Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUISBLAÐIÐ Fðstudagur 28. des. 1962 Hæfniskeppni, Rvíkurmót og skíðakennsia hjá ÍR Skíðadeild félagsins verður 25 ára á þessum vetri VETRARSTARFSEMI Skíða deiídar ÍR mun verða einkar fjölbreytt á þessum vetri en nú eru liðin 25 ár frá þvi að starfsemi deild arinnar hófst .Af þessu tilefni átti blaðið samtal við Þóri Lárus son, formann deildarinnar, og spurði hvernig störfum yrði hátt að í vetur. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: — Segja má að vetrarstarfið hefjist með skíðanámskeiði þvi, sem stendur yfir í Hamragili frá 27.—30. desember. Þar eru tveir kennarar, þeir Eiríkur Haralds- son og Jakob Albertsson. Fólk á þess kost að kaupa sér kennslu, fæði og gistingu í hinum nýja skála félagsins, hvort sem er fyrir einn sólarhring eða allan tímann, svo og að kaupa sér kennslu eina saman og fæða sig sjálft ef það ætlar ekki að vera nema einn dag í senn. Nokkrar skíðaferðir hafa verið famar, þar sem af er vetrinum, þegar færi hefur leyft. ★ Reykjavíkurmótið Skíðadeild ÍR mun að þessu sinni annast Reykjavíkurmótið, sem fram fer um mánaðarmót febrúar og marz. Keppt verður IVIolar — að utan VALERI Brummel heimsmet- hafinn í hástökki var á dög- unum kjörinn „fþróttamaður ársins“ I Rússlandi. Þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur það sæmdarheiti, en íþróttafréttamenn útvarps og blaða kjósa. A listanum yfir 10 beztu voru engir nema Evrópu, eða heimsmethafar eða meistarar. Pólski framvöi'ðurinn Jo- sef Masopust, sem leikur með Dukla í Prag hefur af franska íþróttablaðinu „Fotbali“ verið kjörinn knattspymumaður ársins 1962. Það voru knatt- spymublaðamenn í 19 lönd- um sem þátt tóku í skoðana- könnun blaðsins með þess- um úrslitum. Portugalinn Eusebio varð í 2. sæti í skoð- anakönnuninni. Sundmaðurinn Gerhard Hetz og frjálsíþróttakonan Jutta Heine vom í 1. og 2. sæti í skoðanakönnun þýzkra fréttamanna um „íþróttamann ársins“. Hollenzka Iiðið Feyenord vann aukaleiik í keppninni um Evrópubikarinn gegn ung- verska liðinu Vasa með 1—0. Liðin voro jöfn að mörkum eftir fyrri tvo leikina svo aukaleikur var nauðsynlegur. Feyenoord er þá komið í 8 liða úrslit um bikarinn. Brian Kilby, maraþonhlaup- arinn og sundkonan Anita Lonsbrough voru kjörin beztu íþróttamenn ársins í Englandi af enskum íþróttafréttamönn- j um. þar í svigi, bruni, stórsvigi, stökki og göngu. í samibandi við þetta mót verður sú nýjung upp tek- in, að keppendur verðá ræstir með sérstökum rafmagnsútbún- aði (rafmagnsstarti). Þetta gerir það að verkum, að keppnin geng ur nú öll hraðar fyrir sig. !>á er nú komin skíðalyfta í Hamragil og hefur hún tvo möguleika, 150 metra og 300 metra. Nú þegar er hafinn undirbúningur að þessu móti. Ætlunin er að reyna að fá erlendan gest til þess að keppa á mótinu. ★ Hæfniskeppni. Sú nýlunda mun upp tekin í vetur, að starfræktar verða svo- nefndar hæfniskeppnir. Fara þær fram í öllum skíðalöndum erlend is en eru óþekktar hér. Byrjað Guðni Sigfússon — 20 ár í fremstu röð verður á þessu um mánaðarmót in janúar-febrúar. Keppni verður hagað þannig, að lagt er hlið efst í tiltekinni brekku og marki er komið fyrir neðst í brekkunni, en leiðin þannig valin á milli, að ekki er hægt að komast frá ræsi hliði í mark nema sýna talsverða leikni. Þessi keppni er fyrst og fremst fyrir almenning. Tíminn ræður úrsli'tum og verður á- kvarðaður í fyrstu keppninni. Sá sem nær tilskildum tíma fær gullverðlaun, sá sem næstur verð ur fær ' silfurverðlaun og sá þriðji brons. Þannig getur hver áhugamaður sem er spreytt sig á þessari þraut og farið aftur og aftur sömu eða svipaða braut allan veturinn, því mörkin verða ekki hreyfð frá því þau eru sett niður og þar til þau verða tekin upp, er snjóa leysir í vor. Getur því hver maður gert allm-argar tilraunir í vetur til þess að ná sér í gullið. Þetta er því góður mælikvarði á getu hvers og eins sem kanna vill það hve leikinn hann er orðinn á skíðum. Þraut- in verður ekki erfiðari en svo að skíðaikappar, sem eru í stöðugri þjálfun og stunda keppni, munu eiga tiltölulega auðvelt með að vinna gullið, enda er þessi þraut fyrst og fremst ætluð almenn- ingi, en ekki skíðaköppunum. Þrautirnar