Morgunblaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Sunnu'dagur 23. des. 1962
isttlifflMfr
Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
JÚLIN
Aumur er hver sá hugur, sem er hlekkjaður ást-
fóstri við dauðlega hluti og verður sundurkram-
inn, er hann missir þeirra.“ Þannig segir Agústínus kirkju-
faðir í játningum sínum. Eintal og æviminningar þessa
sterka trúmanns verða hverjum manni ógleymanlegar sem
þær les. Ágústínus er án efa einhver mesti trúmaður, sem
lifað hefur, en hann nlaut ekki trúna í vöggugjöf, heldur
þurfti hann að leggja á sig margar andlegar raunir í þeirri
baráttu, sem hann háði áður en hann gekk á hönd þeim,
er skóp himin og jörð. Síðan hefur hann vísað mörgum
réttan veg til sterkrar trúar og enn í dag eru orð hans
jafnsönn og lifandi og þá er hann reit þau fyrir fimmtán
öldum. Á þetta jafnt við um alla kristna menn, ekki sízt
Lúther sem taldi Ágústínus einn af lærimeisturum sínum.
Þrátt fyrir breytingar, þrátt fyrir bætt kjör og öra þróun
í tæknivísindum, hefur staða mannsins í heiminum breytzt
lítið sem ekki. Þau orð, sem vitnað er til hér að framan,
eiga ekki síður við okkar tíma en þegar þau voru á bók
skráð. Kannski hefur okkur aldrei verið meiri þörf en nú að
stinga við fótum til að verða ekki að bráð veraldlegum
hlutum og taka slíku ástfóstri við það sem dauðlegt er,
að sálartjón hljótist af.
Við lifum á tímum efnishyggju. Tæknin er orðin átrún-
aðargoð margra manna. Einlæg, sterk og upprunaleg trú á
guð hefur því miður ekki þau mótandi áhrif á þjóðfélagið
sem ætti að vera. Það er eins og mönnunum séu ekki lengur
takmörk sett, er setning sem oft hljómar í eyrum. Alið er
á trúnni á manninn; kynt er undir efnishyggju og æ fleiri
hlekkjaðir ástfóstri við dauðlega hluti. En væri ekki hollt
á þessum jólum, að hugleiða út í hvaða óvissu förinni er
heitið; mundi ekki vera ástæða til að spyrja sjálfan sig;
hvort friðurinn í brjóstum okkar og andlegt jafnvægi sé
í samræmi við þá velmegun sem hvarvetna blasir við
augum? ____
x
Charles Laughton látinn
UM síðustu helgi lézt hinn
mikilhæfi, brezki leikari
Charles Laughton, 63 ára a3
aldri, eftir langvarandi van-
heilsu.
Laughton var fæddur í Scar
borough í Englandi árið 1899,
elztur þriggja sona Roberts
Laughtons gistihúseiganda —
og var til þess ætlazt, að hann
fetaði í fótspor föður síns og
tæki við gistihúsinu. En Char-
les var lítt hrifinn af
þeirri hugmynd, honum var
heldur lítið um gesti gistihúss-
ins gefið, nema þegar hann
gat skemmt þeim með upp-
lestri eða leik. Fyrsta leik-
sigurinn vann Laughton í
skólaleikriti — þá skrifuðu
blöðin „Vonandi sjáum við
Charles Laugh*on — sem
Henrik VIII.
þennan efnilega unga Laugh-
ton aftur fljótlega á sviði“.
En hann átti að læra gisti-
húsarekstux og var sendur í
því skynd til London. Þar
varði hann hverri frístundu
til lesturs leikbókmennta og
sótti leikhús á hverju kvöldi.
Svo kom að lokum, að faðir
hans gafst upp og sendi hann
til náms í „The Royal Aca-
demy of Dramatic Art“. Síð-
asta námsárið þar vann hann
til gullverðlauna með leik sín
um í hlutverki Doolittle í
„Pygmalion" eftir G. Bernard
Shaw. Þá lýsti Shaw því yfir,
að hann ætti að geta náð topp
inum á einu ári —og Shaw
reyndist sannspár. •
Næstu ár varð Charles
Laughton einn fremsti Shake-
speare leikari Englands, lék
m. a. í Old Vic í London um
árabil. En kvikmyndirnar
rændu Laughton þó fljótt frá
leiksviðinu — þegar árið 1929
lék hann í fyrstu kvikmynd-
inni, en stjörnunafnbótina
vaim hann sér árið 1933 í
kvikmyndinni „Einkalíf Hen-
riks VIII.“ Arið 1936 lék
hann á frönsku á Comedie
Francaise, fyrstur brezkra leik
ara. Næstu ár lék hann í kvik-
myndum, ýmist heima í Eng-
landi — m. a. í kvikmyndinni
um Rembrandt, þar sem kona
hans Elsa Lanchester ( þau
giftust árið 1929) lék hlut-
verk Henrijke, — eða í Banda
ríkjunum, þar sem hann lék
meðal annars í „Vesalingarnir“
og „Uppreisnin á Bounty“,
sem nýlega var kvikmynduð
með Marlon Brando í aðalhlut
verki.
Eftir 1940 lék Laughton
eingöngu í Bandaríkjunum og
voru með mestu afrekum hans
þar hlutverk hans í „Vitni
saksóknarans" sem gerð var
eftir sögu Agötu Christie og
í kvikmyndinni , sem gerð var
eftir nokkrum smásögum eftir
O. Henry.
Á stríðsárunum kom
Charles Laughton fyrst
fram sem upplesari. Hann las
m. a. úr verkum Dickens,
Shaw, Shakespeare og úr
biblíunni. Hann fór í upplestr
arferðir um Bandaríkin þver
óg endilöng og fljótt slógust
í hóp með honum margir frá
bærir leikarar m. a. Charles
Boyer, Sir Cedric Hardwicke
og Agnes Moorehead, sem lásu
ásamt honum „Don Juan in
Hell“, „Man and Superman"
eftir G. Bernard Shaw, og Ray
mond Massey, Tyrone Power
og Judith Anderson, sem lásu
með honum „John Brown’s
Body“, frásögn í Ijóðum úr
borgarastyrjöldinni í Banda-
ríkjunum. Þessi valdi hópur
listamanna kom margsinnis
fram í útvarpi og sjónvarpi og
voru gefnar út allmargar plöt
ur með upplestri þeirra.
