnir héðan úr Reykjavík söfnuðust saman á ritstjórnar- skrifstofu blaðsins kl. 10 í grærmorgun og þar voru þeim afhent verðlaunin, sem var pakki, innpakkaður í jóla- pappír, og náttúrlega getum við ekki sagt hvað er í hon- um. Myndin sýnir þau tíu verð- Ílaunabörn, sem voru mætt á- sair.t dómurunum tveimur, þeim Jóni Pálssyni, tómstunda i ráðunaut og Jóni E. Guð- mundssyni, teiknikennara. Börnin eru talin frá vinstri sitjandi: Guðgeir Friðjónsson, Magnea Jóhanna Matthíasdótt ir, Dóra Einarsdóttir, Krist- ín H. Friðriksdóttir og Þor- steinn Hannesson. Standi frá vinstri: Guðjón Ingvi Jóns- son, Pá.11 Reynisson, Þórarinn Jón Magnússon, Þórður Hall og Benedikt Hjartarson. Þrjú baitianna gátu ekki verið viðstödd, þær Lára Ólafsdóttir t>g Laufey Guð- mundsdóttir, sem báðar eiga heima norður á Akureyri, og Birgir Ingólfsson, sem á heima á Keflavikurflugvelli. Engu að síður verður séð um að þeim berist þeirra eins fljótt og hægt er. (Ljósm. Ól. K. M.) Minnisblað lesenda Slysavarðstofan. Sjá Dagbók. Læknar. Sjá Dagfbók. Tannlæknavakt. Sjá Dagbók. Lyfjaverzlanir. Sjá Dagbók. Messur. Sjá Dagbók. ; Mynd þessi er tekin í þann mund er efsti hluti norska jóla- trésins brotnaði af í morgun. Tréð hefur nú í nokkra daga barizt fyrir sjálfstæði sínu, en nú í morgun gerðist það, kl. 8,20 að toppurinn féll af því. Slökkviliðið og rafmagnsveit- an hafa undanfarið aðstoðað tréð eftir mætti, en nú, sem oftar, átti Kári síðasta orðið. (Ljósm. Guðni H. Arason) tJtvarpið. Sjá bls. 20 og 22. Rafmagnsbilanir. Þær á að tilkynna í síma 2 43 60 frá kl. lð—20, en á öðr- um tímum í síma 1 53 59. Hitaveitubilanir. Vegna þeirra á að kvarta í síma 1 53 59. Símabilanir. Þær tilkynnist í síma 06 eins og venjulega. Verzianir. Þær verða opnar frá kl. 9—12 a aðfangadagsmorgun. Sölutumar. Þeir verða opnir til kl. 16 á aðfangadag, lokaðir á jóladag og opnir eins og á sunnudögum á annan dag jóla. Mjólkurbúðir. Þser verða opnar á Þorláks- messu milli kl. 8 og 12, á að- fangadag milli kl. 8 og 14, lok- aðar á jóladag, og opnar frá kl. 10 til 12 á annan í jólum. Benzínsölur. Þær verða opnar á þessum tímum: Á Þorláksmessu frá kl. 10—11.30 og 13—22. Á aðfanga- dag frá kl. 9;30 til 11.30 og 13—16. Á jóladag eru allar benzínsölur lokaðar. Á annan dag jóla eru þær opnar frá kl. 9.30 til 11.30 og 13—15. Á gamla- ársdag frá kl. 9.30 til 11.30 og 13—16, og á nýjársdag ifrá kl. 13—15 einvörðungu. Leigubifreiðar. Bifreiðastöð Reykjavíkur (BSR): Dokað á aðfangadags- kvöld frá 19.30 til 22. Þá verður opnað aftur. Á jóladag verður opnað kl. 10 f.h. — Að öðru leyti opið allan sólarhringinn. Um áramótin verður opið að venju. Borgarbílastöðin: Lokað á að- fangadag frá kl. 19—20, opið 20—22, en opnað aftur kl. 10 f.h. á jóladag. Að öðru leyti opið all- an sólarhringinn, einnig um ára- mótin. Bæjarleiðir: Lokað kl. 22 á aðfangadagskvöld, en opnað kl. 10 f.h. á jóladag. Á þeim tíma, sem lokað verður, verða sima- línur stilltar á bílastaurana. — Þar munu þeir bifreiðastjórar svara, sem vilja aka. An-nars opið allan sólarhriuginn, svo og um áramót. Hreyfill: Lokað kl. 22 á að- fangadagskvöld. Opnað kl. 10 f.h. á jóladag. Annars opið allan sólarhringinn, svo og um áramót- in. Steindór: Lokað kl. 18 á að- fangadag. Opnað kl. 13 á jóladag. Annars opið að venju. