Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 16
16 ’ MORGVTSBLÁÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1962 Heilnæmt LjúfTcngt Drjúgt. Avallt sömu gæðin. AUTOLITE KRAFTKERTIL Umboð fyrir AUTOUTE OIVISION OF v&dfátvfántfiany, Snorri G. Guðmtindsson ’dverfisgötu 50 Simi 12242. EKKl YFlRHIAPA KAFKERFIP! " Pr Huseigendafélag Reykjavíkur HANSA-glugga tjöldin eru frá: .augavegi 176. Sími 3-52-52. Skriístv.'ostúlka SkriísL.'jstúlka ^ sem góða æfingu og kunnáttu hefir í bókhaldi, eiískum, dönskum og íslenzkum bréfaskriftum, óskast nú þegar, eða 1. janúar næstkomandi. GOTT KAUP. Tilboð merkt: „Skrifstofustúlka — Skrifstofustörf — 1956“ óskast lögð á skrifstofu Morgunblaðsins, ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmælum, ef fyrir liggja, fyrir 27. þessa mánaðar. Deutsche Welhnachts- und Neujahrsgottesdienste Katholischer Weihnachtsgottesdienst am 1. Wei- hnachtstag, dem 25. desember 1962 um 15,30 Uhr in der Christkönigskirche, Landakot, Reykjavík. Die Gemeinschaftsmesse zelebriert Bischof Jóhann- es Gunnarsson. Die Predigt halt Pater A. Mertens, der auch den Gottesdienst leitet. Envangelischer Weihnachts- und Neujahrsgottes- dienst am Sonntag, dem 30. Dezember 1962 um 14 Uhr in der Domkirche in Reykjavik. Die Weihnachts- und Neujahrsandacht hált Dom- propst Jón Auðuns. Es singen der Chor der Dom- kirche und Opernsánger Guðmundur Guðjónsson deutsche Weihnachtslieder. — An der Orgel: Dr. Páll ísólfsson. ★ Die Gottesdienste werden nicht im Rundfunk úbertragen. Úber eine rege Beteiligung wúrde ich mich sehr freuen! Hans-Richard Hirschfeld Botschafter der Bundesrepubli.- Deutschland. ■K ÞÁTTURINN hefur hlerað að stjórn T. R. hafi í hyggju að bjóða til landsins tveim sovésk- um skákmeisturum á næstunni. Ef svo vel tekst til fyrir stjórn- inni, að henni takist að fá tvo stórmeistara að austan, þá má búast við að T.R. efni til skák- móts í febrúar eða marz sbr. Taimanofmótið 1956. Framtak- semi stjórnar T.R. er mjög lofs- verð, því allir sem þekkja skák- mál á íslandi vita hversu nauð- sinnleg lyftistöng slík mót eru fyrir skáklíf, og unga og upp- rennandi skákmenn, sem hafa nægilegan þroska og reynslu til þess að vera valdir í slík mót. f>að má segja með nokkru sanni að ennþá einu sinni hafi T.R. skákað Skáksamibandi íslands með þessari framtakssemi sinni. f>ó þarf að hafa í huga að S.í. hefur í mörg horn að líta, en eigi að síður virðist mér ámælis- verð deyfð sú er ríkt hefur um langt skeið í herbúðum S. í., hvað snertir mót fyrir íslenzka skákmenn með erlendri þátttöku. Eftirfarandi skák er tefld á Ólimpíumótinu í Varna. Þeir sem eigast við eru núverandi skák- meistarar U.S.S.R. og U.S.A. Skákin er óvenju stutt, þegar tek ið er tillit til þess, að þarna eigast við tveir stórmeistarar í skák. Taflmennska Evans í þess- ari skák er vitaskuld enginn mælikvarða á skákstyrk hans, en aftur á móti fáum við að kynn- ast sterkustu hliðum Spassky, þar sem er geysileg kunnátta í skákbyrjunum og nákvæmni í meðhöndlun á þeirri kunnáttu, auk styrkleika hans sem sóknar- skákmans. Hvítt: Boris Spassky Svart: Larry Evans Kóngsindverks- vöm. 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, d6. 5. f3 c6. 6. Be3, a6. Þessari hugmynd kynntist ég fyrst hjá Taimanof 1956 í nokkr- um hraðskákum sem við tefld- um saman. Ég má segja að þá hafi hugmyndin verið ný af nálinni, en síðan hefur henni skotið upp í ýmsum myndum á skákmótum í austurvegi. 7. Dd2 b5 8. 0-0-0 Önnur leið er hér 8. Bd3 ásamt Rge2 sbr. skák þeirra Horts og Byrne frá sama móti. Leiðin sem Spassky velur verður þó að teljast öllu skarpari. 8. bxc4 Ekki fellur mér þessi leikur. Meira í samræmi við uppbygg- ingu svarts er 8. — Da5 ásamt Rbd7, og leitast þannig við að valda hvíti örlitlum erfiðleikum vegna c4 reitsins. 