verða bundnar ákveðn ■um timum um helgar, sem nánar verður getið síðar. Þórir Lárasson, form. Skíðadeildar ÍR. ■Á Afmælið. Síðast en ekki sízt verður svo haldið hátíðlegt 25 ára af- mæli skíðadeildarinnar. í því samlbandi verður afmælismót og væntanlega einhver hátíðahöld. Sjálft afmælið er hinn 10. marz en aðstæður allar verða að ó- fcveða nánar um hvenær mótið fer fram, eða hátíðahöldin. Um páskana verður haldið mót í Hamragili og ýmislegt fleira verður til skemmtunar fyrir þá sem dveljast vilja í skála félags ins þar efra þann tíma. ★ Önnur mót. Vetrarstarfsemi Skíðadeildar innar mun ljúka með því, að deildin sér um hið svonefnda Steinþórsmót, en þar er um að ræða sveitakeppni sex manna sveita. Loks skal þess getið að í ár hefur einn af félagsmönnum í ÍR keppt á skíðum fyrir félagið í samfleytt 20 ár. Er það Guðni Sigfússon, sem enn er hinn frækn asti skíðagarpur. Nú sem stend- ur era þrír af fremstu skíða- mönnum félagsins starfandi skíðakennarar í Bandaríkjunum. Eru það þeir Steinlþór Jakobs- son, Úlfar Skæringsson og Ey- steinn Þórðarson. Þannig fórust formanni Skíða deildar ÍR orð. Vonum við að starfsemi Skíðadeildarinnar í vetur megi vel farnast, enda eiga skíðamenn Iþróttafélags Reykja víkur vel skilið slíkan dugnað og afreksgetu, sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Nýiega tók Úlfur Skæringsson, sem nú stundar skíðakennslu í U.S.A., þátt í móti skíðamanna í Aspen. Hér sést hann lengst t. v. ásamt Roger Staub og Karl Burtscher. Island gegn Frakk- landiog Spániífeb. — landslið valið ÁKVEHjNIR eru nú tveir landsleikir íslands í handknattleik og fara þeir fram í París 16. febrúar og í Bilbao á Spáni 19. febrúar. Mótherjarnir eru Frakkar og Spánverjar. Landsliðsnefnd HSÍ hefur nú endanlega valið lið það er utan fer til leikanna. — Er það þannig skipað: Hjalti Einarsson, F.H. Karl Marx, Haukar. IMýárskvöld ■ Jósefsdal DVALIZT verður í Jósefsdal milli jóla og nýárs og er þar ráðskona með mötuneyti. Allir beztu skíðamenn félagsins ann- ast almenna skiðakennslu fyrir unga sem gamla. Skíðabrekkan verður upplýst. Dráttarvél á snjó beltum nr.un flytja fólk og far- angur á öllum auglýstum ferð- um .Kvöldvökur öll kvöld. Ferð ir frá B.S.R. á laugardaginn 29. des. kl. 2 og 6. sunnudag 30. des. kl. 10 og gamlársdag kl. 2. Allar upplýsingar hjá Þórsteini Bjamasyni og öðrum stjórnar- meðlimum. Skiðakennsla og göngu- ferðir frá Skíðaskálanum GÓÐUR snjór er nú við Skíða- skálann í Hveradölum og þar er tekið á móti gestum til lengri og skemmri dvalar nú milli há- tíða. Er margt gert til að gera dvölina skemmtilega m.a. skipu- lagðar gönguferðir frá skálan- um, skíðakennslu haldið uppi, skíðalyfta höfð í gangi og brekk- ur flóðlýstar. Gestgjafinn í skálanum ÓflLi Ólason sagði að glatt væri á hjalla og skemmtilegt þessa daga í skálanum. Verði gistingar og fæðis er stillt í hótf þannig að allir geti veitt sér nokkurra daga dvöl þar, og er unnt að fá bæði herbergis- eða svefnpokapláss. Skíðakennsluna annast kunn- ur skíðamaður Og leiðsögn í gönguferðum annast einnig fróð- ir menn um umhverfið. Um ný- árið er efnt til sérstakrar hátíðar í skíðaskálunum og hetfur oft ver- ið mannmargt þar efra á Gaml- árskvöld og fólk notið dvalar *þar. Pétur Antonsson, F.H. Einar Sigurðsson, F.H. Kristján Stefánsson, F.H. Birgir Björnsson, F.H. Örn Hallsteinsson, F.H. Gunnlaugur Hjálmarsson, Í.R. Matthías Ásgeirsson Í.R. Karl Jóhannsson KR. Karl Benediktsson, Fram. Ingólfur Óskarsson, Fram og Rósmundur Jónsson, Víking. Staðan / 7. deild FYRIR jólin fóro fram fyrstu 5 leikir í íslandsmóti 1. deild- ar í handknattleik karla 1963, en keppnin hefst svo snemma vegna þess að nú er í fyrsta sinn upp tekin tvöföld um- ferð i deildinni. Leikirnir og úrslitin urðu þessi: KR—'ÍR 315—29 FH—Þróttur 34—13 Víkingur—Fram 26—21 KR—Þróttur 30—21 ÍR—Víkingur 19—19 Mesta athygli vöktu Víking ar með sigri ytfir íslandsmeist- urunum Fram. Eftir þessa 5 leiki er staðan í mótinu því þannig. LUJT Mörk St KR...... 2 2 0 0 66—ÖO 4 Víkingur 2 1 1 0 45—40 3 FH...... 1 1 0 0 34—13 2 ÍR ...... 2 0 1 1 4)8—64 1 Fram .... 1 0 0 1 21—26 0 Þróttur .. 2 0 0 2 34—04 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.