Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. des. 1962 Um 1100 fangar, sem Castro hafði haft í haldi frá því þeir tóku þátt í innrásartilraun flótta- manna í apríl 1961, komu til Miami í Florida á Þorláksmessu. Áður hafði Castro fallizt á að afhenda þá gegn greiðslu í matvælum og lyfjum fyrir um 2.500 millj. kr. Myndin sýnir einn fanganna við komuna til Miami, þar sem ættingjar hans tóku á móti honum. Jolasveinninn a myndinni er rúmlega 15 metra hár og stendur í úthverfi Rio de Janeiro í Brazilíu. Vegurinn, sem jólasveinninn stendur við, liggur að Copacabana baðströnd- inni, en uppi í hæðinni fyrir ofan brúna sjást nokkrir timb- urkofar í einu af mörgum fátækrahverfum stórborgarinnar. FRÉTTA MYNDIR Lauris Norstad hershöfðingi er að láta af yfirstjórn herja NATO-ríkjanna í Evrópu. — Mynd þessi var tekin af hon- um þegar de Gaulle Frakk- landsforseti sæmdi hann stór- krossi Heiðursfylkingarinnar frönsku rétt fyrir jólin. Mynd þessi er ekki áminning frá Gjaldheimtunni um að greiða opinber gjöld fyrir áramót, heldur sýnir hún nýjan útbúnað lögreglunnar í Miinchen, Vestur-Þýzkalandi. Ef lögreglumenn eru sendir til að handsama hættulega af- brotamenn, sem bera vopn, eru þeir búnir stálgrímum og skotheldum vestum. Skömmu fyrir jólin fórst bandarísk flutninga flugvél við Kadena-flugvöllinn á Okinawa eyju. Flugvélin var af gerðinni KB-50 og notu® til flutninga á eldsneyti. í aðflugi missti flugmaðurinn stjórn á vélinni, sem hrapaði á hús skammt frá vellinum. Tveir íbúar húss- ins og fimm manna áhöfn vélarinnar fórust. Þegar verið var að taka kvikmyndina „CIeoPatra“ var mikið talað um að aðalleikend- urnir, þau Elizabeth Taylor og Richard Burton, eyddu öllum sínum frístundum saman. Leiddi þetta til þess að Liz skildi við eiginmann sinn, söngvarann Eddie Fisher. Nú eru þau Elizabeth Taylor og Richard Burton að leika í nýrri kvikmynd, sem nefnist „The VIP’s“ (Stórmennin). Myndatakan hófst 20. desember í Bretlandi, og var þá mynd þessi tekin. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.