9. Bxc4 0-0 Við fyrstu sýn virðist ekki vera- mikið því til fyrirstöðu að koma kóngsa í skjól, en reyndin verð- ur önnur. Sennilega er hægast að skýra þetta með því að búa til reglu, sem oftast á við í slík- um tilfellum sem þessu. Þegar hvítur og svartur hrókfæra á sinn hvorum væng, þá ber þeim aðila er seinni er til sóknar gegn kóngi andstæðingsins að mæta sókn með gagnsókn á miðborði. Eitthvað á þessa leið hljóðar gömul regla. í þessu tilfelli hef- ur svartur ekki hrókfært og hef- ur ekki ástæðu til þess að hefja gagnsókn á miðborði, þar eð hvit- ur hefur ekki hafið neina sókn. Hann á því einfaldlega að hraða útkomu manna sinna á drottn- ingarvæng, til þess að geta hafið gagnsókn á miðborði, þar eð hvít- fullum liðsstyrk, þegar þar að kemur. 10. h4! d5 11. Bb3 dxe4 12. h5! Nú er Spassky i essinu sínu. 12. — exf3 13. hxg6 hxg6 14. Bh6! Staðan er nú líkust harðvitug- asta kóngsgambít. 14. — fxg2 15. Hh4 Það hefði verið til trafala að hirða peðið á g2. 15. — Rg4 Vitaskuld ekki 15. — Rh5 vegna 16. Hxh5 og Dg5. 16. Bxg7 Kxg7 17. Dxg2 Rh6 Eftir 17. — f5. 18. Rf3 Hh8. 19. Hxh8, Dxh8. 20. Hhl með sókn. 18. Rf3 Rf5 19. Hh2 Dd6 20. Rc5 Með þessu móti hindrar Spassky Dd6 í því að komast til f4. 20. — Rbd7 21. Re4 Þetta þætti Konráði Árnasyni falleg riddarastaða. Svartur hef- ur tæpast nokkra von um að geta varið stöðu sína. 21. — Dc7 22. Hdhl Hf8—g8 23. Hh7t Kf8 24. Hxf7t Ke8 25. Dxg6! Rxe5 26. Hf8t! Gefið. i M SfDAN ég hóf að annast skák- þátt Morgunblaðsins, hefur það verið vani minn að hafa sérstak- an jólaskákþátt, þar sem ég hef leitast við að kynna eldri og yngri snillinga skáklistarinnar fyrir lesendum. . Að þessu sinni hef ég í hyggju að bregða upp nokkrum myndum úr nýútkominni bók eftir Norð- manninn Sigurd Heiestad, sem er mörgum íslenzkum skákmeistara góðkunnur. Bókin nefnist á frum málinu Stormestere spiller Sjakk. Útgefendur er forlagið H. Asche- houg Co. Oslo. Verð bókarinnar er óbundin: 38,50 N. kr. ca. 232,11 ísl. kr. og í bandi 47,50 ca. 286,37 ísl. kr. Bókin er 182 bls. í stóru broti. Hún samanstendur af 9 meginköflum, sem fjalla um ævi frægustu skákmeistara heims bæði fyrr og síðar, ásamt frá- sögnum af einvígum um heims- meistaratitilinn frá upphafi svo og merkustu skákmótum er hald in hafa verið. Sigurd Heiestad hefur lipran og skemmtilegan frásagnarstíl, enda hefur hann skrifað um skák og skákmeist- ara í fjöldamörg ár. Að mínum dómi er þetta ein læsilegasta og skemmtilegasta skákbók sem ég hef lesið. En snúum okkur nú að öðrum kafla bókarinnar, sem heitir Sjakk-kongene. í þessum kafla segir frá m. a. Dr. E. Lasker, sem var heimsmeistari frá 1894—1921, þegar hann kom til Hollands 1932, en þá fór þar fram einvígi milli Dr. M. Euwe og Capablanca. Um þessar mund ir hafði Lasker ekki tekið þátt í skákmótum síðan 1924. Hann var því ekki í mikilli æfingu. Lasker var staddur á veitinga- húsi í Rotterdam, þegar þar kom inn hollenzkur skákvinur, sem fór að stgja Lasker frá gangi einnar af ^'nvigisskákum þeirra Euwe og Capa. Maðurinn las Sigurd Heiestad leiki skákarinnar upp fyrii Lasker fram til 26. leiks, en þs var staðan í skákinni þessi: Dr. M. Euwe ABCDEFGH J. R. Capablanca Hér stöðvaði Lasker sögu- manninn í frásögn sinni, en Lasker hafði fylgzt með gangi skákarinnar án þess að hafa skákbórö til þess að styðjast við, og benti á að hér hefði Dr. Euwe getað unnið skákina með 26. — Hfe8!; 27. De3-c3, Bf3-g4!, sem hótar He8-c8 og þannig vinnur svartur skiptamun og skákina. í staðinn lék Dr. Euwe 26. — Hdlxcl og eftir meistara- lega taflmennsku tókst Capa að halda jöfnu. Þegar Capa heyrði uppástungu Laskers, átti hann að hafa sagt, að ef Lasker fengi sex mánaða undirbúningsfrest, þá gæti hann sigrað alla fremstu skákmeistara heims, jafnveí sig og Aljechin! Hér kemur svo ein hinum frægu leikfléttum Morpby. Morphy ABCDEFGH N. N. v Eins og við sjáum á stöðu hvítu mannanna, og þá sér í lagi Ha2, að andstæðingur Morphys hefur ekki verið í hópi lengra kom- inna. í þessari stöðu átti Morphy leikinn, og hann lék 1. —. He8xe4!, 2. Delxe4, Rf5—g3!! 3. De4xd4 (3. Dxh7, Rde2 mát), 3. — Rg3—e2t; 4. Kgl—hl, Dhcxh2f!; 5. Khlxh2, Hc8—h8t og mátar! Þátturinn éskar lesendum sín- um gleðilegra jóla og árs og friðar. IRJoh. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.