Charles Laughton sem
Charles Laughton
íslenzk kirkja hefur miklu og mikilvægu hlutverki að
gegna. Hún á að vera þessari þjóð styrk stoð og trú því
hlutverki að vera góður bakhjall þegar syrtir í álinn. Fyrir
margra hluta sakir er gerð að henni hörð hríð úr ýmsum
áttum og verður að játa, að hún hefur ekki ávallt haft það
þrek og þann manndóm, sem lýsir af sannfæringarkrafti
Ágústínusar. En fleiri eiga sök en kirkjan. Fólkið í landinu
hefur ekki ávallt verið á varðbergi og slegið þá skíaldborg
um trú og kristni, sem nauðsyn er, ef við ætlum að lifa af
átök þeirra ragnaraka, sem nú eiga sér stað í heiminum.
I þeirri baráttu er trú feðra okkar bitrasta vopnið. Hún
er bjarg sem framtíðin er reist á.
Aldrei hefur verið eins mikil nauðsyn á því og einmitt
nú, að þetta bjarg sé varið. Á því getur oltið lífshamingja
íslenzku þióðarinnar, andleg velferð hennar og menningar-
leg reisn. 1 óbilandi trú á þann, er jörðina skóp og himin-
inn, mun okkur takast að nota hvíta galdur, tækni og ver-
aldarhyggiu, til góðs öllu fólki í þessu landi. f von um að
íslenzka þjóðin rækti með sér bessa trú, hlúi að henni og
setji traust sitt á þann, sem við minnumst á bessari hátíð.
cftar en í óefnum og á sorvarcfnndum, óskar Morgunblaðið
lesendum sínum og allri þjóðinni
íLandSjúnaðarmál
bitbeinið
Heath í senn vonsvikinn og vongóður
Brússei, 20. desember.
— AP-NTB —
BRETAR vonast til, að betur
muni ganga í samningavið-
ræðum við ráðherranefnd
Efnahagsbandalagsins, um að
ild Breta, er viðræður hefj-
ast á nýjan leik á næsta ári.
Þótt boðað hafi verið í gær,
að viðræðum væri lokið á
þessu ári, var aftur haldinn
fundur með ráðherranefnd-
inni og Edward Heath, vara-
utanríkisráðherra Breta, í
dag.
Að loknum fundinum gaf
Heath þá yfirlýsingu, að
mörg vandamál samveldisins
og Breta hefðu verið leyst að
undaniörnu. Hins vegar sagði
hann enn skorta á, að sam-
komulag næðist um landbún-
aðarnr.'ál.
Sagðist hann vona, að
fundi-* þeir, sem haldnir
verða í janúar (14.—18. og 28.
jan. til 2. febr.) muni fá miklu
áorkað í þeim efnum. — Þá
verða landbúnaðarmálin sér-
staklega tekin til umræðu.
Heath hefur samt ekki dregið
dul á vonbrigði sín og brezku
stjórnarinnar yfir því, að ekki
skuli enn hafa náðst samkomu-
lag. Umræður um aðild Breta
hafa nú staðið .' nær 15 mánuði.
Það, sem mest greinir á um nú,
eru niðurgreiðslur til brezkra
bænda, en löndin í EBE krefjast
þess, að þær verði felldar niður,
áður en áf aðild Breta verður.
Þótt næsti fundur ráðherra-
nefndarinnar og Heath verði
ekki haldinn fyrr er. 14. janúar
nk., þá mun landbúnaðarnefnd
bandalagsins, undir formennsku
dr. Mansholts, ræða landbúnað-
armálin á mörgum fundum, sem
haldnir verða íram til þess tíma.
Dr. Mansholt hélt í dag ræðu,
þar sem hann lýsti því yfir, að
sérstaklega væru nú til umræðu
verðlagsmál landbúnaðarins, þó
einkum með tilliti til svínaflesks
og korns. Hann sagði þó, að
nefndin myndi ekki skila áliti
fyrr en í janúur.
Einn af brezku fulltrúunum
lýsti í dag ánægju sinni með til-
lögur Leyden-háskólans. þess
efnis, að er meðlimir EBE yrðu
10, þá yrðu 51 atkvæði í ráð-
herranefndinni, þar sem % meirl
hluta þyrfti til sambykktar. f til-
lögunum er gert ráð fvrir 14 at-
kvæðum í stjórnarnefndinni.
Utanríkisráðherra Hollands,
Josef Luns, skvrði frá því, eftir
fund raðherranefndarinnar í dag,
að bráðlega yrðu rædd stjórnar-
málefni bandalagsins, með tillitl
til aðildar Breta, Dana, Norð-
manna og fra.
París, 20. desember — NTB
Farþegaþota frá ísraelska flu»
félaginu EL-al varð skyndilega
alelda í dag, er verið var að
búa hana undir flugtak á Orly-
flugvellinum. 63 farþegar voru
í vélinni, en tókst að bjarga ödl-
um úr henni. Um 90.000 lítrar
af eldsneyti voru í flugvélinni.
Var hún þegar komin á ferð, er
eldsins varð vart, en flugmann
inum tóSost að stöðva hana í tæika
tíð