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR Þorláksmessa Ekið til kl. 01.00 á öllum leiðum. Aöfangadagur jóla Ekið á öllum leiðum til kl. 17.30. Á eftirtöldum leiðum verð ur ekið án fargjalds sem hér segir: Leið 2 Seltjarnarnes: kl. 18,30. 19,30; 22,30; 23,30. Leið 5 Skerjafjörður: kl. 18,00; 19,00; 22,00; 23,00. Leið 13 Hraðferð Kleppur: kl. 17,55; 18,25- 18,55; 19,26; 21,55; 22,25; 22,55; 23,25. Leið 15 Hraðferð Vogar: kl. 17,45; 18.15; 18,45; 19.15; 21,45; 22,15; 22,45; 23,15. Leið 17 Austurbær-Vesturbær: 17,50; 18,20; 18,50; 19,20; 21,50; 22,20; 22,50; 23,20. Leið 18 Hraðferð Bústaðalhverfi: kl. 18,00; 18,30; 19,00; 19,30- 22,00; 22,30; 23,00; 23,30. Leið 22* Austurhverfi: kl. 17,46; 18,15;; 18,46- 19,15; 21,46; 22,15; 22,45; 28,15. Blesugróf, Rafstöð, Selás, Smálönd: kl. 18,30 og 22,30. Jóladagur Ekið frá kl. 14,00—24,00. Annar jóladagur Ekið frá kl. 9,00—24,00. Ganilársdagur Ekið til kl. 17,30. Nýjársdagur Ekið frá kl. 14,00—24,00. LÆKJARBOTNAR. Aðfangadagur. Síðasta ferð kl. 16,30. Jóladagur: Ekið kl. 14,00; 15,15; 17,16; 19,16; 21,15; 23,16. Annar jóladagur: Ekið kl. 09,00; 10,16; 13,16; 16,15; 17,15- 19,16; 21.16; 23,16. Gamlársdagun ; Síðasta ferð kL 16,30. Nýjársdagur: Ekið kl. 14,00; 15,15; 17,15; • 19,16; 21,16; 23,15- TIL ATHUGUNAR: Akstur á jóladag og nýjársdag (hefst kl. 11,00 f. h. og annann jóladag kl. 7,00 f. h. á þeim leið- um, sem undanfarið hefur veriS ekið á frá kL 7—9 á sunnudags- morgnum. Upplýsingar eru veittar í síma 1 27 00. Strætisvagnar KÓPAVOGS Á aðfangadag er ekið eins og venjulega til kl. 17, en síðan er ein ferð á hverjum heilum tíma fram til kl.. 22. Eru þaö hringferðir um bæinn. Á jóladag er ekið milli kl. 14 og 24 og á annan dag jóla milli kl. 10 Og 24. Á gamlaárskvöld er ekið eins og venjulega fram til kl. 17, en engin ferð er eftir þann tíma. Á nýjársdag er ekið frá kk 14—24.- REÝKJAVtK—HAFNAR FJÖRÐUR. Á aðfangadag er síðasta ferð úr Reykjavík kl. 17 og síðasta ferð úr Hafnarfirði kl. 17,15. Á jóladag er ekið frá kl. 14 til kL 0.30, og á annan jóladag er ekið Framh, á bls. 23 • • Okumaður- inn gaf sig fram ÞAÐ slys varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu kL 1.35 í fyrrinótt, að maður varð fyrir Volkswagenbifreið og sias- aðist mjög mikið, hlaut m.a. op- ið fótbrot og höfuðáverka. Ökumaðurinn sinnti ekki um slasaðan manninn, heldur ók á brott. Þrjú vitni lýstu bifreið- inni, sem dökkri Volkswagenbif- reið og hóf lögreglan umfangs- mikla leit að henni. Bifreiðin fannst síðar um nótt- ina. En um svipað leyti hafði öku maðurinn gefið sig fram á Lög- reglustöðinni. Hann bar þvi við, að hann hefði orðið skelfingu lostinn við slysið og það hefði verið ástæð- an fyrir brotthlaupinu. Hann fcvaðst ekki hafa séð til manns- ins, sem varð fyrir bifreiðinni, fyrr en hann birtist skyndileg* við vinstra framhom hennar og um leið befði slysið oriðð .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.